Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. MATVÆLAIÐNAÐUR Óskum eftir fólki í hálfs- og heildagsstörf viö pökkun á fiski í neytendaumbúðir til útflutnings. Um er aö ræða starf í pökkunarverksmiðju miðsvæðis í Reykja- vík í nýju og þrifalegu húsnæði. Góð vinnuaðstaða. Unnið eftir launahvetjandi kerfi. Umsækjandi leggur inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild DV merkt „Pökkun 800“ fyrir 19. febrúar næstkomandi. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á dagheimilinu Laugaborg v/Leirulæk. Upplýsingar gefur Ragnheiður Indriðadóttir sálfr. á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. PSORIASISSJÚ KLINGAR Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 9. apríl næst- komandi til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúk- dómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 1. mars. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Aðstoðarlæknar (3) óskastvið Barnaspítala Hringsins í 1 árs námsstöður frá 1. júní nk. Aðstoðarlæknar (2) óskast við Barnaspítala Hringsins í 6 mánaða stöður sem eru lausar frá 1. maí og 1. júlí nk. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna ásamt til- heyrandi vottorðum og meðmælum sendist skrifstofu Ríkisspítalanna fyrir 15. mars nk. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir forstöðu- maður Barnaspítala Hringsins í síma 29000. Meinatæknir óskast í hálft starf á rannsóknastofu Víf- ilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800. Fóstra eða starfsmaður óskast nú þegar á dagheimili ríkisspítala, Stubbasel við Kópavogsbraut. Upplýsing- ar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 44024. Aðstoðarmaður óskast í þvottahús ríkisspítalanna, Tunguhálsi 2. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahússins í síma 671677. Deildarþroskaþjálfi og þroskaþjálfar óskast við Kópa- vogshæli. Skrifstofumaður óskast á Kópavogshæli á hálft starf fyrir eða eftir hádegi. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir fram- kvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 41500. Skrifstofumaður óskast við rannsóknadeild Landspít- alans í blóðmeinafræði. Um fullt starf er að ræða. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir Blóðmeina- fræðideildar í síma 29000. Skrifstofumaður óskast til tímabundinna sérhæfðra starfa á Geðdeild Landspítalans. Upplýsingarveitirskrifstofustjóri Geðdeildar Landspít- alans í síma 29000-637. Reykjavik 16. (ebrúar 1987. Menning___________________________________dv Snjólaug Bragadóttir Magnea fellur flet Setið á svikráðum Höfundur: Snjólaug Bragadóttir Utgefandi: öm og örtygur 1986. Það gerist æ algengara að íslenskir afþreyingarhöfundar velji sögum sín- um erlendan vettvarjg. Átta af fyrstu bókum Snjólaugar Bragadóttur gerð- ust hér á landi en í síðustu bók- Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir um hefur íslenskur vettvangur ekki dugað gífurlegu hugmyndaflugi höf- undar og ævintýraþrá persóna hans. Því flakka þær um heiminn og takast á við vandamál og leysa gátur sem ekki er á færi útlendra. - En eins og alkunna er þá erum vér íslendingar í álinn um stund þegar sonurinn kem- ur heim en birtir fljótt á ný vegna þess að hann er hinn ánægðasti með skiptin og leikur sitt hlutverk (þó hann fái ekkert fyrir snúð sinn). Hann hrek- ur unnustu sína á braut þegar hún birtist í réttu líki, enda er hún hið versta flagð, rauðhærð og rík. Dýrslegt aðdráttarafl Heilt sumar gengur hin vinnufúsa Magnea vaktir á hótelinu, bæði í af- greiðslu og eldhúsi og bjargar þar ófáum málum. (Það vill Kka svo heppi- lega til að hún er alvön hótelvinnu ú íslandi.) Hún virðist því hafa lítinn tíma til að leita bróður síns og finnst mér fara mikill tími í litlar fram- kvæmdir, - en allt bíður síns tíma. Fyrir utan einstaklega elskulega og skilningsríka húsráðendur á hótelinu koma gestir nokkuð við sögu. Þar má nefha systkini sem eru Norður-írar en ljós að hann er bróðir mágkonu henn- ar og leitar þeirra hjóna í sama til- gangi og Magnea. Allt fer því á besta veg svo sem lögmál þessa vitundariðn- aðar gera ráð fyrir. Það hefst upp á Eiríki bróður og frú í Ástralíu þar sem þau lifa í vellystingum við búskap og bameignir. En Magnea fór ekki ferð sína til einskis því með snarræði og dirfsku tekst henni að bægja frá hon- um yfirvofandi hættu með því að koma upp um hryðjuverkamennina sem höfðu konu Eiríks í sigti. Hamingjan er innsigluð að lokum með löngum kossi og framtíðaráform- um (um brúðkaup og búskap) í hópi góðra vina. Ástir og vín Eru þá ekki allir ánægðir? Líklega flestir sem nenna að lesa, eða hvað? Því enginn gerir kröfur til Snjólaugar Bragadóttur um annað en sæmilega bestir, sterkastir, bókhneigðastir, gáf- aðastir og fegurstir á jörðu hér. Magnea gætir bróður síns Magneu litlu, söguhetju í Setið á svikráðum, er ekki fisjað saman frekar en okkur hinum. Hún er 24 ára, ólof- uð, sjálfstæð, úrræðagóð og starfesöm og ekki spillir útlitið og vöxtur fyrir í samskiptum við hitt kynið. Magnea er enda send til Englands að leita bróður síns, Eiríks, sem er kvæntur írskri konu og þess vegna hundeltur af írskum hryðjuverkamönnum. Hún kemur sér fyrir á hóteli og siglir þar undir fölsku flaggi vegna misskilnings í upphafi. Hún er tekin í misgripum fyrir tilvonandi tengdadóttur húsráð- enda og leiðréttir það ekki. Það syrtir sigla undir fölsku flaggi eins og Magnea. Gene flugmaður frá London er einnig íri sem leitar Eiríks og konu hans. Enginn veit hið sanna í málum hins aðilans en Gene og Magnea falla kylliflöt hvort fyrir öðru þó að þau gruni hvort annað um græsku. „Magnea hló. - Víst ertu drukkinn. Hjarta hennar hamaðist svo, að hún flýtti sér að fá sér vænan sopa líka. Hún gat ekki haft af honum augun, hann hafði dýrslegt aðdráttarafl á hana.“ (bls. 134) Allt er gott sem endar vel Hin æsandi ævintýraferð til Eng- lands færir Magneu sem sagt drauma- prinsinn í fang og auðvitað hreppa þau hamingjuna að lokum þegar kemur í afþreyingu. Söguþráðurinn er að vísu nokkuð flókinn og grundvallarhug- myndir margar langsóttar. Persónur eru mjög staðlaðar að hætti höfundar, þ.e.a.s. annaðhvort góðar eða vondar, heimskar eða slyngar og búnar annað- hvort kvenlegum eða karllegum eiginleikum samkvæmt íhaldssömustu skilgreiningu. Matur og vín gleður maga og munn og losar um hömlur þegar þarf að hífa eða slaka. Dyggðir andans og lysti- semdir holdsins takast á og glæpur og refeing koma við sögu. íslenskur veruleiki, metnaður og skáldskapur eru að vísu víðs fjari þessu verki, - en hver hirðir um slíkt þegar ástir og vín er annars vegar? HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.