Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Fréttir
Eftir skoðunarferð um hávetur að Gullfossi og Geysi var notalegt aö fá sér kvöldverð í Blómasal Hótel Loftleiða.
Stórmeistarínn Timman og frú:
Fátt fegurra en Gull-
foss í klakaböndum
Stórmeistarinn Jan Timman og eig-
inkona hans notuðu frídag á IBM-
skákmótinu til að skreppa í
skoðunarferð til Gullfoss og Geysis.
Þau tóku sér bílaleigubíl og eiginkon-
an ók austur. Þau höfðu orð á því að
þau hefðu fátt séð fegurra en Gullfoss
í klakabondum. Sögðu þau hjón að
eftir þetta væri útilokað annað en að
koma hingað aftur og sjá fossinn í
sumarbúningi.
Timman hafði orð á því að sér hefði
verið um og ó síðasta spölin að Gull-
fossi. Hann taldi þau komin upp á
öræfi, engin umferð og ekki sála við
fossinn þegar upp eftir var komið. En
ferðina sögðu þau alveg ógleymanlega
og hápunkt þessarar fslandsferðar.
-S.dór
Heimsmeistaramot unglinga í skák:
Sendum tvo þátttakendur á mótið
Heimsmeistaramót unglinga 16 ára og
yngri fer fi'am dagana 9. til 24. maí í
vor í Innsbruck í Austurríki. Ákveðið
hefur verið að senda héðan tvo þátt-
takendur, þau Hannes Hlífar Stefáns-
son og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur
en hún er 15 ára gömul og íslands-
meistari kvenna í skák.
Hannes Hlífar hefur þegar beðið um
að fá þjálfara og munu íslensku stór-
meistaramir aðstoða þau Hannes og
Guðfríði fyrir keppnina. Að dómi
skákfróðra manna á Hannes Hlífar
raunhæfa möguleika á sigri í mótinu,
svo öflugur skákmaður er hann orð-
inn, aðeins 16 ára gamall.
Það var einmitt á heimsmeistara-
móti unglinga 16 ára og yngri sem Jón
L. Ámason vann það mikla afrek að
vinna heimsmeistaratitilinn á sínum
tíma. Er Jón eini fslendingurinn sem
unnið hefur heimsmeistaratitil í skák.
-S.dór
Arnold Eikrem, skákfrömuðurinn frá Noregi:
Ég vildi að við stæðum
eins vel og þið í skák
„Að koma hingað til íslands á skák-
mót er engu líkt. Það er fúllt hús af
áhorfendum kvöld eftir kvöld. Fjöl-
miðlar em fullir af fréttum af mótinu
og talandi við skákmennina meðan á
mótinu stendur. Og svo eigið þið 6
stórmeistara. Þetta er alveg með ólík-
indum og ég vildi bara að við stæðum
svona vel að vígi í Noregi," sagði
norski skákfrömuðurinn Amold Eikr-
em sem er dómari á IBMskákmótinu
sem nú er að ljúka. Amold hefur
nokkrum sinnum áður komið til fs-
lands og verið dómari á stórmótum
hér.
Þeir sem best þekkja til skáklífs í
Noregi segja að Eikrem sé mesti skák-
frömuður þar í landi um þessar
mundir, Hin frægu skákmót í Gausdal
í Noregi em hans verk og fullyrt er
að Simen Agdenstein, eini stórmeistari
Norðmanna í skák, hefði aldrei náð
jafn langt og raun ber vitni ef skákmó-
tanna í Gausdal og Amolds Eikrem
hefði ekki notið við.
Amold Eikrem skrifar fastan skák-
þátt í 5. stærsta dagblað Noregs,
Adresse Avisen í Þrándheimi, en þar
átti Amold heima þar til fyrir 8 árum
að hann flutti til Oslo. Eikrem tefldi
mikið sem ungur maður á sama tíma
og þeir Friðrik Ólafsson og Bent Lars-
en vom að vinna sér nafh í skák-
heiminum. Hann sagðist hafa teflt
gegn þeim árið 1951 á miklu unglinga-
móti í Birmingham í Englandi. Hann
sagðist hafa hætt fljótlega að taka
þátt í mótum sem skákmaður en snúið
sér þess meira að öðrum atriðum varð-
andi skákina.
