Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Side 28
40
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
í gærkvöldi
Sólveig Leifsdóttir, íslandmeistari í hárgreiðslu:
„Gáttuð á hvað fólk hefur góðan tíma“
í gærkvöldi hlustaði ég á rás 2 þar
sem Ragnheiður Davíðsdóttir ræddi
við Ármann Kr. Einarsson rithöf-
und. Það viðtal var mjög skemmti-
legt og margt kom fram sem maður
hafði ekki vitað um manninn áður,
bara að hann er rithöfundur, ekki,
eins og fram kom, að hann hefði
verið í lögreglunni á stríðsárunum.
Eftir þann þátt kom alveg meiri hátt-
ar þáttur, Rökkurtónar Svavai's
Gests. Þar spilaði hann mína uppá-
haldstónlist, kántrímúsík og tók
fyrir þau Lorettu Linn og Tom Jo-
nes. Meira var það nú ekki sem ég
hlustaði á í gærkvöldi nema í vinn-
unni yfir daginn var Bylgjan í gangi
sem mér finnst mjög gott vinnustað-
aútvarp. Ég er alveg gáttuð á því
hvað fólk hefur góðan tíma til að
vera að hringja á þessar stöðvar yfir
miðjan daginn og spyrja um hitt og
þetta. Flóamarkaðurinn á Bylgjunni
finnst mér mjög skemmtilegur þátt-
ur. Stjórnandinn, hún Jóhanna
Harðardóttir, er svo sannarlega
starfi sínu vaxin.
Sólveig Leifsdóttir.
Ég hlusta til skiptis á rás 2 og
Bylgjuna, sína hvem daginn, því ég
vinn á tveimur vinnustöðum og það
vill svo til að á öðrum staðnum er
Bylgjan alltaf í gangi en á hinum
rás 2. Mér finnast þessar stöðvar
báðar mjög góðar en Bylgjan samt
betri bakgrunnur. Hemmi Gunn er
með á sunnudögum þátt sem ég vil
helst ekki missa af. Hann er svo
sksmmtilegur.
Á mínu heimili eru báðar sjón-
varpstöðvamar þannig að ég hef
samanburð. Mér finnst Stöð 2 hafa
farið mjög vel af stað og vonast til
þess að hún eigi eftir að gera enn
betur hvað varðar íslenskt eíni.
Sama má segja um sjónvarpið, það
mætti bæta við meiru af íslensku
efni. Annars er ég ekki manna dóm-
bæmst á það því tími minn er ekki
mikill sem fer í þessa fjölmiðla.
Andlát
Jóhanna Guðmundsdsóttir lést 24.
febrúar sl. Hún fæddist í Reykjavík
8. ágúst 1906. Jóhanna trúlofaðist
ung Benedikt Jónssyni og eignuðust
þau eina dóttur. Benedikt lést úr
berklum árið 1930. Jóhanna starfaði
lengst af í Sundhöll Reykjavíkur.
Útför hennar verður gerð frá Nes-
kirkju í dag kl. 13.30.
Þór Alexandersson lést 27. febrúar
sl. Hann fæddist í Vestmannaeyjum
10. október 1965 og ólst þar upp
fyrstu átta ár ævi sinnar en fluttist
til Reykjavíkur við upphaf eldgoss-
ins. Þór lætur eftir sig unnustu og
barn. Utför hans verður gerð frá
Neskirkju í dag kl. 13.30.
Aðalsteinn Þorgeirsson lést 26.
febrúar sl. Hann fæddist á Kirkju-
bóli í Korpudal, Önundarfirði, þann
19. janúar 1916. Foreldrar hans voru
hjónin Hólmfríður Guðjónsdóttir og
Þorgeir Eyjólfsson. Eftirlifandi eig-
inkona Aðalsteins er Svanlaug
Þorsteinsdóttir. Þeim hjónum varð
átta barna auðið. Útför Aðalsteins
verður gerð frá Langholtskirkju í
dag kl. 15.
Guðmundur Breiðfjörð Jóhanns-
son andaðist 4. mars í Borgarspítala.
Gunnar G. Júlíusson, Laugabóli,
Laugardal, Reykjavík, andaðist 3.
mars í Landakotsspítala.
Halldór Gísli Oddsson skipstjóri,
Háaleitisbraut 44, andaðist í Landa-
kotsspítala 5. mars.
