Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 10
52 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. , ,Ég hef gaman af góðum leynilögreglumyndum'' Öskar Gíslason kemur til dyranna klæddur hvítum vinnusloppi, eins og hann hafi verið ónáðaður í myrkra- kompunni. „Nei, ég var ekki að ekki að framkalla. Ég er næstum alveg hættur að mynda," segir hann og hýður til stofu. Síðan kveikir handhafi menning- arverðlaunanna sér í smávindli og hallar sér makindalega aftur í djúp- an sófann. Hann ber árin 86 vel. „Eg fer í sund annan hvern dag. Hvort ég syndi mikið? Nei, ég hef mest gam- an af að stinga mér. Ég gerði mikið að því þegar ég var strákur og tók þetta upp aftur þegar ég var áttræð- ur. Strákarnir í Sundhóllinni kalla þetta svanastökk." Saga Borgaraættarinnar Það erfitt að bera niður á heppileg- um stað á heilli mannsævi, sér í lagi Óskars Gíslasonar. Starf hans spannar tæp 60 ár. Efni í jólabækur í áratug. Ég bið hann um að segja mér frá fyrstu kvikmyndavélinni sinni, svona til að byrja með. „Þetta var mjög lítil vél, filman var dálítið minni en 8 millímetra filman sem notuð er núna. Hún var hand- trekkt. Ég var 25 ára þegar ég eignaðist hana og þá var þetta bara skemmtilegt tómstundagaman. Ég tók myndir af hinum og þessum við- burðum, aðallega skrúðgöngum og svoleiðis." En hvernig kviknaði áhuginn? „Áhugann á kvikmyndum fékk ég þegar ég var í læri hjá Ólafi Magnús- syni, ljósmyndara í Templarasundi, þá átján ára gamall. Danskir menn voru að kvikmynda hér sögu Borg- araættarinnar og ég var eins og grár köttur í kringum þá. Þannig atvikað- ist síðan að kvikmyndatókumaður- inn, Larsen að nafni, bað Ólaf um að framkalla fyrir sig upptökuprufur til að ganga úr skugga um að lýsing- in væri í lagi. Það varð úr að Ölafur fékk mér það verk. Þannig lærði ég að framkalla og þar með varð ekki aftur snúið." Eldfimarfilmur „Þessi kynni af Larsen kvikmynda- tökumanni áttu eftir að koma mér til góða síðar. Árið eftir fór ég út til Kaupmannahafnar í framhaldsnám í ljósmyndun hjá Peter Elfelt. Larsen var einn fremsti kvikmyndatöku- maður Dana á þessum tíma og ég fór nokkrum sinnum í heimsókn til hans. Hann sýndi mér meðal annars græjurnar sínar sem á þeim tíma voru þær bestu sem völ var á. Reyndar urðu afskipti mín af kvik- myndum ytra meiri en það. Þannig atvikaðist að ég var fenginn til að fara með sýningarmanni víðs vegar um Kaupmannahöfn og sýna kvik- myndir. Þetta voru alls konar myndar, jafnt fræðslumyndir sem 1 Oskar Gislason. „Eg eignaðist fyrstu kvikmyndavélina 1926." DV-mynd GVA skemmtimyndir. Þetta var mér lær- dómsríkt þó allt væri þetta mjög frumstætt. Til dæmis voru iðulega' ein til tvær vatnsfötur við sýningar- vélina ef ske kynni að kviknaði í filmunni. Tveim árum seinna fór ég svo aftur heim og byrjaði að starfa sem ljós- myndari, ásamt Þorleifi Þorleifssyni. Það var svo ekki fyrr en 1944 sem ég gerði mína fyrstu mynd um Lýð- veldishátíðina." Frumsýningarskrekkur „Ég fór til Þingvalla þegar hátíðar- höldin stóðu yfir og kvikmyndaði í tvo daga," heldur Óskar áfram. „Síð- an dreif ég mig heim og framkallaði allt saman. Þá kom það sem ég hafði lært hjá Larsen mér til góða. Með því að framkalla sjálfur