Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
Erlendar
Er fundið flokks-
skírteini Ivans grimma?
Ákæmvaldið í ísrael hefur í við-
leitni til þess að sýna fram á að John
Demanjuk sé fangavörðurinn ill-
ræmdi úr útrýmingarbúðunum í
Treblinka, „Ivan grimmi", lagt fram
persónuskilríki flokksbundins nas-
ista en þessi skilríki eru talin skír-
teini Ivans grimma. Gögn þessi fengu
ísraelsmenn hjá Sovétmönnum fyrir
milligöngu bandaríska olíukóngsins
Armand Hammer.
Sovéskt herlið réðst inn í Pólland
og frelsaði það undan hernámi nas-
ista í síðari heimsstyrjöldinni og
sovéskir herflokkar komu íyrstir að
Treblinka-búðunum í stríðslok.
Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í
þrjár vikur í Jerúsalem og hafa ver-
ið leiddir fram til vitnis nokkrir
gyðingar sem lifðu af vist í Tre-
blinka-fangabúðunum..
Persónuskilríkin, sem bera mynd
af skírteinishafa, eru sögð vera skil-
ríki varðarins, Ivans grimma, frá
þeim tíma er hann var í þjálfun í
Trawniki-búðunum í Póllandi en
Demanjuk segir plöggin fölsuð. Rétt-
arhaldið hefur að mestu gengið út á
að reyna að sýna fram á að Dem-
anjuk sé ívan grimmi en hann þrætir
staðfastlega fyrir það.
Uinsjón
Guðmundur Pétursson
og Ingibjörg Bára
Mark O’Connor, verjandi John Demanjuk, sýnir skjólstæðingi sínum Ijósriti af plaggi sem sagt er að sé flokksskirteini Demanjuks í nasistaflokknum.
ísraelsmenn, sem hafa dregið Demanjuk fyrir stríðsglæparétt, fengu skjalið hjá Sovétmönnum. Hinn ákærði heldur því fram að skjalið sé falsað.
Símamynd Reuter
Hélt að heim-
urinn yrði
betri án sín
Fyrrum öryggisráðgjafi Reagans
Bandaríkjaforseta, Robert Mcfarlane,
sagði í gærkvöldi að hann hefði reynt
að fyrirfara sér eftir að vopnasölu-
hneykslið varð opinbert þar sem
honum þótti sem hann hefði brugðist
föðurlandinu. „Ég hélt að heimurinn
yrði betri án mín,“ sagði Mcfarlane í
sjónvarpsviðtali.
Mcfarlane var mjög viðriðinn
vopnasöluna þegar hún hófst 1985, eft-
ir því sem komið hefúr fram við
yfirheyrslur. Hann sagði af sér í des-
ember það sama ár og hefur neitað
að sér hafi verið fyrirfram kunnugt
um að hagnaður af vopnasölunni hefði
verið sendur contraskæruliðum í Nic-
aragua.
Mcfarlane sagði að sér fyndist sem
hann ætti sök á vopnasölunni þó svo
að hann væri aðeins einn af mörgum
sem viðriðnir væru málið. Greindi
Mcfarlane frá því að þeir er heimsóttu
hann á sjúkrahúsið, þar á meðal Nixon
fyrrum forseti, hefðu sannfært hann
um að þeim hefði liðið svipað við erfið-
ar aðstæður og lagt áherslu á að hann
stæði ekki einn. Mcfarlane fór ekki
nánar út í viðræður sínar við Nixon
sem sagði af sér vegna Watergate-
hneykslisins á sínum tíma en bætti við
að Nixon væri ekki eins tilfinninga-
laus og margir héldu sem séð hefðu
hann bara á skjánum.
Robert McFarlane og eiginkona hans, Jenny, leika sér við hund þeirra eft-
Ir heimkomu McFarlanes af sjúkrahúsi eftir sjálfsvígstilraunina.
Simamynd Reuter
Það er ekki bara í Miðjarðarhafslöndunum sem hægt er að vaða snjóinn þessa dagana. Þessi mynd er tekin rétt fyrir
utan Mexíkóborg þar sem fjölskyldur tóku sér fri til þess að geta notið vetrarríkisins. Simamynd Reuter
Fannfergi við
Miðjarðarhafið
Gengið heim á leið í byl frá bæna-
stund úr bláu moskunni i Istanbúl i
gær. Simamynd Reuter
Fannfergi hefur valdið samgöngu-
örðugleikum í Grikklandi og eru nú
rúmlega hundrað þorp í norðurhluta
landsins einangruð. Innanlandsflug
hefur að mestu leyti legið niðri. Lestir
stöðvuðust í nokkrar klukkustundir
vegna hríðarkófsins.
í gær snjóaði í Aþenu og er það í
fyrsta skipti í þrjú ár sem snjór fellur
þar. Einnig féll snjór á mörgum grísku
eyjanna.
Skógarvörður fraus í hel í gær í
þorpi einu í Norður-Grikklandi og
óstaðfestar fregnir herma að fjórir
aðrir hafi látist vegna kulda.
I Tyrklandi hefur ekki snjóað jafn-
mikið í áraraðir og síðustu daga og
þar hefur samgöngukerfið lamast að
meira eða minna leyti.