Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987.
Frjálst.óháÖ dagblað
Lltgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Sigur Kvennalistans
Engum blandast hugur um að til ýmissa stórtíðinda
dró í kosningunum á laugardaginn. Klofningurinn í
Sjálfstæðisflokknum varð afdrifaríkur, útreið Alþýðu-
bandalagsins var mikil og frammistaða forsætisráðherra
á Reykjanesi var glæsileg. Steingrímur kom, sá og sigr-
aði.
En hversu sem mönnum kann að vera hugleikið um
útkomu gömlu flokkanna þá má ekki gleyma sigri
Kvennalistans. Hann var í alla staði eftirtektarverður
og afar glæsilegur. Það var að vísu ljóst samkvæmt
skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar
að kvennlistakonur voru í sókn, en engu að síður kom
fylgi þeirra í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að ekki
fór mikið fyrir Kvennalistanum í fjölmiðlum. Hvorki í
auglýsingum né öðrum áróðri. Þær læddust inn bak-
dyramegin, unnu sína kosningabaráttu í kyrrþey og
náðu sínum árangri hávaðalaust.
Alveg undir lok kosningaslagsins varð einum fram-
bjóðanda þeirra á að lýsa yfir andstöðu gegn Atlants-
hafsbandalaginu og varnarliðinu, en ekki einu sinni svo
viðkvæm afstaða virtist hafa neikvæð áhrif. Nema þá
að hún hafi ekki verið slys eins og margir héldu? Nema
þá að þær kvennalistakonur hafi gagngert og viljandi
spilað út þessari skoðun sinni til að höfða enn frekar
til vinstri sinnaðra kjósenda sem augljóslega hópuðust
til þeirra í þessum kosningum? Að minnsta kosti er ljóst
að Alþýðubandalagið geldur fyrst og fremst framgöngu
og framboðs Kvennalistans.
Það er hins vegar bæði ósanngjarnt og rangt að halda
því fram að Kvennalistinn höfði eingöngu til vinstri
sinnaðra kjósenda. Kjarni málsins er sá, að listinn höfð-
ar til allra kvenna og jafnvel líka til karla sem skilja
og styðja málflutning Kvennalistans í kvenréttindabar-
áttunni almennt. Þær kvennalistakonur eru einfaldlega
í jarðsambandi og tiltölulega hávaðalaus kosningaher-
ferð þeirra, án auglýsinga, án máigagns, án yfirþyrm-
andi slagorða, er skýr sönnun á því. Mega aðrir og eldri
flokkar læra ýmislegt af þeim málatilbúnaði nú þegar
rætt er um nauðsyn auglýsinga og fjölmiðlafárs til að
ná eyrum kjósenda. Árangur Kvennalistans er vís-
bending um allt annað. Hann er vísbending um að
málstaður skilar sér, málfutningur ber árangur, ef hann
er rökfastur, einfaldur og á hljómgrunn.
Konur hafa í auknum mæli farið út á vinnumarkað-
inn. Konur hafa öðlast aukna menntun. Konur hafa
orðið sjálfstæðari í atvinnu, sambýli, í orði og æði. En
þær sitja enn í láglaunastörfum. Þær eru enn undir-
máls í félagslegum efnum. Þær eru langt á eftir körlum
í trúnaðar- og forystustörfum. Þær eiga enn á brattann
að sækja í hugarfari, skilningi og afstöðu samfélagsins
í jafnréttismálum. Tilgangur Kvennalistans hefur ekki
aðeins verið sá einn að koma fleiri konum til áhrifa
heldur líka að temja þjóðinni annars konar hugsun og
viðhorf til stöðu konunnar. Það eru þessi viðhorf sem
skyndilega hafa náð eyrum kjósenda, einkum og sér í
lagi yngri kvenna. Yngri konur eru ekki bundnar á
klafa gömlu stjórnmálaflokkanna, þær hugsa ekki póli-
tík til vinstri eða hægri. Þær skilja þörfina fyrir sterkan
málsvara í sölum alþingis og hafa komist að þeirri niður-
stöðu að sá málsvari sé sterkastur í eigin samtökum,
eigin flokki. Þess vegna kusu þær Kvennalistann í þess-
um kosningum.
Kvennalistinn er ekki lengur nýr og lítill flokkur.
Kvennalistinn er kominn til að vera.. Ellert B. Schram
Biðjið slökkviliðsmenn
afsökunar og enduivekið
lífsnauðsynlegt traust
Ég hef í hartnær tuttugu ár starf-
að í þremur ágætum slökkviliðum,
þar af í einu sem slökkviliðsstjóri.
Ég dreg hiklaust þá ályktun að
eitthvað annarlegt sjónarmið hafi
ráðið ferðinni þegar slökkviliðs-
mönnum í Slökkviliði Reykjavíkur
var synjað um að ræða launakjör
sin á þeim forsendum að slökkvi-
tæki þeirra skyldu ekki hreyfð af
Slökkvistöðinni. Ég dreg þá álykt-
un vegna þess að þeir fara iðulega
á þessum tækjum um alla borgina
til þess að kynna sér byggingar
með tilliti til brunavarna og hugs-
anlegra viðbragða í eldsvoða. Ég
dreg þá ályktun vegna þess að þeir
fara á þessum tækjum um bruna-
varnasvæði Reykjavíkur og ná-
grennis til æfinga. Ég dreg þá
ályktun vegna þess að þeir fara
vítt og breitt um borgina til
fræðslustarfsemi fyrir borgarbúa.
