Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 53 Fyrsta islenska stórmyndin. Þjóðleg ævintýramynd i lit. Á frumsýningunni var biðröð út á næstu götur. Hún var sýnd á öllum sýningum í tvær vikur. Síðan sendi ég tvo menn með hana út á land.“ Var þetta dýrt fyrirtæki? „Ég hef eiginlega aldrei tekið sam- an hvað hún kostaði. Hún borgaði sig allavega íljótlega." Varstu ánægður með hana? „Já, ég var það á sínum tíma. Þetta var þó nokkuð mikil mynd þá. Ég man ég notaði þá aðferð við hljóð- setninguna að taka allt tal upp eftir á.“ Eins og Hrafn í Hrafninum? „Já, leikararnir töluðu á varamáli. Það kom ágætlega út.“ Svo á sjónvarpið Frá hinni einu sönnu íslensku æv- intýramynd berst talið að starfi Óskars hjá sjónvarpinu. „Ég hætti að mestu kvikmyndagerð undir 1960,“ segir hann. „Ætli áhuginn hafi ekki verið farinn að dofna. Ég sneri mér þá um skeið aftur að ljós- mynduninni. Síðan réðst ég til sjónvarpsins þegar það hóf göngu sína 1966. Ég skipulagði ljósmynda- stofuna og tók jafnframt fréttamynd- ir. Fyrst voru þetta fréttakvikmyndir en síðan sneri ég mér eingöngu að ljósmyndum. Þessi ár hjá sjónvarpinu voru reglulega lærdómsrík fyrir mig. Sjónvarpið er skemmtilegur miðill. Fjölbreytnin í starfinu var ótrúleg. Maður var úti um allar jarðir að taka myndir af fréttnæmum atburð- um í þjóðfélaginu. Ég hætti á sjónvarpinu tíu árum seinna, þá sjötíu og fimm ára gam- all. Sama ár skipulagði ég svo ljósmyndasýningu á Kjarvalsstöðum í tilefni af 50 ára afmæli Ljósmynd- arafélags íslands. Það var viðeigandi endapunktur á ferlinum.“ Safn í kjallaranum Hefur þú síðan algerlega sest í helgan stein sem ljósmyndari? „Já, svona að mestu leyti. Ég tek ennþá myndir af barnabörnunum á stórhátíðum. Það kom mikið af fólki til mín eftir sýninguna á Kjarvals- stöðum og bað mig að stækka fyrir sig ljósmyndir. Ég á allar glerplöt- urnar sem ég notaði við ljósmyndun- ina á sínum tíma hér niðri í kjallara. Svo leysti filman þær af hólmi. Ég hef einnig haldið þeim öllum til haga. Þetta tekur annars nokkurt pláss í kjallaranum. Ég þyrfti að koma þessu upp á Þjóðminjasafn." En hvað um kvikmyndir, ertu hættur öllum afskiptum af þeim? „Já, ég er alveg hættur núna. Ég læt mér nægja að fylgjast með öðr- um. Ég hef séð allar íslensku myndirnar og finnst þær yfirleitt ágætar." Hvernig líst þér á þá sem nú halda Frumsýning á Siðasta bænum í dalnum 1950. Sveitamennirnir i Reykjavík, Gísli, Eiríkur og Helgi. ÓSKAH GÍSLASÖJf; SiÐASTI BÆ.RINN í DALNUM Utmzfi kmkmytul í litutn, vftir fmtMomdrí xo/tu LO FTS GVOM UNDSSOXAIX btafc/nunnt hiik7»xnd>irh-i/i<irít' : UOViWAfUfL f’ORI.EIFSSÖN ÆVAR KVARAN Frw»xstnin Piusíu: tlljdtMp«ih»xtjárn : JÖRUNN VH) aR rm. V. imTiANTSCmTSCH Hli'ísiísvtú }ni Kvikmyniiun ojf rt.h. ISU HUOBFÆKALEIKAKA OSKAK OfSl.ASOX merki íslenskrar kvikmvndagerðar á lofti? „Mér líst bara vel á þá sem starfa í þessu í dag. Flestir eru ágætir og sumir mjög efnilegir. Þetta er dug- legt og áhugasamt fólk. Aðstæður núna eru auðvitað allt aðrar en þeg- ar ég stóð í þessu, ekki bara hvað tæknina snertir. Kvikmyndagerð er mjög dýr í dag. Einstaklingur ræður til dæmis ekki lengur við að gera bíómynd upp á eigin spýtur." Sjálfur í bíó Hvað um listgreinina sjálfa. Verð- ur kvikmvndin eilíf? „Maður lifandi. ég er nú hræddur um það." svarar Oskar hálfhissa. „Kvikmyndin getur breyst. Bandið getur til dæmis útrýmt filmunni og það er meira að segja mjög líklegt rð svo verði. En kvikmyndin sem slík verður alltaf til sem listform. Það er ég viss um. Ahugi fólks á bíómyndum verður einnig alltaf fyrir hendi. Að vísu minnkaði aðsókn á almennar bíósýn- ingar nokkuð þegar sjónvarpið kom til sögunnar. Én það er nú víst eitt- hvað að aukast núna. Ég fer sjálfur oft í bíó ef það er á annað borð verið að sýna góðar myndir." Hvernig mvndir finnast þér skemmtilegastar? „Ég hef mjög gaman af góðum leynilögreglumvndum." segir Óskar og glottir. „Þær þurfa umfram allt að vera spennandi. Ég er ekkert hrif- inn af skotbardögum og slíku. Kvikmvndir eiga að vera raunsæjar. Svoleiðis mvndir vil ég sjá.“ Horfir þú á þínar eigin mvndir? „Nei. ég geri lítið að því. Þær eru allar geymdar uppi á Kvikmvnda- safni. Revndar er alltaf verið að revna að fá mig til að setja þessar mvndir á video. Ég kæri mig bara ekkert um að þetta sé úti um allan bæ.“ Fjalla-Eyvindar draumurinn Það er eiginlega hálfkjánalegt að spyna mann með jafnlanga starfsævi og Oskar hvað sé minnisstæðast frá ferlinum. Ég impra í stað þess á því hvort hann hafi átt sér draum um að gera kvikmynd, sem ef til vill varð ekki að veruleika. „Jú, reyndar. Ég var lengi að hugsa um að gera mynd um Fjalla-Eyvind. En ég áræddi það aldrei. Bæði sá ég fram á að það yrði mjög dýrt og eins var ég smeykur um að handritið að henni yrði aldrei nógu gott. Sagan sjálf er eiginlega þannig. Hugmyndin dagaði þannig hálfpartinn uppi.“ Síðan verður þögn. Óskar hugsar sig um dálitla stund. „Þetta hafa verið viðburðarík ár,“ segir braut- ryðjandinn svo. „Áhuginn getur flutt fjöll. Það er víst óhætt að segja það.“ -ÞJV Á stofnlundi Ljósmyndarafélagins 1926. Óskar með lukt augun i efstu röð fyrir miðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.