Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Side 13
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. 55 Smásögur Ólafs Jóhanns Ólafssonar sýna þekkingu á smásagnagerö og greinilega hæfileika, sem njóta sin þó ekki til fulls. mætti ætla að slíkt yrði svolítið einhæft og þreytandi. Merkilegt er, að Steinunn gerir söguhetju sína fráhrindandi í upphafi, kaldlynt merkikerti og ætternissnobb. Lík- lega er þetta gert til að lesendur farið ekki bara að skæla yfir örlög- um hennar, heldur öðlist nokkra dýpt í skilningi á henni. Og mér finnst verða að segja, að þótt konan snúist í vítahring, fljótt á litið, þá skýrist mynd hennar æ betur, þannig að undir fyrrumræddu yfir- borði birtast sammannlegir þættir. Það er ástarþrá, unaður og ástar- sorg, sem allir þekkja, og fyllir sviðið svo mjög, að tilefnið sést varla. Elskhuginn mikli er bara blá augu, fagur eyrnasnepill og svört peysa. Fyrir bragðið verður stund- um erfitt að láta sannfærast um að hann' sé verðugt tilefni, enda er ýmislegt nefnt til að sýna hve ómerkilegur hann sé. Það skiptir bara ekki máli, auðvitað eru allir verðugir ástar, og enginn öðrum fremur þótt hún eigi misauðvelt um vik að kvikna. Þetta sýnir Stein- unn vel og einæði Öldu verður til að hnitmiða verkið, sem gengur í öldum ýmiskonar stíls, oft ljóð- ræns. Alda spyr sig með lesendum, hvort þetta einæði ástarsorgar sé ekki bara klikkun, en svarið verð- ur, að þetta sé hennar sannleikur, innsta eðli hennar blómstrar í því. Einmanaleiki hennar og örvænting birtir því eitthvað sannmannlegt, sem lýsir sem leiftur um nótt yfir kennslurútínuna. Thor Vilhjálmsson: Grámosinn glóir. Sögunni er settur rammi, þar sem skáldmæltur sýslumaður situr einn á kaffihúsi í Kaupmannahöfn einna fremst og síðast í bókinni, á sama kaffihúsi í skugga pálma. Þannig verður skýr sú breyting sem á honum hefúr orðið við at- burði sögunnar. Og á sögunni er dramatísk bygging þroskasögu. Við sjáum skáldið í ástarunaði með konu í Kaupmannahöfn, en einmitt ástarævintýri verður síðan við- fangsefni hans sem dómara á hjara veraldar, þannig skilst að þar dæm- ir hann sjálfan sig, embættismað- urinn ástmanninn. Á leið hans þangað kynnumst við hugmynda- heimi skáldsins í víxlræðu við framfaraöfl alþýðu, en einnig and- spænis sagnamanni, fylgdarmaður hans talar mest um hræðileg örlög alþýðufólks í þessu fagra landi - örlög sem oft eru af mannavöldum. Á þessari leið er þessi ungi og óreyndi dómari að hugsa um málið sem bíður hans. Þar fléttast inní: áminningar föður hans og laga- kennara um að láta engan bilbug á sér finna, réttvísin verði að hafa sinn gang, til að halda glæpum niðri, einnig málskjöl sem hann tók með sér frá föður sfnum um mann sem myrti konu af því að hún var vanfær eftir hann. Tekið er fram að þetta mál hafi hann sér til fyrir- myndar, en augljóslega er það eðlisólíkt, námið þarafleiðandi á villigötum. Þannig sést að ferð dómarans á vettvang er námsferð til að beita viðteknum hugmyndum um rétt og rangt. En inní það flétt- ast draumar skáldsins um stór- brotna framtíð þjóðarinnar, um fossa, stóriðju, skógrækt og svo framvegis. Saman við þennan streng fléttast lýsingar á ástum þeirra hálfsystk- ina, bæði beint, og viðbrögð umhverfisins við þeim. Þarna er stingandi andstæða milli manna- setninga og frumeðlis manna, sem birtist í ástum þeirra Sólborgar. Þessi leiðarlýsing tekur yfir rú- man þriðjung sögunnar, og er mjög mikilvægur þáttur hennar. Þar fylgjumst við með dómaranum um annarlegt land, ægifagurt og villt. Það eru ekki fyrst og fremst Mý- vatnsöræfi og Melrakkaslétta, heldur tákn mannssálarinnar. Thor bregður upp myndum úr fræ- gustu ættjarðarkvæðum 19. aldar, svanasöng á heiði, og fleira af því tagi sést á leiðinni, þannig skapar hann í landslagslýsingum sterkan dulúðgan hugblæ þessa tíma. Á leiðinni sér Einar fyrir sér aftur og aftur stúlku sem situr við foss, í mynd hennar sameinast öll 19. aldar rómantíkin í leiðarlýsing- unni. Hulduljóð Jónasar koma þar inní og fleira. Þessi mynd vísar fram til Sólborgar, en mynd hennar er þá hámark náttúrulýsinganna, einkum á örlagastundinni, þegar hún stendur afhjúpuð frammi fyrir dómara sínum. Af þessari bók lærði ég loksins að skilja guðfræði. Ég heyrði nefni- lega þetta efni tekið fyrir í formi útvarpsleikrits, og