Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. Stjóminál Sigur Borgaraflokksins mikil tíðindi í íslenskum stjómmálum: Varanlegt uppreisnarafl eða stundarfyrirbrigði? Það er ekki ofsögum sagt að nýaf- staðnar kosningar teljast til stórtið- inda í íslenskum stjómmálum. Þar ræður að sjálfsögðu mestu tilkoma og sigur Borgaraflokksins. En ýmsar aðrar breytingar hafa mikil áhrif, svo sem tap Sjálfstæðisflokksins og sigur Kvennalistans. Borgaraflokkurinn, „spútnik" ís- lenskra stjómmála um þessar mundir, er aðeins mánaðargamall. Á þessum tíma hefur verið komið sam- an framboðslistum á vegum flokks- ins, boðið fram í öllum kjördæmum, barin saman stefnuskrá og nú eftir mánaðartilveru fær flokkurinn 7 þingmenn og 10,9% atkvæða. Hvað sem fólki fínnst um tilefnið eða Al- bert Guðmundsson þá verður þetta að teljast undraverður árangur. Gunnarsarmurinn Nú er ekki nema von að leitað sé skýringa á því hvað valdi því að Borgaraflokkurinn náði þessum ár- angri. Mönnum sem gerst þekkja íslensk stjómmál ber saman um að hér sé ekki um að ræða hreyfingu sem varð til frá grunni á síðastliðn- um mánuði. Vitað er að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lengi skipst að einhverju leyti í tvo arma. Það hvað mikið skilur þá arma að og hve mik- ill stærðarmunur er á þeim hefúr lengi verið deiluefni. Valdaminni armurinn, sem þá var kallaður Gunnars-armurinn, var í startholunum með aðgerðir þegar Gunnar Thoroddsen átti í útistöðum við flokkinn vegna stjómarmyndun- arinnar 1980. Eldri flokksformenn hafa vitað af þessum viðkvæmari hluta flokksins og tekið tillit til hans. „Þorsteinn mátti vita að niður- staðan úr Albertsmálinu yrði klofn- ingur. Hann hegðaði sér mun óskynsamlegar en Geir Hallgríms- son gerði 1980 þegar Gunnar myndaði ríkisstjómina og var það þó miklu alvarlegra mál,“ sagði einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins í samtali við DV í gær. Lognast S-listinn út af? Fullyrða má að Albert Guðmunds- son og Borgaraflokkurinn sæki stærstan hluta Sjálfstæðisflokks- fylgis síns til þessa arms. Ólíklegt er að þessi armur hafi fylgt Albert óskiptur úr flokknum og hugsanlega hefur Albert fengið fylgi einhverra sjálfstæðismanna sem ekki töldu sig til Gunnarsarmsins gamla. í öllu falli er ljóst að Albert tók mikið af kjós- endum Sjálfstæðisflokksins með sér þegar hann yfirgaf flokkinn. Að sjálfsögðu sótti hann einnig fylgi langt inn í raðir hinna flokkanna, þó í mismunandi mæli. Tilvera Borgaraflokksins er því orðin staðreynd og Júlíus Sólnes sagði í viðtali við DV að Borgara- flokkurinn væri svo sannarlega kominn til þess að vera. Þetta hafa ýmsir sjúlfstæðismenn efast um. Einn af helstu forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins sagði í samtali við DV að nú væri bara fyrir sjálfctæðis- menn að bíða rólegir og gefa Albert ekkert tækifæri til að magna upp nýja óánægjuöldu. Þá muni Borg- araflokkurinn lognast út af á 2-3 árum. Áhrif á Alþingi Möguleikar Borgaraflokksins til að hafa áhrif á Alþingi ráðast að sjálfsögðu að miklu leyti af því hvort flokkurinn verður í ríkisstjóm. Þó má hafa í huga að þingflokkurinn Borgaraflokksmenn höfðu ríka ástæðu til þess að fagna þegar kosningaúrslit urðu Ijós. Mun fögnuður þeirra haldast nú þegar dagleg þátttaka í stjórnmálum hefst? DV-mynd KAE er einum þingmanni stærri en þing- flokkur Álþýðuflokksins á síðasta þingi og á næsta þingi mun Al- þýðubandalagið aðeins hafa einum þingmanni meira en Borgaraflokk- urinn. Sjö manna þingflokkur gæti því verið flokknum nægur styrkur til að hafa nokkur áhrif á þinginu þrátt fyrir að flokkurinn væri í stj ómarandstöðu. Tllvistarvandi Margt getur hins vegar orðið Borgaraflokknum til vemlegra traf- ala. Ljóst er að framboðslistar flokksins vom víða mjög veikir. I þremur kjördæmum af átta fékk flokkurinn hverfandi lítið fylgi og í hinum kjördæmunum var oftast um nokkra