Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 8
8
Ötlönd
Abu Nidal saksóttur
fyrir hiyðjuveikin
Rannsóknardómari í Róm hefur
úrskurðað að þrír arabar, þar á með-
al hryðjuverkaforinginn Abu Nidal,
skuli dregnir fyrir dóm fyrir árásina
á Rómar-flugvöll um jólin 1985 þar
sem sextán manns létu lífið.
Að vísu er ekki nema einn þessara
þriggja undir manria höndum. Það
er Ibrahim Mahmood Khaled (19
ára), sá eini eftirlifandi af fjögurra
manna hryðjuverkaflokki sem réðst
á afgreiðslur ísraelskra og banda-
rískra flugfélaga á Rómarflugvelli
27. des. 1985. Khaled særðist alvar-
lega og var handsamaður en hinir
þrír voru felldir.
Rannsóknin þykir hafa leitt í ljós
að hryðjuverkaflokkur Abu Nidals
hafi staðið að árásinni og dómarinn
telur að Abu Nidal og enn einn for-
ingi úr samtökunum, arabi að nafhi
Rashid al-Hamieda, eigi að svara til
saka fyrir þessa árás og jafhframt
aðra, sem gerð var nær samtímis á
Vínarflugvöll, þar sem þrír voru
drepnir.
Hefur rannsóknin leitt líkur að því
að hryðjuverkaflokkur Abu Nidals
hafi aðalstöðvar sínar í Sýrlandi og
sé í tengslum við leyniþjónustu flug-
hers Sýrlands.
Aðallega hefur verið stuðst við
játningar Khaleds við rannsóknina.
Al-Hamieda er sagður háttsettur for-
ingi meðal hryðjuverkaflokks Abu
Nidals og er talinn hafa skipulagt
árásimar á flugvellina. Hann er ger-
kunnugur í Róm og hafði sjálfur
tekið þátt í hryðjuverkaárás á bæna-
hús gyðinga þar 1982 en þá var
tveggja ára drengur drepinn.
Þrir þeirra fjörutíu eiturlyfjasmyglara sem alríkislögreglan í Bandarikjunum handtók yfirgefa hér Kennedyflugvöll
i handjárnum. Meðal þeirra handteknu voru núverandi og fyrrverandi starfsmenn Pan Am flugfélagsins sem not-
uðu Kennedyflugvöll sem dreifingarmiðstöð fyrir eiturlyfjasmyglið. Simamynd Reuter
Pan Am starfsmenn
teknir fyrir kókaínsmygl
Ólafur Amaraan, DV, New Yorlc
Alríkislögreglunni í Bandaríkjun-
um og lögregluyfirvöldum í New York
tókst í gær að hafa hendur í hári
smyglara sem hafa smyglað kókaíni
að verðmæti eins og hálfs milljarðs
Bandaríkjadollara frá Brasilíu inn í
Bandaríkin gegnum Kennedyflugvöll.
Flestir meðlimir hringsins voru
starfsmenn þriggja flugfélaga og
smyglið fór fram um borð í Pan Am
þotum. Venjulega var skammturinn,
sem kom í hvert skipti, milli 20 og 40
kíló. Yfirvöld segja að þetta hafi verið
mögulegt vegna þess að meðlimir
hringsins þekktu vel til staðhátta á
Kennedyflugvelli og höfðu góð sam-
bönd meðal tollvarða og annarra sem
hefðu átt að stöðva þá. Fjörutíu manns
hafa verið handteknir vegna þessa
máls, þar á meðal sextán núverandi
og fyirverandi starfsmenn Pan Am
flugfélagsins. Tveir starfsmenn Delta
flugfélagsins og átta starfsmenn frá
Eastem Airlines hafa einnig verið
handteknir.
Það var í síðustu viku sem hand-
tökumar hófust á Kennedyflugvelli
og í New York borg en stóra áhlaupið
var gert í gær. Meðal starismanna Pan
Am flugfélagsins, sem viðriðnir eru
þetta mál, eru meðal annars háttsettir
menn í stjómunarstöðum hjá flugfé-
laginu á Kennedyflugvelli og Rio de
Janeiro. Einn lögreglumannanna, sem
átti þátt í að upplýsa þetta mál, sagði.
„Venjulega erum við að reyna að ná
fólki sem er að leika á kerfið. Þama
náðum við hins vegar í fólk sem í raun
var kerfið."
Frá Kennedyflugvelli dreifði eitur-
lyfjahringunnn eiturlyfjum til ann-
arra flugvalla í Bandaríkjunum og
Kanada. Nokkrum sinnum vom
sendar flugvélar til Brasilíu og aftur
til baka á áætlun Pan Am flugfélags-
ins og síðan vom allar sannanir um
það flug þurrkaðar úr úr tölvum flug-
félagsins.
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
_ . veifar til stuðningsmanna sinna eftir að hann var kjörinn
forsætisráðherra írlands í gær. Símamynd Reuter
Charles
Haughey
tilvalda
á írlandi
Andrés Eiriksson, DV, Dublin;
Charles Haughey var í gær útnefnd-
ur forsætisráðherra írlands og flokkur
hans, Fianna Fail, myndar næstu rík-
isstjóm írska lýðveldisins. Strax að
afloknum þingkosningum í febrúár
síðastliðnum var ljóst að annar val-
kostur kom vart til greina. Spurningin
var hins vegar hvemig slíkt mætti
verða þar eð Fianna Fail vantaði þrjú
þingsæti upp á hreinan meirihluta á
þinginu.
Er leið að því að þingstörf hæfust
kom það á daginn sem fyrirfram var
búist við að enginn annar flokkur var
reiðubúinn til stjómarmyndunar með
Fianna Fail og allt ffarn á síðustu
stundu ríkti óvissa um það hvort
Charles Haughey tækist að ná útnefn-
ingu sem forsætisráðherra með aðstoð
óháðra þingmanna eða hvort boða
yrði til nýrra kosninga.
Það ríkti þess vegna mikil spenna í
þingsölum í gær er þing kom saman
og athyglin beindist að Tony Gregory,
óháðum sósíalista, sem gat komið í veg
fyrir stjórnarmyndun Fianna Fail en
forðaðist fram á elleftu stundu að láta
uppi hug sinn. Þegar til kastanna kom
sat hann hjá við atkvæðagreiðslu við
útnefriingu forsætisráðherra. Þar með
náði Charles Haughey kjöri á jöfnum
atkvæðum þar sem þingforseti tók af
skarið og greiddi honum atkvæði.
Stjómarkreppu var þar með afstýrt
og komið í veg fyrir að boðað yrði til v
nýrra kosninga.
í gærkvöldi var svo ljóst hveijir
sætu í ráðherrastólum þegar Haughey
birti lista yfir tilvonandi ráðherra. A
þeim lista kom ekkert á óvart, þar em
nær eingöngu gamalgrónir flokks-
menn sem staðið hafa við hlið
Haughey í fjölmörg ár eða áratugi.
Þótt Charles Haughey geti nú andað
léttar að sinni þá em margir erfiðir
kaflar eftir. Stjórn hans hvílir á svo
veikum grunni að til dæmis aukakosn-
ingar í einu kjördæmi gætu orðið
henni að falli.
Fyrsta verkefni stjómarinnar verður
að leggja ffarn fjárlagaffumvarp og er
þá búist við að hún muni glata stuðn-
ingi Tony Gregory. Einhver niður-
skurður á félagslegri þjónustu,
heilbrigðis- og menntamálum er fyrir-
hugaður. Að líkindum meiri en
Gregory og aðrir vinstri sinnaðir þing-
menn, óháðir og flokksbundnir, geta
sætt sig við.
Þar sem sósíalistanum Tony Greg-
ory sleppir taka hægri öflin við. í
sjónvarpsviðræðum í gærkvöldi mátti
skilja að fráfarandi stjórnarflokkur,
Fianna Gail, hygðist styðja fjárlaga-
ffumvarp Fianna Fail og veita hinni
nýju stjóm þar með starfsffið að
minnsta kosti næstu mánuðina.
Sonur flokks-
formannsins
réðst á lög-
regluþjón
Sonur David Steel, formanns Frjáls-
lynda flokksins í Bretlandi, var í gær
sektaður um 50 sterlingspund fyrir að
ráðast á lögregluþjón.
