Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 15 Hefjum hagsmunabaráttu okkar yfir dægurþras stjómmálanna „Mikilvægt er að stúdentar hefji hags- munabaráttu sína og skóla okkar ,Há- skóla Islands' yfir dægurþras stjórnmál- anna. Um það snúast þessar kosningar.“ Háskóli íslands er æðsta mennta- stofoun þjóðarinnar. Hann ber að efla til þess að hann geti sinnt því mikilvæga hlutverki sem honum ber í tæknivæddu þjóðfélagi. Mennta- stefaa Háskólans verður að vera sú að efla bæði æðri menntun í landinu og þá undirstöðumenntun sem há- skólakennslan og atvinnulíf lands- manna byggir á. Kiknar Háskólinn undan þessum kröfum? Kröfur til nemenda fara sífellt vax- andi. Að mínu mati er farið að beita óbeinum göldatakmörkunum í æ ríkari mæli við Háskólann. Það kemur bersýnilega í ljós ef skoðuð er síhækkandi fallprósenta, til dæm- is í ákveðnum greinum á fyrsta ári í viðskiptafræði og lögfræði. Ekki vil ég eingöngu um kenna lakari undirbúningi stúdenta frá fram- haldsskólum eins og oft hefur verið gert. Ég vil undirstrika að Háskóla Islands er nauðsynlegt að halda uppi miklum kröfum gagnvart stúdentum en hins vegar verða gæði kennsl- unnar að aukast að sama skapi. Lengi hefur verið barist fyrir af- kastahvetjandi launakerfi við Háskóla Islands. Skapar slíkt kerfi möguleika á stöðuhækkun og launa- hækkun á grundvelli aíkasta og ágætis í starfi. Slíkt kerfi myndi virka sem hvatning til kennara og stuðla að auknum gæðum mennt- unar er stúdentar hlytu, Húsnæðisvandinn er og verður á næstu árum eitt erfiðasta vandamál Háskólans. Húsnæðisþarfimar eru KjaUariim Sigrún Traustadóttir viðskiptafræðinemi miklar og munu aukast enn, því frekari uppbygging á kennslu og rannsóknarstarfsemi er aðkallandi. Tengsl Háskólans og atvinnulífsins Stofauð hefur verið rannsóknar- þjónusta Háskólans með það meginhlutverk að efla og auðvelda rannsóknir í þágu atvinnulífsins. Markmið slíkrar þjónustu er að skapa tengsl milli þeirra sem leita vilja ráða og þjónustu annars vegar og sérfræðinga Háskólans hins veg- ar sem veitt geta umbeðna aðstoð. Vel er mögulegt að nemendur, er lengra eru komnir í námi, geti tekið að sér, undir leiðsögn kennara, margvísleg verkefni fyrir smærri fyr- irtæki sem ekki telja ástæðu til að ráða sérfræðinga til sín en þurfa samt sem áður sérfræðilega úrlausn sinna mála. Úrlausn slíkra raun- hæfra verkefaa em mikilvægur þáttur í undirbúningi stúdenta fyrir störf þeirra að námi loknu í þágu atvinnulífsins. Tekjur af slíkri þjónustu mætti nota til uppbyggingar Háskólans til þess að ekki þurfi í síauknum mæli að seilast í vasa skattgreiðenda þessa lands. Mikilvægt er að byggja upp stutt og hagnýtt nám á háskólastigi í tengslum við mikilvægar atvinnu- greinar. Slíkt nám myndi henta mörgum stúdentum betur en lengra fræðilegra nám í Háskóla íslands. Auk þess sem slík lausn myndi spara stórfé fyrir þjóðfélagið. Kostnaður við Háskóla íslands er mikill en við verðum að hafa það hugfast að menntun og þekkingar- öflun verða sífellt mikilvægari gmnnur að bættum lífskjömm og leiða til aukinnar farsældar og hag- sældar fyrir þjóðina. Lánasjóður íslenskra námsmanna Vart er hægt að skilja svo við málefai Háskólans að ekki sé minnst á Lánasjóð íslenskra námsmanna' Tilgangur sjóðsins er að jafaa rétt allra þegna þessa lands til náms óháð efaahag, að uppfylltum ákveðnum námsárangri. Enginn ágreiningur er um þetta hlutverk sjóðsins. Ágreiningurinn hefur hins vegar staðið um hvemig unnt sé að tryggja fjárhagsgrundvöll sjóðsins til frambúðar. Það er skoðun mín að langflestir stúdentar, er taka lán úr sjóðnum, vilji greiða sín lán að fullu til baka og þannig geta hags- munir stúdenta og skattgreiðenda farið saman. Stúdentaráð — hagsmuna- samtök stúdenta Fimmtudaginn 12. mars em kosn- ingar í Háskóla íslands til stúdenta- ráðs og háskólaráðs. Því vil ég hvetja stúdenta til að kynna sér rækilega málefni þessara kosninga. Mikilvægt er að stúdentar hefji hagsmunabaráttu sína og skóla okk- ar, Háskóla Islands, yfir dægurþras stjómmálanna. Um það snúast þess- ar kosningar. Veitum Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, brautar- gengi til að halda áfram á sömu braut og mdd hefúr verið í vetur undir þeirra stjóm. Sigrún Traustadóttir, skipar annað sæti á lista Vöku til stúdentaráðs. ast að menntun og þekkingaröflun verða sífellt mikilvægari grunnur að bættum lífskjörum og leiða til aukinnar farsældar og hagsældar fyrir þjóð- ina.