Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Qupperneq 4
46 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. VEGAGERÐIN ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Efnisvinnsla I 1987 á Norðurlandi vestra. (Magn 43.000 rúmmetrar.) Verki skal lokið 1. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. apríl 1987. Vegamálastjóri. ''//V/W VEGAGERÐIN UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Norðurlandsvegur við Ljósavatn. (Lengd 4,5 km, fyllingar 94.000 rúmmetrar, burðarlag 26.000 rúmmetrar, steypt brú 8 m.) Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri. VEGAGERÐIN ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilþoðum í: Vegskála á HVANNGJÁ YTRI í ÓSHLÍÐ Helstu magntölur: Malar- og grjótfylling......................800 m3 Mótafletir ................................. 1300 m2 Steypustyrktarjárn..........................41 tonn Steypa......................................460 m3 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg- artúni 5, 105, Reykjavík og Dagverðardal, 400 ísa- fjörður frá og með mánudeginum 23. mars 1987. Skila skal tilboóum á sama stað fyrir kl. 14.00 hinn 13. apríl 1987. Vegamálastjóri. Áskrift hlutafjár í Útvegsbanka íslands hf. í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1987 gengst ríkis- stjórnin fyrir stofnun hlutafélagsbanka um Útvegs- banka íslands. Samkvæmt tillögu að samþykktum fyrir hlutafélagsbankann, sem lagt er til að heiti Út- vegsbanki íslands hf„ er lágmarkshlutur kr. 10.000 en að öðru leyti skiptist hlutafé í hluti að nafnverði kr. 100.000, kr. 1.000.000, kr. 10.000.000 og kr. 100. 000.000. Frá og með mánudeginum 23. mars nk. mun áskrifta- skrá ásamt tillögu að samþykktum fyrir Útvegsbanka íslands hf. liggja frammi í viðskiptaráðuneytinu, Arnar- hvoli, Reykjavík, í Útvegsbanka íslands, aðalbanka, 5. hæð, við Austurstræti í Reykjavík, og í útibúum Útvegsbanka íslands. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé í Útvegsbanka ls- lands hf. stendur til kl. 16.00 mánudaginn 30. mars nk. Hlutafé beraðgreiða eigi síðar en hinn 30. apríl nk. Stofnfundur Útvegsbanka Islands hf. verður haldinn 7. apríl 1987 að Hótel Sögu, sal A, og hefst fundur- inn kl. 15.00. Skrá yfir áskrifendur hlutafjár mun liggja frammi til sýnis fyrir áskrifendur í viðskiptaráðuneytinu í eina viku fyrir stofnfund. Viðskiptaráðuneytið, 20. mars 1987. Til heiðurs Vetri konungi í hinu víðáttumikla landi, Kanada, er kaldasta höfuðborg heims, Ottawa. Þar fer hiti niður fvrir -30 gráður á Celsíus þegar kaldast verður í janúar og febrúar en 15-20 stiga frost er algengast þar á þessum árstíma. En hvernig í ósköpunum fer fólk að því að þola þennan kulda? gæti margur spurt og haldið að flestir Ottawabúar tækju það til bragðs að flýja til suðrænna sólarstranda þegar kaldast er. En ekki er hægt að segja annað en að íbúum þessar- ar köldu borgar hafi tekist vel að laga sig að aðstæðum. I stað þess að flýja úr kuldanum láta íbúar Ottawa koma krók á móti bragði og halda vetrarhátíð mikla til heiðurs Vetri konungi. Lengsta skautabraut heims Winterlude nefna þeir hátíð þessa og stendur hún samfleytt í 10 daga í febrúar ár hvert. Og þrátt fyrir kuldann fer mestur hluti hátíðar- haldanna fram utan dyra. Þann 6. febrúar síðastliðinn var vetrar- hátíð Ottawa sett í níunda sinn. Aðalhátíðarsvæðið er eitt helsta vetrarútivistarsvæði og stolt borg- arbúa, Rideau Canal. Þessi 7,8 km langi skurður, sem gerður er af mannahöndum, liggur í boga gegn- um miðborgina. Á sumrin er hann notaður til siglinga en á vetrum leggur hann og myndar þá lengstu skautabraut heims sem borgaryfir- völd halda við af fádæma natni. Enda almenn skautaiðkun varla nokkurs staðar eins mikil og í Ottawa. Listaverk úr snjó Það sem hvað mesta athygli og aðdáun vekur á Winterlude er sam- keppni í gerð ísskúlptúra sem fram fer á Dows-vatni við Rideau-skurð. Hver sem er getur tekið þátt í sam- keppninni og eru vegleg verðlaun í boði. Yfirleitt taka nokkrir sig saman um gerð hvers listaverks, til dæmis fjölskylda eða vinahópur, því það kostar heilmikla vinnu og snör handtök að gera slíkt. Flest listaverkin eru nokkuð stór í snið- um og er ótrúlegt hve sumum tekst vel að móta úr snjó einum saman. Listaverkin eru af hinum ólíkle- gustu hlutum. Þarna var ösku- buska á leið niður tröppurnar í glerskónum sínum, risastór bangsi á skautum, sportlegar mörgæsir með sólgleraugu á leið á skíði, óg- urlegur snjódreki hlykkjaðist upp úr ísnum á einum stað og annars staðar mátti líta fimm fiskimenn ýta fagurmótuðum snjóbáti sínum úr vör. Það má með sanni segja að þessir tignarlegu ísbirnir beri nafn með rentu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.