Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
7
Fréttir
Hagnaður
KASK
40 milljónir
Júlía Imslaiid, DV, Höín:
Á aðalfundi Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga, sem haldinn var nýlega,
kom fram að hagnaður félagsins á síð-
asta ári var rúmlega 40 milljónir
kíóna. Akveðið var að verja 2,5 millj-
ónum af hagnaðinum í launauppbót
til starfsfólks KASK á síðasta ári.
Uppbót þessi var frá kr. 2000 og upp
í 7000 kr. til þeirra sem unnið höfðu
1200 klst. eða meira í dagvinnu á ár-
inu.
Árið 1985 var um 50 milljón kr. tap
á rekstri kaupfélagsins. Heildarvelta
Kask jókst um 27,1% frá íyrra ári.
Mjög góð útkoma var á Fiskvinnsl-
irnni á síðasta ári og var hagnaður
tæpar 32 milljónir. í stjóm Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga eru Öm Eiríks-
son, Steindór Einarsson og Sveinn
Sighvatsson og aðalendurskoðandi
Sigþór Guðmundsson.
Hækkun afnotagjaldanna:
11
Oeðlileg hækkun
- segir Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar
ái
„Á meðan Ríkisútvarpið stendur
tveimur fótum í tekjuöflun, það er
bæði með afhotagjöldum og auglýs-
ingatekjum, er þessi hækkun mjög
óeðlileg því hún kemur á sama tíma
og reynt er að halda öllu verðlagi í
skefjum,“ sagði Einar Sigurðsson,
útvarpsstjóri Bylgjunnar, í samtali
við DV er hann var inntur álits á
nýlegri hækkun afnotagjalda Ríkis-
útvarpsins um 67%-
„Það er sérkennileg samkeppnis-
staða sem við hinir lendum í við
þessar kringumstæður þegar höfúð-
andstæðingurinn fær á milli 250 og
300 milljónir á ársgrundvelli í vas-
ann með skattheimtu því þessi
afnotagjöld em ekki annað en skatt-
ur sem menn verða að borga, hvort
sem þeir notfæra sér þjónustu þess-
ara miðla eða ekki.“
Einar sagði ennfremur að hann
hefði verið talsmaður þess að Ríkis-
útvarpið færi alfarið yfir i afnota-
gjöldin sem tekjuöflun og þau yrðu
myndarleg, það er gerð yrði úttekt
á því hvemig þjónustu ríkinu bæri
að veita á þessum vettvangi og af-
notagjöldin stæðu undir þeirri
þjónustu. En hins vegar taldi hann
óeðlilegt að grípa til svo gífurlegrar
hækkunar á meðan ríkisútvarpið
væri jafnframt í samkeppni á auglýs-
ingamarkaðinum.
-FRI
„Algjör öfugþróun“
- segir Hafsteinn Vilhelmsson, útvarpsstjóri Stjömunnar
„Þessi hækkun er algjör öfug-
þróun. Með aukinni samkeppni
seilist ríkið í vasa skattborgaranna
í stað þess að bregðast við með því
að bæta dagskrá sína eins og aðrir
verða að gera,“ sagði Hafsteinn Vil-
helmsson, útvarpsstjóri Stjömunn-
ar, í samtali við DV er hann var
inntur álits á nýlegri hækkun af-
notagjalda Ríkisútvarpsins/sjón-
varps.
í máli Hafsteins kom einnig fram
að þessi hækkun bryti í bága við þá
verðlagsstefnu sem reynt væri að
halda í landinu og hann fann ekkert
sem gæti réttlætt svo mikla hækkun.
-FRI
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað virðist njóta vaxandi vinsælda.
Hússtjómarskólinn á Hallormsstað:
Vaxandi aðsókn í
hússtjórnarnám
Aima Ingólfedóttir, DV, Egisstöðum:
Hússtjómarskólinn á Hallormsstað
hélt árlega sýningu á verkum nem-
enda í skólanum sjálfum nú nýlega.
Að þessu sinni stunduðu 16 nemendur
nám, 13 stúlkur og 3 piltar. Á sýning-
unni vom, eins og áður sagði, verk
nemenda, s.s. verk úr vefnaði, þar á
meðal værðarvoðir, tuskumottur og
veggstykki, verk úr bútasaumi, rúm-
teppi, púðar o.fl. Einnig vom margar
gullfallegar flíkur, leirmunir og hand-
málaðir trémunir.
Að venju komu margir Austfirðing-
ar, eða um 300 manns, til að skoða
sýningu þessa og gæða sér á fram-
leiðslu nemenda, brauðum, salötum
og fleiru. Aðsókn að Hússtjómarskól-
anum á Hallormsstað hefur heldur
aukist og virðist nám þetta njóta vax-
andi vinsælda beggja kynjanna. En
námið stendur yfir frá áramótum og
fram á vor. Kenndar eru helstu grund-
vallaraðferðir varðandi almenna
hússtjóm, s.s. matreiðsla, þvottur,
ræstingar, vefnaður, fatasaumur og
fleira.
Komin er á myndbandamarkaðinn ný,
þrælspennandi mynd með toppleikurum:
Nazi Hunter
(The Beate Klarsfeld Story)
Hver vill ekki vita hver var orsökin fyrir því
að slátrarinn frá Lyon, Klaus Barþi, yfir-
maður Gestapó í Lyon í Frakklandi í
stríðinu, kom fyrir rétt 11. maí 1987 ákærð-
ur fyrir glæpi gegn mannkyninu?
Farrah Fawcett fer á kostum í þessari
mynd. Tom Conti (Heavenly Pursuits)
Geraldine Page leika einnig í myndinni.
Mynd sem allir verða að sjá.
Mynd sem fer beint á vídeó.
Vídeóleigur athugið að þessi
mynd fer ekki inn á myndbanda-
leigur kvikmyndahúsanna.
Pantanir í síma
91-67-16-13
P. Ólafsson.
VANTAR ÞIG BILASTÆÐI?
Á sýningunni var margt góðra gripa sem gestir höfðu gaman af að skoða.
ASTRA
Austurströnd 8, sími 612244.