Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 9 Utlönd Skríðuföll Aurskriður féllu yfir hluta bæjarins Santa Eulalia í Perú í fyrrakvöld og lagði fjölda húsa í rúst en tólf manns fórust sem vitað er með vissu um og nokkurra er saknað. Bær þessi er um 45 milur austur af höfuðborginni Lima. - í allan gærdag var unnið að björgunarstörfum í húsarústunum og jafnframt var hafist handa við að hreinsa brak og aur burt af götunum. Tugir manna misstu þama heimili sín. Sfmamynd Reuter Samdráttur í Atlants- hafsfluginu 1986 Veik staða Bandaríkjadals og hræðsla við hryðjuverk, sem fældi Bandaríkjamenn frá Evrópu í fyrra, olli samdrætti í N-Atlantshafsfluginu 1986 en það er í fyrsta sinn síðan í olíukreppunni á síðasta áratug. Samkvæmt skýrslu IATA (alþjóða- samtökum flugfélaga) fóru 19,7 milljón farþegar milli Evrópu og N-Ameríku á síðasta ári en það er 5,9% fækkun. Eru þær tölur fengnar frá 48 flugfélög- um sem halda uppi áætlunarferðum milli álfanna. (Innan IATA er 151 að- ildarfélag með 75% farþegaflugs milli landa á sínum vegum.) Árið 1985 hafði 21 milljón farþega farið milli N-Ameríku og Evrópu. Vonir standa til að aukning verði í fluginu á þessu ári. í nóv. og des. síð- asta hafði farþegum fjölgað um 4% (en á sama tíma ’85 hafði þeim að vísu Qölgað um 6,7%). Fá engar launahækkanir PáE VHhjálmsaan, DV, Osló: Það tók aðila vinnumarkaðarins í Noregi aðeins fimmtíu mínútur að komast að samkomulagi um næstu aðalkjarasamninga. Norska alþýðu- sambandið fór ekki fram á neinar launahækkanir og hlýddi þar með kalli ríkisstjómar Verkamannaflokks- ins. Undanfarið hefur verið þensla í norsku efnahagslífi með þeim afleið- ingum að verðbólga hefur aukist. Eftirspum eftir vinnuafli er svo mikil að atvinnurekendur yfirborga starfs- menn. Þrátt fyrir þetta segir alþýðu- sambandið að markmið aðalkjara- samninga sé að halda uppi fúllri atvinnu. Sönnu nær er að alþýðusam- bandið hafi beygt sig fyrir vilja ríkis- stjómar Verkamannaflokksins. Talið er að við sérkjarasamningana í vor muni þeir hópar launþega sem em í sterkustu aðstöðu ná að knýja fram launahækkanir. Aðrir sitja uppi með sömu laun og áður. Ekill norska sendi- herrans seldi eiturlyf og vopn Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Sendinefhd Norðmanna hjá Samein- uðu þjóðunum og sendiherrann í New York, Tom Vraalsen, urðu fyrir stórá- falli þegar einkabílstjóri sendiherrans reyndist vera glæpamaður. Bílstjórinn, sem er filippseyskur, varð uppvís að þvi að selja eiturlyf og vopn úr þjónustubifreið sendiherrans. Hann var handtekinn i fyrradag þegar hann seldi grímuklæddum manni hálft kíló af kókaíni og tvær skammbyssur. Bílstjórinn hafði lengi verið gmnaður um græsku. Mál þetta kom afar flatt upp á alla sendinefhdina og ekki síst Tom Vra- alsen sem hafði lengi haft manninn i þjónustu sinni. Hafði bílstjórinn unnið hjá norsku sendinefhdinni í sex ár og verið ágætlega liðirrn. Per Paust. talsmaður utanríkisráðu- neytisins, var spurður álits á atvikinu og haft var í flimtingum að opinberir starfsmenn norska ríkisins væm svo illa launaðir að þeir þyrftu að grípa til örþrifaráða. Paust tók vel i það en sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem nokkuð líkt þessu hefði komið fyrir. Engir Norðmenn vom viðriðnir eitur- lyfjasöluna. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir landgrunninu til Evrópu en á næs- tunni verður önnur leiðsla byggð. Vestur-Þjóðveijar kaupa mest gas af Norðmönnum en nýlega var einnig gerður sölusamningiu- við Frakka. Páfagarður leggst gegn tæknifrjóvgun og tilraunaglasa- fóstrun Páfagarður hefur látið boð út ganga gegn tæknifrjóvgunum og tilrauna- glasafóstmn og kallar það siðleysi. Er vísindamönnum tekinn vari fyrir því að fara inn á valdsvið aíðri máttar- valda yfir lífi og dauða. Þessi boðskapur var gerður kunnur í Páfagarði í gær og jafhframt var hvatt til þess að lög yrðu sett yfir líf- eðlisfræðilegar tilraunir sem gætu haft ófyrirsjáanlegar og spillandi af- leiðingar fyrir mannkynið. Fordæmt er í þessu samhengi og krafist viðurlaga við þvi að farið sé með mannverur (jafnvel þótt þær séu V-þýski kardínálinn, Joseph Ratzin- ger á fundi með Iréttamönnum í Páfagarði i gær þar sem hann gerði grein fyrir boðskapnum sem varar visindamenn við að fara inn á vald- svíð æðri máttarvalda yfir lifi og dauða. ekki lengra komnar en fóstur í móður- kviði) eins og tilraunadýr. Thatcher til fúndar við Mtttenand Forsætisráðherra Frakka, Franeois Mitterrand, tilkynnti í gær að hann myndi hitta Margareth Thatcher, for- sætisráðherra Breta, í París þann 23. mars næstkomandi, viku áður en hún fer til fundar við Mikhail Gorbatjov Sovétleiðtoga. Mitterrand hefúr einnig greint frá því að hann muni hitta kanslara Vest- ur-Þýskalands, Helmut Kohl, í París síðar í þessum mánuði. Hrín í svínum heymarskemmandi Hrín í svínum getur eyðilagt heyrn þeirra er hirða um þau og sérstaklega þegar þau eru fóðruð. Þetta fullyrða tveir danskir læknar í læknariti. Hávaði innan um ellefu hundruð svín mældist allt að 104 desi- bel en í Danmörku eru lögleg mörk 90 desibel. Mestur hávaði er í svínunum á þeim tíma sem þeim er gefið að éta og mæla læknamir með sjálfvirkri fóðrun svo að starfsfólkið geti dvalið utan- dyra á meðan á henni stendur. Fyrirbyggja eyðnismtt á tannlæknastofum PáD Vittyálmsson, DV, Ostó: Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa sent tannlæknum leiðbeiningar um aðgerðir til að sponia við eyðnismiti. 1 leiðbeiningunum er sagt að einnota tæki skuli nota sem mest og að hrað- bor eigi að nota sem minnst. Tann- læknastofur þurfa einnig að fá sér uppþvottavélar og sótthreinsibúnað. Enn sem komið er er ekki vitað um að neinn hafi smitast af eyðni á tann- læknastofu í Noregi en heilbrigðisyfir- völd vilja hafa allan varann á og fyrirbyggja smit í tæka tíð. Á ísjaka í viku Tveir bjamdýraveiðimenn á Græn- landi voru á reki á ísjaka í \iku áður en þeim var bjargað heilum á húfi, að því er danska blaðið Politiken greinir frá. ísjakann með mönnuniun rak burt á meðan þeir vom við veiðar og viku seinna kom annar veiðimaður auga á þá og gerði viðvart. Misstu veiðimenn- imir sextán hunda í svaðilförinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.