Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 12
54
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987.
Thor Vilhjálmsson hjólaði upp vinsældalistann með bók sinni Grámosinn glóir, sem af mörgum er talin aðgengilegasta bók hans.
Yfirlit um jólabækumai 1986
frumsamdar skáldsögur og smásögur
í íjölmiðlum hefur mikið verið
fjallað um íslenskar skáldsögur í
vetur. En eins og allir vita, ber þar
mest ó viðtölum við skáldin, og þau
snúast ekki fyrst og fremst um verk
þeirra, heldur um lifnaðarhætti
þeirra og skoðanir. Viðtöl við skáld
væri auðvitað fráleitur vettvangur
fyrir bókmenntaumfjöllun. En
þessi skáldaumfjöllun er áberandi
kyngreind. Konur hafa þolað mikla
lífsreynslu, ástarsorg eða erfiðan
sjúkdóm, og það gerir verk þeirra
merkileg. Hins vegar fer enginn að
leiða hugann að því hvort Einar
Mór kynni að hafa lent í ástarsorg,
Thor Vilhjálmsson í veikindum eða
öfugt, svo algengt sem það nú er.
Þeir eru skóld og semja, ekki meira
- um það. Verst er, að mér sýnast
skáldkonumar ýta svolítið undir
þessa lífsreynsluáherslu, enda þótt
þær mótmæli grófustu mynd henn-
ar (Steinunn Sig. í Geisla). En
sjálfsagt stuðlar þetta persónu-
blaður að sölu, og er þá ástæðu-
laust að finna að því. Aldrei hefur
verið eins mikið um viðtöl við
skáld, og sjaldan eða aldrei hafa
skáldrit selst eins vel.
Hvað sem líður margháttaðri lífs-
reynslu skálda, sýnast mér sögur
þeirra Fríðu Sigurðardóttur og
Einars Más Guðmundssonar nán-
astar.
Einar Már: Eftirmáli regndrop-
anna. Sagan beinist mjög að því
að umturna hversdagslegu um-
hverfi með furðurlegum atburðum,
veðurofsa og draugagangi. Aðferð-
in minnir töluvert ó Gabriel García
Marqués, til að mynda er þetta
ljóðrænn texti, oft myndrænn. í
lýsingum er mikið um spumingar
og svör og endurtekningar í
breyttu formi. Ennfremur ber mik-
ið ó því að málsgreinar hefjist á
atvikslið. Þannig er lögð áhersla á
hvar, hvenær og hvemig eitthvað
gerist. Þetta tengist því, að kaflar
sögunnar eru yfirleitt mjög stuttir,
og í hverjum kafla gerist þó sáralít-
ið, oft tómar lýsingar. Einnig er
þess gætt að lóta ekki verða skil í
sögunni á kaflaskilum, eins og
venjulegt er, heldur er inní kafla
farið frá einni sögupersónu til ann-
arrar, frá einum stað til annars.
En slík hreyfing er loks mjög tíð í
sögunni, t.d. jafnan þegar lýst er
hvernig veðrið brýst yfir hverííð.
Þetta sýnir þá hvernig höfundur
samstillir ýmis atriði að einu
marki, sem er hér að gefa marg-
hliða, blæbrigðaríka mynd af
núverandi stund, áhrif þessa alls
verða tilfinning fyrir tímaleysi.
Stíllinn er auk þess mjög persónu-
legur, við finnum stöðugt fyrir
nálægð sögumanns, sem lætur
sjónarmið sín og hugsanir koma
fram, þótt hann tali ekki í fyrstu
persónu.
Mér fannst síðasta bók Einars,
Vængjasláttur í þakrennunum,
mun sterkari en þessi, og ég held
að það stafi af því, að þar voru í
sviðsljósinu persónur sem höfundi
eru líklega nákomnar, alltént voru
þær þmngnar af goðsagnakenndu
lífi, það voru böm og unglingar.
Hitt virðist Einari ekki láta, að lifa
sig inní þetta fullorðna fólk, ro-
skinn prest, konu hans, eða söðla-
smið í hverfmu, meira að segja
Anton rakari er allur á yfirborð-
inu. Því er eins og kjamann vanti
í þessa bók, allar helstu persónur
eru dauflegar eða fjarlægar.
í stað þess dulúðga heillandi blæs
sem var á Vængjaslætti, ber hér
mikið á öfgum, sem ég verð að kalla
barnalegar, af sama tagi fannst mér
ómarkvisst orðalag, sem drap
áhrifum sögunnar á dreif, þrátt fyr-
ir mikla kunnáttu skáldsins.
Fríða Sig: Eins og hafið. Saga
þessi gerist í sjávarplássi, sem virð-
ist dæmigert, hafa helstu drætti
ýmissa útgerðarbæja, án þess að
tengt verði við nokkurn sérstakan.
Sagan hvarflar sífellt milli
margra persóna á ýmsum aldri,
sýnir okkur inn í hug þeirra allra.
