Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987.
59
Sérstæð sakamál
Hraðbátar og skemmtibátar voru sérstakt áhugamál Jims Clint.
Ted Carroll rannsóknarlögreglu-
maður vildi þó ekki taka mark á
þessari skýringu. Einkum og sér í
lagi setti hann það fyrir sig á þessu
stigi málsins að Jim Clint hafði
látið hjákonu sína flytja heim til
sín. Að vísu var hún þar ekki sem
gestur heldur sögð vera ráðskona.
Við næstu yfirheyrslur var Jim
jafnákveðinn og í fyrsta sinn. Hann
hélt því enn fram að kona sín hefði
farið í ferðalag og lét að því liggja
að hún kynni að hafa hitt einhvern
vin sinn í mótelinu og farið þaðan
með honum. Hún kynni svo að
sækja bíl sinn síðar.
Segulbandsupptaka
Carroll komst ekki lengra að
sinni en það leið ekki á löngu áður
en hann gat tekið rannsókn máls-
ins upp á nýjum grundvelli. Ein
vinkvenna horfnu læknisfrúarinn-
ar kom brátt til lögreglunnar með
segulband, dagbók og nokkrar ljós-
myndir. Sagði konan að Joyce
hefði látið sig fá þessi gögn og beð-
ið sig um að fara með þau til
lögreglunnar ef eitthvað óvenju-
legt kæmi fyrir sig.
Á segulbandinu var upptaka sem
Joyce hafði gert á laun heima hjá
þeim hjónum er þau höfðu rifist
heiftarlega. Mátti heyra að Jim
hótaði að stytta henni aldur en
jafnframt heyrðist hann viður-
kenna að hann hefði verið konu
sinni ótrúr.
Eftir þá viðurkenningu mátti svo
heyra mikil átök og heyrðist Joyce
þá grípa andann á lofti þegar mað-
ur hennar þrýsti púða að andlitinu
á henni. Svo heyrðist rödd hans:
„Já, ég ætlaði að drepa þig og einn
daginn geri ég það. Þá læt ég þig
hverfa í ána.“
Það skorti sönnunargögn
Caroll hlustaði með athygli á
upptökuna. Hún bar að vísu með
sér að hjónin hefðu rifist heiftar-
lega og slegist en hún gat alls ekki
talist nein sönnun fyrir því að Jim
Clint hefði myrt konu sína.
Næst fór Carroll að lesa dag-
bókina. Þar sagði að Clint læknir
hefði stundað eiturlyfjasölu um
árabil. Þá sýndu ljósmyndirnar
sem fylgdu á hvern hátt hann hafði
notað húsvagn sinn til þess að
smygla eiturlyfjum í.
Þótt myndirnar segðu sögu um
eiturlyf þá voru þær þó heldur eng-
in sönnun fyrir morði. Þær gáfu
Carroll hins vegar tilefni til þess
að gera leit í húsvagninum og á
heimili læknisins. Kom þá í ljós að
ekki varð um það villst að hann
stundaði ólöglega sölu á eiturlyfj-
um.
Líkfundur
Enn vissi enginn hvað orðið hafði
um Joyce Clint. Dag einn voru
Bass og Penny enn á veiðum og
nú reyndu þeir fyrir sér í einni af
þverám Mississippiárinnar. Allt í
einu var öngull annars fastur í ein-
hverju. Það reyndist þó ekki vera
fiskur heldur hluti af mannslík-
ama. Lögreglan kom brátt á vett-
vang og gat skömmu síðar staðfest
að um hluta af konulíki væri að
ræða. Hafði hann greinilega borist
niður eftir ánni í vorleysingum.
Rannsókn sýndi að líkið hafði
legið um mánuð í vatni og hafði
verið hlutað sundur af kunnáttu-
manni með vélsög.
Athyglin beinist að Clint
Lögreglan taldi nú mikla ástæðu
til þess að yfirheyra Clint og rann-
saka sérstaklega hvort samband
kynni að vera á milli likfundarins
og hvarfs Joyce Clint. Ein af ástæð-
unum var sú að Clint átti vélsög
en rannsókn á henni sýndi ekki að
hún hefði verið notuð við að hluta
sundur líkið.
