Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Andlát
Gústaf A. Ólafsson hæstaréttarlög-
maður lést 24. febrúar sl. Hann
fæddist 20. júní 1905 að Stóra-Skógi
í Dalasvslu. sonur hjónanna Guð-
bjargar Þorvarðardóttur og Ólafs
Jóhannessonar. Hann Jauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Revkja-
vík 1928 og lögfræðiprófi frá Háskóla
íslands árið 1933. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Agústa Sveinsdóttir.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið. Útför Gústafs verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Gísli Andrésson, Hálsi í Kjós, lést
af slysförum sunnudaginn 1. mars.
Jarðsungið verður frá Hallgríms-
kirkju i Revkjavík mánudaginn 9.
mars kl. 13.30.
Guðrún Sveinsdóttir, Hraunhóli
7. Nesjahreppi. andaðist í kvenna-
deild Landspítalans mánudaginn 2.
mars 1987. Kveðjuathöfn fer fram frá
Langholtskirkju fimmtudaginn 5.
mars nk. kl. 11.30.
Hörður Markan pípulagninga-
meistari. Sörlaskjóli 66. andaðist í
Vífilsstaðaspítala 2. mars 1987.
Ásdís Pétursdóttir, Víðimel 63.
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 5. mars
1987 kl. 13.30.
Útfór Aðalsteins Þorgeirssonar,
Markholti 15. Mosfellssveit. fer fram
frá Langholtskirkju föstudaginn 6.
mars kl. 15. Jarðsett verður í Lága-
fellskirkjugarði.
Útför Elínar Snorradóttur Weld-
ing verður gerð frá Fossvogskirkju
föstudaginn 6. mars kl. 15.
Tilkyimingax
Hallgrímskirkja
Föstumessa kl. 20.30 í kvöld. Mótettukór
Hallgrímskirkju syngur. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Kirkjan er opin alla daga nema
mánudaga kl. 10 18. kvöldbænir með lestri
passíusálma alla virka daga nema laugar-
daga kl. 18.
Skákkeppni stofnana og fyrir-
tækja 1987
hefst í A-riðli mánudag 9. mars kl. 20 og
í B-riðli miðvikudag 11. mars kl. 20. Teflt
verður í félagsheimili Taflfélags Reykja-
víkur að Grensásvegi 44 46. Keppnin
verður með svipuðu sniði og áður í aðal-
atriðum á þessa leið: Tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum riðli
um sig. Umhugsunartími er ein klukku-
stund á skák fyrir hvorn keppanda. Hver
sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1 4
til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrirtæki
eða stofnun er ekki takmarkaður. Sendi
stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit.
skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta
b-sveit o.s.frv. Þátttökugjald er kr. 5000
fyrir hverja sveit. Nýjar keppnissveitir
hefja þátttöku í b-riðli. Þátttöku í keppn-
, ina má tilkynna í síma Taflfélagsins á
kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í a-riðil
verður sunnudag 8. mars kl. 14-17, en í
b-riðli þriðjudag 10. mars kl. 20-22.
Baráttuhátíð á Hótel Borg
Félag vinstrimanna í háskóla Islands held-
ur baráttuhátíð á Hótel Borg fimmtudags-
kvöldið 5. mars nk. Þar er boðið upp á
fjölbreytta og skemmtilega dagskrá með
bókmenntaupplestri og margvíslegum
tónlistarflutningi. Dagskráin hefst stund-
víslega kl. 21.15 og húsið verður opnað
kl. 20.30. Aðgöngumiðar eru seldir í Bóka-
verslun Snæbjarnar. Bókabúð Máls og
menningar, Gramminu og á skrifstofu Fé-
lags vinstrimanna. Miðaverð er kr. 450.
Allir velkomnir.
„Orðabelgur" á Flateyri
1 dag, miðvikudag 4. mars nk.. verður
frumsýnt hjá Leikfélagi Flatevrar nýtt ís-
lenskt leikrit. Orðabelgurinn eftir Brynju
Benediktsdóttur. Leikstjóri er Oktavía
Stefánsdóttir. en hún hefur einnig hannað
alla búninga og annast leikmunagerð.
Lokasöngur er eftir Atla Heimi Sveinsson.
og saminn sérstaklega fvrir þessa sýningu.
svo hér verður um frumflutning að ræða
á þeim tónverkum. Leikendur eru 23 tals-
ins flest unglingar á aldrinum 13-17 ára.
