Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skaftahlíð 8, 3.t.v., þingl. eigandi Guðmundur Kr. Þórðarson,
fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi
er Baldur Guðlaugsson hrl.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Víðimel 59, 2.t.v., þingl. eigandi Sigrún E. Gunnarsdóttir o.fl.,
fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur
eru Valgarð Briem hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Sigurður G. Guðjónsson
hdl. og Þorsteinn Eggertsson hdl.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik,
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Fellsmúla 19, 2,t.h„ tal. eigandi Kristján Jó-
steinsson, fer fram Ji eigninni sjálfri föstud. 13. mars kl. 15.00. Uppboðs-
beiðandi er Othar Örn Petersen hrl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Skeljagranda 8, íb. 0203, tal. eigandi Margr-
ét Guðnadóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 11.30.
Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan i Reykjavik, Arnmundur Backman hrl.,
Búnaðarbanki íslands, Veðdeild Landsbanka íslands, Útvegsbanki íslands,
Klemens Eggertsson hdl., Árni Einarsson hdl., Sigurður Sigurjónsson hdl.
og Ingólfur Friðjónsson hdl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Safamýri 34, kjallara, þingl. eigandi Rúnar Smárason, fer fram
á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald-
heimtan i Reykjavík og Baldur Guðlaugsson hrl.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Skildinganesi 1, lóð, þingl. eigandi Loftorka
sf„ fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi
er Gjaldheimtan i Reykjavík.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Meiming
Hringur Jóhannesson ásamt málverkinu „Sumar i sveit“ frá 1985.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Stórholti 47, 2. hæð, þingl. eigandi Bryndís Jenný Þráins-
dóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 15.45. Uppboðs-
beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Ólafur Axelsson
hrl„ Hilmar Ingimundarson hrl. og Ólafur Garðarsson hdl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Háteigsvegi 19, 1. hæð aust., þingl. eigandi Erla Waltersdóttir,
fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 14.30. Uppboðsþeiðendur
eru Útvegsbanki íslands og Veðdeild Landsbanka islands.
___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik,
Nauðungaruppboð
annað og síðasta, á fasteigninni Rekagranda 2, íb. 0403, tal. eigandi Guð-
mundur Guðbrandsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl.
11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Njálsgötu 62, risi, þingl. eigandi Tómas
Magnús Tómasson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 13.45.
Uppþoðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Sveinn H. Valdimarsson
hrl.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skipholti 10, bílskúr, þingl. eigendur Ari Kristinn Jónsson o.fl.,
fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 16.15. Uppþoðsbeiðendur
eru Gjaldheimtan í Reykjavik, Róbert Ámi Hreiðarsson hdl„ Landsbanki is-
lands, Gjaldskil sf. og Ásgeir Thoroddsen hdl.
______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Lágmúla 7, 6. hæð, þingl. eigandi Amarflug
hf„ fer fram á eigninni sjálfri föstud. 13. mars '87 kl. 15.30. Uppboðsbeiðend-
ur eru Guðjón Armann Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavik, Landsbanki
Islands, Þorsteinn Júliusson hrl. og Ólafur Gústafsson hrl.
______________________Borgarfógetambættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Laufásvegi 20, 1. hæð, þingl. eigendur
Oddur G. Pétursson og Ásta Ólafsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud.
13. mars '87 kl. 14.15. Uppboðsþeiðandi er Gjaldheimtan I Reykjavík.
___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik,
Við heygarðs-
hornið
Sýning Hrings Jóhannessonar í Gallerí Borg
Hringur Jóhannesson listmálari er
enn við sama heygarðshomið - í besta
skilningi. Meira að segja í tvenns kon-
ar besta skilningi. Hringur hefur nú
haldið tuttugu einkasýningar, þannig
að við gjörþekkjum vinnubrögð hans,
hið sérstaka sjónhorn hans á tilver-
una. En þegar listamenn em bæði
staðfastir og lúsiðnir, eins og Hringur
óneitanlega er, er eins og fólk hætti
að gaumgæfa list þeirra heldur ein-
blíni á ákveðin kennimerki í henni,
hið „kjarvalska", „ásgrímska" eða, í
þessu tilfelli, hið „hring-lega“.
Þessi ávani er íremur hvimleiður og
til lengdar er hann forheimskandi.
Venji fólk sig á að leita aðeins eftir
kennimerkjunum í myndum, segjum
bugðóttri teikningu Kjarvals, tærum
litflötum Ásgríms eða stækkuðum
smáatriðum Hrings, fer það á mis við
þá lífrænu þróun sem á sér stað innan
þeirra og þau tilbrigði sem listamaður-
inn semur um sérstök stef sín. Þeir eru
einnig fljótari til en ella að afgreiða
listamenn sem staðnaða, við sama
heygarðshomið í versta skilningi.
