Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 8
50 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Lýsistrúboðinn Dale Alexander Hér ó landi er nú staddur Dale Alexander, oft nefndur “The Cod- father“, hinn mikli baráttumaður fyrir neyslu þorskalýsis. Hann er hér í boði Lýsis h/f enda y firlýstur aðdáandi framleiðslu fyrirtækisins. „Hér hafa menn verið að fylgja kenningum mínum um lýsi svo ára- tugum skiptir og ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en ég sá fe- brúarhefti National Geographic en þar var ítarleg umfjöllun um ísland og sagt frá Lýsi h/f.“ Steingrímur gefur lýsi En hafði Dale Alexander þá ekki haft hugmynd um íslenska lýsis- framleiðslu áður en hann sá tímaritið? „Jú, eftir leiðtogafundinn var stór fyrirsögn á forsíðu Los Ange- les Times um að forsætisráðherra íslands hefði gefið öllum blaða- mönnunum lýsisflösku að skilnaði og vakti það athygli mína. En það var ekki fyrr en í National Ge- ographic að ég komst yfir einhverj- ar upplýsingar um Lýsi h/f. Mér var svo brugðið eftir lestur greinar- innar að ég greip símann í ofboði og hringdi í forsætisróðherra ykk- ar. Hann var að vísu ekki við en ég sagði ritara hans að um líf og dauða væri að tefla og fékk ég þá að tala við hann. Síðan hafði ég samband við Lýsi h/f og nú er ég hér.“ Lýsi gegn liðagikt Köllun hans í lýsismálum hófst fyrir tæpum fjórum áratugum er hann var að leita leiða til að lækna móður sína af slæmri liðagikt. í bókasafni Harvard háskóla rakst hann á bók frá árinu 1855 sem fór fögrum orðum um ágæti þorskalýs- is. Hann hlýddi ráðum bókarinnar, og setti móður sína á lýsiskúr. Eft- ir sex mánuði voru batamerki sýnileg. „Mannslíkaminn er ekkert ann- að en vél og sem slík þarfnast hún smurningar. Besta smurolían er einmitt þorskalýsi.“ Upp úr þessu hóf hann mikla baráttu fyrir því að fólk tæki inn lýsi og 1955 gaf hann út fyrstu bók sína, Arthritis and common sense. Öllum að óvörum seldist bókin í meira en milljón eintökum, Dale Alexander var orðinn frægur mað- ur. Alexander fer í framboð gegn Reagan 1966 bauð hann fram í fylkis- stjórakosningum í Flórída. Þar var hans helsta baráttumál bætt mann- eldi og varð hann þriðji af sjö í kosningunum. „Ismolar og gosdrykkir, sérstak- lega kók og pepsi, er það sem er að eyðileggja æsku Bandaríkj- anna. Er ískældir gosdrykkirnir blandast feitum hamborgurum í maganum þá storknar fitan og upp hefjast skelfileg átök við að melta glundrið. Vegna þessa nýtist fitan ekki, húðin skorpnar og liðirnir fá ekki þá smurningu sem þeir þarfn- ast. Nú er svo komið að bandarísk æska er ellileg á unga aldri og get- ur sig hvergi hreyft sakir stirð- leika.“ Baráttumál hans í kosningunum var að breyta þessu. í kosningunum sigraði svo fram- bjóðandi repúblikana, Ronald Reagan. „Hann kom til kosningabarátt- unnar með snertilinsur og heyrnar- tæki og nú eru þau hjónin hrör orðin. Nú situr Reagan í Hvíta húsinu og á í vandræðum með síaukinn kostnað í varnarmálum. Ef öllum þessum peningum væri eytt til að bæta lífsháttu væri heim- urinn mun betri. Reagan þarfnast mín í Hvíta húsið. Eftir 35 ára linnulausa baráttu hafa vísindin loks staðfest kenn- ingu Alexanders um að lýsi geti læknað liðagikt. Hvítlaukur, allra meina bót Núna hefur Alexander tekið að sér nýjan skjólstæðing en það er hvítlaukur. „Ég fór til Japans fyrir nokkru og komst þar í kynni við hvítlauk- inn. Japanir hafa náð jafnlangt í vinnslu á hvítlauk eins og þið í vinnslu lýsis. Ástæðan fyrir því að fólk hefur ekki fengist til að borða hvítlauk er sú að hann er bragð- vondur, auk þess sem hann lyktar hræðilega. Fólk hefur ekki getað kysst eftir neyslu hans. Japanir hafa nú ráðið á þessu bót og hefur fyrirtækið Kyolik markaðssett hvítlauksvökva sem bæði er bragð- og Iyktarlaus.“ Alexander heldur því fram að stöðug neysla á þessum vökva hreinsi líkamann af öllum óæski- legum vessum. Hvemig sigrast má á eyðni Hinn skeleggi talsmaður mann- eldis er nú með nýja bók í smíðum. Hún heitir Sex and the Water Sprinkler og fjallar um heilbrigð samskipti kynjanna. Ekki erhægt að skrifa tæmandi bók um þetta efni án þess að tala um áhrif eyðni en Alexander gefur ýmsar ráðlegg- ingar um það hvernig hægt sé að yfirvinna sjúkdóminn. „Ég veit hvers vegna sumir deyja úr eyðni meðan aðrir lifa sjúk- dóminn af. Það sem er lykilorðið í þessu sambandi eru hormón.