Hljómlist á sýningunni annast hljómsveit-
in ..Gismó" en hún er skipuð fimm strákum
frá Flateyri á aldrinum 15-17 ára. Fjórar
sýningar eru fyrirhugaðar á Flateyri. en
síðan er ætlunin að fara með leikritið og
sýna það á nærliggjandi stöðum. Bolung-
arvík. ísafirði. Þingevri. Bíldudal og
Patreksfirði.
Trúarhugmyndir í Passíu-
sálmunum
Á þessari föstu mun fræðsludeild Kársnes-
safnaðar efna til fjögurra samverustunda
á Fimmtudagskvöldum í safnaðarheimilinu
Borgum og hefjast þær kl. 20.30. Fjallað
verður um guðfræðina í Passíusálmunum.
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknar-
prestur á Borg á Mýrum, er fyrirlesari og
leiðbeinandi á fundunum en vænst er fyr-
irspurna og almennra umræðna meðal
þátttakenda. Heppilegt er að fólk hafi með
sér Passíusálmana á fundina. Samveru-
kvöldin verða þessi: 5. 12. og 26. mars og
9. apríl. Öllum er heimil þátttaka og bent
er á að næstu bifreiðastæði við safnaðar-
heimilið eru við Kópavogskirkju.
Tölvuvædd framleiðsla
„Cam“
Þann 6. mars nk. mun félag íslenskra iðn-
rekenda, Iðntæknistofnun Islands og
endurmenntunarnefnd háskólans standa
sameiginlega að námsstefnu um tölvu-
vædda framleiðslu. A námsstefnunni
verður þess freistað að gefa yfirlit yfir
stöðu tölvuvæðingar í framleiðslu hér á
landi og um framtíðarmöguleika þess að
hagnýta tölvustýringar í framleiðslu hér.
A námsstefnunni flytja erindi sérfræðing-
ar frá Háskóla íslands, Iðntæknistofnun
Islands og frá íslenskum iðnfyrirtækjum.
Námsstefnunni lýkur með sýningu á sjálf;
virku lagerkerfi hjá Sól hf. Námsstefnu-
stjóri verður Þorgeir Pálsson. dósent
Háskóla íslands. Skráning er á aðalskrif-
stofu Háskólans síma 25088.
Málstofa heimspekideildar
Næsta erindi verður fimmtudag 5. mars
kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Þá flytur
Halldór Guðmundsson, mag. art., erindi
sem nefnist ,,Ö11 Reykjavik snýst um
mig. Af geníum og ómenntuðum miðl-
ungsmönnum. Kaflaskil i íslenskum
bókmenntum á 3. áratugnum. Að loknu
erindi verða umræður. Ollum er heimill
aðgangur.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
45 ára afmælisfundur félagsins verður
haldinn fimmtudaginn 5. mars kl. 20.30 í
safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskrá
verður fjölbrevtt og hátíðarkaffi. Að lok-
um verður hugvekja sem sr. Karl Sigur-
bjömsson flytur.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
vináttu vegnaandláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
INGIGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Hofstöðum, Skagafiröi.
Guð blessi ykkur öll,
Stefán Stetánsson Eyrún Jónsdóttir
Geirfinnur Stelánsson Guórún Gunnarsdóttir
og barnabörn.
í gærkvöldi
DV
Séra Frank M. Halldórsson:
„Grfiirlegar framfarir“
Ég fylgist nú lítið með útvarpi og
sjónvarpi en reyni að sleppa aldrei
íréttum og fréttatengdum þáttum.
Ég hlusta á kvöldfréttir klukkan sjö,
Stöð 2 klukkan hálfátta og ríkissjón-
varpið klukkan átta.