Salome Jóhannsdóttir andaðist
þriðjudaginn 3. mars.
Baldvin Oddsson frá Grænuborg
verður jarðsunginn frá Kálfatjarnar-
kirkju laugardaginn 7. mars kl. 11.
Egill Friðriksson, Skarði,
Þykkvabæ, sem andaðist í Landspít-
alanum þann 27. febrúar, verður
jarðsunginn frá Hábæjarkirkju laug-
ardaginn 7. mars kl. 13.30.
Hulda Böðvarsdóttir, Sólheimum
23, er lést 1. mars sl., verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni mánudag-
inn 9. mars kl. 13.30.
Jóhann Árni Sigurgeirsson, Hlíð-
arvegi 16, ísafirði, verður jarðsung-
inn frá ísafjarðarkirkju laugardag-
inn 7. mars kl. 14.
Útför Margrétar Halldórsson,
Tómasarhaga 31, fer fram frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 10. mars kl.
13.30.
Tilkynningar
Fyririestur á vegum
Rannsóknarstofnunar
uppeldismála
Þriðjudaginn 10. mars flytur dr. Gyða
Haraldsdóttir fyrirlestur á vegum Rann-
sóknarstofnunnar uppeldismála er nefnist:
Örvun ungra barna sem hafa „Down's
syndrome“ (mongolisma). Fyrirlestur-
inn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu
við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er
heimill aðgangur.
Ferðamálaráðstefnan 1987
Ferðamálaráðstefnan 1987 verður haldin
á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 26. 27.
mars nk. Ráðstefnan verður sett kl. 10
þann 26. mars. Þess er vænst að fulltrúar
þingflokkanna muni flytja stutt ávörp og
greina frá stefnu og afstöðu viðkomandi
stjórnmálaflokks til uppbyggingar ferða-
þjónustu sem atvinnugreinar á íslandi.
Meginviðfangsefni ráðstefnunnar verða
landkynningarmál og umhverfis- og nátt-
úruverndarmál. Að loknum framsöguer-
indum um þessa tvo þýðingarmiklu
málaflokka er gert ráð fyrir að ráðstefnu-
gestir skipi sér í tvo vinnuhópa sem skili
síðan tillögum og verða þær til nánari
umfjöllunar síðari hluta föstudagsins 27.
mars. Ferðamálaráðstefnan er opin öllum
áhugamönnum um ferðamál. Þátttöku
skal tilkynna til skrifstofu Ferðamálaráðs
Islands. Laugavegi 3 í Reykjavík. sími
27488.
Bókmenntadagskrá í Gerðu-
bergi
Sunnudaginn 8. mars kl. 14 gengst Borgar-
bókasafn ásamt Menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi fyrir samfelldri bókmennta-
dagskrá í ljóðum og lausu máli. þar sem
yrkisefnið er störf kvenna, eins og þeim
er lýst í íslenskum fagurbókmenntum allt
frá Eddukvæðum til okkar daga, og er
efnið valið með hliðsjón af deginum 8.
mars, baráttudegi kvenna. En mánuður-
inn mars er einnig merkismánuður í
Gerðubergi, þar eð menningarstofnanirn-
ar tvær, sem þar eru í nábýli, eiga starfsaf-
mæli í mars. Dagskrá: Leikarar lesa valda
kafla og flutt verður tónlist. Efninu verður
skipt í flokka eftir verksviði, svo sem
bakstur, listsköpun, hreingerningar, skrif-
stofuvinna o.s. frv.. en sundurliðuð
dagskrá liggur frammi á Borgarbókasafni,
bæði aðalsafni og útibúum. Umsjónar-
menn verða Ragnhildur Richter og Sigur-
rós Erlingsdóttir, bókmenntafræðingar.
Dagskrá þessi stendur frá kl. 14—18 og
verða gerð hlé milli flokka. Meðan dag-
skrá stendur verður bókasafnið opið og
eins verður barnagæsla á staðnum, til að
sem flestum gefist kostur á að hlýða á.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Mjög auðvelt er að komast í Gerðuberg
með strætisvagni en leið 13, sem fer frá
Lækjartorgi 5 mínútur fyrir heilan og
hálfan tíma, stansar við Gerðuberg.