Við spurðum Eikrem hvemig upphaf
skákmótanna í Gausdal hefði verið?
„Það mun hafa verið árið 1970 sem
vinur minn í Gausdal, sem staðið hafði
þar fyrir tennismótum, fékk mig til að
annast opna norska meistaramótið í
skák sem haldið var á staðnum. Upp
úr því þróaðist samvinna milli mín og
stjómenda Gausdal Hoifjell hótels, en
þetta fræga skíðahótel hefur staðið
straum af kostnaði mótanna til þessa.
Síðan hafa næstum öll stórmót í skák,
sem haldin hafa verið í Noregi, verið
haldin í Gausdal og ég hef séð um
framkvæmdina," sagði Eikrem.
Hann var þessu næst spurður hvem-
ig staðan væri í Noregi varðandi unga
og efhilega skákmenn?
„Því miður stendur það mál ekki
Amold Eikrem, skákfrömuðurinn.
nógu vel. Við eigum alls ekki nógu
góða unga skákmenn. Þó merkir mað-
ur aukinn áhuga hjá ungum mönnum
eftir að Agdenstein fór að ganga svona
vel. Hann er orðinn þekktur um allan
Noreg og ég þori að fullyrða að hann
er að verða einn þekktasti íþróttamað-
ur Noregs. Hann er um þessar mundir
að gegna herskyldu, en hann fær svo-
lítið sérstaka aðstöðu sem gerir honum
kleift að stunda skákmót og einnig að
sinna skákrannsóknum, og það segir
meira en mörg orð um hvað hann er
orðinn virtur í Noregi. Þá hafa verið
haldin nokkur unglingamót í Gausdal
og þau hafa orðið nokkur lyftistöng.
Fjölmiðlar verða ekki ásakaðir fyrir
að sinna skákinni ekki því flest stóru
blöðin eru með skákþætti. Það er eitt-
hvað annað að. Ég hygg að við eigum
ekki nema 4 efhilega unglinga í ská-
kinni í Noregi um þessar mundir. En
vonandi stendur þetta til bóta. Að
eignast stórmeistara er fyrsta skrefið.
Að lokum var Amold Eikrem spurð-
ur hvort einhver vandræði hefðu
komið upp á IBM-mótinu?
Nei, alls engin. Hér kunna menn að
halda skákmót og hér kann fólk líka
að vera áhorfandi á skákmótum. Hér
em aldrei vandræði á skákmótum.
Enda emð þið orðin heimsfræg þjóð
fyrir skák og handbolta," sagði Amold
Eikrem.
-S.dór
I dag mælir Dagfaii
Stella í orlofi
Merkilegt frumvarp hefur séð
dagsins ljós á Alþingi. Þar er um að
ræða stjómarfrumvarp um fæðing-
arorlof og felur það í sér að slík orlof
skuli lengjast í áföngum upp í sex
mánuði frá ársbyrjun 1990. Þar að
auki ætlar ríkið að borga fimmtán
þúsund krónur í fæðingarstyrki á
mánuði og fæðingardagpeninga til
heimavinnandi foreldris ef kjara-
samningar tryggja ekki óskert laun
í fæðingarorlofi. Þetta frumvarp
heilbrigðismálaráðherra kemur í
framhaldi af þeirri ákvörðun, sem
nú er í gildi, að foreldri á rétt á
þriggja mánaða fæðingarorlofi á
fullum launum eftir bamsburð.