Ég horfði á sjónvarpið í gærkvöldi
því ég var beðinn um að segja álit
mitt á dagskrá fjölmiðlanna. Mér
finnst aðdáunarvert hve fréttamenn-
imir standa sig vel og hve innlent
fréttaefni hefur aukist, hins vegar
mætti gjaman vera meira um fréttir
frá Norðurlöndum, þó það hafi held-
ur batnað eftir að sjónvarpið fór að
hafa mann þar. Ég vildi gjaman sjá
og heyra frá frændum okkar á Norð-
urlöndum. Þá fylgdist ég með nýja
sakamálaþættinum. Bretar eru snill-
ingar í gerð slíkra þátta, hjá þeim
koma fram svo skemmtilegar mann-
gerðir og furðulegir persónuleikar
og virðist þessi ætla að verða ágæt
ur. Það var skemmtileg tilbreyting
að fá umræðuþátt frá Akureyri,
Emu Indriðadóttur tókst vel stjóm
á þættinum og fróðlegt að heyra af-
stöðu þeirra norðanmanna til
byggðakjamans hér á suðvestur-
Séra Frank M. Halldórsson.
hominu. Þátturinn um flugvélamar
fannst mér áhugaverðasta efni
kvöldsins. Eftir að hafa séð þessa
mynd gerir maður sér enn betur
grein fyrir þeim gífurlegu framförum
sem orðið hafa á tæknisviðinu á
okkar öld. Ég sá nú reyndar ekki
allan þáttinn vegna þess að ég sit
mig ekki úr færi að hlusta á Andrés
Bjömsson lesa Passíusálmana.
Ríkisútvarpið og sjónvarpið
finnast mér bæði góð og merkilegt
að við skulum eiga svona góða fjöl-
miðla þegar haft er í huga að við
erum ekki nema rúmlega 200.000
manna þjóð, ekki fleiri en búa í einni
stórborg. En það er ríkt í íslending-
mn að gera stöðugt kröfur. Vonandi
kemur að því að sjónvarpið hafi tök
á að hafa stutta helgistund í dag-
skrárlok á kvöldin. Það em miklu
fleiri en þeir sem gera sér grein fyrir
sem vilja hlusta á guðsorð.
Tónleikar
Ýmislegt
á Hallveigarstöðum. Ungt fólk kemur á
fundinn og skemmtir með söng og hljóð-
færaleik.
Oddur Björnsson leikur
einleik
í verki eftir Atla Heimi
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands
í Háskólabíói á fimmtudagskvöld mun
sveitin flytja verkið Júbílus, konsert fyrir
básúnu og blásarasveit, eftir Atla Heimi
Sveinsson, tónskáld. Þar mun Oddur
Björnsson, básúnuleikari, leika einleik
með sveitinni og einnig í verki Svíans
Lars-Eriks Larsson, Consertino fyrir bás-
únu og strengjahljómsveit. Önnur verk á
efnisskrá Sinfóníunnar að þessu sinni
verða Sinfónía nr. 2 eftir Franz Shubert
og Capriccio Italien eftir Tsjækofskí. Verk
Atla Heimis Sveinssonar, Júbílus, var
samið árið 1983 fyrir Kammerblásarasveit
Tónlistarskólans á Akureyri, en birtist nú
í aukinni og endurbættri gerð, m.a. að
viðbættu slagverki og tónbandsupptökum.
Einleikarinn Oddur Björnsson, lauk prófi
úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1981, fór þá til Bandaríkjanna til frekara
náms í New England Conservatory of
Music í Boston og lauk BM-prófi úr þeim
skóla árið 1985. Þá um haustið var hann
ráðinn fyrsti básúnuleikari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands og hefur gegnt því
starfi síðan. Stjórnandi tónleikanna á
fimmtudagskvöld verður Páll P. Pálsson.
Tónleikar í Evrópu
Fimmtudaginn 5. mars mun hljómsveitin
Gypsy halda tónleika á skemmtistaðnum
Evrópu. Á efnisskrá hljómsveitarinnar er
eingöngu frumsamið efni sem er rock í
þyngri kantinum
Opnun tónstofu Heyrnleys-
ingjaskólans
Fimmtudaginn 19. febrúar sl. var formlega
tekin í notkun tónstofa í Heyrnleysingja-
skólanum og sérstakur gestur skólans við
opnunina var danski heyrnleysingjakenn-
arinn og músíkterapeutinn Claus Bang,
einn nafntogaðasti frumkvöðull músík-
terapíu við kennslu heyrnardaufra barna.
