Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
13
Pappakassalýður og
koníaksheimspeki
Við íslendingar höíum verið þess
vafasama heiðurs aðnjótandi undan-
farin ár að ala með okkur mann sem
hefur verið óþreytandi við að aug-
lýsa hugrenningar sínar um lífið og
tilveruna.
Á meðan blessaður maðurinn sveif
í andakt um rangala Oxfordháskóla
fengum við reglulega fréttir af íram-
;gangi hans á lífsbrautinni. Þannig
fékk þjóðin að vita nær samstundis
þegar uppskrúfaður aðalinn í Oxford
veitti mannvininum Hannesi aðgang
að kaffistofunni sinni. Þar gat frjáls-
huginn þefað af menningunni úr
koníaksglösum lærifeðranna.
Einföld svör
Og heim kom lærisveinninn ungi
með svo yndislega einfóld svör við
tilvistarvanda mannskepnunnar að
jafnvel einfóldustu menn gátu skilið.
Við snyrtilega dúkuð borð hefur
hann síðan setið og skenkt eins og
lærimeistarar hans kenndu honum
og boðað fagnaðarerindið hveijum
þeim sem viljað hefur snæða nestið
með honum eins og Kristur gerði
forðum. Og eins og áður var sagt er
boðskapurinn einfaldur. Henda skal
til hliðar öllu því mannlega sem
ekki er hægt að mæla vísindalega.
Eina mannlega afurðin, sem hægt
er að mæla vísindalega, eru pening-
ar. Aurastikan skal sett á allar sálir,
enda löngu sannað að maðurinn
hefur aurasál. Á þeirri forsendu að
hver hafi sinn djöful að draga skal
hver einstaklingur sjá um sig sjálf-
ur. Ef einhveija konu langar mikið
til að heQa heilbrigðan atvinnu-
rekstur sem hóra þá má ekki skerða
einstaklingsfrelsi hennar með því að
hindra reksturinn. Ef ungling langar
óskaplega mikið í heróín má ekki
KjaHaiinn
Heimir Már Pétursson
nemi
fyrir nokkum mun stöðva fjörugan
og skapandi ungdóminn. Síst af öllu
má svo stöðva forstjóra og hluthafa
samsteypanna - sem af göfuglyndi
reka hóruhúsin og svara þörfum
æskunnar. Frumeðli mannsins, út-
sjónarsemi aurasálarinnar, verður
að fá að njóta sín.
Þessi einmanna drengur hefur
einnig farið með hástemmd erindi í
Ríkisútvarpinu (samnefnara einok-
unar); meira að segja þá raun leggur
hann á sig fyrir stórasannleik. Þar
leysti hann innflytjendavandamálið
í Bandaríkjunum á svo einfaldan og
fallegan hátt að mig skyldi ekki
undra þótt útvarpshlustendur hafi
tárast í hópum af innilegri hrifningu.
Þannig var eldmóður frjálshugans
sem skilur að einfaldleikinn er kon-
ungur fegurðinnar. Landamæri
Mexíkó og Bandaríkjanna skyldu
þurrkuð út, þannig að vesæll skríll-
inn geti hindrunarlaust gengið yfir
í Eden fjármagnsins. Þetta yndislega
pappakassahyski, sem skilur hvort
eð er ekkert í koníaksheimspeki og
enn minna í ensku, grípur fegins
hendi hvaða starf sem er. Og vegna
óstjómlegs þakklætis til forsjónar-
innar er því alveg sama þó að það
fái lítið sem ekkert kaup. Með þessu
fer svo ein dýrðarkeðja atburða í
gang. Pappakassadraslið undirbýður
verðið á vinnuafli eða boðið er lægi'a
í það og fjöregg mannsins, hagvöxt-
urinn, tekur kipp. Hallinn á fjárlög-
um Bandaríkjanna hverfur og hinir
guðsútvöldu flármagnseigendur
tútna út sem aldrei fyrr. H,vílík gleði.
hvílíkur klukknahljómur, hvilíkan
koníaksilm mun ekki leggja vfir
heimsbyggðina. Og pappakassalýð-
urinn mun flytja í tveggja hæða
„Þessi einmana drengur ...“
pappakassa (sjálfsagt undan kon-
íaki).
í viðhafnarútgáfu
Það er ekki skrýtið að velmektar-
menn þessa litla þjóðfélags okkar
skuli gapa af forundran yfir þessum
snyrtilega syni okkar lands sem get-
ur hugsað svona stórt. Enda keppast
þeir við að lofa þennan heimssöngv-
ara sem stórhuga menn í útlöndum
gefa út í viðhafnarútgáfu. Nú geta
því frystihúsakonur og verkamenn
haft hugrenningar hans á náttborð-
inu við hliðina á gömlu Biblíunni.
Fyrir rest munu svo allir skilja
nauðsyn óáreitts markaðar og heil-
brigðra viðskipta. Allir munu skilja
að sjúklingurinn verður að bjóða í
tæknikunnáttu læknisins og hlíta
þar lögmálum hins mikla markaðar.
