Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 49 Leikarinn Donal Donnelly fylgist með þegar Huston ræðir hugmyndir sínar við myndatökumanninn Fred Murphy. Möl erra Madre, Afríkudrottning- unni, Malbiksfrumskóginum og Rauðu myllunni. Hann er hjálparvana án þeirra. Þau bæta honum upp það sem vantar á líkamlega getu hans og sjá til þess að allt sé til reiðu þegar hann mætir til vinnu klukkan 10 á morgnana og hjálpa honum heim að vinnu lokinni klukkam fimm. Tony víkur ekki frá föður sínum allan daginn. Hann hefur kallað til gamla vini til að gamli maðurinn hafi félagsskap. Þar á meðal eru klipparinn Stephen Grimes, sem vann með Huston að 12 myndum, og Dorothy Jeakins sem eitt sinn hlaut óskarsverðlaunin fyrir bún- inga í einni af myndum Hustons. „Er þetta í lagi, John?“ „Er þetta í lagi, John?“ í stað þess að svara staulast Huston á fætur og gengur í áttina að sviðinu og leggur einum af leikurunum ráð. Leikararnir á sviðinu hljóðna. Þetta er í fyrsta sinn sem Huston stendur upp af sjálfsdáðum i nokkra daga. Eina hljóðið sem heyrist er í öndunarvél meistarans. Jafnvel þótt það sé freistandi að líta á Huston sem Lear konung þá er það ekki nákvæm líking. Til þess vantar Huston bæði heiftina og sjálfsvorkunnina. „Þegar ég var að alast upp man ég ekki eftir að hann hefði sinnu á að kaupa svo mikið sem tannkrem fyrir sjálfan sig,“ segir dóttirin Anjelica. „Það var full vinna að annast hann, jafnvel þótt hann væri ekki veikur. Nú er eins og hann sé orðinn mannlegri og opn- ari. Hann er opnari og hlýrri en hann hefur nokkru sinni verið.“ „Þér finnst það bara af því að nú kem ég fram við þig sem leikkonu en ekki dóttur,“ svarar Huston hæðnislega. Hann vill enga samúð og þó er hann maður sem sér eftir að geta ekki héðan af farið til Kína eða á Suðurskautslandið þótt hann hafi annars séð mikið af heiminum. í The Dead, Under the Volkano og Prizzi’s Honor er dauðinn uppi- staðan. Samt neitar Huston því að þetta efni sæki á hann vegna þess að hann veit að dauðinn nálgast. Er hann ekkidauður? „Er Huston enn á lífi?“ var það fyrsta sem framkvæmdastjórinn við gerð myndarinnar spurði um þegar framleiðandinn Schulz-Keil réð hann til vinnu. Hann var hissa að heyra að sá gamli var ekki dauð- ur enn. Ekki svo að skilja að það skipti ýkja miklu máli því hug- myndin að myndinni var vonlaus hvort eð var. Það leggur enginn framleiðandi peninga í þessa mynd. Samt er svo komið að gerð myndar- innar er á lokastigi og írski snjór— inn fellur á hinn dauða og þá sem síðar fara. Schulz-Keil og félaga hans, Cris Silvernich, tókst að fá rúmar 200 milljónir til að gera myndina. Pen- ingarnir koma frá Vestron, sem er nýtt fyrirtæki í dreifingu kvik- mynda í Bandaríkjunum, og enska fyrirtækið Zenith. Helsti vandinn við fjármögnunina var að engin leið var að fá Huston tryggðan meðan á töku myndarinnar stæði. Það er venja þeirra sem leggja pen- inga í kvikmyndir að tryggja þá sem að þeim standa svo bæta megi tjónið ef þeir falla frá. Lausnin var að tryggja annan leikstjóra sem fús var til að taka að sér leikstjórnina ef Huston félli frá. Því er það Kar- el Reisz sem er hinn tryggði leik- stjóri myndarinnar. Hann hefur gert myndir á borð við Morgan og The French Lieutenants Woman. Fiskur á þurru landi Það er langt liðið á daginn og Huston verður enn að fá skammt af súrefni. Hann virðist vondaufur og líkir sér við fisk á þurru landi. Hann er veiklulegur að sjá og grannar hendurnar titra. Þetta kemur á óvart því við vinnu virðist hann sterkur. Þá er röddin sterk og djúp. Það má skýra þetta með hinni sterku skapgerð meistarans og þó er það ófullnægjandi skýring. Það er öðru fremur hugsunin sem ekki hefur látið á sjá þótt líkaminn sé veikur. Þótt líkaminn hafi látið undan þá er hugsunin skörp og minnið óbrigðult. „Af hverju lét Visnonti bróður hetjunnar í Death in Venice vera bókara í stað tónlistarmanns?" Huston undraðist þetta í samræð- um sem hann átti um sögu sem hann las árið 1937 og kvikmynd frá árinu 1971. Hann þekkir til flestra markverðra bóka sem koma út og hefur lesið margar þeirra. ..Við vorum að tala um Kleopötru og hann mundi á augabragði eftir sögu um hana sem hann las 17 ára gamall. Nafn höfundarins mundi hann einnig og er þetta þó löngu gleymd saga," segir Schulz-Keil. Gamli maðurinn hefur ekki heldur gleymt snilli sinni í fjárhættuspil- um. Þar standast samstarfsmenn- irnir honum ekki snúning. Það skiptir þó mestu að hann hefur heldur ekki glatað hæfileik- anum til að móta heilar kvikmynd- ir í huga sér. Höfundur mvndarinn- ar The Roots of Heaven. sem tekin var við hrikalegar aðstæður í Afr- íku, segir að The Dead sé erfiðasta verkið sem hann hefur tekist á hendur. Hún gerist þó á einu kvöldi í samkvæmi fimmtán manna. 