Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987.
3
Fréttir
Pálina Magnúsdóttir, sextugt fermingarbarn, meó sálmabókina sina.
DV-mynd KAE
Sextug kona fermd
í Dómkirkjunni
„Ég grét oft í einrúmi yfir því að
vera ófermd. Nú lét ég slag standa
eftir 48 ár og var fermd í Dómkirkj-
unni á sunnudaginn að viðstöddum
nánustu ættingjum," sagði Pálína
Magnúsdóttir, sextug kona í Breið-
holtinu. „Þetta var mjög hátíðleg
athöfn, biskupinn fermdi mig, ég var
í hvítum kyrtli með sálmabók og
fannst ég vera orðin 12 ára aftur.“
Pálína var einmitt 12 ára þegar hún
gekk til prests vestur á ísafirði árið
1939 og bjó sig af kappi undir fermingu
ásamt félögum sínum. Hún segist ekki
hafa látið sig vanta einn einasta dag
tO spuminga hjá herra Sigurgeir Sig-
urðssyni biskup sem fermdi bömin á
ísafirði það vorið. Sigurgeir var ein-
mitt faðir herra Péturs Sigurgeirsson-
ar biskups sem fermdi Pálínu á
sunnudaginn.
„Ég skildi aldrei til fulls hvers vegna
ég var ekki látin fermast á sínum tíma.
Þremur dögum fyrir ferminguna var
ég send suður til Reykjavíkur til skyld-
fólks míns og fermingin gleymdist. Ég
var aldrei spurð hvort ég vildi láta
ferma mig og var of lítil og ung til að
minnast á það sjálf. Allar götur síðan
hefúr þetta valdið mér miklum sárs-
auka,“ sagði Pálína í samtali við DV
skömmu eftir ferminguna um helgina.
Sjálf telur Pálína ástæðuna fyrir því
að hún var ekki fermd á réttum tíma
vera þá að móðir hennar var ákafur
sósíalisti og þeir létu yfirleitt ekki
ferma bömin sín. Þannig var tíðarand-
inn: „Ég held samt að foreldrar mínir
hafi verið ákaflega trúaðir. Faðirminn
var til dæmis forsöngvari í kirkjukór
í 17 ár og móðir mín kunni kverið allt
utanbókar," sagði Pálína.
Fyrir ferminguna á sunnudaginn
gekk Pálína til spuminga á biskups-
skrifstofúnni þar sem herra Pétur
Sigurgeirsson hlýddi henni yfir. Hún
þurfti ekki að fara nema einu sinni
því námsefnið kunni hún vel:
„Biskupinn sagði við mig að það
væri aldrei of seint að fermast og það
em vissulega orð að sönnu,“ sagðí
Pálína sem bauð ættingjum sínum í
fermingarveislu að lokinni athöfn.
Fermingarveislan hennar var þó öðm-
vísi en flestra annarra fermingarbama
því Pálína hafði látið þau boð út ganga
að hún vildi engar fermingargjafir.
Hún fékk samt falleg blóm. -EIR
Vinningstölurnar 25. apríl 1987.
Heildarvinningsupphæð: 4.396.408,-
1. vinningur var kr. 2.200.508. Aðeins einn þátttakanadi var með
fimm réttar tölur.
2. vinningur var kr. 658.952,- og skiptist hann á 164 vinningshafa,
kr. 4018,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.536.948,- og skiptist á 6.099 vinningshafa, sem
fá 252 krónur hver.
ÉSÍ5/32
Upplýsingasími: 685111.
FIAT UN0 stendur óumdeilanlega framar
öðrum bílum í sama stærðarflokki - sannur braut-
ryðjandi sem sýnir að nútíma hönnun eru lítil tak-
mörk sett.
Hann er lítill að utan, en stór að innan og býður
upp á rými og þægindi sem nútímafólk kann að
meta.
Þegar tekið er tillit til útlits, aksturseiginleika,
þæginda, hagkvæmni, öryggis, notagildis og síðast
en ekki síst hversu mikið fæst fyrir peningana,
kemur í Ijós að FIAT UN0 er einfaldlega einstakur.
FIAT UN0 45 : 283.000 kr.
FIATUN0 45S : 312.000 kr.
FIAT UN0 60S ; 339.000 kr. FIAT UN0 TURB0 : 523.000 kr.
FIAT UMB00IÐ
FAXAFEN110 108 REYKJAVÍK S: 91-68 88 50
essemm slA c