Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Erlendir fréttaritarar
Sambataktur og lúðra-
svertarmars á kjöt-
kveðjuhátað í Hollandi
Syngjandi og dansandi ganga Hollendingar í skrautlegum búningum um göturnar á kjötkveöjuhátíðinni.
Danmörk:
Ekki lengur fiá-
dráttarbært
að bjóða við-
skiptavinum út
Haukur L. Haúkssan, DV, Kaupmannahöfri;
Hinar sígildu viðskiptamáltíðir í
Darunörku, þar sem viðskiptavinir fyr-
irtækja njóta safaríkra steika, dýrra
árgangsvina og alls tilheyrandi, eru á
undanhaldi, allavega innan veggja
matsölustaðanna.
Orsökina er að finna í breyttum
skattareglum um frádráttarbæran
kostnað fyrirtækja en til hans hafa_
margir stórir reikningar frá veitinga-
húsum verið taldir. í fyrra var reglun-
um breytt á þann hátt að einungis 75
prósent reikningsupphæðarinnar urðu
frádráttarbær en áður hafði verið
hægt að draga alla upphæðina frá
skatti. Um áramót fannst mörgum
keyra um þverbak þar sem aðeins 25
prósent reikningsupphæðarinnar urðu
þá frádráttarbær til skatts.
Áhrifa breytinganna gætir nú þegar
en þau voru óveruleg fram að áramót-
um. Hvað varðar matelskt viðskipta-
fólk þá fer það sjaldnar út að borða
og haldið er fast um seðlana og
greiðslukortin í þau skipti sem farið
er á veitingahús. Er ekki óalgengt að
fyrirtæki ráði til sín kokka til að sjá
um einstakar máltíðir sem notið er
innan veggja fyrirtækisins. I þeim til-
fellum er allur kostnaður frádráttar-
bær.
Fram að breytingum frádráttar-
reglnanna nutu ófáir veitingamenn
góðs af gestrisni fyrirtækja en nú er
komið annað hljóð í strokkinn. Sjá
margir veitingamenn fram á magra
tíma. Velta sumra veitingahúsa hefur
minnkað um allt að 40 prósentum og
þurft hefur að segja upp starfsfólki.
Hjá sambandi veitingamanna í Dan-
mörku er reiknað með að um fimm
þúsund manns í atvinnugreininni
muni missa vinnuna eftir breytingarn-
ar en þar hafa þær mælst illa fyrir.
Islenskt viðskiptafólk, sem vant er
gestrisni Dananna, má sjá fram á fá-
breytilegri máltíðir á veitingastöðum
en því meiri lúxus í matsal fyrirtækj-
anna.
Sígrún Haröardóttir, DV, Amsterdam:
Kjötkveðjuhátíðin í borginni Ma-
astricht í Suður-Hollandi er einhver
sú tilkomumesta í Evrópu í dag.
Tveimur til þremur dögum fyrir há-
tíðina taka sumir forskot á sæluna
og dansa sy.igjandi imi göturnar
málaðir í öllum regnbogans litum.
Alitið er að þriðjungur fólks á kjöt-
kveðjuhátíðinni í Maastricht sé
aðkomufólk sem komi gagngert
þangað til að taka þátt í hátíðahöld-
unum.
Samkvæmt hefð er prins kjöt-
kveðjuhátíðarinnar krý’ndur í
janúarlok en hápunktuiinn er
þriggja daga villt svall sjö vikum
fyrir páska. Hátíðin hefst formlega
á laugardegi með því að prinsinn
marserar í miðaldaklæðum ásamt
ráðgjöfum sínum inn í ráðhús borg-
arinnar til þess að taka við borgar-
lvklunum fyrir þriggja daga
valdatímabil sitt. Lúðrasveit og
sekkjapípuleikarar klæddir að
skoskum sið fylgja honum.
Fjölmenn skrúðganga
Þegar prinsinn hefur tekið við
borgarlyklunum er vemdari kjöt-
kveðjuhátíðarinnar, stærðar pappa-
kerling sem kölluð er ..Mooswief*
(grænmetiskonan), hengd upp á
stöng þar sem hún gnæfir yfir aðal-
torg borgarinnar og hátíðin er hafin.
Á sunnudeginum hefst ótrúlega
fjölmenn skrúðganga þar sem fólk
gengur saman í hópum og eru
göngumenn í hverjum hóp klæddir
í sams konar búning þar sem hug-
myndafluginu hefur verið gefinn
laus taumur og er útkoman stundum
hreint ótrúleg listaverk. Ákveðin
tónlist fylgir svo hverjum hóp og
blandast þar saman eldfjörug samba-
lög, hollenskur kjötkveðjuhátíðar-
söngur og lúðrasveitarmars. Mikill
fjöldi skreyttra vagna með heilu
leiksviðunum á tilheyrir göngunni.