Það er mikil manngæska í þessu
frumvarpi og ber ríkisstjóminni
fagran vott. Ef þetta frumvarp verð-
ur að lögum, sem ekki er að efa,
hefur loksins fengist viðurkennt að
ekkert erfiði jafnast á við það að
eiga bam. Islendingar hafa unnið
hörðum höndum til sjós og lands í
gegnum aldimar án þess að fá mikil
frí út á slíkt púl. í mesta lagi að
menn hafi getað tekið sér hvíld á
sunnudögum af því sá dagur er heil-
agur og í seinni tíð hefúr verkalýð-
urinn öðlast rétt til þess að taka sér
sumarfrí í nokkrar vikur. Lengsta
sumarfrí, sem vinnandi fólk getur
öðlast, nemur fimm eða sex vikum
og þykir þó mörgum vinnuveitand-
anum nóg um. Nú stefnir hins vegar
allt í það að sérhver kynþroska Is-
lendingur fái hálfs árs frí í hvert
skipti sem hann verður óléttur. Og
þarf ekki einu sinni óléttu til því
karlmaðurinn á þennan rétt líka,
sem hlýtur að vera viðurkenning
kerfisins á því að það tekur ekki síð-
ur á föðurinn en móðurina að
eignast bam.
Allt frá landnámsöld hafa konur
gengið með fóstur og alið böm eftir
níu mánaða meðgöngu. Þetta er að
minnsta kosti fullyrt í líffræðibókum
og verður ekki rengt. Aldrei hefur
samt verið talin ástæða til að þessir
bamsburðir leiddu til þess að móðir-
in, hvað þá faðirinn, settist í helgan
stein af þeim sökum. Konan hefur í
mesta lagi skroppið heim til að verða
léttari og fengið að hvíla sig daginn
eftir. Faðirinn hefur í besta falli
fengið að líta á krógann þegar
vinnudegi er lokið og gert sig án-
ægðan með að eignast nýjan erf-
ingja.
En nú er öldin önnur, svo ekki sé
talað um þá næstu. Nú eiga foreldr-
ar að fá sex mánaða frí í hvert skipti
sem bam fæðist í fjölskyldunni. Ef
þessi þróun heldur áfram má búast
við að fæðingarorlofið lengist upp í
heils árs leyfi þegar kemur fram yfir
aldamótin ef þessi ríkisstjórn situr
áfram við völd, sem allt bendir til.
Fyrir frjósama móður getur þetta
þýtt að hún þarf ekki framar að
mæta til vinnu, nema þá til að ná i
fæðingarorlofið, enda ætti hver
heilsuhraustur kvenmaður að fara
létt með það að unga út einu af-
kvæmi á ári ef einhver dugur er í
eiginmanninum. Vinnuveitendur sjá
þá fram á að hafa heilan her af for-
eldrum á framfæri sínu á fúllu kaupi
við það að eiga böm í svefnherberg-
inu heima hjá sér.
Það sem helst kann að koma í veg
fyrir að verkalýðshreyfingin nýti sér
þessi fæðingarorlof í framtíðinni er
sú ógn sem fólki stendur af sam-
förum, samanber vamaðarorð land-
læknis og herferðina fyrir notkun
smokkanna. Það getur enginn átt
bam, sem notar smokk, og vera má
að ríkisstjómin sé þama með mót-
leik gegn þeirri yfirvofandi hættu
að þjóðin deyi út vegna ofnotkunar
á smokknum.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um
aukið fæðingarorlof hlýtur að mæl-
ast vel fyrir hjá tilvonandi mæðrum.
Annað mál er með vinnuveitendur
sem sjá nú fram á starfskrafta á fullu
kaupi, sem fá borgað fyrir að vera
heima hjá sér í barnsburðum árið
út, Huggun þeirra er sú að ennþá
geta karlmenn ekki átt börn, þannig
að minnsta kosti helmingur starfs-
liðsins mætir væntanlega til vinnu
án þes að eiga von á sér. Hitt er
haft fyrir satt að vísindamenn vestur
í Bandaríkjunum séu nú einmitt að
finna það út að karlmenn geti geng-
ið með jafht og konur. Ef svo verður
fara fleiri en Stella í orlof. Þá kemst
öll þjóðin í eitt allsherjar fæðingar-
orlof.
Þá verður gaman að lifa. Þá verð-
ur enginn smokkur notaður framar
á íslandi!
Dagfari