Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Fréttir
Kennaradeilan:
Formlegt tilboð
lagt fram í dag
Á samninganefndarfundi kennara
og fulltrúa fjármálaráðuneytisins, sem
boðaður hefur verið kl. 16 í dag, er
talið víst að fulltrúar íjámálaráðu-
neytisins leggi fram formlegt samn-
ingstilboð. Undanfarið hafa vinnu-
nefndir verið að störfum í
kennaradeilunni og hefur allnokkuð
þokast í ýmsum málum.
Kristján Thorlacius, formaður Hins
íslenska kennarafélags, sagði að kaup-
liðurinn hefði lítið verið rseddur á
vinnunefndafundunum, en aðeins þó,
og hefði þar fátt komið fram sem yki
sér bjartsýni á lausn deilunnar.
Samningar við kennara eru komnir
lengra en samningar annarra félaga
opinberra starfsmanna og því er nú
talið að fjármálaráðuneytið vilji ljúka
þeirri samningsgerð og nota hana sem
mótandi kjarasamning fyrir önnur fé-
lög opinberra starísmanna sem eiga í
kjaradeilu við ríkið.
-S.dór
Umboðsmaður Alþingis:
Rannsakar
öll klögumál
á kerfið
Gamalt baráttumál margra þing-
manna, um umboðsmann Alþingis,
hefúr nú náð fram að ganga á Alþingi
fyrir frumkvæði Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra.
Umboðsmaðurinn mun taka til starfa
um áramót. Hlutverk hans verður að-
hald að kerfinu, ríki, sveitarfélögum
og opinberum stofnunum. Þar á meðal
mun hann rannsaka öll klögumál á
þessa aðila og er því í rauninni um-
boðsmaður almennings.
f embættið á að ráða lögfræðing sem
uppfyllir skilyrði um embættisgengi í
Hæstarétti. Ljóst er að hér verður
ekki aðeins um að ræða einn mann á
kontór og má búast við að nokkurt
starfslið verði kring um umboðsmann-
inn sjálfan.
-HERB
Alttfastí
slippdeilunni
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
„Það situr allt við það sama og þeg-
ar við gengum út og hættum,“ sagði
Eiríkur Kristinsson, trúnaðarmaður
rafvirkja hjá Slippstöðinni á Akur-
eyri. Allir rafvirkjar Slippstöðvarinn-
ar, nema einn, eru nú hættir þar
störfum.
Eiríkur sagði í morgun að væntan-
lega yrði rætt um vinnustaðasamning-
inn og þá jafnframt deilur rafvirkja í
dag.
Selnesið bjargaði 3
mönnum úr gúmbáti
- 20 sjómílur frá strönd
„Bátur þeirra varð alelda á svip-
stundu svo þeir gátu ekki sent út
neyðarkall en komust allir þrír í
gúmbjörgunarbát og voru búnir að
vera í honum í 4 tíma þegar við
björguðum þeim um borð. Þeir voru
bara nokkrar mínútur um borð hjá
okkur en fóru yfir í annan fiskibát
sem var þama nærri,“ sagði Hafliði hafiiarlítið um borð í björgunarbát-
Baldursaon, skipstjóri á ms. Selnesi, inn. Bátur þeirra, sem var 30 lestir
í samtali við DV í gær. En nóttina að stærð, logaði stafha á milli og
áður haíði Selnesið bjargað þremur sökk síðan. Atburður þesai átti sér
norskum fiskimönnum. stað um það bil 20 sjómílur frá landi
Hafliði sagði að norsku sjómenn- á móts við Treholme. Mjög gott veð-
imir hefðu allir verið í vönduðum ur var þegar þessi atburður átti sér
flotgöllum og hefðu komist fyrir- stað og sæmilega hlýtt miðað við
V -rciOf
Þríburamir kampakátir á (jögurra ára afmælinu.
DV-mynd: Sigurður Ægisson
Undariegur bréfberi í Hafriarflröi:
Fór með póstinn
heim til sín
„Við höfðum fengið fjölmargar ainni og bauð fram krafta sína.“ í framtíðinni. Ég er einna helst á þvi
kvartanir af Álfaskeiðinu og ná- Frumlegi bréfberinn hafði starfað að drengurinn hafi ekki róðið við
grenni og þegar bréfberinn tilkynnti við póstdreifingu í Hafnarfirði í hálf- þetta og hreinlega gefist upp,“ sagði
veikindi vöknuðu viasar grunsemdir an mánuð þegar íbúunum var nóg Gunnar Einarsson.
hjámér. Égfórheimtilhansogfann boðið. Kvörtunum rigndi yfir stöðv- Stöðvarstjórinn réð sérstakan
þrjár troðfullar pósttöskur í kjallar- arstjórann og því ákvað hann að bréfberaflokk til að dreifa innihaldi
anum hjá honum,“ sagði Gunnar grípa til sinna eigin ráða: póstpokanna þriggja um sfðustu
Einarsson, stöðvarstjóri á pósthús- „Pilturinn gaf enga skýringu á helgi. Bréfin ættu nú að vera komin
inu i Hafnarfirði. .JÞetta er óheilla- framferði sínu enda ekki inntur eftir í rétt hús.
piltur. Hann haíði verið rekinn úr sbku. Ég sagði honum bara að láta -F.TR
skóla og kom hingað með móður ekki sjá sig í nálægð við pósthúsið
árstíma, um 4ra gráðu hiti.