sparaði ég mér hátt í mánuð sem annars tók að senda filmuna til framköllunar er- lendis. Ég lagði nótt við dag og gat frum- sýnt myndina þrem dögum síðar í Gamla bíói. Hún var um klukku- stundar löng og ég spilað íslenskar hljómplötur undir sýningunni." Hátíðargestir hafa vafalaust verið spenntir að sjá sjálfa sig á bíótjaldi? „Já, mikil ósköp. Þetta var fyrsta íslenska kvikmyndin sem sýnd var opinberlega í kvikmyndahúsi. Ég bauð öllum sem voru viðriðnir hátíð- ina á frumsýninguna, þar á meðal forsetanum. Það ríkti þannig skilj- anlega nokkur eftirvænting á frumsýningunni, ekki sist var ég sjálfur spenntur með allt fyrirfólkið í salnum. En myndinni var vel tekið. Ég sýndi hana samfleytt í tvær vik- ur. Síðan fór ég með hana út á land og sýndi víða. Henni var alls staðar ágætlega tekið." Raunsæiskvikmynd „Nú, á næstu árum gerði ég meðal annars myndir um hátíðahöld vegna sjómannadagsins og tvær heimildar- myndir um höfuðborgina, Reykjavík— 1949 tók ég svo mynd af björgun skip- verja úr togara við Látrabjarg. Upphaflega hafði ég verið fenginn til að gera mynd um björgun skip- verja úr togaranum Doon, sem hafði strandað þarna nokkru áður. Menn úr björgunarsveitinni á staðnum ætl- uðu að sjá um að sviðsetja aburðina. Þá gerðist það að annar togari frá sama skipafélagi, Sargon, strandaði þarna á svipuðum slóðum. Það skipti því engum togum að allir björgunar- mennirnir þustu þangað og ég náði að kvikmynda raunverulega björg- un. Ég man eftir að Þórður á Látrum, formaður björgunarsveitarinnar, sagði við mig þegar allt var um garð gengið: „Heyrðu Óskar, þetta var nú alveg einstök heppni." Það fréttist síðan til Englands af myndinni og menn þar ytra buðu mikið fé í hana. Við sem stóðum að þessu höfnuðum því hins vegar og sýndum myndina þess í stað í Tjarn- arbíói." íslensk stórmynd Eftir Björgunarafrekið við Látra- bjarg ferðu svo að gera leiknar myndir? „Já, ég gerði eitt og annað svoleið- is næstu tíu ár. Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra (1951) var gamanmynd um ævintýri sveitamanna í borginni. Ágirnd (1952) var byggð á látbragðs- leiknum Hálsfestinni eftir Svölu Hannesdóttur og Nýtt hlutverk (1954) fiallaði um líf verkafólks. Það var jafnframt fyrsta íslenska myndin þar sem tal var tekið upp samhliða mynd." Og svo auðvitað Síðasti bærinn í dalnum? „Einmitt," segir Óskar og brosir. „Líklega hefur þetta verið fyrsta ís- lenska stórmyndin. Þetta var alla- vega voðalega mikið verk. Hún var í lit og í fullri lengd. Við byrjuðum að kvikmynda sumarið 1949 en sótt- ist verkið seint þar sem aðeins var hægt að mynda um helgar. Það voru allir í fullri vinnu anttars staðar. Myndin var svo frumsýnd í Austur- bæjarbíói í mars 1950." Kistan fijúgandi Síðasti bærihn i Dalnum hefur ver- ið þjóðlegt efni í bíómynd, saga úr sveitinni með álfum og tröllum. Meira að segja fljúgandi kistur? „Já," samsinnir Óskar. „Og kistan. Hún var stærsta vandamálið. Tækni- lega séð var erfiðast að láta hana fljúga. Ég var lengi að spekúlera í hvernig ég ætti að leysa það. Þegar til kom var það reyndar sáraeinfalt." Og áhorfendur hafa verið ánægðir? „Já, myndinni var ágætlega tekið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.