Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. Neytendur Hlutur kindakjöts fer sífellt minnkandi á boröum Islendinga og hlaðast því upp kjötfjöll Kindakjötsútsala Framleiðsluráð landbúnaðarins hef- ur boðað lækkun á umframbirgðum kindakjöts frá árinu 1985. Ástæður lækkunarinnar eru að neysla kinda- kjöts mun ekki hafa verið jafnmikil og áætlað hafði verið og eru þvi eftir rúm 700 tonn af framleiðslu áður- neíhds árs. Lækkunin nemur um 20%, miðað við heila skrokka, af fyrsta flokki í heildsölu. Þannig mun kílóið af kjöti í úrvalsflokki kosta kr. 188,82 ef miðað er við heila skrokka í heildsölu. Sama magn af nýju kjöti kostar kr. 228,40. í fyrsta verðflokki kosta skrokkamir kr. 181,26 kg, og kr. 166,05 í 3. flokki. Hámarkssmásöluverð er 206 kr. fyrir kílóið í úrvalsflokki, 199,40 kr. fyrir kílóið af fyrsta flokki og 182,70 kr. kílóið úr þriðja flokki. Ef skrokkunum er skipt að ósk kaupenda leggjast kr. 2,50 á kílóverð. Ástæður þessarar lækkunar eru auknar niðurgreiðslur til sláturleyfis- hafa. Lækkunin tók gildi þann 9. febrúar síðastliðinn. I verslunum er fyrst og fremst að finna fyrsta verðflokk, þó af og til megi sjá þar annan verðflokk. Þá á neytandinn að eiga kost á því að velja Skipting kjötneysiunnar á mann 1983 5 Kindakjöt ® Nautgripakjöt D Svínakjöt □ Fuglakjöt □ Hrossakjöt S Kindakjöt E3 Nautgripakjöt H Svínakjöt CH Fuglakjöt n Hrossakjöt Kjötneyslan 1986 milli nýs kjöts og gamals í verslunum. I greinargerð frá framleiðsluráði koma fram nokkrar breytingar á neyslu kjöts. Kjötneysla er mikil hér á landi og fer vaxandi. Svína- og fugla- kjötsneysla hefur aukist mjög að undanfömu á kostnað kindakjöts- neyslu. Þannig jókst neysla svínakjöts um tæp 4 kíló á mann á ári milli áranna 1983 og 1986 sem er meira en helmings aukning. Neysla fuglakjöts jókst svip- að. Kindakjötsneysla hefúr núnnkað um tæp 6 kíló. Einnig hefur neysla nautgripakjöts sótt á að undanfömu en hún jókst um tæpt kíló á mann á tímabilinu. Heildameysla kjöts á síð- asta ári var rúm 66 kíló á mann. Ekki em til neinar tölur um neyslu hval-, sel-, eða hreindýrakjöts né um neyslu villtra fúgla. Þó er talið að neysla flestra þessara afurða fari vax- andi. Merkingar á útsölukjöti eru til fyrirmyndar í Miklagaröi. Frampartar í meirihluta Gunnar Guðbjartsson hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins sagði aðspurður það rétt vera að einungis lítið magn útsölukjötsins væri í heilum skrokkum. Afgangurinn er frampartar og nokkuð er um ærkjöt eða um 150 tonn. Varðandi fúllyrðingu eins kaupmanns um að verið væri að selja 400 tonn af frampörtum til Japan sagði hann það misskilning að um kjöt úr fram- leiðslu ársins 1985 væri að ræða. Hið rétta í málinu væri að verið er að ganga frá sölu á frampörtum til Japan og eru þeir af nýja kjötinu. Þannig er að frampartamir eru unnir og fluttir út í neytendaumbúðum. Afturpart- arnir eru hins vegar unnir og seldir til Sviþjóðar. -PLP í framhaldi af tilkynningu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins um verð- lækkun á kindakjöti frá árinu 1985 fór Neytendasíðan á stúfana og ákvað að kanna hvemig gamalt kjöt væri að- greint frá nýju í verslunum. Farið var í 7 verslanir og er skemmst frá þvi að segja að útsölukjöt þetta virðist nán- ast ófáanlegt. Aðeins tvær þessara verslana höfðu þetta á boðstólum, hinar höfðu ekki getað náð í neitt þar sem um lítið magn virðist hafa verið að ræða. í Miklagarði var kjötið geymt sér í frystikistu og var selt í stórum pakkn- ingum. Einnig var hægt að fá ófrosið kjöt í smásölu og var vel tekið ffarn að um kjöt frá árinu 1985 væri að ræða. I þessu tilviki var merking öll til fyrirmyndar. Kjötmiðstöðin hefur einnig eitthvað af þessu kjöti. Þar er það selt í heilum skrokkum. Þar var okkur tjáð að af rúmum 700 tonnum, sem sett vom á útsölu, hefðu einungis um 70 tonn verið í heilum skrokkum, hitt væru frampartar. Kaupmaður vildi taka það ffarn að ekki væri beinlínis um 20% lækkun að ræða, eins og fram hefur komið bæði hér í blaðinu og í sjónvarpi, held- ur væri þetta kjöt á 20% lægra verði en kjöt af nýslátruðu. Verslunin saltar og reykir sjálf og er með unna vöru úr þessu kjöti, merkta sem sértilboð, á lágu verði. Ekki var sérstaklega tekið fram á pökkum að um útsölukjöt væri að ræða en varan var merkt sem sértilboð eins og áður er getið. Ólíkt því sem áður hefur tíðkast gafst kaupmönnum ekki kostur á að koma með birgðaskýrslur og fá lækk- un á kjöti sem þeir gætu átt á lager frá 1985. í Kjötbæ sagðist kaupmaður hafa átt nokkuð af þessu kjöti á lager og hefur hann ekki reynt að nálgast meira. Þessi útsala nær því aðeins til umframbirgða sláturhúsanna og eru þær mjög takmarkaðar. í Hagkaupi sagði deildarstjóri kjöt- deildar okkur að þeir hefðu haft hug á að fá eitthvað af þessu kjöti en allt hefði verið búið er þeir hefðu komið á staðinn. Ef rétt er að aðeins hafi verið um 70 tonn af kjöti í heilum skrokkum að ræða, og þar af sé ein verslun með 25 tonn, er ljóst að ekki getur verið um fleiri en 3-4 verslanir að ræða, sem bjóða upp á kjöt þetta, á Reykjavíkur- svæðinu. Einn kaupmannanna tjáði okkur að verið væri að reyna að selja 400 tonn af kjötframleiðslu ársins 1985 til Jap- an. Ef þetta er rétt getur ekki verið um annað kjöt að ræða en það sem er auglýst niðurgreitt þessa dagana því útsalan náði til allra þeirra birgða sem óseldar voru þann 9. febrúar síð- astliðinn en þá kom lækkunin til ffamkvæmda. -PLP HfimoKe miimvt Kjötmiðsföðin vinnur sjálf úr frampörtum og merkir sem sértilboð. DV-myndir BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.