Graeme Steel (tvítugur) var samtím-
is sýknaður af líkamsárás á útkastara
diskóteks í skoska bænum Galashiels,
en honum hafði verið meinaður að-
gangur þar, þegar hann mætti í rifnum
gallabuxum.
Kúrdar mótmæla
íAþenu
23 vopnaðir Kúrdar hertóku um
stund skrifstofú Sameinuðu þjóðanna
í Aþenu í gær og kröfðust þess að S.þ.
mótmæltu sprengjuárásum Tyrkja á
búðir Kúrda við landamæri íraks og
Tyrklands.
„Við mótmælum þjóðarmorðinu á
Kúrdum og krefjumst þess að öll ríki
hætti hemaðar- og efnahagsaðstoð við
Tyrkland jafnframt því sem Þjóðfrels-
ishreyfing Kúrdistans verði viður-
kennd," sagði talsmaður þeirra við
fréttamenn.
Þeir kröfðust einnig aðstoðar við
fómardýr loftárásanna.
Ofsækja Indverja
á Madagaskar
Skríll réðst á tylft verslana í eigu
Indveija í bænum Fianarantsoa á
Madagaskar og tók það fjölmennt lög-
reglulið tvær klukkustundir að koma
á friði aftur.
Kom til skotbardaga og særóust
tveir.
Á Madagaskar er mörgum lands-
manna í nöp við Indlands- og Pakist-
anættaða íbúa, sem flestir búa við
betri hag vegna iðnmenntunar eða
eigin verslunarreksturs. í síðastá mán-
uði var gerður aðsúgur að karönum
(eins og þetta fólk er oftast kallað) í
þrem bæjum og er svo komið að
hundmð þeirra hafa flúið úr dreif-
býlinu og minni bæjum til höfúðborg-
arinnar, Antananarivo.
Karanar em um 10 þúsund á Ma-
dagaskar og hyggja margir þeirra nú
- á brottflutning. Hafa myndast langar
biðraðir undanfama daga, einkanlega
við franska sendiráðið, þar sem fólkið
óskar vegabréfsáritunar til ffönsku
eyjanna Mayotte eða Reunion, í ná-
grenninu, eða til Evrópu.
Aukinn ís
á Eyrarsundi
Gunnlaugur A. Jotsbcíi, DV, Lundi
Kuldinn í Svíþjóð undanfamar vik-
ur og mánuði hefur gert það að
verkum að enn er mikill ís í Eyrar-
sundi og ástandið raunar verra en
áður í vetur. Óhagstæð vindátt að
undanförnu hefur gert það að verkum
að ísinn hefur aukist og ísbijótar hafa
í nógu að snúast.
Ferðir flugbátanna milli Málmeyjar
og Kaupmannahafnar liggja alveg
niðri en ferjurnar á milli Limhamn og
Dragör fara nokkrar ferðir á dag með
aðstoð ísbrjóta. Að sögn veðurffæð-
inga er ekki búist við að ástandið batni
næstu daga.
9 milljónir
til flóttamanna
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur
samþykkt að veita 9,6 milljónir dollara
til flóttamanna í Mexíkó, Djibouti,
Súdan og Uganda.
Mun Mexíkó fá tæplega milljón doll-
ara til að aðstoða flóttamenn ffá
Guatemala og Djibouti fær matvæli
fyrir rúmlega hálfa milljón handa
flóttamönnum ffá Eþíópíu. Fjárveit-
ingunni til Súdan á að verja til
aðstoðar íbúum í suðurhluta landsins
og Uganda fær rúmlega eina og hálfa
milljón dollara til aðstoðar heimilis-
lausum og Ugandabúum sem snúa
heim ffá Súdan.
Vestur-Þjóðverjar
kaupa norskt gas
PáB Vffljáhnsson, DV, Osló:
Eftir fimmtán ár mun fjórðungur a
öllu þvi gasi sem notað er í Vestur
Þýskalandi koma frá Noregi. Þettí
segir stjómarformaður Ruhrgas sen
er næststærsta orkufyrirtækið í Vest
ur-Þýskalandi.
Á norska landgrunninu finnst mein
gas en olía og Norðmenn hafa undan
farið unnið markvisst að þvi að auki
söluna á gasi til Evrópu. Sem stendu
liggur aðeins ein gasleiðsla frá norski