Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 9 Utlönd Danny Kaye, sem í rúm fjörutíu ár kitlaði hláturtaugar fólks á leik- sviði, hvíta tjaldinu og sjónvarps- skjánum og var óþreytandi krossfari snauðra bama í heiminum, andaðist í gær, 74 ára að aldri, af hjartaáfalli eftir langvarandi veikindi. Tregara um hlátur „Um allan heim dofria brosin þegar fólk syrgir nú þann sem öllum gat komið til að þrosa,“ sagði James Grant, framkvæmdastjóri Bama- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Og kannski verður gamanleikar- ans fræga lengst minnst fyrir þau stþrf sem hann vann launalaust en í 35 ár var hann sérlegur sendiherra bamahjálparinnar og ferðaðist vítt og breitt um heiminn til þess að örva fjáröflun fyrir bamahjálpina. Leyndarlíf Walter Mitty, Hans Cristian Andersen, Hvít iól em með- al sautján kvikmynda sem Danny Kaye lék í og lengi verða þeim minnisstæðar er séð hafa. Margrét Danadrottning heiðraði leikarann 1983 fyrir leik hans í kvikmyndinni H.C. Andersen. Danny Kaye hlaut óskarsverðlaun og tvenn emmy-verðlaun (fyrir sjón- varpsmyndir og þætti) auk annarra viðurkenninga. Hann varð mjög að draga saman seglin upp úr 1983 þeg- ar hann þurfti að gangast undir hjartaþræðingu og árið eftir síðan aftur undir uppskurð á mjöðm. Óþreytandi eljumaður með margvísleg áhugamál Hann fæddist í New York 18. jan- úar 1913 og hlaut nafnið David Daniel Kaminsky. Áhugamál hans vom margvísleg og var það öllum, sem hans þekktu eilíft undmnarefni hvaðan hann fékk orkuna til þess að taka sér allt það fyrir hendur sem hann gerði. Hann hafði flugmanns- réttindi til þess að fljúga Júmbó- farþegaþotu. Hann var matreiðslu- meistari, sérhæfður í kínverskum réttum, og þótti sjálfum vænst um - af öllum viðurkenningum sem hann hlaut - heiðursvott franskra mat- reiðslusnillinga. Hann lék golf (með fimm í forgjöf um tíma) og átti hlut í atvinnuliði í baseball. í janúar 1940 gekk hann að eiga Sylvíu Fine, sem setti saman fyrir hann bæði vísur og lög, en það var eitt laga hennar, Stanislavsky, og söngur þess sem fyrst vakti athygli á Danny Kaye. - Sylvía og dóttir þeirra, Dena, vom hjá Danny Kaye á viðskilnaðarstund hans. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur Pétursson Aðalstjarna barnanna fallin frá ■ ■ >' - -. - •.' ■ t Leikarinn Danny Kaye sést hér stjórna Fílharmoniuhljómsveit Los Angeles 1985 en hann hefur margsinnis stjórnaö frægum sinfóníu- og fíl- harmoníuhljómsveitum og var einu sinni heiðraður með hinum gullna tónsprota sinfóníuhljómsveita í Bandarikjunum fyrir störf í þágu tónlistarinnar. Við það tækifæri sagði grinistinn Danny Kaye að hann skildi vel hví sprotinn væri haföur svo þungur að hann gæti naumast loftaö honum. - Hann lærði aldrei að lesa nótur. Þessi mynd frá 1982 var tekin þegar Danny Kaye voru veitt óskarsverðlaun i viðurkenningar- Danny Kaye kom i fyrsta skipti fram á þriðja áratugnum og þá i hlutverki trúðs en lék siðan skyni fyrir störf hans í þágu mannúðar- og líknarmála en um þrjátiu ára bil var hann sérlegur i fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hér er hann i hlutverki gyðings sem slapp lifs ur útrým- sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. ingarbúðum nasista í sjónvarpsmyndinni Skokie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.