“ Þegar spenamir snúa Á fimmtudaginn býðst stúdentum við Háskóla Islands að skipta um stjóm stúdentaráðs. Þessu boði ættu stúdentar að taka fegins hendi. Eins og allir vita fer Vaka, félag frjáls- hyggjumanna með stjómina núna með stuðningi nokkurra pabbapóli- tíkusa af Framsóknarætt. Sams konar stjóm hefur því setið í Háskól- anum og sú sem situr í Stjómarráð- inu. Vaka hefur verið að hrósa sjálfri sér þessa dagana af því að Mennta- skelfinum og valdsmanninum Sverri Hermannssyni hefur ekki tekist að setja vexti á námslán. Á laugardög- um situr svo meirihluti Vökumanna á fúndi hjá Heimdalli og semur skeyti til stóm strákanna í Sjálf- stæðisflokknum þar sem heimtuð er meiri frjálshyggja. Kjarabarátta kennara kemur stúdentum við Vaka er ófær um að fara með hags- munamál stúdenta vegna samúðar sinnar með stefau ríkisstjórnarinn- ar. Ef stúdentar ætla að láta Vöku fara með sín mál em þeir að láta Sjálfstæðisflokkinn semja við sjálfan sig um hagsmunamál stúdenta. Vaka hefur hindrað oftar en einu sinni að Stúdentaráð álykti með kjarabaráttu kennara, segja að kjarabarátta kennara komi háskóla- stúdentum ekki við. Þetta er eitt dæmi um samúð Vöku með ríkis- stjóminni. Auðvitað kemur kjara- barátta kennara stúdentum við, eins og flest kjarabarátta gerir. Kennarar em opinberir starfsmenn og þó for- ustumenn Vöku ætli sér að taka við einhverjum fyrirtækjum þegar þeir hafa lokið námi liggur það fyrir mörgum að verða opinberir starfs- menn. Þannig snertir kjarabarátta kennara stúdenta beint. En kjara- barátta kennara sem og annarra snertir stúdenta líka óbeint. Stúd- entar em ekki eingetnir innan Háskólans frekar en aðrir. Þó svo að foreldrar forystumanna Vöku kunni að vera sæmilega vel stæðir er ekki víst að þannig sé það hjá KjaUaiiim Heimir Már Pétursson stjórnmálafræðinemi öllum. Þeir sem þurfa mest á náms- lánum að halda em synir og dætur hinnar vinnandi stéttar. Ríkisstjóm- in hefúr séð til þess að það er ekki mikið eftir af laununum hjá þeirri stétt þegar helstu lífsnauðsynjar hafa verið borgaðar. Sú stétt stendur því verst að vígi í að styðja afkvæmi sín til náms. Kjarabarátta þessarar stéttar kemur því stórum hluta stúd- enta við og fallyrðingar um annað em því eins og hvert annað bull og geta ekki þjónað neinum tilgangi öðrum en að einangra stúdenta í baráttu sinni gegn Menntaskelfin- um. Það er einmitt það sem Vaka vill. Vaka vi 11 fá næði til að sitja á fúndum með fulltrúum Sverris og semja um vexti og lántökugjald í friði fyrir hinum almenna stúdent sem fær ekki fréttir af gangi mála nema eftir dúk og disk. Þannig hefur starf Vöku farið fram. Vaka hefur verið að hrósa sér af því sem hún kallar vamarsigur á glanssíðum Vökublaðsins. Því að ríkisstjómin þorir ekki að fram- kvæma frjálshyggjuhugmyndir sínar til fulls, svona rétt fyrir kosningar, flaggar Vaka sem meiriháttar sigri. Námslánin em nú 22.500, stúdent i leiguhúsnæði lifir ekki af þessari upphæð frekar en aðrir þjóðfélags- þegnar. Þessi upphæð er svona lág vegna frystingar Sverris Hermanns- sonar. Það hefur ekki heyrst orð frá Vöku um að leiðrétta eigi þessa tölu. Það er enginn vamarsigur til í þessumáli og fjöldasamstöðu stúd- enta getur Vaka ekki eignað sér, vegna þess að frá Vöku hefur ekkert komið nema þögnin. Pólitískt elskendabros Vaka hélt á dögunum fund í Há- skólabíói sem boðið var á fúlltrúum stjómmálaflokka og lista í landinu. Fordæmi em fyrir fundi sem þessum. Vinstrimenn héldu slíkan fund í fyrra og stútfylltu Háskólabíó. Á þeim fundi fékk samstaða stúdenta að njóta sín vegna þess að þar fékk hinn almenni stúdent tækifæri til að leggja sínar spumingar sjálfur fyrir fulltrúa