Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Page 9
t ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. 9 Utlönd Ölvaður bílstjóri með geisla- virk efni Snorri VaJsscm, DV, Vín: 1 austum'ska sjónvarpinu var hald- inn umræðuþáttur þar sem slysið í Chernobyl og langvarandi afleiðingar þess voru ræddar. En á meðan á þættinum stóð mun- aði litlu að illa færi. Flutningabíll með geislavirk efhi valt í úthverfi Vínar og við það hentist blýhylki með geisla- virka efninu iridium 192 út úr bílnum. Ökumaðurinn var frá fyrirtæki sem sér um röntgenmyndatökur og var' hanrt töluvert di-ukkinn er slysið átti sér stað, Þegar í ljós kom hvers kyns var lok- aði lögreglan næstu götum fyrir allri umferð og kallað var á sérsveit al- mannavama til hjálpar. Við athugun kom hins vegar í ljós að hylkið var heilt og enginn leki hafði komist að því. Iridium 192 getur verið stórskað- legt heilsu manna. Afvopnunarvið- ræður í Vín um hefðbundin vopn? Snorri Valsson, DV, Vín: Nú hefur komið til tals að hér í Vín fari fram afvopnunarviðræður um hefðbundin vopn, það er að segja öll önnur en kjamavopn. Undanfarna mánuði hefur hér staðið yfir öryggis- málaráðstefna Evrópuþjóða og hafa fulltrúar Nató og Varsjárbandalagsins á ráðstefnunni þegar ræðst við um málið. Ef núll-lausnin svokallaða, það er að segja engár skammdrægar eða langdrægar eldflaugar á evrópskri gmnd, nær fram að ganga er einnig nauðsynlegt að ræða um hefðbundin vopn. Þar sem Austurríki er utan hemað- arbandalaga þykir tilvalið að hafa viðræðumar hér í Vín. Takmarkið er að komast að niðurstöðu og senda út yfirlýsingu um málið fyrir lok öry'ggis- málaráðstefnunnar ef mögulegt er. Vilja frelsa hermenná bamsaldri Hollenski Rauði krossinn reynir nú að fá látna lausa um tvö hundruð ír- anska hermenn á bamsaldri sem teknir hafa verið höndum af írökum í styrjöld þeirra og írana. Talsmaður Rauða krossins segir að umleitanir þessar hafi fengið jákvæð viðbrögð í Irak. Stjómvöld þar hafi fulla samúð með drengjunum sem em á aldrinum 10 til 17 ára. Þar sem þeir hafa ekki náð átján ára aldri ná ákvæði Genfarsáttmálans um stríðs- fanga ekki ti! þeirra. Talið er fullvíst að drengimir verði látnir lausir ef Rauða krossinum tekst að finna handa þeim heimili í Evrópu. Þeir vilja ekki snúa aftur til föður- lands síns né heldur geta þeir það þar sem írönsk stjórnvöld telja átökin við írak heilagt stríð og taka ekki við þeim sem snúa sigraðir af orrustuvelli. Á kafi í smokkum Haukur L. Haukssan, DV, KaupmannahQfn: Frede og Orla segjast vera að dmkkna í smokkum. Hafa þeir unnið í fjöldamörg ár við klóakkerfi Kaup- mannahafnar. Nú vinna þeir við pumpustöð þar sem brennanlegur úr- gangur er aðgreindur frá þeim fjögur þúsund iítrum vatns er rennur þar í gegn á hverri sekúndu. Segja þeir að áður fyrr hafi smokkar verið frekar sjaldséðir í klóakvatninu en nú séu þeir titt á ferðinni og um helgar komi hreinlega smokkahol- skefla í gegnum stöðina. Má því segja að áróðurinn um ör- uggt kynlíf hafi borið einhvem árangur í baráttunni gegn eyðni. Sjö milljónir vilja hlaupa með ólympíueldinn Guðnin Hjartardóttir, DV, Ottawa: Undirbúningur vetrarólympíu- leikanna 1988, sem halda á í Calgary í Kanada, er þegar kominn í fullan gang. Einn liður í undirbúningnum er skipulagningin á hlaupinu með ólympíueldinn. Þar sem Kanada er geysivíðáttumikið land, enda næst- stærsta land heims, þarf bæði langan tíma og marga þátttakendur fyrir slíkt hlaup. Umsóknarfrestur um þátttöku í hlaupinu rann nýlega út og sóttu margfalt fleiri um en búist hafði ver- ið við. Tæplega sjö milljónir umsókna bárust en það verða ekki nema sex þúsund tvö hundmð og fjórtán Kanadamenn sem hljóta þann heiður að hlaupa með ólympíu- eldinn. Dregið verður um hina heppnu í maí. Hlaupið með ólympíueldinn hefst 17. nóvember næstkomandi í St. John’s á Nýfundnalandi og verður farið í gegnum höfuðborgir allra fylkja landsins eftir ýmsum króka- leiðum en hlaupinu lýkur síðan í Calgaiy í febrúar á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna 1988.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.