Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1987. Uflönd Óttast um ellefu Ivf óttast er að ellefu manns hafi látið lífið þegar §ögurra hæða íbúðarbygging hrundi í hverfi mú- hameðstrúarmanna i Beirút í Líbanon í gær. Ekki var vitað hvað orsakaði slysið í húsinu, en lögreglan í borg- inni segir að burðarveggir þess hafí skaddast verulega í innrás ísraelsmanna í Líbanon árið 1982. Greina kannabis á andadrætti Tæknimenn í Ástralíu segjast hafa hannað tæki sem lögreglan getur notað til þess að greina á andardrætti fólks hvort það hefur neytt kannabis-fíkniefha. Tæki þetta er nógu smátt til þess að hafa í lögreglubifreiðum og er búist við að það verði tekið í notkun á götum úti innan tíðar. Segja sérfræðingar að með tæki þessu megi greina hvort einstakl- ingur hafi neytt kannabis-efha, allt að átta dögum eftir neyslu. Þá er talið að hægt verði að nota tæki þessi til þess að greina notkun amfetamíns. Aftökur í Kóreu Fimm morðingjar voru teknir af lífi í Kóreu í gær, en aftökur þeirra eru hluti af mikilli herferð yfir- valda í landinu gegn ofbeldisverk- um. Tveir þeirra, sem teknir voru af lífi, höfðu einnig framið nauðgan- ir, þar af hafði einn nauðgað og myrt þrjár ungar skólastúlkur. Annar þeirra nauðgaði mágkonu sinni, eftir að hann myrti eigin- konu sína og tengdamóður. Suður-Kóreumenn tóku þrettán manns af lífi á síðasta ári, fyrir kynferðisafbrot. Mistókst flugránið Einn starfsmanna flugvallarins á Fijieyjum gerði í gær tilraun til þess að ræna jumbóþotu frá flugfé- laginu Air New Sealand. Um borð í þotunni voru liðlega hundrað farþegar, flestir þeirra Japanir, og liðlega tuttugu manna áhöfh, en þotan var á leið frá Nýja-Sjálandi til Tokýo. Áhöfri þotunnar tókst nokkru sfðar að yfirbuga manninn. Þingmaður handtekinn Einn af þingmönnum breska íhaldsflokksins var í gær hand- tekinn, sakaður um að hafa keypt ólöglegt magn af hlutabréfum í breska fyrirtækinu British Telecom, sem sett var á almennan markað á síðasta ári. Þingmaðurinn, Keith Best, hefur viðurkennt að hafa sent inn ólög- legan fjölda umsókna um hluta- bréfakaup i fyrirtækinu, og að hafa notað mismunaridi nöfh og heim- ilsföng í þeim tilgangi. Mál þetta, sem og svipað mál gegn öðrum þingmanní íhalds- flokksins, Eric Cockeram, eru talin kosta flokk þeirra nokkurt fylgi, en hvorugur þeirra sækist eftir endurkjöri. Rttsljóri rekinn Miroslav Visic, aðalritstjóri júgóslavneska vikuritsins Student, var í gær rekinn úr starfi fyrir að hafa móðgað kommúnistaflokk landsins og fyrrum leiðtoga þess, Josip Broz Tito. Stjómvöld í Júgóslavíu segja að í síðustu þrem tölublöðum ritsins hafi hann gróflega móðgað bylt- inguna, sett sig á móti kenningum kommúnistaflokksins og móðgað Tito. Vamarkerfið ekki notað Ólafur Amaison, DV, New York Nú er ljóst að tuttugu og átta manns fórust og að minnsta kosti tuttugu og einn særðist í eldflauga- árás íraskrar herþotu á bandarísku freigátuna Stark í fyrrakvöld. Enn hefur engin skýring verið gef- in á þessari árás sem er sú mann- skæðasta frá því að árásir á skip á flóanum hófust fyrir alvöru árið 1984. Saddam Hussein, forseti Iraks, sendi í gær orðsendingu til Reagans, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann segist vona að þetta slys mundi ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Reagan sagði í gær að Bandaríkin myndu krefjast bóta, bæði vegna manntjóns