Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Skák
Vegna þess hve ég er
fátækur er ég ríkur núna
- sagði sigurvegari IBM-skákmótsins, Nigel Short
„Þessir 12 þúsund dollarar (448
þúsund krónur) skipta mig máli.
Þetta er ef til vill ekki há upphæð
en sökum þess að ég er fátækur
finnst mér ég vera ríkur núna,“ sagði
hinn 19 ára gamli Nigel Short, sigur-
vegari á IBM-skákmótinu, í samtali
við DV í gærkveldi.
í hinu virta blaði Financial Times
frá 28. febrúar sl. er haft eftir Short
að skák sé fúllkomlega tilgangslaus
leikur og heimskulegur. Hann var
spurður að því í gær hvort hann
hefði einhvem tímann viðhaft þessi
orð.
„Ég man ekki til þess en samt get-
ur verið að ég hafi einhvem tímann
sagt þetta í samhengi við eitthvað
annað en það svo ekki verið tekið
fram. Það má ef til vill segja að skák
sé tilgangslaus leikur en ég man
samt ekki til þess að hafa sagt þetta,"
sagði Short.
Short er að fara í fimasterkt mót
í Brússel í næsta mánuði ásamt
Karpov, Kasparov, Timman og fleiri
stórmeisturum. Þetta er eitt sterk-
asta mót sem haldið hefur verið lengi
og var Short spurður hvort sigurinn
hér væri ekki gott veganesti í þetta
mót.
„Vissulega veitir þetta manni
sjálfstraust og ég er að sjálfsögðu
ánægður með árangur minn hér, sem
er miklu betri en ég átti von á.
Mótið í heild sinni var vel skmulagt
og fór vel fram að öllu leyti. Eg veit
ekki betur en að allir séu ánægðir
nema Kortsnoj, sem hafði eitthvað
við skipulagninguna að athuga. Ég
geri mér grein fyrir því að það er
ekki auðvelt að halda mót þar sem
12 atvinnumenn í skák em mættir
en það tókst frábærlega vel,“ sagði
Short, brosandi út að eyrum af
ánægju með sigurinn. _g ^ ^
-Sjá viðtöl við fleiri þátttakendur
á bls. 29
Skálað fyrir sigrinum. Hér skála þau Nigel Short og unnusta hans við
Gunnar Hansson, forstjóra IBM á íslandi, fyrir sigri Shorts í lokahófi sem
IBM hélt skámeisturunum í gærkvöld. Þar voru verðlaun afhent og hlaut
Short samtals um 450 þúsund krónur i verðlaun.
DV-mynd GVA
Þessir mættu
Frekar fámennt var á lokaumferð
IBM-skákmótsins í gærkveldi. Meðal
þeirra sem mættu vom þessir: Þorgeir
Ibsen, fyrrum skólastjóri, Ingvi Guð-
mundsson skákmaður, Helgi Sæ-
mundsson skáld, Baldur Möller,
fyrrum ráðuneytisstjóri, Geir Gunn-
arsson alþingismaður, Erlendur
Valdimarsson, fyrrum fijálsíþrótta-
kappi, Ingvar Ásmundsson, skólastjóri
og skákmaður, Ólafúr Ólafsson skák-
frömuður, Ingi R. Jóhannsson,
skákmaður og endurskoðandi, Kristj-
án Jónsson stýrimaður, Þorbjöm
Sigurgeirsson prófessor, Karl Helga-
son kennari, Guðmundur Arason,
fyrrum forseti Skáksambandsins,
Þröstur Þórhallsson skákmaður, Guð-
laugur Guðmundsson kaupmaður, Jón
Sigurbjömsson leikari, Höskuldur Ól-
afsson bankastjóri, Ambjöm Kristins-
son bókaútgefandi, Bjami Felixson
íþróttafréttamaður, Benedikt Jónas-
son skákmaður, Magnús Siguijóns-
son, Hannes Hlífar Stefánsson
skákmaður, Sigurður Sigurðsson út-
varpsmaður, Guðmundur Pálmason
jarðfræðingur, Halldór Guðmundsson
framkvæmdastjóri, Sveinn Hauksson
læknir, Gunnar Gunnarsson, banka-
maður og skákmaður, Þorsteinn
Marelsson rithöfundur, Friðjón Sig-
urðsson, fyrrum skrifstofustjóri Al-
þingis, Gunnar Steinn Pálsson
framkvæmdastjóri, Þrándur Thor-
oddsen kvikmyndagerðarmaður, Óli
Valdimarsson fyrrum skákmeistari,
Guðmundur Einarsson verkfræðing-
ur, Guðmundur J. Guðmundsson
alþingismaður, Ólaíúr Magnússon
skákmaður, Karl Þorsteins skákmað-
ur, Hörður Pálsson bakari. Sæmundur
Pálsson lögregluþjónn, Þórir Daníels-
son, framkvæmdastjóri Verkamanna-
sambandsins, Magnús Pálsson
rafiðnaðarfræðingur, Bjöm Theódórs-
son, formaður Bridgesambandsins,
Friðrik Ólafsson, stórmeistari og skrif-
stofustjóri Alþingis, Baldur Pálmason
útvarpsmaður, Ammundur Backman
lögfræðingur, Bragi Garðarsson
prentari, Egill Valgeirsson rakari,
Guðfinnur Jónsson, Hafsteinn Aust-
mann listmálari, Stefán Þ. Stephensen
hljóðfæraleikari, Sigurður Gíslason,
skákmaður úr Hafnarfirði, Páll Jóns-
son, sparisjóðsstjóri í Keflavík, Jakob
Sigurðsson skriístoíúmaður, Ámi
Njálsson íþróttakennari, Páll Jónsson
í Pólaris. -S.dór
Nigel Short sigraði
Eins og búist var við sigraði enski
stórmeistarinn Nigel Short á IBM-
skákmótinu sem lauk í gærkveldi.