“ Þegar hér er komið sögu verður Alexander ákafur og ber í borðið máli sínu til áherslu. „Sjáðu bara hvar eyðni er upp- runnin. Sjúkdómurinn kemur frá Afríku og þar drekka menn ekki mjólk heldur blóð. Við þetta lækk- ar hormónastuðull þeirra og það ýtir undir kynhverfu. í hinum fornu menningum við Miðjarðar- hafið er það sama uppi á teningnum enda drekka menn þar vín í stað mjólkur. Enn um gosdrykki og ísmola 1933 er svo fundinn upp ísskápur. Þá hófu menn neyslu drykkja sem The Codfather, þorskapabbi, en svo trúboð sitt á lækningamætti lýsis. kældir eru með ísmolum. Allt þetta verður til þess að mjólkurneysla leggst að mestu af og veikir það mjög hormónaframleiðslu líkam- ans. Þar með verða hvítu blóðkornin það öflug að þau verða skaðvaldur og leggjast á þau rauðu með þeim afleiðingum að ónæmiskeríí líkam- ans lætur mjög á sjá. Allt þetta my ndar hin ákj ósan- legustu skilyrði fyrir eyðniveiruna. Liberace Ég þekkti vel Liberace. Það sem varð honum að falli var gríðarleg ofneysla greipalíinsafa og gos- drykkja. Ég varaði hann margsinn- is við en hann hélt áfram að eyðileggja hormónaframleiðslu sína. Því fór sem fór. Það eru gosdrykkimir sem eru verstir. Sjáðu til dæmis Michael Jackson. Hann lætur aldrei Pepsi inn fyrir sínar varir en tók samt 60 milljón dali fyrir að auglýsa það. Með því stefndi hann lífi fjölda ungra blökkumanna í hættu. Hræsnin getur verið j afnhættuleg og hvað annað. Það eru 1,5 milljón Bandaríkja- manna sem hafa smitast af eyðni. Aðeins 20% þeirra eiga eftir að deyja af sjúkdómnum. Þeir sem það gera hafa hormónakerfið í ólagi. Það sem ég vil ráðleggja eyðni- sjúklingum er að neyta feitra vökva. Það erumjólk, lýsi og gul- rótarsafi. Síðast en ekki síst ber að neyta Kyolik hvítlauksþykknis. Það er eina leiðin til að bæta hor- mónakerfin sem styrkir allt ónæmiskerfið og býr það undir átök við veiruna.“ „Ég vona bara að heimurinn við- urkenni einhvém tímann að það var ég sem fann lækningu við eyðni en ekki eitthvert lyfjafyrirtæki sem er að draga fólk á asnaeyrunum og telja því trú um að til séu lyf við öllu.“ hefur Alexander verið nefndur fyrir Þorskamóðirin Dale Alexander er þrígiftur. Með honum hér á landi er þriðja kona hans, Silky, en svo nefnir hann hana vegna þess að honum þykir sem vel hafi tekist til með að bæta hörund hennar með lýsiskúr. Hún tekur virkan þátt í fyrirlestraferð- um hans. Hann hefur gefið henni nafngiftina þorskamóðirin í sam- ræmi við titil sinn. „Hún hefur kennt mér gang í stað hlaups og gert mér kleift að skipu- leggja baráttu mína mun betur. Hún hefur líka gefið kenningum mínum nafn, en það er vökvafræði. Ég er sem sé vökvafræðingur.“ Lýsi er nauðsyn „Fólk tekur inn lýsi til sex ára aldurs. Síðan hættir það neyslunni og bíður þar til það verður 66 ára en þá fær það liðagikt. Það eru mistök, fólk á að undirbúa ellina með því að byggja sig upp meðan það er ungt og hefur styrk til. Þess í stað leggst það í hamborgaraát og gosdrykkjaþamb með þeim af- leiðingum að það er orðið ellihrumt á unga aldri.“ Og baráttan heldur áfram Dale Alexander er ekkert á því að hætta baráttu sinni. Hann er nú á förum til Kanada í fyrirlestra- ferð og ætlar sér að gera íslenskt lýsi heimsfrægt. Hann gerði aðeins stuttan staps'hérlendis og snæddi kvöldverð með forsætisráðherra. í plöggum, sem hann hefur með- ferðis til að kynna sig í Kanada, kemur fram að þriðjungur ís- lenskra þjóðartekna sé til kominn vegna baráttu hans og til standi að reisa af honum styttu í Reykja- vík. Þessi sérstæði persónuleiki hefur tekið að sér að annast gífur- lega kynningu á íslensku lýsi og á eflaust eftir að verða vel ágengt í þeim efnum. -PLP Hinn skeleggi lýsisfrömuöur Dale Alexander ásamt frú sinni, Silky. DV-myndir BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.