Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 16. FEBROAR 1987. haldstímanum og að afnuminn verði rétturinn til þess að láta lesa mál- skjölin upp í dómþinginu. Pólitíkusar veröa aö leggjast með á árina Mörgum lögmönnum óar þessi fyr- irhugaða lagabreyting og telja hana stangast á við stjómarskrána en dómarar og lögreglumenn, sem settir hafa verið sérstaklega til höfuðs mafíunni, telja það höfuðnauðsyn í baráttunni gegn kolkrabbanum að þessu verði breytt. Giuseppe Ayala, annar sækjend- anna í Palermo-réttarhöldunum, segir: „Pólitíkusamir verða að axla sína ábyrgð í málinu og leggjast á árina með okkur.“ „Ef ítalskir stjómmálafrömuðir vilja ekki að þessum mönnum verði hleypt út úr fangelsunum vita þeir hvað gera þarf. Það er engra kosta völ. Þetta er höfuðforsenda," sagði Umsjón: Guðmundur Pétursson hann í viðtali við fréttamann Reut- ers. Ofmátu áfall mafíunnar Ayala segir að almenn vonbrigði með réttarhöldin séu að hluta því að kenna að menn hafi almennt of- metið hvað þau yrðu mafíunni mikið áfall. Margir héldu að þau yrðu rot- höggið en við vorum aldrei þeirrar trúar. Við sögðum að þau mundu verða mjög mikilvægur áfangi, en þó aðeins áfangi herferðar sem þyrfti fleiri áfanga. Antonio Nicchi, yfirmaður Pal- ermo-lögreglunnar, segir: „Þetta eru mikilvægar krossgötur í baráttunni gegn mafíunni en tákna ekki enda- lok hennar. Réttarhöldin eru maf- íunni mikið áfall og það hallar hér eftir undan fyrir henni. Hún verður veikari eftir.“ Yfirvöld telja sig ekki hafa nógu haldgóðar upplýsingar um hversu mikið áfall málsóknin hefur verið mafíuvaldinu. Mala hægt en mala þó Líkt og myllur guðs, sem mala hægt en mala þó, býst kvöm réttvís- innar við því að kolkrabbinn verði ekki sigraður í einni atrennu en vonast til þess að hann sé á undan- haldi og í hnignun. Menn em ekki óviðbúnir því að það geti tekið fram á næstu öld að leggja kolkrabbann endanlega að velli. Einkanlega sækja menn sér hugg- un í því að „omerta“, þagnarlögmál mafíunnar, hefiir verið rofið. Svo sem eins og þegar einn af fyrri for- ingjum mafíunnar á Sikiley, Tommaso Buscetta, afréð að bera vitni gegn öðrum félögum í maf- íunni. Að vísu gerði hann það í hefhdarskyni eftir að hafa goldið afhroð fyrir óvinum sínum í inn- byrðis togstreitu mafíunnar. Utlönd Snýr mafían enn á ítölsku réttvísina? Fjöldaréttarhöldin á leið út um þúfur Yfirvöld á Ítalíu hófu fyrir ná- kvæmlega ári sína stærstu atlögu gegn mafíunni og drógu fyrir rétt 474 meinta mafíubófa og það í sjálfum höfuðstað sikileysku mafíunnar, Palermo. Það var í fyrsta sinn sem slíkur málarekstur var reyndur í Palermo. Var það eins konar árétting þess að yfirvöld væru staðráðin í því að klekkja loks á þessu margra alda gamla leynifélagi sem líkt hefur ver- ið við kolkrabba er teygir arma sína út í alla þætti þjóðlífsins. Og það ekki aðeins á Sikiley heldur og norð- ur eftir allri ítaliu og alla leið til Ameríku eða jafhvel enn víðar. Dregið úr mesta eldmóðnum Þegar ársafinælið rann upp í síð- ustu viku var andrúmsloftið gjör- breytt frá því að mesti eldmóðurinn var á armi laganna í upphafi