Mikhail Tal varð í 2. sæti með jafn-
marga vinninga og Timman en hærri
að stigum innbyrðis. Hér fer á eftir
tafla sem sýnir alla lokastöðu mótsins.
-S.dór
Riddarinn kostaði
250 þúsund krónur
Kortsnoj gleypti við
„Ég hef aldrei verið með jaínhræði-
lega stöðu, ég gat ekkert leikið. Þessi
riddarafóm var örvænting en hann
glevpti við henni eins og öllum öðmm
fórnum og þar með tóku hjólin að
snúast. Það þurfti að vísu fleiri afleiki
hjá honum en riddarafórnin skipti
sköpum," sagði Jón L. Ámason í gær
eftir að hann hafði sigrað sjálfan
Kortsnoj í hreint út sagt magnaðri
skák.
riddarafóm Jóns L. Ámasonar og tapaði skákinni
Annars var lokaumferð IBM-skák-
mótsins róleg því samið var jafntefli á
öllum borðum nema í skák Jóns L. og
Kortsnoj. Margeir Pétursson hafði
Með því að tapa skákinni varð Vikt-
or Kortsnoj af 240 þúsund króna
verðlaunum og 12 þúsund króna vinn-
ingsskákarverðlaunum. Hann hefði
hlotið 2. sætið einn ef hann hefði sigr-
að. Ef hanr. hefði náð jafntefli hefði
hann deilt 2. til 4. sætinu á mótinu
og hlotið 136 þúsund krónur. Hann
lenti þess í stað í 4. til 5. sæti og hlaut
engin verðlaun nema 80 þúsund króna
verðlaun fvrir unnar skákir.
lengi vel betri stöðu gegn Ljubojevic
en missti hana niður í jafntefli en ekki
verður annað sagt en að Margeir hafi
reynt til þrautar. Skákin fór í bið og
Margeir reyndi að tefla til sigurs í
klukkustund í biðskákinni en varð að
sætta sig við jafntefli.
S taða VKS hf
Röð Nafn Vinn S-B ELO-stig Ný EL0 -stig Hlutur nú
1 Nigel D Short 0 Al.50 2615 2635 ( 20) $2000
2-3 Mikhail N Tal 7 35.75 2605 2615 ( 10) $1000
Jan H Timman 7 34.00 2590 2605 ( 15) $1667
A-5 Viktor Korchnoi 33.00 2625 2625 $2000
Lajos Portisch 30.75 2610 2615 ( 5) $1333
6 Lev Polugaevsky 6 29.75 2505 2590 ( 5) $667
7-0 Jón L Arnason 5'4 26.25 2540 2545 ( 5) $1000
Simen Agdestein 5* 26.00 2560 2565 ( 5) $1000
9-11 . Jóhann Hjartarson A 25.50 2545 2535 ( -10) $667
Helgi Olafsson 4 21.00 2550 2540 ( -10)
Ljubomir Ljubojevic A 19.50 2620 2600 ( -20) $333
12 Margeir Pétursson 2 0.00 2535 2510 ( -25) $333
Skákir 11. umferðar:
Jón L. vann Kortsnoj í æsiskák
Jón L. Árnason og Viktor
Kortsnoj tefldu í gærkvöldi sann-
kallaða æsiskák á IBM-mótinu.
Kortsnoj, sem stýrði hvítu mönnun-
um, hafði frumkvæðið lengst af og
virtist um tíma ætla að kafsigla Jón.
Þeir lentu þó í gífurlegu tímahraki
eftir að Jón hafði fómað riddara og
hrakið hvíta kónginn út á borðið:
Hvítt: Kortsnoj
Svart: Jón L.
Enskur leikur.
1. c4 e5 2. g3 d6 3. d4 exd4 4. Dxd4
RfB 5. Bg2 g6 6. De3+ Be7 7. Rh3 0-0
8. Rf4 c6 9. 0-0 Rbd7 10. b3 a5 11. Rc3
He8 12. Dd2 Rc513. Ba3 Rfd714. Hadl
Bf8 15. Dc2 Db6 16. Hd2 Rf6 17. Bb2
Bf5 18. Dcl Rfd7 19. Rdl Re5 20. Re3
Bc8 21. Bc3 Dc7 22. Hfdl Re6 23. Bal
Rg7 24. Dc3 Rf5 25. Rxf5 Bxf5 26. e4
Bg4 27. f3 Bc8 28. Khl f5 29. c5 dxc5
30. Rd3 Bg7 31. Rxc5 De7 32. f4 Rg4
33. e5
W1■ Jk w////,.*aa
& wiifm.