Næsta skref í málinu var að
senda líkhlutann til rannsóknar í
Dallas. þar var beitt nýrri og bylt-
ingarkenndri aðferð sem byggðist
á vefjasýnum úr líkinu og nánustu
ættingjum Joyce Clint og tölvuúr-
vinnslu sem sýndi að líkurnar til
þess að líkið væri af Joyce Clint
voru níutíu og níu af hundraði.
Er niðurstaðan lá fyrir ákvað
saksóknarinn, William Davis, að
ákæra Jim Clint fyrir morð.
Fimmtán árum eftir brúð-
kaupsdaginn
Réttarhöldin hófust nákvæmlega
fimmtán árum eftir að Jim og Joyce
höfðu verið gefin saman. Verjandi
Jims, Leonard Scalise, hafhaði nið-
urstöðu rannsóknarinnar i Dallas
en þá var kvaddur til af hálfu
ákæruvaldsins sérfræðingur sem
gat, á grundvelli líkfundarins, sagt
að líkið hefði verið af konu á aldr-
inum 30-40 ára sem hefði verið 165
sentímetra há og vegið 55 til 60
kílógrömm. Þá hefði konan verið
með kastaníubrúnt hár. Lýsingin
kom heim og saman við lýsingu á
Joyce.
Þá kom fyrir réttinn prófessor frá
Iowaríki sem sagðist hafa látið
tölvu vinna úr öllum gögnunum
og gæti hann fullyrt að líkurnar
til þess að líkið væri af Joyce Clint
væru nítíu og níu af hundraði.
Verjandinn hélt því fram að úr-
vinnsla í tölvu og vefjarannsóknir
nægðu ekki til þess að hægt væri
að sakfella skjólstæðing sinn.
Þá var lögð fram segulbandsupp-
takan og síðan dagbókin og ljós-
myndirnar. Varð þá öllum í
réttarsalnum ljóst að Jim Clint
hafði stundað eiturlyfjasölu. Eftir
það leið ekki á löngu þar til örlög
hans voru ráðin.
20. nóvember 1984 var Jim Clint
fundinn sekur um annarrar gráðu
morð og dæmdur í langa fangelsis-
vist. Hann áfrýjaði ekki dómnum.
Útboð - vararafstöð
Hagkaup hf„ Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir til-
boði í vararafstöð fyrir verslunarmiðstöð í Kringlumýri
i Reykjavík. Vararafstöðin á að vera 200 kVA (160
kW) að stærð og heimilt er að bjóða nýja eða nýupp-
gerða lítið notaða vél.
Bjóðandi á að koma vélinni fyrir og prófa og skal
verkinu lokið fyrir 15. júlí 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen hf„ Ármúla 4, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 3. febrúar 1987 gegn 5.000,- kr. skila-
tryggingu.
Tilboðum skal skila til Hagkaups hf„ Lækjargötu 4,
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 3. mars 1987
en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska.
Hagkaup hf.,
Lækjargötu 4, Reykjavík.
Skrifstofur Rauða kross íslands eru nú að
Rauðarárstíg 18. Reykjavík.
Sjúkrahótelið verður enn um sinn að
Skipholti 21, Reykjavík.
Símanúmer Rauða krossins eru:
- Skrifstofa RKÍ, Rauðarárstíg 18 91 /26722
- Sjúkrahótel, Skipholti 21: skrifstofa 91 /20520
gestir 91/20521
- Hjálpartækjabankinn, Nóatúni 21 91 /21333
- RK-húsið, Tjarnargötu 35 91 /622266
- Simaráðgjöf fyrir börn og unglinga 91 /622260
- Reykjavíkurdeild, Öldugötu 4 91/28222
- Múlabær, Ármúla 34 91 /687122
- Hlíðabær, Flókagötu 53 91/621722
- Hjálparsjóður RKÍ (simsvari) 91 /21900
-Kassadeild(símsvari) 91/29179
-Akureyrardeild, Kaupangi v/Mýrarveg 96/24402
Telexnúmer Rauða krossins er 2180.
Rauðakrosshótelið verður opnað i vor að Rauðar-
RAUÐI KR0SS ÍSLANDS^l
árstig 18, Reykjavík.
, . ■■ ■ ■
nfMNnv
Jllr*i p
tfkAt***
rm
Sérstaklega þægileg og örugg bindi.
Að efni og gerð standast REFORM-dömubindin
ströngustu gæðakröfur. Þau eru einkar þægileg
og henta vel við allar aðstæður.