Fylgja tíu til fimmtán manns hveij-
um vagni.
Dagur barnanna
Bolludagur er dagur barnanna og
er skrúðganga dagsins skipulögð
með börnunum sjálfum. Böm á öll-
um aldri taka þátt í skrúðgöngunni
og aka mamma og pabbi þeim yngstu
í bamavögnum og kerrum.
Skrúðgangan á sprengidag er til-
einkuð hljómsveitum og lúðrasveit-
um sem skipaðar em fimm til áttatíu
hljóðfæraleikurum sem marsera og
dansa um götumar. Eftir því sem
líða tekur á hátíðahöldin verður
sambatakturinn meira ráðandi og
að skrúðgöngu lokinni, sem er
klukkan fimm daglega, dreifast
hljómsveitimar um göturborgarinn-
ar og leika fyrir dansi á tveimur til
þremur stöðum á hverri götu mið-
bæjarins frarn á morgun.
Allt atvinnulíf í Maastricht liggur
niðri meðan á hátíðahöldunum
stendur að undanskildum bjórkrám,
kaffi- og veitingahúsum. Að kvöldi
sprengidags er svo kjötkveðjuhátíð-
inni formlega slitið með því að
grænmetiskonan er tekin niður.
I flestum stærri borgum Hollands
er haldin smávegis kjötkveðjuhátíð
á sunnudeginum og í Amsterdam er
þetta dulbúin auglýsingaherferð
ýmissa fyrirtækja.
Vorndari kjötkveðjuhátiðarinnar er stærðar pappakerling og gnæfir hún
yfir aðaltorgi borgarinnar Maastricht.
Noregur:
RHhöfúndar í mál
við útgefendur
PáH VflHálmssan, DV, Osló:
Norskir rithöfundar eiga mun erfið-
ara með að draga fram lífið nú en á
millistríðsárunum. Aðeins örfáir met-
söluhöfundar geta helgað sig ritstörf-
um óskiptir.
„Rithöfundur gat framfleytt sér í eitt
ár á millistríðsárunum með því að selja
bók í tvö þúsund eintökum. Núna
þarf maður að skrifa metsölubók til
að geta lifað sómasamlega í eitt ár,“
segir framkvæmdastjóri rithöfunda-
sambands Noregs, Frank 0. Anthun.
Frá árinu 1980 til 1985 hækkuðu
tekjur rithöfunda um tæp þijátíu pró-
sent en á sama tíma hækkuðu verka-
mannalaun um tæp fimmtiu prósent.
Ein meginástæðan fyrir slæmri af-
komu rithöfunda er að höfundarlaun
bókaútgefenda hafa lækkað jafnt og
þétt síðustu áratugi'. Árið 1916 borg-
uðu útgefendur rithöfundum tæplega
þrisvar sinnum meira fyrir hverja
selda bók en þeir gera núna.
Norska rithöfundasambandið undir-
býr þessa dagana málsókn á hendur
bókaútgefendum. Þetta verður próf-
mál þar sem dómstólar taka afstöðu
til réttmætis þeirrar tekjuskiptingar
sem nú er í gildi á milli bókaútgefenda
annars vegar og rithöfunda hins veg-
ar. Saksóknin er liður í baráttu
rithöfundasambandsins fyrir bættum
kjörum rithöfunda i Noregi.
Danmörk:
Óábyrg notkun
persónuleika-
prófa
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahöfn:
I nýlegri rannsókn frá verslunar-
háskólanum í Kaupmannahöfn kemur
fram að stór fyrirtæki í Danmörku
nota oft á tíðum ensk-amerísk per-
sónuleikapróf við ráðningar án þess
að laga þau að dönskum aðstæðum
og án þess að vita almennilega hvem-
ig túlka eigi niðurstöðurnar. Því sé
mörgum umsækjendum um störf hafn-
að á vafasömum forsendum.
Formaður danska sálfræðingafé-
lagsins, Bente Örum, lýsir áhyggjum
sínum yfir því að leikmenn skuli leggja
prófin fyrir fólk en ekki sálfræðingar.
Eigi að nota þau með varúð og aðeins
sem lið í heildarmati á hverjum ein-
staklingi.
I mörgum prófanna er notast við
hugtök sem hafa oft aðra þýðingu í
Danmörku eða á Norðurlöndum. Þarf
fyrst að leggja prófin fyrir hóp Dana
er samsvarar nokkum veginn sam-
setningu þjóðfélagsins. Þær niður-
stöður em síðan grundvöllur
aðlögunar prófanna að dönskum að-
stæðum.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir