Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 28
44
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
r
i____________
E S3
Rakarastofan Klapparstíg
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími 12725
rímapantanir
13010
..— --------1
LAUSAR STÖEHJR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Fóstrur, þroskaþjálfar eða aðrir með uppeldisfræði-
lega menntun og reynslu óskast til stuðnings börnum
með sérþarfir á dagvistarheimilum í vestur- og mið-
bæ, heilt eða hlutastarf eftir samkomulagi.
Upplýsingar hjá Gunnari Gunnarssyni, sálfræðingi á
skrifstofu Dagvistar barna, í síma 27277 eða 22360.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Auglýsing
um rannsóknastyrki frá
J.E. Fogarthy International
Research Foundation
J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram
styrki handa erlendum vísindamönnum till rannsókna-
starfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir
þessir eru boðnirfram á alþjóðavettvangi til rannsókna
á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical
science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1
árs á skólaárinu 1988-'89 og á að standa straum af
dvalarkostnaði styrkþega auk ferðakostnaðar til og frá
Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður
innan Bandaríkjanna.
Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa um-
sækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði
við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast
starfa við.
Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dag-
þjartsson læknir, barnadeild Landspítalans (s.
91 -29000). - Umsóknir þurfa að hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
15. júlí nk.
12. febrúar 1987
Menntamálaráðuneytið
Merming
Tvisvar sinnum
Manuela
Sven-Erik Back - Över tidens ström
Caprice CAP 1318
Hans-Ola Ericsson - Melody to the me-
mory of a lost friend X
Caprice CAP 1330
Umboð á islandi: ístónn
Hér er ég með tvær nýlegar hljóm-
plötur frá Caprice-útgáfunni, sem í
fljótu bragði virðast ekki eiga brýnt
erindi við íslenska tónlistaráhuga-
menn. Nánari kynni leiða annað í
ljós. Bæði er sjálf tónlistin áhuga-
verð og flutningur hennar ekki
síður, og ekki sakar að hún Manu-
ela „okkar" Wiesler tekur þátt í
flutningnum á báðum plötunum.
Á fyrri hljómplötunni er að finna
tvö verk fyrir strengi, kvintettinn
„Exerciter" og kvartett sem Ber-
waldkvartettinn leikur, auk sónötu
fyrir einleiksflautu, hvort tveggja
eftir Sven-Erik Báck.
Báck, sem fæddur er 1919, lærði
tónsmíðar hjá Hilding Rosenberg og
var meðal þeirra ungu sænsku tón-
skálda í mánudags-hópnum svo-
nefhda sem á fimmta áratugnum
umbylti tónlistarlífi í Svíþjóð.
Það var einmitt strengjakvintett
Bácks, „Exerciter" ( æfingar), sem
fyrst kom af stað harðvítugum deil-
um milli framsækinna sænskra
tónskálda og tónlistargagnrýnenda
þar í landi. Meðal annars var Báck
borið á brýn að vera húmorlaus
áhangandi Hindemiths sem þá var
mikill áhrifavaldur í Svíþjóð.
I dag kemur berlega i ljós að þessi
kvintett Bácks á næsta lítið skylt
við tónsmíðar Hindemiths. Hlýleg
meðhöndlun hans á blæbrigðum og
harmónískt samræmi er órafjarri
hinum ffernur harðhnjóskulega stíl
Hindemiths.
Innilegt yfirbragö
Leikur Berwaldkvartettsins,
ásamt með Báck sjálfum á fiðlu, ít-
Tónlist
Aðalsteinn
Ingólfsson
rekar einmitt innilegt yfirbragð
verksins.
Það er síðan ffóðlegt að hlusta á
nýlegt verk fyrir strengi, Strengja-
kvartett nr. 4, (1984) og bera það
saman við umræddan kvintett.
Þótt greina megi að verkin séu
eftir sama tónskáld er ljóst að nýrra
verkið er mun opnara í byggingu,
fiölþættara, bæði hvað stef og tækni-
lega úrvinnslu snertir, og jafhframt
expressífara.
Flautusónatan fylgir svo í kjölfar-
ið. Hún er samin árið 1949, ári eftir
„Exerciter", og byggir á flæði með
allegró kjölfestu, og Manuela blæs
þetta verk af þeirri ástríðu sem henni
er eiginleg.
Hans-Ola Ericsson (fæddur 1958)
er hins vegar af yngstu kynslóð
sænskra tónskálda, nemandi Tor-
stens Nilssons, Brians Femeyhough
og Luigis Nono.
Frá 1974 hefúr hann samið 10
stærri tónverk, þar á meðal Minn-
ingarsvítu um vin sinn sem fyrirfór
sér árið 1981.
Ericsson segist þá hafa farið að
velta fyrir sér stórum spumingum
um líf og dauða, sem urðu til þess
að tónsmíðar hans tóku á sig nýja
mynd.
Sjálft tónbiliö
Hann lagði stærri tónverk á hill-
una og hóf að semja kammerverk
þar sem hann gat prófað sig ná-
kvæmlega áffam með öll möguleg
blæbrigði einstakra hljóðfæra.
Best er að gefa Ericsson sjálfum
orðið: „Ég fór að fikra mig áffam
með eina af forsendum tónlistar,
tengslin milli stakra tóna, það er
sjálft tónbilið. Hvers vegna er bilið
milli tóna í senn svo kunnuglegt,
undarlegt og sérstætt?
Á sex mánuðum setti ég saman röð
192 tóna úr 24 átta-tóna klösum...
og næstum stærðfræðilegt samspil
þeirra ráða hraða, hiynjandi, blæ
og tónhæð...“
Verkið er samið fyrir segulband,
gítar, selló, óbó, píanó, fiðlu, flautu
og ásláttarhljóðfæri og tekur 40 mín-
útur.
Það er auðvitað Manuela sem leik-
ur á flautuna.
Sjálfur er ég ekki dómbær á gæði
þessarar tónlistar en hins vegar voru
mín eyru alveg tilbúin að gútera það
hvemig einleikaramir sjö henda á
lofti þá tónfrasa sem segulbandið
spýtir frá sér og mala úr þeim tónlist-
arlegan góðmálm.
-ai
Manuela Wiesler.