Ég dreg þá ályktun vegna þess að
tæki slökkviliðs og áhafnir þeirra
verða að vera hreyfanleg til hinna
ýmsu starfa þó að ekki standi yfir
eldsvoði. Áhafnir tækjanna eru
einfaldlega í fj arski ptasamband í
við varðstofu og fara jafnfyrirvara-
laust á brunastað, hvort sem þær
eru á fundi í Glæsibæ eða að kynna
sér viðbrögð við hugsanlegum elds-
voða á Hótel Sögu.
Fyrsta og vonandi síðasta
sinn
Ekki er ég það kunnugur málum
að ég treysti mér til að draga ein-
hvem einn af þeim þremenningum
(slökkviliðsstjóra, borgarstjóra eða
Jögreglustjóra) til ábyrgðar á þess-
um mistökum, en alvarleg mistök
eru þetta eigi að síður. Við Islend-
ingar höfum, því miður, orðið vitni
að lögregluafskiptum í kjaradeilum
en í öllum tilfellum eftir að harvít-
ugar verkfallsaðgerðir eru komnar
til og mál komin úr böndum. Þetta
er í fyrsta og vonandi síðasta sinn
sem lögregluþrýstingi er beitt til
að hindra menn í að tala og taka
þátt í umræðum um laun sín.
Sambærileg störf
Stjórnum Landssambands lög-
reglumanna og Lögreglufélags
Reykjavíkur vil ég færa sérstakar
þakkir fyrir einarðlega og drengi-
lega afstöðu í þessu máli. Ég er
þess fullviss að sú afstaða hefði
verið sú sama hvaða stétt sem hér
hefði átt í hlut. En hlutskipti lög-
reglumanna var ekki síst erfitt í
ljósi þess að lögreglumenn og
slökkviliðsmenn vinna að mörgu
leyti sambærileg störf og þessir
starfshópar vinna oft hlið við hlið
að sama verkefni. Getum við t.d.
treyst því að þessir aðilar vinni
fumlaust saman og nái sem bestum
árangri við björgun fólks úr bílslys-
um eða eldsvoðum ef öðrum
hópnum hefur verið sigað á hinn?
Lögreglumenn, hafið þökk mína og
virðingu fyrir ykkar afstöðu. Við í
Landssambandi slökkviliðsmanna
höfum ekki haft afskipti af launa-
málum slökkviliðsmanna að öðru
leyti en því að við höfum sent út
launatöflu fyrir þá slökkviliðs-
menn á landsbyggðinni sem hafa
önnur störf en slökkvistörf sér til
lífsframfæris. En við fylgjumst með
og af því að minnst var á lögreglu-
menn hér að framan get ég ekki
stillt mig um að upplýsa borgar-
stjóra um það að í borgarstjórnar-
tíð þeirra heiðursmanna, Gunnars
Thoroddsen og Geirs Hallgríms-
sonar voru slökkviliðsmenn metnir
jafnt til launa og lögreglumenn. í
KjaUa2±in
Guðmundur
Helgason
formaður Landssambands
slökkviliðsmanna
það fyrsta sem ég lærði í Slökkvi-
liði Keflavíkurflugvallar á sínum
tíma var um gildi gagnkvæms
trausts og virðingar yfir- og undir-
manna til góðs árangurs i starfi.
Lélegur „móralT' í kexverksmiðju
getur orsakað minni afköst og
framleiðslutap en lélegur mórall í
slökkviliði getur orsakað svo al-
varleg mistök á vettvangi að þau
verði ekki bætt.
Ég hlýt því sem formaður Lands-
sambands slökkviliðsmanna að
krefjast þess að sá, eða þeir. sem
ollu þeim trúnaðarbresti sem nú
er orðinn í Slökkviliði Reykjavíkur
biðji slökkviliðsmenn afsökunar á
því valdboði sem þeir hafa verið
beittir. Verði sú afsökunarbeiðni
borin fram af einlægni og heilind-
um geri ég einnig þá kröfu til
slökkviliðsmanna að þeir taki
„Ég hlýt því, sem formaður Landssam-
bands slökkviliðsmanna, að krefjast þess
að sá, eða þeir, sem ollu þeim trúnaðar-
bresti sem nú er orðinn í Slökkviliði
Reykjavíkur biðji slökkviliðsmenn af-
sökunar..
þinni tíð, Davíð, og í tíð vinstri
meirihlutans á sínum tíma hefur
tekist að glutra niður launum
slökkviliðsmanna um sjö til tíu
launaflokka. Enda er nú svo komið
að uppsögnum slökkviliðsmanna
fjölgar ört.
Biðjið slökkviliðsmenn af-
sökunar
Það er vissulega alvarlegt mál
með tilliti til brunavarna ef tíð
mannaskipti eru í slökkviliði og
alls ekki í þágu þeirra sem þjón-
ustu þess eiga að njóta. Læt ég
þessu lokið um launamál enda eru
þau ekki tilefni þessarar greinar.
Ég vil að lokum segja það að eitt
höndum saman við slökkviliðs-
stjóra að endurreisa þann trúnað
og starfsanda sem nauðsynlegur er
hverju góðu slökkviliði. íbúar
Reykjavikur og nágrennis eiga ein-
faldlega heimtingu á að svo verði.
Það er allt of mikið í húfi. Slökkvi-
lið Reykjavíkur hefur verið gott
slökkvilið. Það hefur á að skipa
afburðamönnum sem hafa mesta
reynslu hérlendis í að fást við elds-
voða í byggingum og það hefur náð
mjög góðum árangri. Við, íslenskir
slökkviliðsmenn, erum stoltir af
Slökkviliði Reykjavíkur og við
viljum vera það áfram.
Með von um gleðilegt, tjónalaust
sumar.
Guðmundur Helgason
„I þinni tið, Davíð, og í tíð vinstri meirihlutans á sínum tima hefur tekist
að glutra niður launum slökkviliðsmanna um sjö til tíu launaf!okka.“