Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
Stjómmál
Hafia þeir áhuga á
nýsköpunarstjórn?
Nýsköpunarstjóm, ríkisstjóm Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks, er sá kostur sem
mest hefur verið rætt um manna á
meðal að undanfömu.
Þetta stjómarmynstur er nefnt eftir
ríkisstjóm sem Ólafur Thors myndaði
árið 1944 með Sjálfstæðisflokki, Al-
þýðuflokki og Sósíalistaflokki, forvera
Alþýðubandalagsins. Stjömin hafði
nýsköpun atvinnulífsins að megin-
markmiði. Meðal annars beitti hún sér
Frá fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins siðdegis í gær. Þar hefur nýsköpunarstjórn hugsanlega borið á góma.
DV-mynd GVA
fyrir stóreflingu fiskiskipaflotans.
Nýju skipin vom nefhd nýsköpunar-
togarar.
Afstaða Alþýðuflokksins til nýsköp-
unarstjómar er þegar ljós. Flokks-
stjóm og formaður flokksins hafa lýst
áhuga sínum á þessu stjómarmynstri.
Hér á síðunni reynum við hins vegar
að fá fram afstöðu manna í hinum
tveimur flokkunum, Sjálfstæðisflokki
og Alþýðubandalagi. Hafa þeir áhuga
á nýsköpunarstjóm?
-KMU
Ástæðulaust að eyða ta'ma
eða orðum að þessu
- segir Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandaiagi
„Mín afstaða er sú að það sé
ástæðulaust að eyða tíma eða orðum
að þessu stjómarmynstri á þessu
stigi málsins," sagði Steingrímur J.
Sigfússon, þingmaður Alþýðubanda-
lagsins, um hugsanlegt samstarf
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur 10-12 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 22-24,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlán verotryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb
6 mán. uppsöan Innlán með sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6,25 Ib
Sterlingspund 6-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskarkrónur 9-10,25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 20-24 Bb.Sb, Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22,5-26 eða kge
Almenn skuldabréf (2) 21-27 Ob
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 21-24,5 Bb.Sb
Utlán verötryggö Skuldabréf
Að 2.5árum 6-7 Lb
Til lengritíma 6,5-7 Bb.Lb, Sb,0b
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 16,25-26 Ib
SDR 7,75-8.25 Bb.Lb, Ob
Bandaríkjadalir 8-8,75 Bb.Sb
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb. Ob.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala mai 1662 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Haekkaði3%1.april
HLUTABREF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110 kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiöir 170 kr.
Hampiöjan 114 kr.
Iðnaöarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldaþréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
blrtast I DV á fimmtudögum.
Alþýðubandalags og Sjálfstæðis-
flokks í nýsköpunarstjóm með
Alþýðuflokki.
„Eg held að þetta sé alveg óraun-
hæft á þessu stigi málsins. Ég held
að það séu engar sérstakar forsendur
fyrir því núna, framarlega í þessum
stjómarmyndunarviðræðum, að
þessir aðilar, sem em kannski ólík-
legustu aðilamir í íslenskum stjóm-
málum til að starfa saman, fari að
setjast niður til viðræðna. Ég held
að það sé ekkert sem bendi til þess
að þeir hafi nálgast á nokkum hátt
í þeim grundvallarmálum sem skilja
þá að.
Þetta er náttúrlega möguleiki sem
oft hefur verið ræddur en ég hef aldr-
ei talið að væri raunhæfur nema
bara við algerlega sérstakar aðstæð-
ur. Og þær em ekki uppi núna.
Það myndi aldrei að mínu viti
koma til greina að fara að setjast
niður í einhverjar alvarlegar viðræð-
„Kjósendur hafa kosið sér ríkis-
stjórn. Þau úrslit eru alveg skýr.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn fengu 39 þing-
menn samanlagt og náttúrlega eiga
þeir þar af leiðandi að stjórna
landinu. Og mér fmnst bara hlægi-
legt að eitthvert smáflokkager sé
að blanda sér í það,“ sagði Guðrún
Helgadóttir, þingmaður Alþýðu-
bandalags, er DV spurði um álit
hennar á nýsköpunarstjórn.
„Albert Guðmundsson og hans
flokkur er auðvitað ekkert annað
en sá sami Sjálfstæðisflokkur og
hann hefur alltaf verið. Formaður
Sjálfstæðisflokksins getur ekki
haft neinar meiningar um það
hvort honum líkar vel eða illa við
Albert Guðmundsson. Þjóðin vill
Albert Guðmundsson og hún á að
ráða þessu.“
- En ef formaður Sjálfstæðis-
flokksins kallar til Alþýðuflokk og
Alþýðubandalag og vill viðræður
um svokallaða nýsköpunarstjórn?
Ætti Alþýðubandalagið að leggja
út í slíkar viðræður?
„Auðvitað tökum við þátt í við-
ræðum. Því ekki það? Én ég yrði
ur af þessu tagi fyrr en menn væm
staddir í einhverri meiriháttar
stjómarkreppu og vandræðaástand
framundan eða einhveijar svo sér-
stakar aðstæður uppi í þjóðlífinu að
það kallaði á alveg sérstaka hluti,
ef menn væm að ræða um að forða
frá einhveijum yfirvofandi áföllum
eða neyð eða einhveiju slíku.
Það em fjölmargir aðrir kostir sem
ekki hafa verið kannaðir, að minnsta
kosti ekki í botn, og það hlýtur að
vera eðlilegast að prófa þá fyrst, sér-
staklega auðvitað að þeir sem telja
sig sigurvegara í þessum kosningum
reyni hvað þeir geta.
