Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
21
Schumacher kastar
fra sér hanskanum
Avalanche.
Nafn v-þýska landsliðsmarkvarðar-
ins Toni Schumacher er nú á hvers
manns vörum í heimalandi hans og
raunar í gjörvallri Evrópu. „Upphafs-
£lautið,“ lífsjátning garpsins, kemur
nefnilega út á næstu dögum, en í henni
gerir Schumacher lyQaáti sínu og ann-
arra leikmanna umdeilanleg skil, -
eins og raunar hefúr komið fram hér
í blaðinu.
í samtali við DV í gærkvöldi hafði
Atli Eðvaldsson, leikmaður með Bayer
Uerdingen, ýmislegt að segja um full-
yrðingar Schumachers:
„Schumacher er að kasta frá sér
hanskanum með þessari bók, enda
gerir hann sér nú sjálfur grein fyrir
frumhlaupi sínu. Hann segist sjá eftir
mörgu, en það verður nú varla aftur
snúið úr þessu,“ sagði Atli. „Ætlun
til Landskrona
segir Atli Eðvaldsson
Schumacher hefur sjálfsagt verið að
halda eigin nafni á lofti og það hefur
honum bersýnilega tekist. Vitanlega
getur þó Toni ekkert sannað nema
hvað hann sjálfan varðar og í því sam-
bandi fer hann líklega með rétt mál.
Toni segist nefnilega hafa þjórað á-
kaft hóstasaft fyrir leik gegn Dynamo
Moskva fyrir fáeinum árum en þá fékk
hann vöðvakrampa í miðjum leik sem
er afar sjaldgæft meðal markvarða.
Sjálfur hef ég aldrei neytt örvandi
lyfja fyrir keppni og get ekki séð til-
gang með neyslu þeirra í hópíþróttum.
Menn öðlast aukið úthald og kraft en
glata um leið því sem mestu skiptir,
einbeitingunni. Þar fyrir utan er
keppni mjög mikil og stöðug í knatt-
spymu. Leikur siglir í kjölfar leiks.
Örvandi ljT draga eins og flestir vita
þrótt úr mönnum þegar frá líður.
Annars hafa menn mest bitist á í
fjölmiðlum vegna bókarinnar og fjöl-
margir gefið yfirlýsingar á þeim
vettvangi. Þeirra á meðal er læknir
Werder Bremen. Hann segir að afreks-
• Menn öðlast úthald og kraft en glata
einbeitingunni, segir Atli Eðvaldsson
um lyfjaneyslu i íþróttum.
maður í knattspymu hafi tekið inn
svipað magn af verkjalyfjum og fjör-
efnum við þrítugsaldur og sjötíu og
fimm ára gamall maður við eðlilegar
kringumstæóur," sagði Atli að lokum.
Sjálfur hefur Atli því kyngt margri
vítamíntöflunni á sínu lífsskeiði, -
hann varð nefnilega þrítugur í gær.
-JÖG
í Svíþjóð kaupir Albert Guðmundsson
krona," sagði Albert í samtali við DV í
gær, „okkur gengur mjög vel og liðið leik-
ur ágæta knattspyrnu. Við unnum Danina
furðu létt og í kvöld lögðum við síðan
sænskt lið að velli, Lund BK, með tveim-
ur mörkum gegn einu. Við náðum mjög
vel saman í leiknum og sigurinn var ekki
naumur þótt tölumar kunni að gefa slíkt
til kynna.“
Norður-Ameríkumeistari
Albert hefur gert nokkuð víðreist sem
knattspymumaður. Hann lék meðal ann-
ars um hríð í Kanada og Bandaríkjunum.
Þar spilaði hann með Edmondton Drill-
ers, Denver Avalanche, Bufíalo og ferlin-
um vestra lauk hann síðan í herbúðum
Kansas City.
Albert varð raunar álfumeistari í Norð-
ur-Ameríku með Edmondton Drillers árið
1981, fyrstur og einn íslendinga.
„Ég hef fengið nokkur tilboð frá Banda-
ríkjunum síðan ég fluttist hingað til
Svíþjóðar. Þótt mig hafi dauðlangað að
taka sumum þeirra varð óttinn við flæking
öðru yfirsterkari. Ég er orðinn dauð-
þreyttur á að vera á hrakhólum og vil
umfram annað hafa fast aðsetur. Af þeim
sökum hef ég ávallt neitað öllum gylliboð-
um frá Ameríku og einblínt í þess stað á
sænska boltann. Enda hefur mér gengið
ágætlega hér og það er nú bjart framund-
an eins og svo oft áður,“ sagði Albert að
lokum.
-JÖG
Lakers og Celtics best
Staðan í NBA-deildinni er nú far-
inn að skýrast en nú líður að úrslita-
keppninni. Los Angeles Lakers og
Boston Celtics hafa náð bestum ár-
angri allra liða. Hér birtum við töflu
yfir árangur liðanna. Fremst eru
sigrar, síðan töp og að lokum árang-
ur mældur í %:
Atlantshafsdeildin:
Boston Celtics.........43 15 74.1%
Washington Bullets......31 25 55.4%
Philadelphia 76ers.....32 26 55,2%
New York Knicks........16 41 28.1%
New Jersey Nets........15 42 26.3%
Miðausturdeildin:
Detroit Pistons........37 19 66,1%
AtlantaHawks............35 21 62.5%
Milwaukee Bucks ....36 ....29 23 26 61,0% 52,7%
Indiana Pacers ....28 30 48,3%
Cleveland Cavaliers Midvesturdeildin: ....23 34 40.4%
Dallas Mavericks ....37 20 64.9%
Utah Jazz 32 24 57.1%
Houston Rockets 30 26 53.6%
Denver Nuggets 24 34 41.4%
San Antonio Spurs 21 36 36.8%
Sacramento Kings Kvrrahafsdeildin: 18 38 32.1%
Los Angeles Lakers 44 14 75.9%
Portland Blazers 36 23 61.0%
Seattle Supersonics 29 29 50.0%
28 31 47,5%
22 38.6%
Los Angeles Clippers... 10 44 18.5% -SMJ
i Sovétmenn
umeistarar?
mæli Belanov. Þeim er þó nokkur
vorkunn, vestrænu blaðamönnunum,
því sovéska liðið lék aðeins 6 sinnum á
Vesturlöndum á síðasta ári.
Þá eru sóknarieikmenn og marka-
skorarar greinilega í mestu uppáhaldi
núna. Gary Lineker varð annar í kosn-
ingunni og Emilio Butragueno þriðji.
Markaskorarinn Belanov
Belanov vakti fyrst verulega athygli á
Vesturlöndum þegar hann skoraði tví-
vegis í úrslitaleik Évrópukeppninnar og
frammistaða hans í Mexíkó ýtti síðan
enn frekar undir umfjöllun sem hann
fékk en þar skoraði Belanov meðal ann-
ars „hat-trick“ gegn Belgíu. Belanov
vekur óneitanlega mikla athygli í sov-
éska liðinu vegna mikils hraða hans og
hreyfanleika. Þá er hann nánast eini
sóknarmaðurinn í liðinu sem byggir
mikið á sterkri miðju. En vegna um-
mæla Belanov fór athyglin óhjákvæmi-
lega að beinast að Zavarov. Vestrænir
fréttamenn f'engu gott tækifæri til að
virða sovéska liðið fyrir sér þegar það
mætti Wales í vináttuleik í síðasta mán-
uði.
Huldumaöurinn Zavarov
Zavarov leikur í skyrtu númer 9 eins
og margir uppbyggjarar. Hann leikur
ekki mjög framaríega en stjórnar leik
sovéska liðsins af mikilli víðsýni. Hann
hefúr mjög gott auga fyrir spili og send-
ingar hans eru mjög góðar. Þá þykir
hann næmur á að lesa leikinn og koma
með eitthvað óvænt í spilið. Hann á
auðvelt með að leika á tvo þrjá andstæð-
inga og skapa með þvi gott rými fyrir
samherja.
Dynamo Kiev er landsliöið
Það fer ekki framhjá neinum að Dyn-
amo Kiev liðið er aðaluppistaðan í
landsliði Sovétríkjanna. Ekki nóg með
að flestir leikmenn landsliðsins komi
þaðan heldur er sami þjálfarinn við
sjómvölinn hjá báðum liðum. Valeri
Lobanovski er frábær þjálfari. Hann á
sér þann draum að sameina „fegurð og
árangur“ í leikstíl sovéska liðsins. Hann
er mikill aðdáandi brasiliskrar knatt-
spymu og hikar ekki við að sækja sér
fýrirmyndir þangað. Brasilískt ímvnd-
unarafl og sovéskt skipulag hlýtur
útkoman úr því ekki að verða stórkost-
leg.
Lobanovski hefur reyndar tvisvar ver-
ið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara en
ávallt risið upp aftur. Lið það sem hann
hefúr byggt upp er ákaflega foi-vitnilegt
þó ekki séu nöfn margra leikmanna liðs-
ins þekkt á Vesturlöndum. Liðið hélt
ekki út stórkostlega byrjun í Mexíkó
en nú er það hald manna að Sovétmenn-
imir slái í gegn í Evrópukeppninni í
V-Þýskalandi á næsta ári.
