Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 11
T.ATir' ARnAfiTTR T1 .TAMTTAR 1Q87 loksins ljóst að ég gat ekki treyst því að einhver kæmi til mín og segði: Ég hef hlutverk handa þér. Maður verður að fara sjólfur til framleiðandans og koma sér á framfæri. Og ég gerði það,“ segir hann. Hann fór á fulla ferð og hefur síðan leikið í fjölda kvikmynda og framhaldsþátta fyrir sjónvarp. Þekktastir hér eru Dóttir málar- ans, sem hefur verið sýnd í sjónvarpinu eins og áður sagði og Daisy prinsessa sem hefur lengi verið fáanleg á mynd- bandaleigum. Og nú fáum við að kynnast Keach í hlutverki Mike Hammer. Þeir þættir hafa senni- lega átt mestan þátt í að gera hann að frægum leikara. En leiklistin er ekki það eina sem gert hefur Stacy Keach að frægum manni og vinsælu um- fjöllunarefni fjölmiðla. Fyrir rúmum tveimur árum var hann handtekinn og fangelsaður í Bretlandi fyrir kókaínsmygl. Hann sat inni í hálft ár og varð að fresta töku á Hammer-þáttun- um á meðan. Þegar Keach var tekinn var hann farinn að neyta kókaíns fyrir um það bil fímmtán þúsund krónur á dag. Hann hefur ekki mikinn áhuga á að tala um kókaínfíkn sína, en er þeim mun meira í mun að ræða allt það sem hann er að fást við í dag, eins og Hammer- þættina og nýtt sviðsverk sem hann leikur í. Núna er hann orðinn „hreinn“ eins og það er kallað og hefur vitnað um eiturlyfjanotkun sína frammi fyrir þingnefnd og lagt lið herferð bandarísku forseta- hjónanna gegn eiturlyfjanotkun. Þegar Keach ber saman frammistöðu sína nú og þegar hann neytti kókaíns, segist hann vera kraftmeiri. Hann segir sam- starfsmenn sína koma fram við sig eins og fyrrum. „En ætli nokkurt þeirra myndi bjóða mér Þó mál þetta vekti mikla at- hygli á sínum tíma varð það ekki til að eyðileggja feril hans og í dag brosir framtíðin við honum. Hin trygglynda Velda, ritari og aðstoðar- manneskja Ham- mers, er leikin af Lindsay Bloom. Hún er tiltölulega lítt þekkt leikkona og gaf mikið af sjálfri sér til að fá þetta hlutverk, í bókstaflegri merkingu talað. Þegar hún var hæfnisprófuð fyrir hlutverkið var henni sagt að hún væri fullþrekin til að geta leikið Veldu. Hún yrði að létta sig um sjö til átta kíló á þremur vikum ef hún vildi fá hlutverkið.. Lindsay byrjaði þegar í megrun af mikilli einbeitni. Hún borðaði aðeins megrunarfæði og stund- aði leikfími og íþróttir af kappi. Eftir fjóra daga hafði hún lést um þrjú kíló. Hún jók við leik- fimina, synti og skokkaði og tók einnig tíma í erobikk. Þegar hún kom aftur í hæfnis- prófið hafði hún lést um sex kíló. Framleiðendur og leikstjóri þátt- anna voru hrifnir af einbeitni hennar en kröfðust þess engu að síður að hún létti sig um fimm kíló til viðbótar. Lindsay gekk í málið af hörku og náði tak- markinu. Á samtals sex vikum hafði hún grennst um ellefu kiló. Síðan litaði hún ljóst hárið brúnt. Lokaatriðið var síðan að velja akkúrat rétta kjólinn til að vera í þegar hún kæmi fyrir leik- stjórann í þriðja skiptið. í rándýrri tískufataverslun fann hún draumaflíkina, fallegan blá- an silkikjól, sem var reyndar alltof dýr fyrir hennar fjárhag. En eiginmaðurinn hljóp undir bagga og gaf henni kjólinn í af- mælisgjöf. Lindsay fékk hlutverkið og all- ir voru sammála um að hún væri rétta manneskjan til að leika Veldu. Sjálf er Lindsay ekki í nokkrum vafa um að hlutverkið sé fvllilega ellefu kilóa virði. -VAJ Mike Hammer er mikið kvennagull. Stundum verður hann hreinlega að berja frá sér skvis- Harðjaxlinn Mike Hammer ásamt samstarfsmönnum sínum, sem eru ekki síður kaldir karlar urnar sem sækja að honum i hverjum þætti. En hann lemur auðvitað ekki allar frá sér. og konur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.