Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Page 4
46 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. Haukur Páll Haraldsson, Rannveig Bragadóttir og Signý Sæmundsdóttir, þau eru í söngnámi í Vínarborg. Þjóðhagslega hagkvæmur söngur Það má með sanni segja að gróskan í tónlistarlífi hér á landi á undanförnum árum hafi verið með ólíkindum. Hljómsveitum íjölgar og hróður þeirra vex, tón- skáldin sækja í sig veðrið og munda pennann og upprennandi (og upprunnir) söngvarar kveða sér hljóðs við góðan orðstír. En allt þarf þetta fólk að læra og ekki er víst að Sverri okkar Her- mannssyni þyki námið þjóðhags- lega hagkvæmt eða arðbært á nokkurn hátt. Það er því gaman að heyra landa sína gera það gott í útlandinu og fátt þykir okkur Islendingum skemmtilegra að heyra. Við ákváðum þess vegna að taka tali söngvarana Hauk Pál Haraldsson, Rannveigu Bragad- óttur og Signýju Sæmundsdóttur, en þau fóru öll með stór hlutverk í uppsetningu á Brúðkaupi Fíga- rós sem farið var með til ýmissa Evrópulanda sl. haust og sýnt við góðan orðstír. Þau eru við nám í Vínarborg og viö byrjum á því að biðja þau að segja frá tónlist- arferlinum og er Signý fyrst til svars. Mikið kórafólk „Ég heiti Signý Sæmundsdóttir og byrjaði að læra söng hjá Elísa- betu Erlingsdóttur. Síðan lærði ég hjá Ólöfu K. Harðardóttur í 1 ár en árið 1983 hóf ég framhalds- nám við Tónlistarháskólann hér í Vínarborg hjá Helene Karusso. Samhliða söngnáminu heima lauk ég burtfararprófi frá tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Svo lærði ég á fiðlu frá 8 ára aldri en hætti fljótlega eftir að ég byrjaði í tón- menntakennaradeildinni. Fiðlu- námið er stór þáttur í mínu tónlistarlega uppeldi og hjálpaði mér mikið hvað tónheyrn varðar, þroskaði einnig og breikkaði tón- listarsmekk minn. Ég starfaði mikið í kórum heima á íslandi; var t.d. í Kór Langholtskirkju, Pólýfónkórnum, menntaskólakór o.fl. Mér finnst kórstarf bæði fé- lagslega og tónlistarlega mjög uppbyggjandi og skemmtilegt starf. Það er Haukur sem næstur hef- ur orðið: „Ég heiti Haukur Páll Haralds- son og er búinn að vera hér í Vín í 2 ár. Áður lærði ég hjá Snæ- björgu Snæbjarnardóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar og á ég henni mikið að þakka. Hún fylgist með mér og hefur stutt við bakið á mér og gerir það enn. Það má segja að hún hafi verið mér eins og önnur „móðir“. Minn áhugi á óperusöng kvikn- aði þegar ég sá uppfærslu á La Boheméeftir Puccini í sjónvarp- inu og ég fann aðþað var þetta sem átti við mig. Ég var hjá Snæ- björgu í 3 ár og hélt síðan hingað til frekara náms. Ég söng einnig í kórum og hafði mjög gaman af því. M.a. var ég í Skagfirsku söngsveitinni og Kar- lakór Reykjavíkur og í gegnum þetta kórstarf kynntist ég fólki sem hefúr stutt mig síðan. Nú, mín fyrsta reynsla af söng var í kór Fjölbrautaskólans í Breið- holti en þá sá Signý um radd- þjáfun þar.“ Og Signý tekur við og hlær: „Ég hefði nú ekki fært þig inn á rétta braut þar því þá lét ég þig víst syngja tenór, bas- sann sjálfan!" Síðust í röðinni er síðan Rann- veig: „Eg heiti Rannveig Fríða Bragadóttir og er Reykvíkingur í húð og hár. Eg var frá 12 ára aldri í kirkjukór með vinkonu minni. Svo fór ég í menntaskóla og varð MH fyrir valinu og þá aðallega vegna Hamrahlíðar- kórsins sem Þorgerður Ingólfs- dóttir stjórnar. Eftir því sem tími gafst var ég í tímum í Söngskóla Reykjavíkur hjá Má Magnús- syni. Mestur tíminn fór þó í kórstarfið og það var skemmti- legur tími. Kröfumar voru miklar og við kynntumst tónlist frá mismunandi tímabilum, bæði íslenskri og erlendri nútímatón- list svo og madrigölum sem maður kemst ekki oft í tæri við sem einsöngvari. Eftir stúdents- próf fór ég síðan beint hingað til Vínar, var tekin inn í Tónlistar- háskólann og þá hófst söngnámið fyrir alvöru.