Síðustu sýningar á gufuskipa-
tímabilinu
j Sjóminjasafni ísland
1 Sjóminjasafni íslands, Vesturgötu 8,
Hafnarfirði, standa yfir síðustu sýningar
á gufuskipatímabilinu helgarnar 7,-8.
mars og 14.-15. mars. Eftir það verður
safnið lokað vegna breytinga þangað til í
byrjun júní. Þá verður opnað aftur með
sýningu um íslenska árabátinn og byggir
sú sýning á bókum Lúðvíks Kristjánsson-
ar, Islenskum sjávarháttum. Verða til
sýnis kort og myndir úr bókinni auk veið-
arfæra, líkana o.fl.
Fundur um þau mál sem snúa
að ungu fólki í dag
G-listinn í Reykjavík, listi Alþýðubanda-
lagsins, býður nemendum allra framhalds-
skóla í Reykjavík til fundar um þau mál
sem helst snúa að ungu fólki í dag. Fund-
urinn verður haldinn á Hótel Borg
sunnudaginn 8. mars kl. 15. Frambjóðend-
ur Alþýðubandalagsins í Reykjavík, þau
Ásdís Þórhallsdóttir menntaskólanemi,
Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur og
Svavar Gestsson alþingismaður gera grein
fyrir helstu baráttumálum okkar í kom-
andi þingkosningum og svara fyrirspurn-
um og athugasemdum. Auk þeirra munu
Illugi Gunnarsson menntaskólanemi og
Eiríkur Hjálmarsson kennari flytja stutt
ávörp. Fundarstjóri verður Hrafn Jökuls-
son. Eins og allir vita hefur stjórnmálaum-
ræða meðal ungs fólks verið í lágmarki
um nokkurt skeið og má þar m.a. kenna
um dugleysi stjórnmálaflokkanna við að
kynna stefnumál sín og vekja áhuga og
umræðu um þau. Fólk er hvatt til að
skyggnast undir yfirborðið áður en það
gengur að kjörborðinu í fyrsta sinn.
Starf íslendinga og
AFS á íslandi
á sviði þróunaraðstoðar
AES á Islandi, alþjóðleg fræðsla og sam-
skipti, býður öllu áhugafólki um málefni
þróunarlanda að koma á ráðstefnu félags-
ins um norður-suður: starf Íslendinga
og AFS á íslandi á sviði þróunaraðstoð-
ar sem haldin verður laugardaginn 7.
mars í Kvennaskólanum í Reykjavík, Frí-
kirkjuvegi 9, og hefst kl. 13.
Slysavarnaskóli sjómanna
hyggst efla námskeiðahald- í öryggis-
fræðslu á þessu ári. Samkvæmt því hefst
næsta önn upp úr miðjum mars. Nám-
skeiðin verða með svipuðu sniði og áður
og standa í 3-4 daga. Kennd verður m.a.
endurlífgun, skyndihjálp, meðferð og
notkun björgunartækja, björgun með
þyrlum og lög og reglugerðir um búnað
skipa. Þá verður lögð mikil áhersla á
Nýtt Mannlíf er komið út
Annað tölublað tímaritsins Mannlífs er
komið út. Meðal fjölbreytts efnis í blaðinu
er fyrst að nefna viðtal við læknamiðilinn
Einar Jónsson á Einarsstöðum. Viðtal
þetta var tekið fjórum vikum áður en Ein-
ar féll frá. Ennfremur er rætt við lækna-
miðlana Guðmund Mýrdal og Unni
Guðjónsdóttur. Stefán Benediktsson gerir
upp stjórnmálaferil sinn og það sem nefnt
hefur verið fordæmalaus pólitísk aftaka.
Fjallað er um sýningu sænska þjóðleik-
hússins á Atómsstöðinni og viðtal við
Hans Alfredsson og aðalleikonuna Lenu
Nyman. Mannlíf birtir einnig opinskátt
viðtal við þýska kvikmyndaleikstjórann
Margarethe von Trotta. Sigurður Snævarr
fjallar um góðærið í þjóðarbúskapnum,
sýnishorn er af erótískum ljósmyndum og
hressilegt viðtal við Sigurð Bjólu, sem var
á sínum tíma lykilmaðurinn í hljómsveit-
unum Spilverki þjóðanna og Stuðmönn-
um, og skemmtileg viðtöl eru við þrjá
leigubílstjóra. Þá er fjallað um þróunina
í sögum hasarblaðanna og rætt við virt-
asta höfund Breta á þessu sviði, Alan
Moore. Mannlíf kemur tíu sinnum út á
þessu ári. Það er 140 síður og verðið er
kr. 299. Ritstjóri Mannlífs er Árni Þórar-
insson.
brunavarnir og slökkvistörf. Hámarks-
fjöldi á hvert námskeið er takmarkaður
við 24 menn. Námskeiðin eru ókeypis.