Við opnun tónstofunnar afhenti Lions-
klúbburinn Fjölnir skólanum að gjöf
hljóðfæri og hljómburðartæki fyrir hálfa
milljón króna. Borgþór H. Jónsson, veður-
fræðingur og formaður klúbbsins, afhenti
gjöfina en Gunnar Salvarsson skólastjóri
tók við henni fyrir hönd Heyrnleysingja-
skólans. Tónlist hefur verið notuð í æ
ríkari mæli í heyrnleysingjakennslu á síð-
ustu árum og þykir í dag eitthvert, besta
hjálpartækið sem völ er á til þess að örva
skynjun heyrnardaufra á hljóðum og
hljómfalli, gegnum til dæmis hreyfingu,
dans og söngva. Músíkterapía hefur verið
notuð með góðum árangri í heyrnarþjálfun
og talkennslu og Heyrnleysingjaskólinn
bindur miklar vonir við þá nýjung í
kennslu heymardaufra á íslandi sem felst
í opnun tónstofunnar. Claus Bang efndi
til námskeiðs um gildi músíkterapíu í sér-
kennslu dagana 20. og 21. febrúar og var
námskeiðið haldið í Gerðubergi á vegum
Heyrnleysingjaskólans og Þjálfunarskóla
ríkisins, Safamýri. Um fimmtíu sérkennar-
ar sóttu námskeiðið.
Fundir
Kvenfélag Frikirkjunnar í
Reykjavík
heldur fund nk. fimmtudag 5. mars kl. 20.30
Hæstiréttur hefur dæmt í máli
mannanna tveggja sem teknir voru
árið 1985 fyrir innflutning á um 1600
skömmtum af LSD auk nokkurs
magns af amfetamíni. Hjá sakadómi i
ávana- og fíknieínum voru mennimir
tveir dæmdir í fimm ára fangelsi enda
er LSD talið eitt hættulegasta fíkni-
efni sem til er. Hæstiréttur hins vegar
stytti refsingu mannanna í 2 ár og 6
mánuði fyrir hvom um sig.
Hér er um tvo aðskilda dóma að
ræða því þótt mennimir hafi verið
saman í LSD smyglinu var annar
þeirra að auki dæmdur fyrir fleiri
fíkniefriabrot.
I dómi Hæstaréttar yfir öðrum
manninum segir að upptaka í þessu
máli verði einungis dæmd að þvi marki
Sálarrannsóknarfélag íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn á
Hótel Esju fimmtudaginn 5. mars kl. 20.
Fundarefni: 1. venjuleg aðalfundarstörf,
2. lagabreyting, 3. önnur mál. Athugið
breyttan fundarstað.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
45 ára afmælisfundur félagsins verður
haldinn fimmtudaginn 5. mars kl. 20.30 í
safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskrá
verður fjölbreytt og hátíðarkaffi. Að lok-
um verður hugvekja sem sr. Karl Sigur-
björnsson flytur.
Spilakvöld
Húnvetningafélagið
Félagsvist verður spiluð laugardaginn 7.
mars kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni
17. Allir velkomnir.
Tapað - Fundið
Lyklar fundust
Tveir lyklar á rauðri plastkeðju fundust í
Þverholtinu í gær. Upplýsingar hjá Dag-
bók, DV, Þverholti 11, sími 27022.
Erfðagripur tapaðist
Norsk kona varð fyrir því óláni í byrjun
febrúar að týna sporöskjulaga nælu með
svörtum steini í ca 50 cm langri gullkeðju.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma 27757
(Svanborg).
Högni týndur úr Heimahverfi .
Rauðbröndóttur högni með svarta hálsól
tapaðist frá Sólheimum 24 sl. mánudag.
Hann gegnir nafninu Gutti. Gutti er ekki
vanur útivist og gæti því hafað leitað í
kjallara eða bílskúra. Þeir sem kynnu að
verða kattarins varir eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma 38290.
sem krafist er í ákæru, þ.e. á 1018
skömmtum af LSD en er fíkniefnalög-
reglan náði mönnunum höfðu þeir
þegar dreift nokkru af því magni sem
þeir smygluðu til landsins.
I dómsorði segir eins og að framan
er greint að mennirnir sæti fangelsi í
2 ár og 6 mánuði en til frádráttar komi
gæsluvarðhaldsvist, hjá öðrum í 9
daga en hinum í 12 daga. Ákvæði hér-
aðsdóms um sakarkostnað skuli vera
óröskuð en ákærðu greiði áfrýjunar-
kostnað sakarinnar.
Mál þetta dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Magnús Thoroddsen, Bjami
K. Bjamason, Guðmundur Jónsson,
Halldór Þorbjörnsson og Þór Vil-
hjálmsson.
-FRI
Hæstiréttur dæmir í stóra LSD-málinu:
Stytti fangelsis-
dóminn um helming