Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 34
50 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Greta Garbo kom mörgum í opna skjöldu með hlédrægni sem síðar leiddi til þess að hún lét sig hverfa endanlega úr sviðs- Ijósinu. Nú segja stjörnu- spekingar það rökrétt miðað við fæðingartíma gyðjunnar - því Greta er meyja og dæmigerð fyrir þá afstöðu sólarinnar. En meyjan erekki aðeins hlédræg heldur líka mjög hagsýn - sem svo sannarlega á við í þessu til- viki líka. Aðeins tuttugu og sex ára gömul var Greta orð- in vellauðug og hafði fjárfest ótrúlega skynsamlega í hin- um ýmsu fyrirtækjum. Hún rekur til að mynda stóran súpermarkað í Kaliforníu. Robert Redford talar nú við hvert tímaritið á fætur öðru og eru samræð- urnar liður í þeirri viðleitni að halda ímyndinni sem góði drengurinn í filmu- bransanum. Hann var lengi vel einn örfárra sem höfðu verið giftir einni og sömu konunni árum saman en eitthvað fóru þau hlutföll að skolast til á síðasta ári - og var stjarnan Debra Winger sögð þúfan sem velti hlass- inu. En Robert segist alltaf sama englabarnið og slétt- greiðslumyndir með spari- brosi þenja sig nú yfir ótalda dálksentímetra vestanhafs og austan. Freud er ekkert óskiljanlegur að dómi stjörnufræðinganna. Karlinn var naut í sól og því allmikill nautnamaður - áhugi á kynlífi ekki undan- skilinn. Sálfræðiáhuginn kemur til af rísandanum sem var í sporðdreka. Samkvæmt þessu eru kenningarnar mar- grómuðu svo sprottnar frá sálarhnútum kennimannsins sjálfs og því ekki að undra að einstaka regla verði und- an að láta í upplýsingaflóði nútímans. , ,Kisa veit ekki hvar ég er!“ Kötturinn veit sínu viti og er fundvís á sína. Feluleikur getur því fengið óvæntan endi hjá bestu vinum og því betra að fara varlega í allar aðgerðir. Því bíður kisa þess af hinni mestu hátt- vísi að leikfélaginn í felunum verði hans var svo leikurinn geti hafist að nýju. Madonna í myndinni Shanghai Surprise. Gleraugu gegn ofnæmi Maður skyldi ekki láta sér bregða þó maður mætti mann- eskju með stælleg skíðagleraugu í göngutúr úti í náttúrunni að sumarlagi. Astæðan er sú að ein nýjasta uppfinningin er nokkurs konar skíðagleraugu sem ætlað er að verja við- komandi gegn fijókornum sem svífa í loftinu, aðallega á vorin og haustin, og valda fjölda fólks ofnæmi, sem lýsir sér í viðstöðulausum tárastraumi og nefrennsli. Gleraugun ná niður fyrir nef en eru með sérstakri loftsíu sem skilur fijókornin frá og þau hafa að sjálfsögðu engar aukaverkanir eins og mörg þeirra ofnæmislyfja sem notuð eru við kvillum sem þessum. Þá er bara að bíða og sjá hvort þessi nýja lausn á málinu fær góðan hljómgrunn eður ei. Madonna heldur sig á hvíta tjaldinu Fyrir utan það að slá í gegn með söng hefur Madonna einn- ig sýnt að hún er liðtæk á hvíta tjalclinu sem sannaðist í myndinni Örvæntingarfull leit að Susan. Þar lék hún hina þokkafullu og villtu Susan við góðan orðstír. í sinni næstu mynd, Shanghai Surprise, söðlaði hún alveg um og lék fórn- fúsan trúboða við miður góðan orðstír. Hún er þó ekki af baki dottin og leikur nú aðalhlutverk skækju í sinni þriðju mynd sem verið er að taka upp og nefnist Slammer. Ekki ný tegund af skíðagleraugum - heldur gleraugu gegn ofnæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.