Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. Utlönd tilboði verður tekið í TFl. Þar eru stærstir Hachette (stærsta bóka- og tímaritaútgáfa Frakklands) og Boy- ugues sem er stærsti byggingaverk- takinn í Frakklandi. En af því að frönsk stjómvöld líta á sjónvarpsrás á borð við TFl eins og stórt ríkis- fyrirtæki er ekki ætlunin að selja stöðina alla heldur einungis 50% og þá fyrst og fremst nokkrum fáum stórum hluthöfúm. Lengi vel þótti horfa til þess að Hachette yrði seldur stærsti hlutinn í TFl, en aðalmaður fyrirtækisins, Jean-Luc Lagardére, átti í erfiðleik- um við • fylgja tilboðinu eftir. Hachette, sem ætlaði að kaupa 25%, var í slagtogi með SET-presse, blaða- útgáfu sem ætlaði að kaupa 10%, og Havas, auglýsingastofunni sem ætlaði að yfirtaka 15%. Havas er ríkisfyrirtæki sem senn á að selja einkaaðilum. - En ríkið setti upp 3 milljarða franskra franka fyrir TFl og þá datt Havas út. Lagardére þurfti þá að leita sér að nýjum kaupanautum og það út fyrir land- steinana. Heyrst hefur að ástralski blaða- og sjónvarpskóngurinn Ru- pert Murdoch hafi slegist með í tilboðið. Annar stóraðili, sem falast eftir kaupum á TFl-stöðinni, er Francis Boyugues sem fer fyrir fjölda aðila og þein-a á meðal er Robert Max-1 well, breski blaðakóngurinn. Sá hópur hefur hins vegar enga reynslu í rekstri sjónvarps. Þriðji aðilinn var Michel Baroin, umsvifamikill kaupsýslumaður fyrir GMF-tryggingarfélagið og rak hann einnig bókaverslanir og vídeóbúðir í París. Hann fórst hins vegar í flug- slysi í Afríku í byrjun febrúar þegar hann var þar syðra á ferð í leit að skóglendi til að kaupa. Tryggingar- fyrirtækið hefur þó enn áhuga á að kaupa sjónvarpsstöðina. Stöð fimm seld Robert Hersant, útgefandi dag- blaðsins Le Figaro og rúmlega tuttugu annarra blaða í Frakklandi, fékk undir mánaðamótin keyptan íjórðungshlut í „La Cinq“ (Þeirri fimmtu, nefnilega Stöð fimm), en það er einkastöð sem stofhuð var fyrir tveim árum. Annan fjórðung keypti Silvio Berlusconi, ítalskur milljóna- mæringur sem á fjölda sjónvarps- og útvarpsstöðva á Italíu og gefur einn- ig út blöð og tímarit. Berlusconi á raunar sjónvarpsstöðvar víða utan síns heimalands. Gamla hugmyndin um að sjónvarp sé háskavopn, sem viðsjárvert væri ef lenti í höndum margra aðila, hefur lengi verið lífseig í Frakklandi. í aðsigi eru þó um þessar mundir breytt umráð þriggja af sex sjón- varpsrásum Frakka. Mun þar vaxa hlutureinkaaðilaogútlendinga. Eru þó ekki svo mörg ár síðan einokun ríkisins á þessum fjölmiðli var órofin í Frakklandi. Ekki eru samt allir sannfærðir um að þessar breytingar í frönsku sjónvarpi muni leiða til svo miklu meiri fjölbreytni í vali fran- skra áhorfenda á dagskrárefni. Margar rásir - sama dagskrá TFl sem er ein af þrem rásum ríkis- sjónvarpsins franska. En þá þegar lá ríkisstjóm Jacques Chirac forsæt- isráðherra undir ámæli fyrir að hleypa sjónvarpsfjölmiðlun í hendur á einkaaðilum. Að minnsta kosti tíu þingmenn vinna í risafyrirtæki Hersants sem er sjálfur þingmaður fyrir hægri flokka. Ef Hersant hefði verið látið eftir TFl þá hefði það getað orðið miður þokkað, sem gæti reynst óheppilegt á þessum tíma þeg- ar sígur að næstu forsetakosningum í Frakklandi. Hver rás skoðuð sem sérfyr- irtæki Það mun senn koma í ljós hvers Luxemburg komin inn á franskan sjónvarpsmarkað Sama daginn sem fimmta rásin var seld var TV6, sem aðallega sendir út poppvídeó, seld CLT (fyrirtæki í Luxemburg) en það hefur lengi reynt að smeygja fæti inn á franskan sjón- varpsmarkaö. Fjölmiðlafyrirtæki