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn
til dæmis hafi ekki sýnt neitt það í
utanríkismálum eða ýmsum öðrum
málum sem bendi til þess að sam-
starf þessara aðila sé raunhæft,
ekkert frekar nú en áður og kánnski
síður nú en áður að mörgu leyti.“
-KMU
mjög undrandi ef formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefur það að engu
að annar armur Sjálfstæðisflokks-
ins fékk óvart sjö þingmenn. Ég tek
mjög alvarlega skilaboð kjósenda
til okkar vinstri manna og þau eru
ótvírætt á þann veg að þeir vildu
okkur ekki. Þeir vildu sjálfstæðis-
menn og Framsókn. Og þeir eiga
auðvitað að fá það sem þeir biðja
um. Til þess eru kosningar.
En ef þessir sigurvegarar kosn-
inganna treysta sér ekki til þess
að stjórna landinu hjálparlaust þá
skal ég verða fyrsta manneskjan
til að ræða við þá. Auðvitað erum
við ábyrg og auðvitað tökum við
þátt í umræðum um ríkisstjórn ef
ekki tekst að mynda ríkisstjórn
samkvæmt niðurstöðum kosning-
anna.“
- Þar á meðal í umræðum við
Sjálfstæðisflokk um ríkisstjórn?
„Við getum rætt við þá en ég á
nú ekki von á að þeir hlaupi til og
fari að þeim kröfum sem við hljót-
um óhjákvæmilega að gera,“ sagði
Guðrún.
-KMU
Sjátfstæðisflokkur og
Framsókn stjómi áfram
- segir Guðrún Heigadóttir, þingmaður Aiþýðubandalags
Sé ekkert athugavert
við að kanna nýsköpun
- segir Geir Gunnarsson, Alþýðubandalagi
„Ég sé ekkert athugavert við það
að kanna hvort það er einhver
grunnur fyrir því,“ sagði Geir Gunn-
arsson, þingmaður Alþýðubanda-
lagsins, er DV spurði um álit hans
á nýsköpunarstjórn, ríkisstjóm Al-
þýðubandalags, Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks.
„Mér finnst það nú heldur ólíklegt
að þessir flokkar gætu náð saman.
Að Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis
fallist á það sem við teljum að þurfi
að fá fram, jafhvel Alþýðuflokkurinn
í sumum málum. En það er ekkert
hægt að segja um það fyrr en þær
umræður hafa farið fram.
Mér þykir ólíklegt að það náist
málamiðlun um ýmsa málaþætti við
Sjálfstæðisflokkinn. En það er sjálf-
sagt að reyna það. Það er ekkert
athugavert við það að kanna það,
fá það raunverulega fram á borðið
þannig að það sé ekki bara nafh á
stjóm heldur spuming um það um
hvað menn em að tala,“ sagði Geir.
-KMU
Til í viðræður við
alla nema einn
- segir Sverrir Hermannsson, Sjálfstæðisflokki
„Þó nú væri,“ sagði Sverrir Her-
mannsson, ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, um viðræður við
Alþýðubandalag um myndun ríkis-
stjómar.
„Ég er til í viðræður við alla nema
einn. Allar aðrar stjómir er auðvitað
hægt að my nda og við verðum í for-
ystu fyrir. Öðruvísi náttúrlega tala
ég ekki um málið.“
Er Sverrir var spurður hver þessi
eini væri svaraði hann:
„Það tölum við ekki um. Það vissi
ég fyrir löngu. Ég er löngu búinn
að gefa yfirlýsingar og ég hleyp aldr-
ei frá yfirlýsingum mínum því ég er
stefnufastur maður og fastheldinn
mjög.“
-KMU
Vildi núverandi sljóm
- segir Eggert Haukdal, Sjátfstæðisflokki
„Ef það næst góður málefnasamn-
ingur þá gæti það út af fyrir sig verið
hugsanlegt," sagði Eggert Haukdal,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um
samstarf með Alþýðubandalagi og
Alþýðuflokki í nýsköpunarstjóm.
„En þessir hlutir em allir svo
óskýrir ennþá að það er best að út-
tala sig ekkert um þessa hluti. Ég
hefði að mörgu leyti talið að núver-
andi ríkisstjóm ætti að starfa áfram.
En hana vantaði samstarfsaðila.
Henni tókst vel upp og það hefði
verið að mörgu leyti eðlilegt að
halda því áfram.“
- Það er kannski hægt með smávið-
bót.
„Það á eftir að sjást,“ sagði Eggert.
-KMU
Málefnin verða að ráða
- segir Ólafúr G. Einarsson, Sjálfstæðisflokki
„Ég hef ekki frekar en aðrir útilok-
að samstarf við nokkum aðila en
meðan við vitum ekki á hvaða
grundvelli við gætum samið við þá
treysti ég mér ekki til að segja meira
um það,“ sagði Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, um hugsanlegt samstarf
Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda-
lags í ríkisstjóm.
„Ég útiloka ekki samstarf við þá
frekar en aðra en það er í þessu sem
öðm sem málefhin verða að ráða.“
- Telur þú að líkur séu á að slík
málamiðlun náist að þessir flokkar
geti starfað saman?
„Miðað við það sem sumir hafa
látið frá sér fara em þær líkur nátt-
úrlega ekki miklar," sagði Ólafur.
-KMU