Hringur er listamaður sem ræktað
hefur, og heldur áfram að rækta, ótal
tilbrigði um nokkur meginstef. En
ætli það eftirminnilegasta sé þó ekki
sjálft heygarðshornið, það er hvemig
hversdagsleg, beinlínis lítilmótleg, fyr-
irbæri upp til sveita virðast allt í einu
öðlast nýtt og undarlega magnað mik-
ilvægi, jafnvel mikilfengleik.
Númen hlutanna
Vissulega ræðst þetta nýuppgötvaða
mikilvægi hlutanna í verkum Hrings
stundum af táknrænum skírskotunum
þeirra. Við sjáum væntanlega hvað
listamaðurinn er að fara með því að
mála risastóra mynd af sauðskinnsskó
eða með því að tefla saman gaddavír
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
á girðingu og þotuslóða á himni.
Samt held ég að fundvísi Hrings á
innra eðli hlutanna, það sem Róm-
verjar kölluðu „númen“ þeirra, sé
kannski það sem máli skiptir þegar
upp er staðið.
Þetta „númen“ er það sem gerir sér-
hvem hlut sjálfum sér líkan og jafn-
framt sérstakan, jafnvel meðal allra
annarra hluta sömu stærðar og gerðar.
Þetta á ekki einasta við áþreifanlega
hluti heldur einnig óáþreifanleg
stundarfyrirbæri, svo sem eins og það
hvemig regnvatn safnast fyrir á plasti,
sem vafið hefur verið utan um hey-
bagga.
Hlutarins eðli verður tæplega ítrek-
að nema með tiltölulega raunsærri
útlistun. Það liggur í hlutarins eðli.
Hringur fellur í það minnsta ekki á
því prófi. En til viðbótar þarf listamað-
urinn að vera gæddur innsæi og
ríkulegri samkennd, hæfileika til að
„setja sig inn í“ aðstæður hveiju sinni
og þá jafhffamt til að ímynda sér
„hlutkennd“ þess hlutar sem hann
tekur til meðhöndlunar.
Austurlenskastur
Þetta em hæfileikar sem margir
austurlenskir listamenn, til dæmis þeir
sem aðhyllast Zen, hafa þroskað með
sér öldum saman.
Mér hefur ævinlega fundist Hringur
vera austurlenskastur íslenskra lista-
manna, ekki einasta í samkennd hans
með hveiju því sem hann teiknar eða
málar, heldur einnig í þeirri hljóðlátu
og ljóðrænu mýkt sem einkennir allar
bestu myndir hans, jafnvel í sjálfri
hr>’njandi (vinstri handar) teikningar-
innar hjá honum.
Það var því meira en tilviljun að
japanskur forleggjari skyldi kaupa
teikningar Hrings við söguna af Bú-
kollu til að gefa út í heimalandi sínu
fyrir nokkrum árum.
Sýning Hrings í Gallerí Borg er á
svipuðum nótum og margar fyrri sýn-
ingar hans. Þar er að finna átta
olíumálverk og þrjátíu og sjö litkrítar-
myndir, teikningar og pastelmyndir,
sem eru bæði stúdíur fyrir gerð eða
ógerð málverk, og sjálfstæðar hugdett-
ur og skissur, til dæmis af húsum í
Reykjavík.
Garðar og port
Það er athyglisvert að sjá þann mun
sem er yfirleitt á borgarmyndum og
sveitamyndum Hrings. Borgin, hús
hennar, garðar og port verða lista-
manninum oftast tilefni til kraftmikill-
ar en þó fremur hlutlausrar
formkönnunar, gjaman í svörtu og
hvítu, meðan sveitin ýtir undir innlif-
aðri, ljóðrænni túlkun. Það er eins og'
listamaðurinn hafi ævinlega sterkari
taugar til æskustöðvanna heldur en
borgarinnar þar sem hann hefur búið
í meira en þrjátíu ár.
Alls staðar er Hringur að víkka
lendur sínar, prófa sig áfram með nýja
liti, pappír eða sjónhorn. En prófanir
hans em svo hávaðalausar og nettar
að jafnvel giöggskyggnustu aðdáend-
um listamannsins kann að sjást yfir
þær.
Því er rétt að hvetja þá, svo og aðra
sem enn hafa ekki séð nýjustu hey-
garðshom Hrings, til að grandskoða
þau áður en sýningunni í Gallerí Borg
lýkur. -ai