Reynslan af námskeiðunum hefur sýnt að
heppilegt er að skipshafnir haldi sem mest
hópinn. Æskilegt er að pantanir verði
gerðar sem fyrst og þeim verður sinnt svo
sem kostur er í þeirri röð sem þær berast.
Nánari upplýsingar verða gefnar um borð
í S/s Sæbjörgu, sími 985-20028, hjá Slysa-
varnafélagi Islands, sími 27000, eða hjá
Tilkynningaskyldu ísl. skipa, sími 23440.
Ferðlög
ÚTIVIST
Útivistarferðir
Sunnudagur 8. mars.
Kl. 13 Miðdalsheiði. Tilbreytingarrík
gönguleið frá Nátthagavatni um Selvatn,
Helgutjörn, Krókatjörn (Gleraugnatjörn)
og Myrkurtjörn að Hafravatni. Álfaborg
skoðuð og sagt frá álfabyggð þar. Verð 500
kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá
BSl, bensínsölu
Góuferð í Þórsmörk 13.-15. mars.
Gönguferðir við allra hæfi, skíðagöngur.
Góugleði (fagnað sólkomu í Básum). Gist
í Útivistarskálunum Básum. Farmiðar á
skrifst. Grófmni 1, sxmar 14606 og 23732.
Myndakvöld í Fóstbræðraheimilinu
Langholtsvegi 109 á fimmtudagskvöldið
12. mars. Meðal efnis: Fróðleiksmolar um
eldvirkni, með Ara Trausta Guðmunds-
syni. Sjáumst. Útivist.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 8. mars.
1. kl. 10.30 Bláfjöll - Heiðin há/skíða-
ganga. Ekið að Þjónustumiðstöðinni í
Bláfjöllum og gengið þaðan. Verð kr. 500.
2. kl. 13 Þorlákshöfn og ströndin. Gengið
verður um ströndina vestan Þorlákshafn-
ar- Hafnarnes/Flesjar. Verð 500 kr. Þetta
er afar létt gönguleið og við allra hæfi.
Brottfor frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. F’armiðar við bíl. Frítt fyrir börn
í fylgd fullorðinna.
Helgarferð/góuferð í Þórsmörk 13.-15.
mars. Gist í Skagíjörðsskála. Gönguferð-
ir/Skíðaferðir. Upplýsingar og farmiðasala
á skrifstofunni, Oldugötu 3. Fararstjóri:
Pétur Ásbjörnsson.
Aðalfundur félagsins verður haldinn
miðvikudaginn 11. mars nk. í Risinu,
Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20.30 stund-
víslega. Venjuleg aðalfundarstörf. ATH.
Félagar sýni ársskírteini frá árinu 1986
við innganginn.
Spilakvöld
Kvenfélag Kópavogs
Spiluð verður félagsvist mánudaginn 9.
mars kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
minnir á spiladaginn sunnudaginn 8. mars
kl. 14.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a.
Allir eru velkomnir.
Afinæli
70 ára er í dag, 6. mars, Jakob Jóns-
son, Faxabraut 17, Keflavík. Hann
tekur á móti gestum á morgun á
heimili sínu.
70 ára er í dag, 6. mars, Vigdís Jóns-
dóttir, fyrrverandi skólastjóri
Hússtjórnarkennaraskóla íslands,
Hjarðarhaga 38 hér í bæ. Hún ætlar
að taka á móti gestum í veislusal á
ráðstefnuhæð Hótel Sögu eftir kl.
15.30 í dag.
70 ára er í dag, 6. mars, Páll Guð-
mundsson vélvirkjameistari, Skipa-
sundi 11 hér í bænum. Eiginkona
hans er Jóna Ólafsdóttir. Þau eru
að heiman.
ic * * ai m m ’tf s
« a *