í Lyon keypti TV6 á móti Luxemburg- arfyrirtækinu. Þegar Hersant komst yfir „Stöð fimm“ skákaði hann sir James Goldsmith, eiganda og útgefanda vikuritsins „L’Express", en samt hafði Hersant ekki sinn vilja fram því að hann vildi upphaflega kaupa Litið inn í upptökusal hjá Radio Centuries í Frakklandi, einni af útvarpsstöðvunum sem hófu rekstur þegar einok- un ríkisins var aflétt á rekstri fjölmiðla á öldum Ijósvakans. Nú er franska ríkið að selja nokkrar af sex sjón- varpsrásum sínum til frjáls sjónvarpsreksturs. Kuwait minnkar aðstoð við þróunariönd Kuwait, sem lengi hefur verið í fararbroddi þeirra landa er veitt hafa þróunarlöndum fjárhagsaðstoð, er nú farið að draga saman seglin. Verðhrun á olíu og minni ríkisfjár- lög eiga sinn þátt í minnkandi aðstoð en einnig er um að ræða vandamál styrkþega við að hrinda af stað fram- kvæmdum. Badr Al-Homaidhi, forstöðumaður sjóðs þess í Kuwait er veitir araba- löndum aðstoð, tekur sem dæmi ástandið í Líbanon og segir að lítið gagn sé að því að hefja framkvæmd- ir á einhverju sem búast megi við að verði eyðilagt þegar næsta dag. í samskiptum sínum við aðrar þjóðir hefur Kuwait notið góðs af aðstoð sinni við þróunarlöndin og hafa yfir- völd fært sér það í nyt í utanríkis- stefnu sinni. Nýjustu tölur frá Efiiahags- og framfarastofhuninni í París gefa til kynna að árið 1985 hafi Kuwait, með sína 1,7 milljónir íbúa, verið það land er veitti þróun- arlöndum mesta aðstoð. Það ár veitti Kuwait 2,72 prósent af brúttóþjóðarframleiðslu til fjár- hagsaðstoðar við þróunarlönd en það var samt sem áður talsvert minna en þau 4,39 prósent sem veitt voru metárið 1982 þegar kistumar voru fúllar af olíudollurum. Kuwait hefúr borið málstað araba fyrir brjósti og látið af hendi rakna vænar fúlgur til araba fyrir botni Miðjarðarhafs. Einnig hafa Irakar notið góðs af greiðasemi yfirvalda í Kuwait. Sjóður til styrktar araba- löndum (KFAED) var stofnaður fyrir tuttugu og fimm árum og var það í fyrsta skipti sem arabaríki hóf að- stoð við þróunarlönd. En það eru ekki aðeins arabalönd sem hafa fengið bita af kökunni. Sem dæmi má nefna að Víetnam hefúr fengið aðstoð við framræslu og Uganda við nautgriparækt. Ný stefna I lok ársins 1986 höfðu 66 lönd fengið 1,4 milljarða dollara í fjár- hagsaðstoð. Arabaríki fengu helm- ing fjárins, Asíuþjóðir einn þriðja og Afríka næstum einn fimmta hluta. Lán em veitt til fimmtíu ára á 0,5 til 6,0 prósent vöxtum. Nýrrar stefriu gætir nú varðandi lánveiting- ar og hefur KFAED gert það aðgengilegra fyrir lönd er eiga í efnahagsörðugleikum að taka lán. Á pappírunum veitir sjóðurinn aðstoð án nokkurra skilyrða. Utan- ríkisráðherra Kuwaits, Sabah al-Ahmed al-Sabah, hefur þó sagt að aðstoðin fari eftir viðhorfi móttak- anda til araba og málefna Kuwaits. Á bannlista Hann hefur nefnt að Nicaragua hafi verið sett á svartan lista þegar það árið 1984 greiddi atkvæði gegn tillögu Kuwaits til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um að fordæma árásir á skip Kuwaits og Saudi- Arabíu á Persaflóa í stríðinu milli írans og íraks. Kuwait tók einnig fyrir lánveitingar sjóðsins til Egyptalands eftir að friðarsamniing- ur var gerður milli Egypta og í sraela árið 1979 en er nú farið að veita þeim lán að nýju. Líberíu var bætt á bannlistann þegar yfirvöld þar í landi tóku á ný upp stjómmálasam- band við ísrael árið 1984. Verðhrun á oliu hefur meðal annars orðið til þess að Kuwait er farið að minnka aðstoð við þróunarlönd. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.