75.000 fet affilmu Þegar Schulz-Keil pantaði 75 þúsund fet af filmu þá taldi filmu- salinn að þeir kæmust aldrei af með minna en 300 þúsund fet. En Hus- ton vissi hvað hann þurfti. Fyrir- fram gerði hann sér grein fvrir hvað þyrfti í hverja senu og hann hefur alltaf verið spar á filmurnar. Þó hefur hann ekki fyrir sið að skrifa hverja senu nákvæmlega áður en tökur hefjast. Hann spinn- ur út frá fyrsta skotinu og lætur framhaldið ráðast af stemmning- unni. Þegar rúm vika var eftir í upp- töku þá hafði Huston notað 57 þúsund fet. Þá var búið að taka upp 80% af myndinni. Verkið hefur gengið samkvæmt áætlun þótt leikstjórinn vinni aðeins sex tíma á dag. Hann áætlar að búið verði að grófklippa myndina fjórum vik- um eftir að tökum lýkur og sýning- ar eiga að hefjast síðsumars. „Af hverju heldur hann áfram að gera myndir? Hvernig stendur á að hann virðist nánast barnalega á- kafur þegar hann segir fyrir um hverja hrevfingu mvndavélarinn- ar?“ spur Schulc-Keil. „Af hverju heldur málari áfram að mála allt þar til vfir lýkur?" svarar Huston með annarri spurn- ingu. „Málari í helgum stein? Kjaftæði!" Vinnan heldur honum gang- andi „Læknarnir vilja halda honum á sjúkrahúsi." segir dóttirin Anj-j elica. „En hann veit betur. Það er vinnan sem heldur honum gang- andi". Bæði Anjelica og bróðir hennar. Tonv. segja að þegar gamli maður- inn hafi ekkert fyrir stafni þá hraki honum fljótt. „Þegar hann er iðju- laus og leiðist þá þarf hann strax miklu meiri umönnun." segir Anj- elica. Huston er sjálfur á öðru máli. „Það veitir mér enga sérstaka ánægju að leikstýra." segir hann. „Þetta er ekkert annað en klisja. Ég er sáttur við sjálfan mig ef mér tekst vel upp en ánægjan er tak- mörkuð. Eg hef mest gaman af að lesa og að vera ekið um Norton Simon safnið í hjólastólnum með einn af súrefniskútunum í fanginu." Huston ef kaldhæðinn í tilsvör- urn það er einnig kaldhæðni í nöfnunum sem hann hefur gefið súrefniskútunum þremur. „Þetta er fjölskylda. faðir, móðir og barn." segir hann. „Ég verð ekki vör við að hann hafi einangrast þrátt fyrir fötlun sína," segir Dorothy Jeakins. „Það er eins og að hann komi riddara- lega fram við sjálfan sig. I stað þess að draga sig í hlé og bíða dauð- ans hefur hann enn áhyggjur af hégómlegum hlutum. Hann spyr hvernig hann líti út og vill fá að vita hvað fólki finnst.“ Hégóminn einn „Það væri nú hégómleikinn einn sem kæmi í veg fyrir að þú létir sjá þig í hjólastól," svarar Huston vin- konu sinni. „En mér er sama. Sá sem kýs að láta aka sér um safn í hjólastól í stað þess að sitja heima er ekki búinn að vera.” Huston hefur glöggt auga með leikurunum meðan á upptökum stendur og lætur það ekki trufla sig þótt hann missi andann öðru hverju og verði að leita á náðir öndunarvélarinnar. Hann er með hugann við leikinn. Huston hefur alltaf verið kröfu- harður leikstjóri. Hann hættir ekki fyrr en leikararnir hafa gert það sem hann ætlast til. Þegar hann þarf að leiðbeina notar hann nafn persónunnar fremur en leikarans. „Við erum búin að tapa Brown. Ef Brown hefur runnið í brjóst þá er betra að hann geri það fvrir frarnan myndavélina." Laust eftir klukkan fimrn lýkur tökum hvern dag. Huston fær frí frá öndunarvélinni um stund en notar þess í stað léttan súrefniskút meðan honum er hjálpað burt." „Ég fór frá írlandi vegna þess að ég gat ekki lengur riðið út með hundunum mínum.” segir Huston. „Nú langar mig á hestbak. Á veið- um verður maður hluti af dýri. hluti af hesti í öðrum heimi." Draumar um hesta En þessi tími er liðinn. Þegar hann kemur heim á hótelið verður hann enn að glíma við öndunarvél- ina. Það er eina íþróttin sem hann getur stundað. Maricela Hern- andez færir honum matinn. Hún hefur búið með honum síðustu 10 árin. Samband þeirra hefur staðið lengur en nokkurt af hjónaböndum hans. Huston hefur losað sig við forn- gripina frá veldistíma indíána í Ameríku. Hann hefur einnig selt húsið á Irlandi. Hann á nú aðeins bókasafnið eftir. Að lokinni vinnu les hann eða spilar bakkamon við son sinn. Þeir leggja mikið undir en reikningarnir eru aldrei gerðir upp. Hann horfir á fréttirnar í sjón- varpinu og fær sér í staupinu. Þá gengur hann til náða - og dreymir hesta? Snarað/GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.