Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
9
Lögregla
Parisar
íviöbragðs-
stöðu
Mikill viðbúnaður er nú hjá lögregl-
unni í París vegna væntanlegra
réttarhalda yfir Abdallah, meintum
leiðtoga líbanskra skæruliða, þann 23.
febrúar næstkomandi. Heflir verið
bætt við þúsund lögreglumönnum og
eru þeir á verði við flugvelli og jám-
brautarstöðvar. Einnig hefur eigend-
um stórra verslana, forstöðumönnum
leikhúsa og kvikmyndahúsa verið ráð-
lagt að auka öryggisgæslu.
Abdallah er sakaður um hlutdeild í
morði á bandarískum sendifulltrúa í
París 1982 og morðtilraun á banda-
rískum ræðismanni í Strasbourg 1984.
í september síðastliðnum var framinn
fjöldi sprengjutilræða í París vegna
handtöku hans og létust ellefu manns.
Þeir sem kváðust standa á bak við
tilræðin kröfðust lausnar Abdallah.
Morðingi
Lennons
augastað
á fleiri
stór-
stjömum
Morðingi John Lennons hafði gert
sér langan lista yfir hinar og þessar
stórstjörnur, þar á meðal Paul
McCartney (bítil) og Jacqueline On-
assis. Á listanum voru einnig auk
annarra nöfh Ronalds Reagans, Eliza-
beth Taylor og ríkisstjóra Hawai.
Þetta kemur fram í grein, sem birtist
um helgina í bandarísku tímariti, en
það er sú fyrsta í þriggja greina flokki
sem byggður er á 150 stunda viðtölum
ritstjóra blaðsins við morðingjann,
Mark David Chapman, en greinar-
höfundur hefur unnið að rannsókn á
málinu í þrjú ár. - Chapman hefur
ekki til þessa viljað veita blaðaviðtöl.
í viðtalinu segir Chapman, sem
skaut John Lennon til bana 8. desemb-
er 1980, að hann hafi í fyrstu haft
augastað á Paul McCartney en valið
síðan Lennon þegar hann gerði sér
ljóst að auðveldara var að komast að
honum.
Jackie Onassis vildi hann drepa, „af
því að hún svívirti minningu J.F.
Kennedys með því að selja sig gríska
skipakóngnum". - Chapman segist
nefhilega hafa dáð hinn myrta forseta.
Greinarhöfundur segir að Chapman
telji sig alheilbrigðán andlega og að
það sem gerðist hafi verið óhjákvæmi-
legt.
Umsjón:
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir og
Guðmundur G.
Pétursson
Úflönd
I síðastliðinni viku gengu þúsundir spænskra framhaldsskólanema að
menntamálaráðuneytinu i Madrid til þess að leggja áherslu á kröfur sínar
um frjálsan aðgang að háskólum. Simamynd Reuter
Til átaka kom eftir kröfugöngu spænskra stúdenta að menntamálaráðu-
neytinu i Madrid í síðustu viku. Hér sést hvar lögreglumaður slær einn
göngumanna með kylfu. Simamynd Reuter
Framhaldsskólanemar notuðu bíla
sem götuvigi í átökunum við lög-
reglumenn. Nemendur hafa nú
samið um vopnahlé á meðan beðið
er eftir nýju tilboði yfirvalda um Inn-
tökuskilyrðl i háskóla landsins.
Simamvnd Rauter
Vopnahlé hjá
stúdentum
Framhaldsskólanemar á Spáni ætla
að sækja kennslustundir í dag eftir
vikulangar Qarvistir og mótmælaað-
gerðir. Hafa yfirvöld tilkynnt að
komið verði með nýtt tilboð í vikunni
varðandi kröfur nemenda um frjálsan
aðgang að háskólum.
Talsmaður framhaldsskólanema
hefur sagt að þeir muni halda áfram
mótmælaaðgerðum sínum á götum úti
ef ekki verður orðið við kröfum þeirra
um að inntökupróf í háskóla verði
látin falla niður.
Höfnuðu nemendur síðasta boði
menntamálaráðherra um þátttöku í
undirbúningsvinnu við nýtt inntöku-
kerfi í háskólana.
3ST0RMYWDIRFRA ^wwnerhomevdeo
VSARNER HOME VIDEO
WXRNER HOME VIDEO
WXRNER HOME VIDEO
ÍSLENSKUR TEXTI
Bonnle & Clyde: Þegar hin blóði drifna þjóðsaga
um Bonnie og Clyde var kvikmynduð markaði
myndin tímamót íkvikmyndasögunni. Bonnie
og Clyde er ein mest sótta mynd síðari tima.
Aðalhlutverk: Warren Beatty, Fay Dunaway,
Gene Hackman, Michael J. Pollard og Estelle
Parsons.
Greystoke The Legend of Tarzan Lord of the
Apes: Eitt stórbrotnasta listaverk sem sést hefur
á hvíta tjaldinu frá upphafi. Kvikmyndun og
tónlist er hreint með ólíkindum svo ekki sé talað
um stórkostlegan leiksigur Christopher Lambert
(The Highlander, Subway) í hlutverki Tarzans
undir frábærri leikstjórn Hugh Hudson (Chariots
of Fire).
The Betsy: Frábær mynd um vægðarlausa bar-
áttu umyfirráðyfirbílaiðnaðinum í Bandarikjun-
um á kreppuárunum. The Betsy er byggð á
samnefndri metsölubók eftir Harold Robbins
sem notið hefurgeysilegra vinsælda á íslandi.
Aðalhlutverk: Sir Laurence Olivier, Robert Du-
vall, Tommy Lee Jones, Katharine Ross, Jane
Alexander, Lesley-Ann Down og Kathaleen
Beller.
Leikið rétia leikinn — [|j takiðmyndfraTEFLI
Tefli hf., Ármúla 36, 108 Reykjavík, simar 91-686250.
I
0RBYSTOKE
TARZAN
SLÍPIBELTI
SKÍFUR OG
DISKAR
bæði fyrir málm og tré