Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 21- Iþróttir Kostar tvær töskur að fá OL? •Arnór Guðjohnsen hefur slegið í | gegn í Belgiu í vetur og nú eru allar líkur á að vestur-þýska stórliðið Bayern Mtinchen kaupi hann frá Anderlecht. Einn íslenskur knattspyrnumaður hefur áður leikið með Bayern Miinchen, Ás- geir Sigurvinsson. Það hefur ávallt verið mikið vanda- verk að velja ólympíuleikum sama- stað, ekki síst vegna þeirra miklu „gjafa“ sem meðlimum Alþjóðaólymp- íunefndarinnar hlotnast. Hefur veik- geðja mönnum þá oft glapist sýn. í Alþjóðaólympíunefndinni er 91 með- limur og eru þeir flestir við aldur. sblarviðafHappel Meðalaldur í nefndinni er 65 ár en elsti nefhdarmaðurinn er 94 ára. Að þessu sinni sóttu 13 staðir um leikana 1992 og beitti hver bær öllum mögulegum og ómögulegum ráðum til að heilla hug nefhdarmanna. Þegar nefhdin var loksins búin að ákveða staðinn þurftu nefndarmenn stórar töskur til að flytja með sér gjafir þær sem þeim höfðu áskotnast. Talið er að hver nefndarmaður hafi fengið um 55 gjafir, stórar og smáar. Það voru gefnar bækur, úr, skartgripir, lista- verk, handtöskur, tekönnur, útvörp og auðvitað konfekt. Þetta gjafaregn er að verða að föst- um sið en nú finnst mörgum tími til þess kominn að grípa í taumana enda um verulegan útgjaldalið að ræða hjá smærri borgum. Eins og kunnugt er fékk Barcelona leikana enda gaf borg- in hverjum manni tvær stórar leður- töskur fullar af góssi. Þegar valið var kunngert þökkuðu Barcelonabúar fyr- ir sig og færðu nefndarmönnum armband úr skíragulli - svona sem smáþakklætisvott fvrir vel unnin störf. -SMJ »tur-þýska liðinu Hamburger SV? nú aðstoðarþjálfari hjá Hadjuk Split. Eft- ir viðræðumar sagðist Magath vera nokkuð bjartsýnn á ráðningu Skoblar. En málið ætti eftir að skýrast í lok þessar- ar viku þegar framhaldsviðræður fara fram. Skoblar var á sínum knattspymuferli markakóngur Evrópu 1971 en þá lék hann með franska liðinu Marseilles. Hann lék einnig um tíma með þýska liðinu Hanno- ver. Það verður líklega enginn þjálfari öf- undsverður af að taka við starfinu af Happel því hann hefur náð frábærum árangri með Hamburger SV, meðal ann- ars leitt liðið tvívegis til sigurs í Bundesl- igunni og einnig í Evrópukeppni bikarhafa 1983. -JKS FH,KRogVíkingur unnu sína riðla - í forkeppni 6. flokks karia í handbolta - J Nýverið var keppt í forkeppni 6. flokks karla á íslandsmótinu í hand- knattleik. Urslit urðu sem hér segir: A-riðill: KR- Breiðablik.................7-6 KR-Stjaman................... 5-4 KR - Afturelding..............21-0 Stjaman-Breiðablik.............5-7 Stjaman - Afturelding.........18-1 Breiðablik - Afturelding......19-1 Lokastaðan varð þessi í riðlinum: KR...................33-10 6stig Breiðablik...........32-13 4stig Stjaman..............27-13 2 stig Afturelding..........2-58 0 stig B-riðiIl: Víkingur - Fylkir..............8-3 Víkingur-Selfoss..............21-8 Víkingur-Hveragerði...........18-7 Fylkir - Selfoss..............13-7 Fylkir - Hveragerði............9-4 Selfoss - Hveragerði...........7-8 Lokastaðan varð þessi í riðlinum: V íkingur............47-18 6 stig Fylkir...............25-19 4 stig Hveragerði...........19-34 2stig Selfoss.,............22-42 Ostig C-riðill: Grótta - Njarðvík.............11-5 Grótta-Haukar................11-10 Grótta - Fram..................6-7 Grótta-FH..................11-12 Grótta-HK...................10-8 FH-Fram......................7-8 FH - Njarðvík................5-4 FH-Haukar...................13-8 FH-HK........................9-5 Fram - Njarðvík..............7-4 Fram-HK......................&-8 Fram - Haukar................7-8 HK-Njarðvík..................6-8 HK-Haukar.................. 