og skemmda á freigát- unni. í Bandaríkjunum hefur árásin kallað fram mikla reiði og mikla sorg. Seint í gærkvöldi var ekki búið að tilkynna nöfn fallinna og særðra. Biðu því margar fjölskyldur milli vonar og ótta eftir ffegnum af því hvort ástvinir væru heilir á húfi eða fallnir í valinn. Meðal stjómmálamanna hafa vaknað spumingar um það hvort það þjóni einhverjum tilgangi fyrir Bandaríkin að vera með herskip á Persaflóa til að tryggja óhefta skipa- flutninga. Vilja margir bera ástandið nú saman við það sem var þegar bandarískir landgönguliðar vom staðsettir í Beirút. Ein af þeim spumingum, sem ósvarað er, er sú hvers vegna freigát- an reyndi ekki að verja sig en yfirmenn hennar vissu af árásinni að minnsta kosti einni mínútu áður en skipið varð fyrir eldflauginni. Stark er búið fullkomnu vamarkerfi sem nefhist Phalanx. Slíkt kerfi á að finna og eyða eldflaugum áður en þær valda tjóni. I gærkvöldi var ennþá eldur um borð í Stark og verið var að draga freigátuna vélarvana til hafnar í Bahrain. Ekki er búist við að niður- stáða fáist um það hvers vegna vamarkerfið var ekki notað fyrr en ró verður komin á um borð og hægt verður að ræða við skipstjórann. Reagan hefur fyrirskipað öllum bandarískum herskipum á þessum slóðum að vera í viðbragðsstöðu. Það þýðir að allar íranskar og íra- skar flugvélar, sem grunsamlegar þykja og ekki gera grein fyrir ferðum sínum, verða skotnar niður. Árás þessi kom sérstaklega á óvart vegna þess að Bandaríkjamenn hafa verið fremur hliðhollir írökum í Persaflóastríðinu. Verkamanna- flokkurinn sígur á íhaldsmenn Nýjar skoðanakannanir á Bret- landseyjum virðast benda til þess að Verkamannaflokkurinn sígi nú á íhaldsflokk Margareth Thatcher for- sætisráðherra þótt íhaldsmenn haldi enn nokkm forskoti. Niðurstöður fyrstu skoðanakannana sem gerðar hafa verið síðan Thatcher rauf breska þingið og boðaði kosningar þann 11. júní næstkomandi em þær að íhalds- menn njóti 41 % fylgis, Verkamanna- flokkur 33% og kosningabandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata hafi um 24 % fylgi meðal kjósenda. Önnur skoðanakönnun, sem gerð var fyrir BBC, sýndi að fylgi íhalds- manna er nú 41.5%, Verkamanna- flokks 32.5 % og kosningabandalags- ins 24 %. Tölur þessar virðast benda til þess að íhaldsmenn, sem nú stefha að því að hljóta meirihluta á breska þinginu þriðja kjörtímabilið í röð, fái sextíu og sex sæta meirihluta. Aðrar skoðanakannanir hafa bent til þess að íhaldsmenn hljóti hundrað þrjátíu og tveggja sæta meirihluta. Kosningabaráttan á Bretlandseyjum hófst formlega í byrjun þessarar viku. I gær hóf kosningabandalag frjáls- lyndra og sósíaldemókrata sína baráttu með blaðamannafundi þar sem þeir nafnamir David Steel, leiðtogi frjálslyndra, og David Owen, leiðtogi sósíaldemókrata, skröfuðu við fjöl- miðla. Þeir lögðu síðan upp í kosn- ingaferðalög, hvor í sína áttina. Vonast leiðtogar kosningabanda- lagsins til þess að hljóta nægilega mörg þingsæti til að koma í veg fyrir hreinan meirihluta íhaldsmanna og knýja þannig fram samsteypustjóm á Bretlandi. Leiðtogar kosningabandalags frjálslyndra og sósíaldemókrata, þeir David Ste- el og David Owen, hófu kosningabaráttu sína opinberlega i gær. Bandalag þeirra hefur, að þvi er skoðanakannanir benda til, töluvert fylgi en það nýtist þeim illa til þingsæta. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.