Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 3 Fréttir Stjúpfaðir dæmdur í sakadómi Hafnavfjarðar: Kynferðisglæpir: Þrjú ár og sex mánuðir fyrir að nauðga þriggja ára bami I gær var kveðinn upp dómur í sakadómi Hafnarfjarðar yfir þrít- ugum manni sem gefið var að sök að hafa nauðgað þriggja óra stjúp- dóttur sinni haustið 1984. Dóminn kvað upp Finnbogi Alexandersson, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnar- firði; 3 ár og sex mánaða fangelsi. Hinn dæmdi var sambýlismaður móður barnsins er atburðurinn varð, á haustdögum fyrir rúmum tveim árum. Morgun einn varð móðurinni ljóst að barnið var mik- ið sært á kynfærum og fór því með dóttur sína á sjúkrahús til rann- sóknar. Þar varð læknum ljóst að rifa var komin í slímhúð við meyj- arhaft og blæddi allverulega úr. Engum vafa þótti undirorpið að rifan væri tilkomin vegna þess að limur hefði verið rekinn inn í bar- nið. í samtölum við lækna og hjúkr- Finnbogi Alexandersson yfirgefur dómssalinn í Hafnarfirði eftir að hafa dæmt barnanauðgara bak við lás og slá. DV-rrynd KAE. unarlið lýsti barnið því hvernig stjúpfaðirinn hefði borið sig að. Þrótt fyrir það neitaði móðirin lengi framan af að trúa því sem á sambýlismann hennar var borið og héldu þau sambúð ófram. Barninu var hins vegar komið íyrir í fóstur. Síðastliðið haust gerist það svo að móðirin og hinn dæmdi slitu sam- vistum og þá fyrst fór hún að leggja trúnað á frásögn barns síns. Stjúpfaðirinn fyrrverandi hefur staðfastlega neitað sekt sinni og hefur hann tveggja vikna frest til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Hann var dæmdur eftir 1. máls- grein 200. greinar almennra hegn- ingarlaga sem kveða á um viðurlög vegna samræðis við einstaklinga yngri en 14 ára. Hámarksrefsing þegar dæmt er eftir þessari grein hegningarlaganna er 12 ára fang- elsi. -EIR Stein- grímur dæmdur um næstu mánaðamot Dómur í máli Steingríms Njóls- sonar kynferðisglæpamanns feUur að öllum líkindum í sakadómi Reykjavíkur um næstu mánaða- mót. Verjandi Steingríms skilar vöm sinni 17. mars og í framhaldi af því mun Pétur Guðgeirsson sakadómari kveða upp dóm. Steingrímur Njálsson situr nú á Litla-Hrauni og alþlánar dóm vegna síendurtekins ölvunarakst- urs. Var hann settur í afplánun eftir síðasta kypferðisglæp sinn síðastliðið vor þégar hann svívirti ungan blaðsölúdreng sem var að rukka fyrir blað sitt í miðborg Reykjavíkur. A stofiifimdi baráttusamtaka gegn kynferðisglæpum, sem hald- inn var í Hlaðvarpanum í fyrri viku, bar nafn Steingríms oft á góma fundargesta: „Steingrímur Njálsson sleppur út í maí. Á að leyfa honum að ganga lausum og eyðiieggja enn fieiri drengi en hann hefur þegar gert?“ hrópaði kona ein á ftindinum en af honum var ítarleg frásögn í síðasta helgar- blaði DV. Ef óætlanir um dómsuppkvaðn- ingu yfir Steingrími Njálssyni um næstu mánaðamót standast er Ijóst að hann mun sitja í fangelsi enn um sinn. -EIR Dómarafélag Reykjavíkur: Dómstólar í Reykjavík sameinaðir í einn Meðal ályktana á síðasta aðal- íundi Dómarafélags Reykjavíkur var samþykkt ályktun um að fund- urinn teldi æskilegt að dómstól- amir þrír í Reykjavík yrðu sameinaðir í einn dómstól undir sömu yfirstjóm. Meðal annarra ályktana, sem samþykktar vom á fundinum, má nefna að fundurinn taldi að hraða bæri heildarendurskoðun dóm- stólaskipunarinnar og fæli sú endurskoðun einkum í sér aðskiln- að dómstarfa og umboðsstjómar í sem ríkustum mæli. Til að ná því markmiði yrðu kannaðar sérstak- lega þær leiðir að stofhaðir yrðu héraðsdómar, einn í hveijum landsfjórðungi eða á minni svæð- um, sem fæm með öll dómsmál á fyrsta dómstigi. Frumvarp til laga um Lögréttu verði lögtekið og stofnun dóms þriggja dómara sem nái til landsins alls. Sá dómur færi sem annað dómstig með kærumál og einfaldari mól en sem fyrsta dómstig með mál á hendur ríkinu og alvarlegri sakamál. Fundurinn hvatti til að lokið yrði sem fyrst við endurskoðun laga um meðferð opinberra mála, skoraði á Alþingi að veita nauð- synlegu fé til byggingar dómhúss í Reykjavík, ennfremur var skorað á dómsmálaráðherra að hann beitti sér fyrir þvi að hið bráðasta yrðu gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á aðfararlögum. -FRI F // A T Með nýju Fiat skiptikjörunum er auðvelt að endurnýja og eign- ast nýjan Fiat Uno. Sýningarsalur er opinn virka daga frá 9-18, laugardaga 13-17. Dæmi Peninqar kr. 70.000.- lán til 6 mán. - 63.000.- eldri bifr. ca. - 150.000.- Nýr Fiat Uno 45 kr. 283.000, Gerðu samanburð á verði og kjörum áður en þú ákveður næstu bílakaup. Það borgar sig. anaa umboðið SKEIFUNNI 8 - SÍMI 688850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.