það var alveg andlaust. En hjá Thor er sama efni í nokkurn veginn sömu röð, svo innblásið af andríki, að það um- myndast í hreinan skáldskap, rétt eins og brauð og vín er ekki lengur fyrst og fremst brauð og vín, þótt útlit og bragð sé eins og áður, eftir blessunina er það umfram allt sam- band við guðdóminn. Fólk hefur mikið rætt um hvort þessi bók sýni verulega breytingu á rithætti Thors eða ekki. Ég held að þeir sem mest geri úr því, séu oftast að bera hana saman við Fljótt fljótt sagði fuglinn eða Óp bjöllunnar, sem reyndu verulega á þolinmæði lesenda, sem vanist höfðu hefðbundnum skáldsögum með hnykk, og vildu hafa þær þannig áfram. En eins og Thor minnti menn á núna, þá eru bækur hans margvíslegar. Fuglaskottis ber mikinn svip af farsa, en Turn- leikhúsið og Mánasigð frnnst mér margslungnar bækur, fullar af skáldskap. Og auðvitað er Grá- mosinn þeim áþekkur í lýsingum, t.d. Að órannsökuðu máli vil ég ekki hætta mér út í að meta þessar bækur hverja gegn annarri, enda kannski ástæðulaust, þær njóta sín best hver með annarri. Þó finnst mér Grámosinn aðgengilegastur, vegna þess að allt þetta fjölbreyti- lega, ríkulega efni er hnitmiðað saman, en það er mér að minnsta kosti ekki eins ljóst af hinum tveimur. Mig langar að vitna til ritdóms Ólafs heitins Jónssonar um Ffjótt fljótt sagði fuglinn, hún er vönduð framsetning á almennu viðhorfi til þessara bóka: „Thor Vilhjálmsson er ein- kennilega berskjaldaður höf- undur að þessu leyti, að aðferð hans er huglæg og persónuleg, hann stefnir að uppmálun frumlegrar eigin lífsýnar; en söguefni hans, myndefnið sem hann vefur úr sinn litskrúðuga, margbreytta vefnað í sögunni, er einatt kynlega ópersónulegt í allri sinni ofgnótt, einhæft í allri sinni tilbreytni. Hann dregur upp af mikilli mælsku, mikilli íþrótt völundarhús mannlegrar tilveru og tilfinn- inga í sögunni þar sem tíminn og hlutirnir standa kyrrir þó allt taki stöðugri breytingu. En hin sjálfhverfa rómantíska líf- sýn, mannskilningur sem virð- ist undirrót alls myndríkis sögunnar, hins andheita þung- færa stílsháttar hrekkur ekki til að veita öllum þessum sjón- arheimi samhengi og merkingu, vekja og laða með sér áhuga lesandans." Um þennan dóm eru sjálfsagt skiptar skoðanir. En mér finnst merkilegast, að hann gæti með engu móti átt við þessa nýjustu bók Thors, enda þótt sjálfur ritháttur- inn, stíllinn, lýsingarnar, mynd- auðgin, sé með svipuðum hætti og áður. Skyldi efnisvalið ekki hafa verið mikilvægt? Fljótt á litið hefði maður ekki getað hugsað sér neitt meira framandi Thor en þjóðlegan fróðleik, eins og dómsmál í Þistil- firði 1893. En hann hefur það líka í æðra veldi, þetta verður allt ann- að og miklu meira en þjóðlegur fróðleikur. Og ég held að einmitt vegna þess hve framandi honum þetta efni var, ólíkt því sem hann var vanur að fást við, hafi það orð- ið honum sú ögrun sem kallaði fram alla krafta hans og kom hon- um til að einbeita þeim. Það skýrir hve góður árangurinn er. Ef draga ætti niðurstöðu af fram- ansögðu, þá er hætt við að hún yrði lítilsigld - það helst, að erfitt sé að gera skáldverk, þau séu svo margslungin, að þar sé margs að gæta, svo jafnvel hæfileikaríkum skáldum geti stundum mistekist. En það vissu víst allir fyrir. Ekki verða dregnar ályktanir um íslensk skáldrit af uppskeru þessa árs einni, því flest skáld eru á tveggja ára útgáfutíðni eða sjaldnar. En með hliðsjón af árinu í fyrra má fullyrða að nú eigum við mörg góð skáld, og hefur víst ekki oft árað betur í þeim efnum. Það er sami blóminn og á öðrum sviðum í lista- lífinu. Ekk held ég að auðsénar verði núna einhverjar meginlínur í skáldskap samtímans. Það er þá helst að einsog víða annars staðar leggja höfundar sig fram um að lýsa sálarlífi sem ekki síður þýð- ingarmiklu en ytri atburðum, margslungin flétta einkennir sög- urnar og tákn, en sundrungin sem einkenndi módernismann hefur vikið fyrir flókinni atburðarás. Umfjöllun um skáld er áberandi kyngreind. Lifsreynsla skáldkvenna er það sem gerir bæk- ur þeirra merkílegar. Þessu hafa Steinunn Siguröardóttir og fleiri mótmælt. Aðalpersónan i bók Olafs Gunnarssonar, Vitisenglar, er ölóður vitleysingur. Spurning er hvort hugarheimur hans er ekki of fátæklegur til aö bera uppi heila bók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.