í liðinu er margt forvitnilegra leik-
manna. Sergei Baltacha er geysilega
• Leikstjornandi Sovétmanna er Alexander Zavarov og er hann af mörgum
talinn besti maður liðsins.
sterkur vamarmaður. Hann er þó ekki
eins áberandi og vinstri bakvöröurinn
Anatoli Demianenko sem er gevsilega
sókndjarfur. Baltacha átti ekki í neinum
vandræðum með að taka Ian Rush úr
umferð í vináttulandsleik þjóðanna.
Reyndar var leikurinn hálfeérkennileg-
ur Walesbúar gerðu allt sem þeir gátu
til að sigra en Sovétmenn tóku hins
vegar leikinn ákaflega létt. Þeir virtust
vera að fínpússa leikkerfi sín og prófa
nýja leikmenn. Hinn 34 ára gamli Oleg
Blokhin sat bara á bekknum og fylgdist
með félögum sínum.
Kantmennimir Vadim Yevtushenko
og Vasili Rats sýndu að þeir em engin
lömb að leika sér við. Þó að Sovétmenn
leiki með fimm menn á miðjunni fengu
þeir tveir að bregða sér í fremstu sókn
og sköpuðu oft vandræði í welsku vöm-
inni.
Við íslendingar mætum Sovétmönn-
um í Moskvu 28. október í þriðja riðli
Evrópukeppninnar en liðið er enn ósigr-
að í keppninni. Þeir unnu hið sterka lið
Norðmanna auðveldlega á heimavelli.
Úrslitin urðu 4 0 eftir að Sovétmenn
komust í 3-0 í hálfleik. Það er því greini-
legt að piltamir okkar mæta einu
sterkasta landsliði heirns í Moskvu.
fþróttir
• Valur Ingimundarson var
óstöðvandi á Akureyri i gærkvöldi.
200 stiga
múrinnvar
rofínn
- á Akureyri
Það fór eins og marga gmnaði
að íslandsmeistaramir úr Njarð-
vík áttu ekki í vandræðum með
1. deildar lið Þórs á Akureyrí í
gærkvöldi. Lokatölur urðu 94-120
f skemmtilegum og fjörugum leik
þar sem nóg var skorað. Þetta var
fvrri leikur liðanna í bikarkeppni
KKÍ.
Þjálfari Njarðvíkinga. Valur
Ingimundarson. fór á kostum og
var illstöðvanlegur. Hann skoraði
hvorki meira né minna en 42 stig
- þar af 6 þriggja stiga körfúr. ísak
Tómasson skoraði 21 sig en Jó-
hannes Kristbjörnsson 17.
Hjá heimamönnum var það einn-
ig þjálfarinn sem var í aðalhlut-
verki en ívar Webster skoraði 32
stig. Eiríkur Sigurðsson skoraði
15 stig en Bjöm Sveinsson og Ölaf-
ur Adolfeson 12. -SMJ
SJö þjóðir
sækja um
HM 1994
Sjö þjóðir hafa sótt um að fá að
halda heimsmeistarakeppnina í
knattspymu 1994 eftirþví sem tals-
maður FIFA, alþjóðaknattspymu-
sambandsins. sk>Tði frá í Zúrich í
Sviss í gær. Það eru knattspymu-
sambönd Alsír, Benin, Brasilíu,
Chile, Marokkó, Suður-Kóreu og
Bandaríkjanna sem sent hafa inn
umsóknir til aðalstöðva FIFA í
Zúrich. Frestur rann út 28. febrúar.
Najsta skref hjá þjóðunum sjö
er að staðfesta eða draga umsókn
sína til baka fyrir 10. apríl næst-
komandi eftir að hafa kynnt sér
skilyrði FIFA fyrir mótshaldinu.
Ákvörðun um hvaða þjóð fær úr-
slitakeppnina 1994 verður síðan
tekin af framkvæmdanefnd FIFA
30. júní 1988.
Ítalía sér urn framkvæmd leikja
í úrslitum HM 1990 og því em
Evrópuþjóðir ekki í myndinni í
sambandi við úrslitakeppnina
1994. Eins og staðan er í dag em
taldar mestar líkur á að Brasilía
fái úrslitakeppnina 1994. HM 1950
var háð í Brasilíu og HM 1962 var
í Chile. Hinar fimm þjóðimar, sem
sækja um 1994, hafa ekki áður
haldið úrslitakeppni HM.
-hsim