sterka einstaklinga að ræða en afgangur listans var lítið kynnt fólk. Breidd flokksins er þvi litil og kynning á honum mest bundin við 3 til 4 kjördæmi. Skýring þessa er auðvitað sú að ekki gáfust nema tæpir tveir sólarhringar til að koma listunum saman en það breytir ekki áhrifum lélegra lista. Þá má geta þess að þingflokkur Borgaraflokksins er ósamstæður hópur sem ekki hefur haft neitt sam- eiginlegt í gegn um árin nema almennar skoðanir til lífsins og til- vemnnar. Nú er eftir að sjá hvemig þessi hópur nær saman og þó frekar hvemig hann heldur saman í þeim ólgusjó sem almenn stjórnmálastarf- semi er. Borgaraflokksmenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af þessum málum og í þeim tilgangi að auka breiddina í flokknum og efla flokksstarfið, sem auðvitað er rétt að hefjast, hefur þegar verið ákveðið að varamenn þingmannanna muni starfa mjög náið með þingflokknum, sitja alla þingflokksfundi og leysa þingmenn reglulega af á Alþingi. Ymis fleiri atriði í þessum dúr em á döfinni hjá borgaraflokksmönnum. Þjóðfrægir menn til starfa? Lausn þessa hálfgerða tilvistar- vanda, sem talinn er blasa við Borgaraflokknum, telja margir af stuðningsmönnum hans að liggi í yfirlýsingu Alberts Guðmundssonar á „Beinni línu DV“ 8. apríl síðastlið- inn. Þar var Albert spurður hvort honum fyndist nóg úrval ráðherra- efha í kring um sig ef Borgaraflokk- urinn myndi eiga aðild að ríkis- stjórn. Þá sagði hann m.a.: „Ég vil segja að því miður em margir af hæfústu mönnum þjóðarinnar ófá- anlegir í framboð til Alþingis og ég myndi ekki hika við, í samráði við mína félaga, að gera tillögu um aðra menn... “ DV hefúr fengið fullvissu fyrir því að sterkir menn í þjóðfélaginu, frammámenn á ýmsum sviðum, hafi tekið jákvætt í það að koma til ábyrgðarstarfa fyrir Borgaraflokk- inn ef þeim sýnist að þar sé um trúverðugt afl að ræða sem muni til Fréttaljós Eyjólfur Sveinsson langs tíma fylgja í einu og öllu frjáls- lyndri, borgaralegri stefiiu. Reynslan verður að leiða í ljós hvort Borgara- flokkurinn muni fylgja þessari stefiiu. Einnig er óvíst hvort félagar Alberts í Borgaraflokknum muni samþykkja að leitað verði til manna, sem ekki hafa starfað í kosningabar- áttunni, vegna ráðherraembætta eða forystuembætta í flokknum. Uppreisnarþörf kjósenda Borgaraflokkurinn hefur frekar erfiða stöðu gagnvart kjósendum sínum því fylgið hlýtur hann fyrir almenna uppreisnarþörf kjósenda gegn flokkakerfinu og trú þeirra á þessum nýja flokki, að frá honum megi búast við góðum verkum. Al- menn uppreisnarþörf mun ekki ná að halda flokknum í núverandi fylgi um langan tíma svo Borgaraflokkur- inn verður að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru um góð verk af hans hálfu. Þetta gæti reynst erf- itt að uppfylla á skömmum tíma fyrir flokk sem er að byija á núllpunkti. Flokknum væri mikill styrkur af því að komast í ríkisstjóm einmitt í þeim tilgangi að hafa betri stöðu til þess að reyna að uppfylla einhverjar þær vonir sem kjósendur hans binda við þetta nýja afl. Júlíus Sólnes benti á það í viðtali við DV að augljóst væri hve Borgaraflokknum væri mikill akkur í því að komast í ríkis- stjóm til þess að hafa betri aðstöðu til þess að ná sínum málum fram. Albert Guðmundsson hefur hins veg- ar tekið því frekar fálega að Borg- araflokkurinn hyggist reyna að komast í stjóm. Segir Albert að mik- ið starf sé óunnið við uppbyggingu flokksins svo það sé alls ekki sjálf- gefið að það henti flokknum að taka þátt í erfiðu stjómarsamstarfi nú. Flokkakerfið riðlast Hvað hins vegar gerist er erfiðara að segja. Ljóst er að flokkakerfið á íslandi er að riðlast. Stjómmálaskýr- endur hafa oft bent á þetta. Líklegt má telja að eftir nokkum tíma muni einhveijir flokkanna sex, sem nú eiga þingmenn á Alþingi, sameinast. Stjómmálaskýrendur hafa veðjað á að flestir flokkanna, eins og við þekkjum þá í dag, muni hverfa