Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 11 Utlönd v.v.v .v.v.v Sakharov á fnðarráð- Þúsundir streyma úr flóttamanna- búðunum stefnu Fleiri hundruð þekktra manna, frá vestri og austri, sóttum um helgina friðarráðstefnu í Moskvu sem h'elguð var þeirri ógnum sem stafar af kjarn- orkuvopnum. Sovéski eðlisfræðingurinn Andrei Sakharov, sem var boðið á ráðstefn- una, tók til máls á fundi vísindamanna þar sem fjallað var um kjamaflaugar. I viðtali við fréttamenn vildi Sakharov ekki greina frá ræðu sinni í smáatrið- um en haft er eftir vestrænum þátttak- endum að hann hafi einnig minnst á rétt sovéskra borgara til þess að flytj- ast úr landi. Sovéska fréttastofan Tass vitnaði í ræðu Sakharovs og sagði að hann hefði lagt áherslu á að kjamavopnum yrði fækkað. Sovéski eðlisfræðingurinn Andrei Sakharov á tali við visindamenn á friðar- ráðstefnunni sem haldin var i Moskvu um helgina. Simamynd Reuter Palestínsk kona með veikt bam sitt. Þrátt fyrir matarsendingar er talið að mörgum sé hætta búin vegna langvar- andi hungurs. Símamynd Reuter Amal shíti á tali við palestinsk böm en þau voru meðal fleiri hundruð flóttamanna sem flúðu Burj Al- Barajneh buðirnar fyrir helgi. Símamynd Reuter Þúsundir Palestínumanna streyma nú úr flóttamannabúðunum í Líban- on eftir að Amal shítar hafa að hluta til aflétt sautján vikna umsátri sínu um búðimar. Eru Palestínumenn- imir aðframkomnir eftir langvar- andi hungur. Samkvæmt frásögn fimmtán ára drengs sauð hann hund til þess að verða ekki hungurdauða að bráð og aðrir sögðust hafa étið gras. Rúmlega tuttugu þúsund flótta- mönnum í Rashidiyeh búðunum verður leyft að yfirgefa þær í fimm klukkustundir á dag til þess að gera matarinnkaup og leita til læknis. Hingað til hafa Amal shítar leyft flutning á þrjátíu tonnum matvæla til Rashidiyeh búðanna og sextán tonnum til Bourj Al-Barajneh. Talið er að Amal shítar hafi létt á umsátrinu vegna mikils þrýsting frá aröbum og aðilum um allan heim. Að Amal shítar náðu þorpinu Magh- ~ dousheh aftur á sitt vald er einnig talið hafa orðið til þess að umsátrinu var að hluta til létt af. Ágreiningur Palestínumanna og Amal shíta um yfirráð yfir fimm flóttamannabúðum í Beirút og Lí- banon hefur staðið yfir frá 1985 og frá því í september síðastliðnum hafa átta hundruð manns látið lífið vegna þessa ágreinings. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur Metbíllinn er til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada Samara 4 gíra: 247.000,- Lada Samara 5 gíra: 265.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.