Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Qupperneq 36
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 F0STUDAGUR 9. JANUAR 1987. Samkomu- lagí sjómanna- deilunni? Ýmislegt bendir til þess að sam- komulag gæti verið á næsta leiti í sjómannadeilunni. Vitað er að alltaf eru einhverjar þreifingar bak við tjöld- in þegar mál sitja jafhfost á vfirborð- inu og sjómannadeilan nú. Aðilar sem DV hefur rætt við hafa gefið eitt og annað í skvn sem styður þá kenningu að samningar gætu tekist imi helgina. í þessu sambandi má benda á að Sjómannasamband íslands hefur frest- að því að senda fulltrúa sinn, Hafþór Rósmundsson. til Ijondon til viðræðna við stjórn Alþjóðasambands flutninga- "verkamanna. Hafþór átti að fara utan í dag en ferð hans hefur verið frestað til sunnudags. Einn af forystumönnum sjómanna sagðist aðspurðui ekki óttast lög sem banna verkfallið ef ekki semdist um helgina enda mvndi helgin duga eins og hann komst að orði. I þriðja lagi er framkvæmdastjóri útgerðar rækjutogarans Hafþórs kom- inn til Reykjavíkur og mun eiga fund með sjávarútvegsráðherra í dag og segist tilbúinn til að ræða við deiluað- i,ila verði þess óskað. -S.dór Sáufljúgandifurðu- hlut við ísland í síðasta tölublaði tímaritsins News- week er frétt um það að hinn 17. nóvember síðastliðinn hafi áhöfnin á japanskri flutningaþotu af gerðinni Boeing 747, sem var á leið frá Islandi til Anchorage í Alaska, séð fljúgandi furðuhlut. Það sem er merkilegt við þetta er að svo virðist sem fúrðuhlut- urinn hafi náðst á radar. Að sögn flugstjóra þotunnar virtist hluturinn vera á stærð við tvö flug- móðurskip og sagðist hann vera viss ,um að hann hefði verið frá annarri plánetu sem væri á mun hærra menn- ingarstigi en við. Einungis það gæti skýrt áhuga hlutarins á famii þotunn- ar sem var Beaujolais vín frá Frakkl- andi. ÓA Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. plBÍLASro ÞROSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Krístín Halldórsdóttir í 1. sæti Kvennalistans á Reykjanesi: w Segiaf mér eftir tvö ár áá frjálsleg túikun á kosningalögum? „Við þingmenn Kvennalistans lít- um ekki svo á að við séum af ómissandi gerðinni. Nái ég kjöri í næstu kosningum þá segi ég af mér eftir tvö ár og varamaður minn tek- ur við. Þetta er í samræmi við skoðanir okkar um að óæskilegt sé að búa til atvinnupólitíkusa en hins vegar æskilegt að nýta sér fengna reynslu," sagði Kristín Halldórs- dóttir alþingismaður sern skipa mun fvrsta sæti Kvennalistans á Reykja- nesi í komandi kosningum. Listinn var ákveðinn í gær og um leið sú nýbrevtni að kona í efsta sæti segði af sér á miðju kjörtímabili og vara- maður hennar tæki við. „Þó ég segi af mér þingmennsku á miðju kjör- tímabili er ekki þar með sagt að ég hætti að vinna fyrir Kvennalist- ann,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. Annað sæti Kvennalistans á Reykjánesi skipar Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagnfræðingur og þriðja sætið Sigrún Jónsdóttfr þjóðfélags- fræðingur. í kosningalögum segir að forfallist þingmaður taki varamaður hans sæti á þingi. Sérfræðingar í stjóm- skipunarétti og lögum, er DV ræddi við í morgun, draga mjög í efa að ákvörðun Kvennalistans urn að skipta um þingmenn á miðju kjör- tímabili standist fyrir lögum: „Mér þykir þetta óeðlilegt," sagði einn. „Ákaflega frjálsleg túlkun á kosn- ingalögum,“ sagði