“ - Nú stundið þið öll nám hjá sama söngkennara, Helene Kar- usso, hvemig stendur á því? Rannveig heldur áfram: „For- sagan er sú að Karusso kom til íslands þrjú sumur, 1981,1982 og 1984, og hélt söngnámskeið. Kar- usso var einnig kennari Más Magnússonar, Snæbjargar og Ólafar, okkar fyrrverandi kenn- ara.“ , . . Signý bætir við: „Við kynntmst henni öll heima og það varð til þess að við hófum nám hér í Vín- arborg.“ Haukur leggur líka orð í belg: „Ég var ákveðinn að fara til Karusso, hefði trúlega farið ári seinna hefði ég ekki kynnst henni á námskeiðinu." - Snúum okkur nú að þátttöku ykkar í ópem Mozarts, Brúð- kaupi Fígarós. Rannveig, þú söngst Cherubino, Signý Almavivu greifynju og Haukur dr. Bartolo. Hvernig stóð á því að þið fenguð þetta tækifæri? Rannveig svarar: „Það er um- boðsaðili í Salzburg sem hefur miðlað óperuuppfærslum í leik- hús víðs vegar í Evrópu. Á hans vegum fóm nemendur úr skólan- um í mánaðarferð í febrúar 1985 og fengu þeir mjög góðar við- tökur sem varð til þess að ákveðið var að endurtaka ferðina í sept- ember 1986. Nemendum skólans var boðið í prufusöng og þar voru þeir valdir úr sem þóttu hæfir. Við vomm svo heppin að vera valin úr þessum hópi og byrjuð- um æfingar í mars 1986. Það var æft fram að sumarfríi og haldið svo áfram 3 vikum fyrir frumsýn- ingu en hún var 6. september. Ferðalagið stóð svo í 34 daga og sýningarnar vom 33. Við keyrð- um í allt yfir 10.000 km og sátum því stundum í rútu 9 tíma á dag og sungum á sýningu um kvöld- ið.“ „Við vorum mestan hluta ferða- lagsins í Þýskalandi en einnig í Sviss, Hollandi og Austurríki. Þetta var mjög erfitt ferðalag og mikið álag að syngja á kvöldin og sitja í rútu á daginn. En þrátt fyrir það var ferðin mjög skemmtileg og spennandi," segir Signý og Haukur bætir við: „Við lærðum geysilega mikið og tók- um út vissa eldskírn. Ennig náði maður ákveðinni rútínu.“ Signý heldur áfram: „Við lo- snuðum við mikinn sviðsskrekk sem oft tekur langan tíma að yfir- vinna og þarna fengum við á stuttum tíma geysilega mikla reynslu sem maðurbýr að. Þetta var stórkostlegt tækifæri til að læra að þekkja sjálfan sig, hvað maður getur boðið röddinni og líkamanum upp á - hvernig mað- ur stendur sig að syngja fyrir svona mikið af fólki á stuttum tíma.“ Haukir skýtur inn í: „Hópurinn samanstóð af 33 söngvurum, 30 manna hljómsveit og 2 stjórnend- um. í öll stóru hlutverkin voru valin 3 gengi og þeir sem ekki sungu aðalhlutverk í það og það skiptið sungu í kórnum. Hljóm- sveitin var mjög góð og er tiltölu- lega þekkt í heimalandi sínu, Ungverjalandi. Hún er frá Mi- skolc sem er önnur stærsta borg landsins.“ Góðir dómar Þess má geta að hópurinn fékk yfirleitt mjög jákvæða dóma fyrir sýningarnar og var hvarvetna vel tekið af fullu húsi áheyrenda. Voru þetta salir sem tóku í sæti 600-1100 manns. Einnig má geta þess að hópnum hefur verið boðið til Japans með sýninguna á þessu ári og segir það meira en mörg orð um hve vel hefur tekist til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.