Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 19 Menning Danskar óhemjur Nýtt danskt mátverk í Norræna húsinu Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Það er til marks um það sambands- leysi, sem enn ríkir í samnorrænu samstarfi um myndlist, að við skul- um vera allsendis grunlausir um þá þróun sem átt hefur sér stað í danskri málaralist á síðustu fimm árum. Nú, þegar okkar ungu villing- ar í kúnstinni eru lengi búnir að halda að þeir séu villtastir allra á norðurhjara, birtist allt í einu hópur af trylltum Dönum í Norræna hús- inu og slær þá út í óhemjuskap. Það skal viðurkennt að þessi óhemjuskapur þeirra kemur líka flatt upp á harðnaðan kúnstkrítíker hér uppi á íslandi sem stóð í þeirri trú að Danir ættu sér ekki annan ákafamann í málaralistinni en Per Kirkeby. Allt um það er eitthvað að hinu samnorræna upplýsingaflæði, íyrst við látum svona sýningu koma aftan að okkur. Mættu þeir sem stýra því flæði athuga sín markmið. Á grundvelli þessarar dönsku sýn- ingar er bæði iróðlegt og skemmti- legt að bera saman nýstefiiu í málaralist á íslandi og í Danmörku. Líkast til hafi. ungir málarar í báð- um þessum löndum verið að bregðast við hugmyndalist og naumhyggju (mínímalisma) með malerískum sprengingum sínum, líkast til hafa þeir einnig litið til sömu átrúnaðar- goða, sérstaklega Þjóðverjanna. Að gera at En eins og áður er sagt, bendir sýningin í Norræna húsinu til þess að Danir hafi brugðist við af meira offorsi en Islendingar. Með sýning- um sínum voru þeir gagngert að gera at, gera sprengjuárásir á dansk- an myndlistarsmekk, sjá ögrandi heiti á sýningum, harðorð manífest og þvergirðingslega upphengingu á listaverkum - svo ekki sé minnst á óvenjulegan efriivið og frágang verkanna sjálfra. Það er til dæmis sláandi hve mjög uppsetningu á frumsýningu danskra villinga „Hnífúrinn á höfðinu", 1982 (sjá ljósmynd í sýningarskrá) svipar til uppsetningar dadaista á fyrstu sýningum sínum í Köln en sem kunnugt er töldu þeir sig nokkurs konar skæruliða í listaheiminum. Nýstefhumenn í íslenskri málara- list töldu sig ekki þurfa að ráðast gegn ríkjandi menningarástandi með sams konar brauki og bramli. Sú sýning íslensk sem helst má líkja við „Hnífinn á höfðinu“, „Gull- ströndin andar“, 1983, var tiltölulega pen útlits og það andóf, sem fram kom á henni, var ekki sérstaklega beinskeytt. Það er líka markvert að ffá upp- hafi héldu ungir íslenskir listamenn sig innan ákveðinna marka i mynd- list sinni. Þeir fóru lítið út fyrir málningu og striga og fígúratífa skírskotun. Tjörubæsað garn Þeir voru ekki að búa til myndir úr pólýúretanfroðu, stálþráðum, trefjagleri, steinull og skæruliða- trefli, malbiki, steintaui og tjörubæs- uðu gami, eins og Danimir í Hníf-hópnum gerðu. Né heldur em þeir að búa til mynd- ir um ástandið í alþjóðastjómmál- um, forsögu mannsins, vestræna goðafræði og hjónaskilnaði, eins og sömu Danir gera á árunum 1982-85. Skýringar á tiltölulega stillilegri nýstefnu okkar íslendinga kunna að liggja í því að við vorum fyrir margt löngu búnir að ganga í gegnum okk- ar myndlistarbyltingu - það gerðum við á áttunda áratugnum - og melta hana. Uppistaða í byltingu okkar var hugmyndalistin sem skýrir að hluta hvers vegna hugmyndatengsl og ljóðræna er svo ríkur þáttur í „nýja málverkinu" okkar. Og þar sem hvorki hugmyndalistin né ljóðrænan eru í eðli sínu ágeng eða hávaðasöm fyrirbæri, hlaut þetta sama málverk að verða fremur friðsamlegt. En það skýrir samt ekki hvers vegna listamenn okkar em þröng- sýnni en Danir, þegar að verkefna- vali kemur. Eigum við sem eyþjóð erfiðara með það en Danir að sjá út fyrir eigið nef? Nýr lífskraftur Eins og Kasper Monrad bendir á í sýningarskrá fólst mikilvægi Hníf- sýningarinnar, sem sýningin í Norr- æna húsinu er að mestu byggð á, „ekki svo mjög í gæðum eða fi-um- leika þeirra verka sem sýnd vom heldur fremur í þeim tjáningarmögu- leikum sem hún bauð upp á“. Ennffemur segir Monrad að í dag hafi margir listamennimir „snúið aftur til þess sem þeir risu gegn 1982“. Var þá Hnífurinn alveg bitlaus? Nei, segir Monrad, því „mörgum þótti villta málverkið færa danskri list nýjan innblástur og nýjan lífe- kraft“. Svo mikillar sveiflu gætir tæplega i íslensku málverki á sama tíma, en þar hafa menn hægt og bítandi unn- ið að því að rækta garðinn sinn með þeim fræjum sem sáð var á ámnum 1982-84. Það er auðvitað erfitt að vega og meta andóf. Auðveldara er að leggja dóm á listræn tilþrif. Því mundi ég ætla að Anette Ábrahamson, Nina Sten-Knudsen, Kehnet Christian Nielsen og Kristian Dahlgárd Lar- sen ættu öll framtíðina fyrir sér. Sérstaklega þótti mér mikið til um málverk Ninu Sten-Knudsen sem em eins og drög að leiðarvísi inn í forsöguna. Forsögulegar eða frumstæðar til- vísanir em annars algengari í myndverkum þessara ungu Dana heldur en hjá okkur. Ætli það sé vegna þess að hátækni og tölvuiðn- aðurinn séu þar öflugri heldur en hér? Við höfum gott af svona sýningum. Vonandi heldur Norræna húsið áfram og kvnnir nýstefhur meðal Svía, Norðmanna og Finna. -ai • HÁSKÓLI ÍSLAIMDS - Árnagarður - Hugvísindahús - Félagsstofnun stúdenta - Nýi Garður - Gamli Garður • BORGARSPÍTALINIM -Grensásdeild • LAIMDSPÍTALINIM - Móttaka • LAIMDAKOTSSPÍTALI • HJUKRUIMARHEIMILI REYKJAVÍKUR • S.Á.Á - Vogi - Sogni - Staðarfelli • VÍFILSSTAÐASPÍTALI • PÓSTUROGSÍMI - Landssímahúsinu v/Austurvöll • HÓTEL LOFTLEIÐIR .-.Móttaka • VERSLUIMARSKÓLIIMIM - Ofanleiti 1 • B.S.Í. • KAFFIVAGIMIIMIM - Grandagarði 10 • FLUGLEIÐIR - Innanlandsflug • S.V.R. - Hlemmi - Lækjartorgi • HVAIMIMEYRI • HVERAGERÐI - Heilsuhæli.NLFÍ • ÓLAFSVÍK - Hótel Nes • AKRAIMES - Sjúkrahúsið - Fjölbrauta- skólinn • VESTMAIMIMAEYJAR - Vinnslustöðin - Fiskiðjan - ísfélagið ’ PÓST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Gefíir gott samband!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.