Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 36
36
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Gorbatsjeva
hitti Önnu Burda síðastliðinn
miðvikudag og linaði þar með
mestu vonbrigðin vegna þess að
hún maetti ekki á tískusýninguna
sem Burdasamsteypan stóð að i
Moskvuborg. Tilefnið var að
þýska tískublaðið Burda kemur
nú út á rússneskri tungu og var
upphafsupplagið eitt hundrað
þúsund eintök. Sovéskur kven-
peningur hefur ómældan áhuga á
Burdablöðunum og runnu því
eintökin út sem heitar lummur.
Unnið er nú að því að auka upp-
lagið í nokkrar milljónir svo metta
megi að nokkru hinn risastóra
sovéska markað.
Barbra
Streisand
fékk Grammyverðlaun fyrir skíf-
una The Broadway Album og
sést hér fagna ákaft með grammó-
fóninn í höndunum. Sú hressa
söngkona er ein alfjáðasta kven-
veran i henni Hollí og að mestu
á lausu líka. Sagt er að menn
þurfi einna helst að kunna að
greiða höfuðhár eða nudda
skrokka til þess að koma til greina
sem fylgifiskar hinnar auðugu og
margverðlaunuðu Barbru.
Díana Breta-
prinsessa *
fékk blóm hjá smástelpunni Katie
Astaire á frumsýningu kvikmynd-
arinnar Children of a Lesser God.
Húllumhæið allt er upp sett í góð-
gerðaskyni og það fylgdi sögunni
að Karl, eiginmaður Diönu, hefði
fylgt henni á sýninguna. Það er
greinilega ekki nóg að hafa titilinn
erfðaprins til þess að vera í aðal-
hlutverkinu hvar sem litið er inn
jessa dagana.
Afmælisgestirnir skemmtu sér hið besta, eins og gjörla sést á mynd-
inni, enda gerðu menn sér ýmislegt til gamans.
Ekki vitum við hvað þessar blómarósir ræddu undir borðum en vafa-
laust hefur sjóstangveiði eitthvað borið þar á góma.
DV-myndir Ómar
Aflaklær ársins 1986 voru heiðrað-
ar i afmælishófinu. Þetta eru þau
Ester Óskarsdóttir og Bogi Sig-
urðsson.
Vestmannaeyjar:
Sjóstangveiðimeim
fagm 25 ára afmæli
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjuni;
Sjóstangveiðifélag Vestmanna-
eyja hélt nýlega upp á 25 ára
afmæli sitt. Tókst afmælishófið
með miklum ágætum og var það
mál gesta að þeir hefðu sjaldan
skemmt sér eins vel.
Félagið hefur haldið uppi öflugri
starfsemi þessi ár og hafa alþjóð-
legu hvítasunnumótin sem það
hefur staðið fyrir árlega, sett mik-
inn svip á bæinn. Sérstaklega var
stíll yfir þvi þegar Gullfoss lá í
höfninni í Vestmannaeyjum og
hýsti gesti mótsins, en þeir hafa
komið alls staðar að úr heiminum.
Núverandi formaður félagsins er
Pétur Steingrímsson.
Magnús Magnusson var veislu-
stjóri á 25 ára afmælishátiö Sjó-
stangveiðifélags Vestmannaeyja.
Hann hefur verið ein aðaldriffjöður
félagsins undanfarin ár.
Fæddur
í ófrelsi
Pandabjörninn Chu-Lin er einn fárra slíkra sem tekist hefur að láta
líta dagsins ljós innan dýragarðsveggja. Mikið hefur verið reynt til þess
að halda lífi í tegundinni en lítið orðið ágengt og blasir alger eyðing við
náist ekki að snúa þeirri þróun við hið fyrsta. Chu-Lin býr í dýragarði
Madridborgar, verður fjögurra ára gamall í næsta septembermánuði og
vegur hundrað tuttugu og fimm kíló. Hann er matbjörn mikill og er á
meðfylgjandi mynd að leggja síðustu hönd á hádegisverðinn.
Hárréttur tónn ...
Súldað á svipbrigði
Einbeitingin var í góðu lagi hjá þeim Súldarmönnum - Tryggva Húbner
og Stefáni Ingólfssyni - á hljómleikunum sem þeir héldu í Duushúsi nýve-
rið. Auk þeirra skipa hljómsveitina Súld Szymon Kuran og Steingrímur
Guðmundsson en hinar talandi svipbrigðamyndir tók Ragnar S. þegar hæst
hóaði á staðnum.
... heimtar góðan barning undir.