Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 30
46 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. Tíöarandi Texti: Borghildur Anna „Þetta námskeið nýtist öllum sem vilja góð samskipti við börnin sín.“ Þetta er greinilega samdóma . álit allra á námskeiði sem sálfræð- ingarnir Hugo Þórisson og Wil- helm Norðfjörð halda um þessar mundir. Meginþema námskeiðsins er samskipti foreldra og barna. Þau taka það skýrt fram að allir foreldr- ar eigi þá óska heitasta að koma börnunum sínum vel til manns og því ætti ekkert að spara til þess að Námskeiöshópurinn ásamt kennaranum, Hugo Þórissyni. Landakortiö sem allt byggist a er i baksyn. DV-myndir Kristján Ari á því að minna hvort annað á eftir að heim er komið. Þegar koma fram röng viðbrögð þá er bara hægt að segja - manstu?! - og það nægir til að viðkomandi hugsar sig vandlega um.“ Reyndar er það mjög algengt að hjón komi bæði á námskeiðin - annaðhvort sitt í hvoru lagi eða saman. Fjölskyldurnar styðja mjög við bakið á þeim sem á námskeið- inu eru hverju sinni eða eins og Vigdís Finnbogadóttir orðaði það: Á foreldranámskeiði: f. | Notarðu þúboð og lokunarsvör? leita þekkingará því sviði. Eflaust geta líka margir tekið undir orð eins þátttakenda - Jóhanns Hólm - sem segist ekki óttast neitt meira en að „.. .sitja einn góðan veður- dag uppi með þjóðfélagsþegna sem eru bara alveg tútal...!“ Á þessu foreldranámskeiði eru þrettán manns að jafnaði og þang- að hafa komið einstaklingarsem eiga allt frá engu barni upp í barna- skara. Fósturforeldrarog ömmur hafa líka átt sína fulltrúa á staðn- um. Byggt er á fyrirlestrum og verklegum æfingum en það síðar- nefnda fer þá meðal annars fram í formi hlutverkaleiks. Menn fara heim með verkefni - bæði skrifleg og verkleg - þannig að góður kost- ur gefst á því að tileinka sér nýtt samskiptaform. Forseti eða foreldri „Hingað er fólk komið af áhuga á barnauppeldi og óhætt að segja að menn hljóti að fara út með rík- ari skilning á því efni,“ segir Vigdís Finnbogadóttir. Þar sem viðmæl- andinn er forseti landsins eru samnemendurnir spurðir hvernig þeim hafi orðið við þegar þeir voru komnir á foreldranámskeið með forsetanum. Nokkuð sem varla gæti komið fyrir annars staðar en á íslandi og því glöggt dæmi um frelsi einstaklingsins burtséð frá þjóðfélagsstöðu og öðrum verald- legum staðreyndum. „Fyrstu viðbrögðin voru feimni en núna hugsa ég ekkert um hana sem forseta," segir einn og annar segist hafa hugsað um ótvíræða kosti við það að búa á íslandi þeg- ar Vigdís ók burtu í bíl sínum eftir fyrsta kvöldið. í augum hópsins er hún núna „ .. .bara Vigdís Finn- bogadóttir". Aðspurð segist Vigdís sjálf gera ráð fyrir að það gæti verið erfitt fyrir aðra í slíkri stöðu í öðrum löndum. „Það er dásamlegt að geta leitað sér þekkingar á námskeiði og hafa ekki herramenn hér í röð- um með byssur og dót. Þetta er reyndar ekki eina námskeiðið sem ég hef tekið þátt í því mér finnst fjarska gaman að læra og hef því setið ráðstefnur og námskeið af ýmsu tagi árum saman.“ Reglurnar þverbrotnar Talið berst að máli málanna - barnauppeldi - og Skúli Agnarsson segist hafa farið til þess að kynna sér hvað það væri sem þeim hjónum bæri á milli. „Konan mín er í kennaranámi og hefur talsverða þekkingu á upp- eldismálum. Hún notar þar aðferð- ir sem ég kannast kannski ekkert við - og svo kem ég heim úr vinn- unni og þverbrýt allar reglur." Þátttakendur eru sammála um að þeir séu á staðnum vegna áhuga á þessum málum - vilji því kynna sér réttar aðferðir áður en vanda- mál fara að láta á sér kræla. Ý mislegt kemur ókunnum spánskt fyrir sjónir. Þarna er hent á milli hugtökum eins og þúboðum og lokunarsvörum - og merkingin er á hreinu innan hópsins. Á staðn- um eru hjón og eiginkonan Helga telur það kost en ekki galla. Virðulegt námskeið „V egna þess að við erum bæði á námskeiðinu gefur það möguleika „Það er ekkert litið hýru auga ef ég þarf að fara út á kvöldin en þetta er alveg sérstakt- þykir virðulegt námskeið í augum ung- viðisins míns.“ Þrátt fyrir að námskeið sem stendur í átta kvöld geti ef til vill ekki öllu breytt er þó ljóst að menn eru á einu máli um gagnsemina. Einkum er þeim ofarlega í huga sú staðreynd að þarna koma fyrir hlutir sem höfðu áður verið lokuð bók en virðast einstaklega einfaldir og augljósir eftir að minnst hefur verið á þá og hlutirnir settir fram á einföldu máli. „Þú skammar ekki vini þína fyrir að borða ekki grænar baunir,“ seg- ir einn og annarbætir við: „ .. .og þú skammar þá ekki heldur fyrir að sóða allt út.“ Orðanotkun er líka til umræðu eins og til dæmis Asta Halldórsdóttir er þriggja barna móðir og eru afkomend urnir á ýmsum aldursskeiðum. „Svo þegar ég kom heim úr vinnunni ruglaði ég öllu sem konan hafði verið að gera,“ sagði Skúli Agnarsson og brosti góðlátlega. „Maður óttast ekkert meira en að standa uppi einn góðan veðurdag með tútal þjóðfélagsþegna." Hjónin Jóhann Hólm og Helga Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.