Miðpunktur þorpsins er gamalt
hús, og mest er fylgst með íbúum
þess í sex íbúðum. Við erum látin
skynja þetta margbreytta mannlíf
í sjónhendingu, á einni andrá, á
mjög svipaðan hátt og hjá Einari
Má Guðmundssyni, og einnig hér
er sálarlífið mikilvægasti þáttur
raunveruleikans. Þannig endar IV.
kafli á því að Petra formælir
drykkjuskap manns síns, en í upp-
hagi V. kafla er sagt frá því að
flaska brotnar hjá manninum:
„Á sömu stundu og bölbænir Pe-
tru fljúga út í rigninguna eins og
vængjaðir drekar, á sömu stundu
eða kannski augnabliki síðar skell-
ur viskíflaskan á gangstéttinni."
Málfar persóna er hvert með sín-
um hætti, en þó jafnan eðlilegt.
Stíllinn er margbreyttur eftir því
hlutverki sem hann gegnir á hverj-
um stað. En mér finnst höfundur
klúðra sögunni í lokin með því að
leysa öll vandamál, sem hún var
búin að gera lesendum mjög raun-
veruleg. Ég held að skýringin sé
ekki einhver bjartsýni í stíl
Hollívúddmynda, heldur viðleitni
til að tæma söguefnið, skilja ekki
eftir lausa enda. En Fríða sýnir svo
góða hæfileika í þessari sögu, að
ég er viss um að hún ó eftir að
komast á hærra stig sem skáld og
skrifa verk sem heldur spennu frá
upphafi til enda. Og þá á ég ekki
við: í stíl spennusögu, heldur list-
ræna spennu.
Ólafur Gunnarsson: Heilagur
andi og englar vítis. Aðalpersónan
er ölóða vitleysingur, sem ákveður
að frelsa heiminn með því að
brenna sig á Lækjartorgi. Vandséð
er samhengi í því, annað en að
blása út eigið mikilvægi þessarar
persónu, sem er samin upp úr le-
sendabréfum dagblaða, svo sem
þau geta vitlausust orðið. Tal hans
er sundurlaust væmið rugl. And-
stæðingar hans, Vítisenglar, hafa
nákvæmlega sama málfar og
hugsanagang, svo sem eðlilegt er,
fyrst þeir eru hugarfóstur hans.
Þessir Vítisenglar eru allir eins,
yfirborðslegar fígúrur. Þá var nú
litríkara liðið í fyrri bókum Ólafs,
þótt hversdagslegra væri á yfir-
borðinu, starfsmenn heildsölu og
timburverslunar. Var ekki misráð-
ið að ætla þessari fjarlægu goðsögu
að bera uppi þessa bók að hluta,
eru þeir ekki helsti veik stoð? Vítis-
englar þekkja íslendingar ekki
nema af afspum kvikmynda, bóka
og blaða. Og almennt talað er dálít-
ið þreytandi hvað persónur sög-
unnar eru líkar hver annarri, allt
sömu hálfvitarnir. Manni verður
spurn hvernig höfundur nenni að
vera að hæðast að þessum vesal-
ingum eða yfirhöfuð að fjalla um
þá. Og til hvers er að lesa um þetta
fólk? spyr undirritaður lesandinn.
Skylt þessu er annað atriði, lýs-
ingar eru stundum yfirdrifnar.
Segja má, að öll þessi atriði falli
vel saman sem tætingslegir órar
manns sem er orðinn hólfsturlaður
á drykkju, og sagan gangi upp
þannig. En þá vaknar spurningin
hvort hugarheimur þessa manns sé
ekki heldur fátæklegur til að bera
uppi heila bók, hvort hún hafi
nokkuð verulegt að færa lesendum.
Ólafur Jóhann Ólafsson: Níu
lyklar. Eins og titillinn bendir til
eru þetta níu smásögur, og gerast
flestar vestan hafs. Gjarnan lýsa
þær örlagastund einhverrar per-
sónu. Mér finnst vanta í þessar
sögur að skapgerð persóna eða að-
stæður séu þannig að grípi lesend-
ur, þetta verður allt heldur
yfirborðslegt. Tvær sögur em sagð-
ar af vitni, sem smámsaman hrærist
til samúðar með persónunum sem
hann fylgist með. En einnig þar nó
þessi sinnaskipti ekki til lesanda,
allavega ekki til undirritaðs.
Þessar sögur sýna þekkingu á
smásagnagerð, og greinilega hæfi-
leika, sem njóta sín þó ekki alls-
kostar. Mér sýnist það vera vegna
þess að höfundur fylgi bókmennta-
hefð fastar en ímyndunarafli sjálfs
sín. Og það er ekki tiltökumál, því
þetta er fyrsta bók hans. Bókin
lofar góðu um framtíðina, hugsi
höfundur sig þá meira inn í persón-
ur sínar.
Steinunn Sigurðardóttir: Tíma-
þjófurinn. Þetta er umdeild bók,
svo sem eðliegt má telja. Eðlilegt
vegna þess, að bókin er eins og
allir vita, mestmegnis hugarvíl
konu í ástarsorg, og að óreyndu
i