Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. Utlönd Vinsældir ins meiri breska Ihaldsflokks- en nokkru sinni fyrr Margaret Thatcher forsætisráðherra og Ihaldsflokkurinn orna sér í hylli kjósenda um þessar mundir og því þykir liklegt að hún biði ekki kjörtímabilið á enda heldur boði til næstu þingkosninga jafnvel i júní í sumar. Ján Omvur Halldórssan, DV, London: Flest bendir nú til þess að haldnar verði þingkosningar í Bretlandi í júni en íhaldsflokkurinn, sem setið. heíúr í stjórn í átta ár, nýtur nú meiri vinsælda samkvæmt skoðana- könnunum en nokkru sinni síðan stjórnin var endurkjörin íyrir íjórum árum. Það er í hendi forsætisráðherrans, Margaret Thatcher, að ákveða kjör- dag en hún getur setið að völdum í heilt ár enn án þess að boða til kosn- inga þar sem kjörtímabilið er firnm ár og meirihluti flokksins í þinginu er tryggur. Það sýnist hins vegar ólíklegt að betra tækifæri gefist fyrir flokkinn en nú. Fylgiskannanir íhaldsflokkn- um í hag Allar skoðanakannanir benda til umtalsverðs sigurs Ihaldsflokksins en flokknum mun líklega nægja að fá upp undir - fjörutíu prósent at- kvæða til að halda meirihluta á þingi vegna einmenningskjördæma og jafnrar skiptingar milli Verka- mannaflokksins og kosningabanda- lags frjálslyndra og jafnaðarmanna. Síðustu kannanir gefa íhalds- mönnum um og yfir fjörutíu prósent atkvæða en Verkamannaflokknum um þrjátíu prósent atkvæða og það- an af minna. Kosningabandalagið hefúr milli tuttugu og fimm og þrjá- tíu prósent atkvæða í flestum könnunum. Ef þessi yrði niðurstaða kosninganna myndi íhaldsflokkur- inn fá meirihluta í þinginu og marga tugi þingsæta. Svipað fylgi og í síðustu kosn- ingum I síðustu kosningum fengu Verka- mannaflokkurinn og kosninga- bandalagið álíka mikið fylgi en Verkamannaflokkurinn fékk þá um tvö hundruð þingsæti en bandalagið rúmlega tuttugu vegna þessa kosn- ingafyrirkomulags. Svipað gæti gerst aftur og hafa flokkamir raunar allir svipaða stöðu nú í könnunum og þeir fengu í síðustu kosningum. Leiðtogar kosningabandalagsins og einhverjir áhrifamenn í Verka- mannaflokknum hafa viðrað hugmyndir um að hvetja kjósendur til þess að styðja í hverju kjördæmi þann frambjóðanda sem líklegastur sé til að fella íhaldsmanninn. Kinnock berst á heljar- þröminni Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sem nú berst fyrir lífi sínu sem stjórnmálamaður eftir hvert áfall flokksins á fætur öðm á síðustu mánuðum, er hins vegar gjörsamlega andvígur slíkri sam- vinnu. í fyrsta sinn um langan aldur hefur hins vegar komið upp sú staða í breskum stjórnmálum að hugsan- legt er að kjósendur velti því veru- lega fyrir sér hver hlutföll flokkanna eru í viðkomandi kjördæmi og kjósi síðan taktískt. Miðflokkabandalagið vill kosningasamstarf Þetta er draumur kosningabanda- lagsins, sem er sá aðili sem myndi hagnast mest á slíku, en bandalagið er í öðru sæti að styrk í flestöllum kjördæmum landsins, ýmist á eftir frambjóðanda íhaldsflokksins eða frambjóðanda Verkamannaflokks- ins. Líklegt má telja að Thatcher bíði með að ákveða kjördag þingkosn- inganna þar til eftir sveitarstjórnar- kosningar, sem fara eiga fram 7. maí næstkomandi. Ef íhaldsflokkurinn kemur sæmilega út úr sveitarstjórn- arkosningum má telja mjög ólíklegt að hún bíði lengur en til miðs júní með 'kjördag en unnt er að halda kosningar þremur vikum eftir að hún ákveður daginn. Iðgjald ábyrgðartrygginga bifreiða var á gjalddaga 1. mars. Við leggjum þó ekki dráttarvexti á ógreidd iðgjöld fyrr en \ á miðvikudaginn kemur. TKYGGING HF Œ’78

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.