Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987. 39 _________Fréttir Fáskrúðsfjörður: Metaðsókn Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfeði: Leikhópurinn Vera hefur nú sýnt gamanleikinn Allir í verkfall alls þrisvar sinnuni í félagsheimilinu Skrúði við metaðsókn og frábærar undirtektir. Sl. fimmtudag var sýning á Stöðvar- firði og í Staðarborg, Breiðdal, á laugardagskvöldið. Þar var húsfyllir og fengu leikarar mjög góðar viðtökur. Næstu sýningar verða í Valhöll, Eskifirði, í kvöld, Valaskjálf á Egils- stöðum á laugardagskvöldið og í Félagslundi, Reyðarfirði, á sunnu- dagskvöldið. Sýningamar hefjast kl. 21. Þá em fyrirhugaðar sýningar á fleiri stöðum á Austurlandi. Strandir: Átján bóm stunda nám að Finnbogastöðum Regína Thorarensen, DV, Ströndum: Ég átti nýlega tal við Gunnar Finn- son, skólastjóra bamaskólans að Finnbogastöðum, Trékyllisvík í Strandasýslu. Átján böm stunda nú nám þar í hinum góða heimavistar- skóla. Hefur ríkið aldrei þurft að borga einn eyri til að flytja börnin í hann. í fyma vom 25 skólaskyld böm í áðurgreindum skóla en þijár fjölskyld- ur fluttu úr Ámeshreppi sl. haust, ásamt sjö bömum sínum. Heilsufar er ágætt í skólanum og bömin mjög ánægð, enda gerir skóla- stjórinn, Gunnar, mikið fyrir þau. Strandir: Átta tefla vikulega Regína Thorarensen, DV, Strandum: Átta manns koma saman vikulega í Ámeshreppi á Ströndum til þess að tefla. Bjóða þeir tveim góðum skák- mönnum úr Reykjavík um hverja páska, þeim Trausta Bjömssyni og öðrum manni með honum, til tafl- mennsku. Þar er nú teflt af fjöri hvem dag og fram á nætur. Fer skákkeppnin fram i bamaskólanum að Finnboga- stöðum undir stjórn Gunnars skóla- stjóra . Þeir átta menn á Ströndum, sem etja taflmönnunum saman vikulega, em á öllum aldri. Sá elsti er áttræður. Hann heitir Axel Thorarensen. Sá yngsti er tvítugur, Björn Torfason að nafhi. Guðni Guðmundsson rektor Mennta- skólans í Reykjavík í Vikuviðtalinu Hann segir medal annars: „Brottfallið í Háskóla ís- lands bendir eindregið til að þar komi inn mikill fjöldi fólks sem hvorki hefur getu né áhuga á að stunda háskólanám. í þessu sambandi má benda á nýútkomna skýrslu OECD um skólamál á íslandi. Ég segi nú ekki að þeir hafi fundið púðrið, þessir ágætu menn sem að henni stóðu. En þar er bent réttilega á þá staðreynd að brottfallið í Háskóla ís- lands sé fimmtíu prósent. Gallin er bara sá að þar er ekki minnst einu orði á ástæðurnar.“ Guðni rektor er hress að vanda og segir að ekki séu þeir steinrunnir í MR. Uétiaat iaggla á borð Výttlff /i 57 •'/>/. Nafn Vikunnar: Úlfar Eysteinsson ISTýtt líf í 2TLTJLXTTL í Þrjár gerðir ITT hljómflutningstækja. Verð frá 18.480 kr. Hátalarapör frá 3.990 kr. ITT HQ myndbandstæki m/fjarstýringu, allir eigin- leikar + Scarttengi. Verð 39.550,- kr. MARSTILBOÐ ITT FYLGIR EKKI TÆKNINNI ITT LEIÐIR TÆKNINA. 20" ITT litasjónvarpstæki. Frábært verð, 33.780 ,- kr. Umboðsmenn um land allt. Skipholfi 7 - Simar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.