Ms. Selnes er á heimleið með farm
til Jámblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga.
-S.dór
Djúpivogun
Þríburarnir
ESgurður ÆgisaaruDV, Djúpavogi:
Þríburana á Djúpavogi ætti að
vera óþarfi að kynna. Þessi mynd
var tekin á leikskólanum þegar fjög-
urra ára takmarkinu var náð, þann
6. febrúar síðastliðinn. í fyrra birtist
mynd af þríburunum á þriggja ára
afinæli þeirra, og var sú mynd tekin
heima hjá þeim, í Höfii, en það er
einmitt sama hús og þessi mynd er
tekin í, en nú er húsið nefnt Bjarka-
tún og er leikskóli staðarins.
Þegar ljósmyndarinn spurði Njál
um aldur þeirra systkina, sagði hann
að þau væru tveggja ára. Þá leit
önnur systirin á hann og sagði reiði-
lega: „Nei, Njalli, við vorum tveggja
ára í gær, en nú erum við fjög-
urra!. . . “
Alþingi:
Staðgreiðslan
endurskoðuð
Lögin um staðgreiðslu skatta, sem
samþykkt verða á Alþingi fyrir þing-
slit, koma þegar í stað til endurskoð-
unar. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra tilkynnti þetta í þingræðu í
gær. Hann mun skipa milliþinganefnd,
undir forystu Indriða H. Þorlákssonar,
skriístofústjóra í fjármálaráðuneytinu,
og gefst þingflokkunum kostur á að
tilnefna fiilltrúa sína í nefndina sem
endurskoðar staðgreiðsluna.
Ýmis ákvæði í frumvörpunum, sem
nú liggja fyrir til samþykktar, hafa
verið harðlega gagnrýnd, einkum af
sveitarstjómarmönnum. Sumir þing-
menn hafa einnig haft uppi ummæli
manna á milli um að frumvörpin séu
meingölluð. Stjómarflokkamir hafa
þó sammælst um að afgreiða þau nú.
Undankomuleiðin er svo þessi fyrir-
hugaða milliþinganefrid sem á að
snikka lögin til í sumar. -HERB
Byggingarmenn:
Hreyfing komin á
samningaviðræðumar
- verkfall fjögurra félaga byggingarmanna skail á í nótt
Samningafundur í kjaradeilu
byggingarmanna og viðsemjenda
þeirra, sem hófst í gærmorgun, stóð
til kl. 2 í nótt. Eftir árangurslaust
samningaþóf undanfamar vikur
kom veruleg hreyfing á samninga-
viðræðumar í nótt, að sögn Grétars
Þorsteinssonar, formanns Trésmiða-
félags Reykjavíkur.
„Það er að vísu erfitt að meta stöð-
una en ég verð að segja eins og er
að eftir þá hreyfingu, sem komst á
samningamálin í nótt, er ég ekki
svartsýnn á að lausn finnist á deil-
unni. Alla vega er þetta mikil
breyting frá því sem verið hefúr und-
anfamar vikur,“ sagði Grétar
Þorsteinsson.
Á miðnætti skall á verkfall fjög-
urra félaga í byggingariðnaðinum,
Trésmiðafélags Reykjavíkur, Bygg-
ingardeildar iðnsveinafélags Suður-
nesja, Félags byggingariðnaðar-
manna í Hafiiaifirði og Félags
byggingarmanna í Ámessýslu. í Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur em rétt
tæpir 1100 félagar en samtals em á
milli 600 og 700 félagar í hinum fé-
lögunum.
-S.dór
Fiskmiðlun Norðurtands:
Býður út árs-
afla eins báts
Jón G. Haukasan, DV, Aknreyri:
Fiskmiðlun Norðurlands, sem Hilm-
ar Daníelsson á Dalvík stendur fyrir,
hefur gert einstakt tilboð. Miðlunin
hefur boðið út ársafla 30 tonna snur-
voðarbáts frá Ólafefirði. Reiknað er
með 3-5 tilboðum í aflann.
„Þetta gengur út á að finna kaup-
anda sem er tilbúinn til að kaupa allan
afla bátsins á árinu 1987,“ sagði Hilm-
ar Daníelsson við DV í morgun.
Hilmar sagði að þetta væri í raun-
inni einstakt tilboð og kvaðst ekki
vita til þess að svona lagað hefði verið
reynt áður, allavega ekki opinberlega.
Báturinn má veiða 250 tonn af þorski
auk annarra tegunda utan kvóta.
Hann mun landa í heimahöfh sinni,
Ólafefirði.