9-8 Haukar - Njarðvík...........13-7 Lokastaðan varð þessi í riðlinum: FH.................46-36 8 stig Fram................35-33 6 stig Grótta..............49-42 6stig HK..................36-41 4 stig Haukar..............47-47 4stig Njarðvík............28-42 2stig • Fram vann Gróttu og hreppti þvi annað sætið í riðlinum og HK vann Hauka og varð þvi í íjórða sæti. Liðunum í 6. flokki hefur verið raðað í 1. og 2. deild eftir ár- angri í forkeppninni. Deildimar líta þannig út: 1. deild:KR, Breiðablik, Vík- ingur, Fylkir, Grótta, Fram og FH. 2. deild:Stjaman, Afturelding, Selfoss, Hveragerði, Haukar, HK og Njarðvík. • Markahæstu leikmenn í forkeppni 6. flokks urðu þessir: Eiríkur Þorláksson, Gróttu..27/5 Sigurður Sigurðsson, Víkingi...25/3 AronT. Haraldsson, Breiðabliki.14/3 -RH Mike Tyson . varð núna um helgina heimsmeistari í þungavigt þegar hann sigraði James „beinbrjót" Smith í 15 lotu leik. Afrek Tysons er enn merkilegra fyrir það að þetta er í fyrsta sinn síðan Muhamad Ali var og hét að einn maður ber þennan titil. Á undanförnum árum hefur mikill ruglingur verið með þessa keppni og um tíma gerðu þrír meistarar kröfu í titilinn. Fyrr í vetur komust menn hins vegar að þeirri niðurstöðu að aðeins einn maður ætti að bera titilinn ef virðing hans ætti að haldast. Leon Spinks neitaði hins vegar að taka þátt í keppninni og því var keppni þeirra Tysons og Smiths hrein úrslitakeppni. Hér fagnar Don King, fram- kvæmdaaðili keppninnar, með Tyson en eins og sjá má er Tyson með tvö heimsmeistarabelti um sig miðjan, bæði frá WBA og WBC. Símamynd/Reuter Bæjarar bjóða í Amór eftir leikinn í Briissel - segir belgíska dagblaðið Het Nieuwsblat Kristján Beniburg, DV, Belgiu: I mánudagsútgáfu eins stærsta dagblaðsins í Belgíu, Het Nieuwsblat, er fjallað um þreifingar Bayem Múnchen í þá veruna að kaupa Amór Guðjohnsen. Er sagt í blaðinu að forkólfar Bayem muni leggja fram formlegt til- boð í Amór eftir seinni viðureign liðsins við Anderlecht í Brussel í næstu viku. í blaðinu segfr að Amór sé hinn rólegasti vegna umstangsins og að hugur hans sé enn allur hjá And- erlecht. „Markmiðið er að vinna titil- inn í vor,“ segir Amór í samtali við blaðið, „en vitanlega er ég þó opinn fyrir breytingum. Peningar leika sitt hlutverk í þessu máli sem öðrum. Ég bý þó við mjög góð kjör hjá And- erlecht en ef unnt er að hafa meira upp úr krafsinu mun ég að sjálfsögðu hugsa minn gang. Sem stendur skipa ég knattspymunni í öndvegi og læt ekki áhyggjur af framtíðinni ráða lífi mínu.“ Arnór í liði vikunnar Amór var rétt eina ferðina valinn í lið vikunnar enda átti hann mjög góð- an leik með liði sínu um helgina. Amór er nú kominn með 38 stig í einkunn. Hæstur er Guy van der Smissen, fyrirliði Standard, með 44 stig. -JÖG •Jakob Sigurðsson skoraði 9 mörk fyrir Val gegn Gróttu. Naumur Vals- sigur á Nesinu - gegn Gróttu í bikamum „Við áttum von á hörkuleik eins og raunin varð á. fþróttahúsið á Seltjamanesi er mjög lítið og þegar aðstæður em slíkar er mikið skor- að,“ sagði Jón Pétur Jónsson, þjálfari Valsmanna, eftir að Valur . hafði marið sigur yfir Gróttu, 30-31, í 16 liða úrsíitum bikar- keppni HSÍ í gærkvöldi. í hálfleik hafði Valur tveggja marka forystu, 15-17. Grótta hafði lengi undirtok- in ,,en Valur reyndist sterkari á lokasprettinum. •1 fyrrakvöld urðu óvæn. urslit þegar iBV sigraði KA i bikar- keppninni, 24-16. -JKS •John Aldridge, nýrakaður. Yfiivara- skeggið fauk hjá Aldridge „Allir em að spyrja mig hvað ég ætli að gera til að fylla skarð það sem Ian Rush skilur eftir sig. Svar- ið er einfalt, ég verð að skora heilan helling af mörkum,“ sagði John Aldridge, hinn nýi marka- skorari Liverpool. Aldridge mátti bíða í heilan mánuð áður en hann fékk tæki- færi hjá Liverpool. Honum gekk vel og hann skoraði mikilvægt mark gegn Southampton. Aldridge líkist Ian Rush mjög í útliti og til að breyta því hefur Aldridge rakað yfirskegg sitt og gerir jafitvel ráð fyrir að hann verði að láta lita hár sitt í sama tilgangi. -SMJ STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar író BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (11.03.1987)
https://timarit.is/issue/191037

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (11.03.1987)

Aðgerðir: