Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987.
7
DV
Atviimumál
ACT-skór hvelja til 100% álagningan
Brot á lögum um
verðlagnmgarmál?
DV hefur borist í hendur eintak Samkvœmt upplýsingum hjá Verð-
af bréfi, merktu ACT-fréttir, sem sent lagsstofun er bréf þetta hugsanlega
hefur verið öllum viðskiptavinum brot á lögum um verðlagningu, sam-
Skóverksmiðjunnar Iðunnar á Ak- keppnishömlur og óréttmæta við-
ureyri. Þar er þess óskað að við- skiptahætti. Ekki væri hægt að
skiptavinimir noti 100% álagningu fullyrða um slíkt fyrr en stofnunin
á framleiðsluvörur verksmiðjuimar. hefði haft samband við viðkomandi
Orðrétt er bréfið svona: „Við ósk- fyrirtæki og fengið skýringar á tilurð
um eftir að viðskiptavinir okkar bréfsins.
noti 100% brúttóálagningu á allar Verðlagsstofnun mun á næstunni
framleiðsluvörur okkar nema vinnu- kanna þetta mál nánar og í fram-
og inniskó, en þar óskum við eftir haldi af þvi grípa til aðgerða ef þörf
að verði notuð 80% brúttóálagning. “ þykir. -FRl
„Leiðbeinandi,
ekki skipunu
- segir ÚKiar Gunnarsson um tilmæli ACT
„Þetta er leiðbeinandi en ekki
skipun um álagningu enda sett fram
sem ósk. Ástæður þess eru að við
getum ekki selt skó okkar eins og
þarf ef einn kaupmaður er með 85%
álagningu en annar með 105% svo
dæmi séu tekin. Markaðurinn er það
iítill að við þurfum að selja mörgum
til að geta lifað,“ sagði Úlfar Gunn-
arsson, deildarstjóri hjá skógerðinni
Iðunni, í samtali við D V er við spuið-
um hann um ástæður þess að
ACT-bréfið var sent út en hann skríf-
ar undir það.
En er það ekki hagur neytenda að
álagningin sé sem lægst?
„Þetta er ekkert nýtt, samanber
álagningu á bækur í bókabúðum.
Skóverslun er mjög erfiður rekstur
nú til dags, dæmi er fjöldi skóbúða
á fasteignasölum. Þessir menn verða
að geta lifað og rekið sinar búðir.
Hvað þessa ósk um samræmda
álagningu varðar þá má nefiia að
ef okkar búðir lækka álagninguna
verða aðrir kaupmenn fúlir og svo
öfugt“
Í máli Úlfars kom enn fremur fram
að skókaupmenn ættu í verulegum
greiðsluerfiðleikum nú, hér hefði
ekki komið vetur í þijú ár og því
lægju þeir með birgðir af vetrars-
kóm. Tvö rigingarsumur heföu svo
haft þau áhrif að einnig væru birgð-
ir af sumarskóm.
-FRI
„Við vitum um 16-18 punda
fiska í vatninu"
segir Sigurður Bergsson, nýkjörinn formaður Stangaveiðrfélags Hafnarfjarðar
Sigurður Bergsson, formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, sleppir seiðum í
Kleifarvatni á stærri myndinni og á minni heldur hann á fallegum 20 punda laxi
úr Soginu.
„Við ætlum að auglýsa Kleifarvatn
sem veiðivatn fjölskyldunnar því það
er svo gott að skreppa þangað á kvöld-
in og um helgar til að renna fyrir fisk.
Við ráðgerum að halda áfram urriða-
seiðasleppingu, eins og við höfúm gert,
næstu árin. Þessi stóri urriði, sem
veiðist núna, er úr Laxá í Mývatns-
sveit og það sem við vitum um af
stærsta fiski í vatninu er 16-18 pund.
Það er ekki vitað með vissu hvort
þessi fiskur hrygnir í vatninu," sagði
Sigurður Bergsson, nýkjörinn formað-
ur Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, í
samtali við DV. „En við vonum að
þessi nýi stofn, sem við settum og erum
að setja í vatnið, muni með tíð og tíma
hrygna í vatninu, það hafa sérfræðing-
ar sagt að sá möguleiki sé fyrir hendi.“
- Nú virðist sem Stangaveiðifélag
Hafnarfjarðar sé nær eingöngu orðið
silungsveiðifélag?
„Já, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar
hefúr alltaf verið mikið í silungnum
og var reyndar stofnað í kringum Hlíð-
arvatn í Selvogi en við höfum verið
með aðstöðu þar síðan 1952 þegar fé-
lagið var stofnað. Svo gerðum við
samning við Hafnarfjarðarbæ um
ræktun á Kleifarvatni og höfum verið
með það í áratugi. Svo erum við með
Djúpavatn og nýja veiðihúsið sem
vorum að reisa við Skorradalsvatn.
Það stendur til að leigja það út um
mánaðamótin maí/júní til félags-
manna.“
- Þið eruð ekki með neina laxveiðiá
eins og er sjálfir?
„Við erum ekki með veiðirétt einir
í neinni veiðiá eins og er en höfum
ítök í Flókadalsá í Borgarfirði og með
nokkra daga í Bíldsfellslandi í Sogi.
Við höfum mikinn hug á að fá leigða
Veiðivon
Gunnar Bender
veiðiá fyrir okkur og það er stefnt að
því.“
- Hvað kostar að veiða hjá ykkur í
Kleifarvatni, Djúpavatni og Skorra-
dalsvatni?
„I Kleifarvatni kostar dagurinn 500
krónur, hálfúr dagur 350 og svo er
hægt að kaupa fj ölskyldusumarkort
sem gildir þá allt sumarið og það kost-
ar 2000 krónur. I Djúpavatni er
aðstaða með húsinu seld á 1200 krónur
dagurinn, þá hafa menn allt vatnið
út af fyrir sig.
Við Skorradalsvatn verður þessi
glæsilega aðstaða í boði fyrir félags-
menn og svo er hægt að fara til veiða
í fleiri vötnum en í Skorradal, svo sem
í Svínadalnum og Reyðarvatni. Veiði-
leyfin í Kleifarvatni eru seld í bensín-
stöðvunum í Hafharfirði, Fitjum í
Njarðvík og svo selur sportveiðiversl-
unin Veiðivon fyrir okkur."
- Nú eru tröllasögur um stóra urriða
í Kleifarvatni og hvað gæti sá stóri
orðið úr vatninu í sumar?
„Við vitum um 16-18 punda fiska
og síðasta haust fóru kafarar í vatnið
og þeir sáu ótrúlega væna fiska á
sveimi. Við fréttum líka af einum sem
var á skautum á vatninu fyrir nokkru
síðan og ísinn var glær svo hann sá
fiskinn vel. Hann var að renna sér, sá
allt í einu tvær bleikjur og elti þær,
sá þá torfu af vænum bleikjum, stór-
fiskum. Það er vaxandi fiskur í
vatninu og við höfúm mikinn áhuga
á að rækta vatnið betur upp og gera
það gott veiðivatn." G. Bender
Óskar Kristjánsson trúir því aö Preglandin
hjálpi sér aö liía eölilegu lííl
Fœít í verslunum meö heilsuvörur og apótekum.
Éh
eilsuhúsiö
Skólavöröustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík.
* Óskar Kristjánsson íékk liöagigt þegar hann var
12 ára gamall. Sjúkdómurinn lagöist þungt á
hann. Þjáöist Óskar aí stanslausum sviöa og
bólgum í liðamótum.
* Þessi einkenni hurfu um nokkurra ára skeið en
þegar Óskar var tœplega þrítugur blossaöi liöa-
gigtin upp aftur. Lœknar sögöust lítiö geta
hjálpað honum. Þeir kunna aöeins eitt ráö:
Aö taka Aspirin í ómœldu magni!
* „Þetta var auðvitað algjör vitleysa. Aspirin er aö-
eins kvalastillandi. Þaö lœknar ekki sjúkdóm-
inn,“ segir Óskar. Fyrir 8 árum rakst hann svo á
grein um Preglandin í dönsku blaöi. „Ég ákvaö
aö prófa og lét kaupa fyrir mig nokkur glös í út-
löndum.“
* Óskar byrjaöi aö taka töflurnar og fljótlega fóru
áhriíin að koma í ljós. Bólgurnar hjöönuöu. Sviöi
og óþœgindi huríu skjótt. Brátt minnkaði hann
skammtinn úr 6 töflum á dag í 3. Liðagigtin
orsakaöi engar þjáningar lengur.
* Preglandin inniheldur gammalynolensýru sem
er byggingarefni prostaglandin. Rannsóknir á
fólki meö liðagigt benda til aö ein af orsökum
hennar sé skortur á þessum mikilvœgu efnum.
Bati Óskars Kristjánssonar er ekkert einsdœmi.
| Viö í Heilsuhúsinu þekkjum mörg dœmi þess aö
o Preglandin hjálpi fólki meö alvarlega sjúkdóma.
•Áhiif Pieglandin eru einstaklingsbundin. Oíangieind íiásögn ei
byggö á reynslu eins aí þeim fjölmöigu, sem hafa notið góðs af
Preglandin.