flokkanna. Þessi til- högun hentaði Vöku aftur á móti ekki. Engar fyrirspumir vom leyfðar utan úr sal. Enda var það áberandi þeim sem sátu úti í sal, hvað þeir brostu innilega til hvor annars, Frið- rik Sophusson og Eyjólfur Sveins- son, formaður Vöku. Þetta pólitíska elskendabros var ekki þurrkað af andlitum þeirra allan fundinn og það er sjálfsagt á andlitum þeirra enn. Með því að kjósa vinstrimenn geta stúdentar kannski þurrkað brosið af þeim, svo ekki sjái í frjálshyggju- tennumar í bráð. Lýðræðisást Vökumanna kom síðan vel fram í lok fundarins þar sem Eyjólfur hélt sína kosningaræðu og ég hélt að Friðrik ætlaði úr hálsliðnum þegar hann sneri sér við í sætinu til að brosa framan í litla vin sinn, slík var gleð- in yfir boðskapnum. Fulltrúar annarra námsmannahreyfinga inn- an H.í. fengu hins vegar ekki að halda neina ræðu. Vöku hefur nýlega borist óvæntur stuðningur sem er Jón Sigurðsson hagtröll. Hann mætti á umræddan fund með ræðu sem hefði sómt sér ágætlega sem setningarræða á aðal- fimdi Félags íslenskra iðnrekenda. Boðskapur hans var á þá leið að ef Lánasjóðurinn væri fyrirtæki þætti arðurinn ekki merkilegur og þama hélt ég að varimar ætluðu að rifaa af Friðriki og Eyjólfi. Áfram hélt hagtröllið; ef þeir peningar, sem í dag em settir í Lánasjóðinn, yrðu settir í gott fyrirtæki myndu þeir skila arði'. Þegar hér var komið sögu bað Friðrik hagtröllið að lána sér ræðuna og aumingja Jón settist hálfringlaður og hrærður yfir óvæntum vinsældum sínum, sjálf- sagt hugsað að nú yrði Jón Frelsari glaður því viðreisnin hefði færst þumlungi nær. En, stúdentar. vom 1 ekki eins glaðir. Þeir vom ekki glað- ir yfir boðskap hagtröllsins sem vill láta reka Lánasjóðinn eins og hvert annað einkafyrirtæki, með gróða- sjónarmiði, að Lánasjóðinn ætti að gera að einum besta tekjustofai rík- isins. Eitthvað fannst þeim beljan skrítin á básnum þegar spenamir vom famir að snúa upp. Ólán sjóðsins felst í ólánsöm- um stjórnvöldum Lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna frá 1982 em góð lög. Ef ríkissjóður heföi staðið við skuld- upp bindingar sínar við sjóðinn væri hann sjálfeagt einn best rekni sjóður i landinu í dag. Ólán sjóðsins felst í ólánsömum stjómvöldum. Stjóm- völdum sem hafa það á stefau- skránni að reka í þessu landi velferðarkerfi fyrirtækja og skera miskunnarlaust niður til félagsmála. Heilu deildir sjúkrahúsa standa auð- ar, dagheimili em á sölulista, trygg- ingarbætur em sárgrætilegar, en Jagúörum og öðrum lúxuskerrum fjölgar á götum borgarinnar. Gróð- anum er mokað af landsbyggðinni í vasa braskara og lögbundinna okr- ara í Reykjavík. Hinar vinnandi stéttir geta svo horfl og hlustað á bíræfaa lygi um velferð í landinu. Velferðarmllan er lygi vegna þess að velferðin nær ekki niður til vinn- andi fólks. Verðmæti útflutnings hefur aldrei verið eins mikið; sem dæmi varð verðmætaaukningin í saltfiskverkun 51% á milli áranna 1985 og 1986. Samt er hinn vinnandi maður ekki með nema um 27-40.000 í brúttólaun á mánuði, synir hans og dætur hafa 22.500 í námslán sem duga engan veginn og hinum vinn- andi manni er ætlað að leggja það fram sem upp á vantar af afgangi þessara líka stórkostlegu launa. Stúdentar! Háskóli íslands er ekki eitthvert einangrað fyrirbæri í þjóð- félaginu. Stöndum með hinum vinnandi stéttum í baráttu þeirra og þær munu standa með okkur. Látum ekki Vöku og ríkisstjómina etja okkur saman við foreldra okkar eins og þeir hafa gert undanfarin miss- eri. Það er ekki námslánunum að kenna að launin em lág, ekki lágum launum að kenna að námslánin em lág. Við eigum sameiginlegan and- stæðing, stöndum saman gegn honum. Stoppum samúðarskeyta- sendingar Vökumanna úr stúdenta- ráði og gefum vinstrimönnum hreinan meirihluta. Þeir em verðug- ur andstæðingur handa ríkisstjóm- inni. Heimir Már Pétursson, skipar þríöja sœti á lista vinstri manna til stúdentaráðs. „Það er ekki námslánunum að kenna að launin eru lág, ekki lágum launum að kenna að námslánin eru lág.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.