annar. -EIR Það er vart hægt að segja annað en að þarna sé allt í rusli en svipað þessu mun ástandið víða hafa verið orðið hjá Reykvíkingum eftir hátíðarnar. En loks í gær var ruslið fjarlægt. „Þetta kemur alltaf fyrir um jól og páska og við þessu er ekkert að gera,“ sagði Hilmar Magnússon, yfirverkstjóri hjá Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar, aðspurður hverju það sætti að öskutunnur Reykvíkinga hafa verið yfirfullar undanfarna daga. Að sögn Hilmars hafa sorphreinsunarmenn unnið allar undanfarnar helgar og nú ætti að vera komið eðlilegt ástand á ný við öskutunnur borgarinnar. SJ/DV-mynd Ragnar S Allir í sjómann. Veðrið á morgun: Áfram milt veður Á laugardaginn verður suðlæg átt. Strekkingsvindur og súld eða rigning vestanlands en mun hæg- ari og úrkomulítið austanlands. Áfram milt veður. Hiti verður á bilinu 2-5 stig. Bretar lofa okkur fullum stuðningi - segir Óskar Vigfusson „Það kemur mér á óvart ef einhver maður á Humberside-svæðinu neitar íslenskum sjómönnum um stuðning í verkfallinu vegna væringa í landhelg- isdeilunni, ekki síst fyrir þá sök að ég ræddi i gær við John Conolly, formann Bretlandsdeildar Alþjóðasambands flutningaverkamanna, og hann lofaði okkur fullum stuðningi yrði fram á það farið,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við DV. Fréttir hafa borist um að talsmaður flutningaverkamanna á Humberside-svæðinu hefði sagt í út- varpsviðtali að þeir myndu ekki styðja íslenska sjómenn, framkoma þeirra í landhelgisdeilunum gæfi ekki tilefni til þess. Til stóð að fulltrúi Sjómannasam- bandsins færi til London í dag en ferð hans hefur verið frestað fram á sunnu- dag. -S.dór Dagsbmn: Samningar vel á veg komnir „Það hefur verið verulega hreyfing í samningaviðræðunum undanfama dag, meira get ég nú ekki sagt eins og málin standa," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, í samtali við DV í morgun. Samkvæmt öðrum heimildum eru samningamir langt komnir og mun Dagsbrún gera þama töluvert öðmvisi kjarasamning fyrir sitt fólk en des- ember-samkomulagið er. Innan Dagsbrúnar em fjölmargar greinar og í samningunum er gert ráð fyrir marg- víslegum breytingum innan þessara greina líkt því sem oft á sér stað í sérsamningum félaga. -S.dór Ólína neitar framboði „Nei, ég er ekki að fara í framboð," sagði Ólína Þorvarðardóttir, frétta- maður á Sjónvarpinu, er DV spurði hvort hún færi í framboð fyrir Fram- sóknarflokkinn í Reykjavík. „Þetta var nefnt við mig þegar próf- kjörið var að byrja. Af hvaða ástæðu veit ég ekki þvi að ég er ekki í Fram- sóknarflokknum og hef ekki starfað með honum né neinum öðrum flokki,“ sagði Ólína. ísafjörður: Sjö yfirheyrðir vegna falskra neyðarsendinga Lögreglan á ísafirði hefur yfirheyrt sjö manns vegna falskra neyðarsend- inga sem fóm í gang á staðnum á mánudagskvöldið. Neyðarsendi hafði verið stolið og hann síðan settur í gang með þeim afleiðingum að allt öryggis- og björgunarkerfið á Vest- fjörðum og víðar var sett í gang þar sem talið var að skip væri í nauðum. Bárust ábendingar um neyðarsend- ingamar bæði frá Noregi og Kanada þar sem gervitungl höfðu miðað send- ingamar út. Fannst sendirinn eftir hádegið í gær og var tekinn úr sam- bandi. Að sögn lögreglunnar á ísafirði er málið enn ekki alveg upplýst og unnið að rannsókn þess áfram. -FRI i i i i i i i i i i i \ i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.