\m m ±i
Kortsnoj hefur nú tryggt sér rýmra
tafl. Hins vegar em báðir keppendur
komnir í mikið tímahrak þegar hér
er komið sögu og Jón afræður því
að freista gæfunnar með sannkölluð-
um Kortsnoj-leik!
33.-g5!? 34. h3 fxg3!?
Eftir A verður B að koma, svartur
fómar manni fyrir hættuleg færi í
tímahraki.
35. hxg4 fxg3 36. Dc4 + Kh8 37. gxf5
Hvítur valdar nú h4 reitinn.
37.-Bxf5 38. Bf3 Dg5 39. Kg2
Betra var 39. e6! því h2 reiturinn
er valdaður.
og svartur á enga skák.
44.-Dg2+ 45. Kd4 Hg8! 46. Re6? Hd2+
47. Kc4
Skák
Asgeir Þ. Arnason
39.-Dh6!
Hrókurinn á d2 er nú í augsýn.
40. Bg4?
Enn var betra 40. Re4.
40. -Dh2 + 41. Kf3!?
41. Kfl virðist leiða til jafnteflis
með þráskák.
41. -Bxg4 + 42. Dxg4 Hf8+ 43. Ke4 Hf2
44. Hd7?
Tímahrakið er í algleymingi. Betra
var nú 44. e6 Dg2+ 45. Ke3 Bxal
46. Hd8+ Hf8 47. e7 Df2+ 48. Ke4
abcdefgh
Jón féll hér á tíma en hann er búinn
að ná tilskildum leikjafjölda. Eftir
að þessi staða var búin að vera uppi
á sýningartaflinu dágóða stund fór
að færast kliður um salinn meðal
áhorfenda. Sérfræðingamir vom
búnir að komast að þeirri niðurstöðu
að Jón ætti unnið tafl! Framhaldið
varð:
47.-Hxd7! 48. Hxd7 Dc2+ 49. Bc3 b5+
50. Kd4 Bxe5+ 51. Kxe5 Hxg4 52. Bd4
De4+ 53. Kf6 Dg6 54. Ke7+ Hxd4 55.
Hxd4 g2 og hér gafst Kortsnoj upp
undir dynjandi lófaklappi áhorfenda.
Agdestein-Short V2-/2
Eftir örfáa leiki bauð Agdestein
Englendingnum jafntefli og óskaði
honum til hamingju með sigurinn í
mótinu. Agdestein tryggði sér þar
með fimmtiu prósent vinninga í mót-
inu og getur verið ánægður með það.
Jóhann-Helgi /2-V2
Þeir félagarnir í íslensku ólympíu-
sveitinni tefldu skemmtilega skák
þar sem Jóhann vann peð snemma
tafls og afréð síðan að fóma skipta-
mun fyrir sóknarfæri.
Helgi varðist fimlega og hélt sínu.
Vildu Jx') margir minni spámenn í
salnum ætla að Jóhann hefði unnið
tafl en í ljós kom að svo var ekki.
Tal-Timman V2-V2
Hér var einnig jafntefli eftir harða
baráttu í Petrofls vörn. Eftir 16. leik
hvíts kom þessi staða upp:
límfmfmí
m. wm.
*mmi.\
b c d e f g h
Svartur hefur teygt sig eftir 'hvíta
hróknum á al og nú er hvítur þess
albúinn að ná í riddarann. Svartur
verður því að hafa snör handtök:
16. -f5! 17. exfB (framhjáhlaup)
Eftir 17. Bxb7 Rc2 sleppur riddar-
inn út og taflið er flókið.
17. -Hae8! 18. Be3 Hxe4! 19. Rxe4 Rc2
20. Hcl Rxe3 21. fxe3 c6 22. Rg5!
Ekki er Tal af baki dottinn. Nú
reynir hann að flækja taflið.
22ÁBÍ5 23. f7+ Kh8 24. Hfl Bg6 25.
e4 h6 26. e5! hxg5 27. e6 Kh7 28. Hf3
g4 29. Hf4 Bxf7 30. Hxf7 He8 31. Hxb7
Hxe6 32. Hxa7 He2 og jafntefli var
samið.
Polugajevski-Portisch V2- V2
Jafnteflið var snemma samið.
Væntanlega báðir keppendur sæmi-
léga ánægðir með hlutskipti sitt í
mótinu.
Ljubojevic-Margeir V2-V2
Margeir var eftir miðtaflið kominn
með gerur.nið tafl en eins og svo oft
áður voru honum algerlega mislagð-
ar hendur í úrvinnslunni og mátti
síðan í endataflinu hafa sig allan við
að halda jafnteflinu.
Meiri háttar undarlegt hve heilla-
dísimar vom Margeiri andsnúnar í
mótinu.