mála- rekstursins. Áhugi almennings; sem hafði i byrjun staðið í biðröðum fyr- ir utan dyr rammgirtra réttarsal- anna, hefur hjaðnað. Áheyrenda- pallar standa nú auðir og fjölmiðlar víkja ekki að réttarhöldunum orði nema endrum og eins. Ástæða þessa áhugaleysis er sú að málareksturinn hefur lamast. Horfúr eru á að réttlætið fái ekki sigur fr em- ur en í fyrri málum gegn mafíunni. Veijendur hinna ákærðu hafa reynst hinir fimustu í krókum og afkimum laganna. Með því að grípa til áður lítið notaðs lagakróks hefur þeim tekist að tefja málið og seinka svo framgangi réttvísinnar að horfir í algert óefhi. Lesa öll málskjöl upphátt í réttinum Þeir krefjast þess meðal annars að öll málskjöl séu lesin upphátt í dóm- þingi. Fyrir slíku og öðrum laga- krókum eru til stafir í lögunum en lítið hefúr verið eftir því farið sein- ustu árin vegna óhagræðis og tafa. Samt hafa þeir lagabókstafinn með þessari kröfu sinni og er því enn eft- ir að lesa upp 300 þúsund blaðsíðna málskjöl því að á þeim þrem mánuð- um, sem liðnir eru síðan veijendum- ir gripu til þessa herbragðs, hafa menn ekki komist yfir að lesa upp nema fimm þúsund. Með sama fram- haldi gæti málþófið tekið fjölda ára. En um leið hamla lagaákvæði, sem takmarka varðhald án undangeng- inna dóma, því að hinum ákærðu verði haldið í fangelsi svo lengi sem það getur tekið að lesa upp málskjöl- in. Samkvæmt þeim takmörkum verður að láta lausa yfir eitt hundr- að þessara sakbominga í maí næstkomandi nema dómar hafi gengið áður. Fangabúrin tæmast Því horfir til þess að þessi um- fangsmestu réttarhöld gegn maf- íunni illræmdu drukkni í pappírs- flóðinu, á meðan fangelsisbúrin, sem geyma ýmsa illræmdustu mafíufor- ingja Sikileyjar, verða tæmd í skjóli þeirra laga sem þeir hafa sjálfir aldr- ei virt. Þykir það auðvitað ekki efhilegt, eða eins og einn dómendanna orðaði það, Giusto Sciacchitano í Palermo: „Nú er í húfi traust almennings til yfirvaldanna." Virginio Rognoni dómsmálaráð- herra hefúr bmgðist við þessu með því að leggja fyrir þingið í Róm laga- frumvarp sem felur í sér að hætt verði að telja dagana, sem þingað er í málum hinna ákærðu, með varð- Tommaso Buscetta, fyrrum mafíu- foringi, sést hér leiddur niður landganginn úr flugvél frð S-Amer- íku, en þangað flúði hann undan innbyröisátökum mafíunnar á Sikil- ey. Þegar hefndum var þá snúið á hendur ættmennum og nánustu aðstandendum sneri hann aftur til Sikileyjar til þess að bera vitni gegn óvinum sínum. Mafían á Sikiley hefur ekki skirrst við aö myrða jafnvel lögreglustjóra og aöra forvígismenn mafíunnar ef henni hefur fundist þeir ganga of nærri henni. Þannig var Dalla Chiesa hershöfðingi myrtur á hveitibrauösdögum sinum i Palermo en hann hafði verið settur lögreglustjóri yfir mafíurannsóknum á Sikiley eftir aö hann haföi getið sér góðan orðstír í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum Rauðu herdeildanna á meginlandinu. öflugur öryggisvörður hefur verið um réttarhöldin yfir mafíubófunum 474 í Palermo og hefur ekki þótt duga minna en tvö þúsund manna lið til þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.