en bandalög og nýir flokkar taka við. Þannig telja mjög margir að Borg- araflokkurinn muni, þegar fram í sækir, ganga til samstarfs við ein- hvem hinna flokkanna. Þessi skoðun er einnig uppi meðal sumra borgaraflokksmanna. M.a. er rætt um bandalag með Alþýðuflokki Jóns Baldvins Hannibalssonar, bandalag sem væri stór miðjuflokkur með svipuðum hætti og gerist víða í ná- grannalöndum okkar. Sjálfstæðisflokkur og Borgaraflokkur saman á ný? Einnig em þeir til sem segja að Borgaraflokkur og Sjálfetæðisflokk- ur muni taka upp samstarf. Svo virðist vera að slíkt samstarf væri mörgum af stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins vel að skapi, hvort sem þeir hafa haldið tryggð við sinn gamla flokk eða hafið stuðning við Borgaraflokkinn. Erfitt er þó á þessu stigi að sjá hvemig af því getur orðið því allir borgaraflokksmenn sem talað var við sögðu að slíkt samstarf væri vel- komið, viðkomandi sjálfetæðismenn yrðu þá bara að ganga í Borgara- flokkinn. Nákvæmlega hliðstæð svör fengust hjá sjálfstæðismönnum. „Fólkið getur bara komið sér aftur yfir í sinn gamla flokk,“ sagði einn af foiystumönnum Sjálfetæðis- flokksins í Reykjavík. Stolt og hefndarreiði Albert Guðmundsson hefur ekki þótt boðberi nýrra tíma í Sjálfetæðis- flokknum og sjálfetæðismenn em ævareiðir vegna útreiðar flokksins í kosningunum. Borgaraflokksmenn em á svipað- an hátt mjög reiðir Sjálfetæðis- flokknum og Þorsteini Pálssyni. Hefur sá hroki sem þeim finnst sjálf- stæðismenn hafa sýnt Borgara- flokknum ekki bætt úr. Þar er átt við yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar um að Borgaraflokkurinn sé smá- flokkur í stíl við Flokk mannsins. Þá fór yfirlýsing Davíðs Oddssonar mjög fyrir bijóstið á borgaraflokks- mönnum en Davíð sagði að stofnun Borgaraflokksins út frá Sjálfstæðis- flokknum væri eins og þegar kart- nögl kvamaðist af fæti. Einnig eru menn reiðir vegna yfirlýsingar Sverris Hermannssonar um Glis- tmpframboð. Hugsanlegt er því að stolt og heíndarreiði af beggja hálfú verði til þess að koma í veg fyrir samstarf þessara tveggja flokka í náinni fram- tíð. Að minnsta kosti draga allir þessir þættir úr líkum á annars hugs- anlegu samstarfi Sjálfetæðisflokks og Borgaraflokks. Stjórnarmyndanir Það er eindregið álit kunnáttu- manna í íslenskum stjómmálum að hafi Sjálfetæðisflokkurinn e'inhvem áhuga á því að ná fylgi Borgara- flokksins til sín aftur sé ekkert vanhugsaðra en það að mynda stjóm með Alþýðuflokki og Kvennalista. Þar með sé Borgaraflokkurinn kom- inn hinum megin við borðið, með Framsóknarflokki og Alþýðubanda- lagi og það gefi þeim borgaraflokks- mönnum mikil tækifæri á því að byggja sig upp sem svar við Sjálf- stæðisflokki á villigötum. A.m.k. sögðust harðlínumenn í röðum Borgaraflokksins ekkert vilja frekar en að Sjálfetæðisflokkurinn tæki þátt í slíkri stjóm. Þeir borgaraflokksmenn sem hæg- ar fara í sakimar benda hins vegar á að margt skynsamlegt væri við það að fara í stjóm með Sjálfetæðisflokki og Framsóknarflokki. Liklega væri með því best sinnt skyldunum við borgaraleg öfl í landinu. Ekki er vitað um endanlega af- stöðu sjálfetæðismanna til þessa mynsturs. Þeir sjálfstæðismenn sem rætt var við í gær sögðu augljóst að þeir væm ekki spenntir fyrir slíku samstarfi. Átök framundan Það er því greinilegt að mikið átakatímabil er framundan hjá hin- um nýstofnaða Borgaraflokki. Viðkvæmar stjómarmyndunarvið- ræður em að hefjast, en þar mun ráðast í hvemig aðstöðu flokkurinn verður til að koma sínum málum áleiðis á næsta kjörtímabili. Þá er allt uppbyggingar- og skipulagsstarf nú að heflast innan flokksins, starf sem mun að öllum líkindum ráða miklu um það hvort Borgaraflokkur- inn, afleiðing rangrar skattaskýrslu, á möguleika á því að lifa af þær hremmingar sem framundan em og verða framtíðarafl í íslenskum stjómmálum. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.