Og menn verða að skilja að vinnu-
glaðar hendur þeirra eru misverð-
miklar, allt eftir því hvað margar
hendur eru í boði. Og hvaða verði
sem menn eru svo kevptir verða þeir
að vera forsjálir og fjárfesta. því
verðið á gömlum og kjúkuberum
höndum er alltaf lágt og þá er gott
að hafa fjárfest og eiga sjóð í ellinni.
Mæður framtiðarinnar munu
kenna treggáfuðum sonum sínum og
dætrum, að á sama hátt og lundirnar
og aðrir góðir bitar af nautinu spjara
sig best á markaðinum, en hitt fer í
úrkast og hakk, þá fara þeir hæfustu
til menntunar en hinir í verksmiðj-
umar, og þannig nýtist allar stærðir
á markaðinum best. Og úr pappa-
kössum borganna mun hljóma hin
ljúfa bæn sem frelsari vor og bjarg-
vættur nam af spekingum i útlönd-
um og kenndi okkur einfóldum:
Hlutabréf vor, þið sem eruð á mark-
aðinum/ helgist þínir vextir og
tilkomi þín ávöxtun/ verði þinn vilji
í kauphöll sem á þingi/ gef oss í dag
vom daglegan hlut/ og greið upp
allar okkar skuldir/ svo sem vér á
frjálsum vöxtum skuldir okkar
greiðum./ Eigi leið þú oss í samtök
heldur frelsa oss frá slíku/ þvi að þín
er krónan. dollarinn og pundið/ að
eilífu. Mammon.
Heimir Már Pétursson
„Ef einhverja konu langar mikið til að
hefja heilbrigðan atvinnurekstur sem
hóra þá má ekki skerða einstaklings-
frelsi hennar með því að hindra rekstur-
mn.
Andlegt ofbeldi
Lengi hefur andlegt ofbeldi þótt
sjálfsagður hlutur á Islandi og jafn-
an í skjóli þess að það er svo erfitt
að færa sannanir fyrir því. Samt sem
áður er þetta algengasta form of-
beldis, sérstaklega í hjónaböndum
þar sem tvöföld skilaboð em helsti
tjáskiptahátturinn og fallegt yfir-
borð skýlir óróleikanum inni fyrir
og andrúmsloftið er þmngið spennu
þótt hjónin séu oft að drekka kaffi
og horfa á sjónvarpið. Bömin verða
fómarlömb þessarar spennu sem þau
skilja ekki og taka oft sökina á sjálf
sig.
Mjög mörg heimili þjást vegna
þess að ákveðnir einstaklingar
kunna ekki að tjá sig öðruvísi vegna
bældra tilfinninga en með því að
beita andlegu ofbeldi. Mörg börn
sitja uppi með meingallaða sjálfsí-
mynd vegna þess hvað foreldrar
þeirra eiga erfitt með að ná til þeirra
með eðlilegum hætti. Þessi eðlilega
þörf til að sýna sínum nánustu hlýju
og umhyggju verður síðan það bæld
og aðþrengd að hún kemur út m.a.
í kynferðislegum tilhneigingum.
Sjálfskaparvíti
Það sem e.t.v. einkennir fórn-
arlömb andlegs ofbeldis er óöryggi
umfram annað. Fómarlömbin eiga
oft erfitt með að leita að eðlilegum
tengslum við annað fólk vegna þess
að andlega ofbeldið, sem það var
beitt, var aldrei sannanlegt og fóm-
arlambið á erfitt með að greina á
milli þess sem er gott og vont því
dómgreind foreldranna var yfir allan
vafa hafin. Mörg böm lenda í því
að leita stöðugt uppi neikvæða at-
hygli, oftast vegna feðra sem ekki
kunnu að sýna tilfinningar og
mæðra sem þjáðust af sama ástleysi
vegna þess. Það sem e.t.v. verður því
fólki, sem nálgast annað fólk með
KjaUaiinn
Magnús Einarsson
nemi
andlegu ofbeldi. verst er sektar-
kenndin, þessi sektarkennd verður
oft svo sterk að viðkomandi missir
allt vald á sjálfum sér og reynir að
ná til fólks, aðallega sinna nánustu,
eins og lítið barn.
Fómarlömbin eiga oft mjög erfitt
með að skilja á milli raunveralegrar
hlýju og falskrar og lenda oft í þvi
sjálfskaparvíti að elta falska hlýju
vegna þess að sársaukinn verður
þess valdandi að viðkomandi þora
ekki að horfast í augu við hann.
Sársaukinn verður einfaldlega of
mikill.
Einkenni andlegs ofbeldis
Hvað einkennir andlegt ofbeldi?
Viðkomandi persóna á erfitt með að
skilgreina sitt sjálf. á erfitt með að
ná til fólks. tala við annað fólk og
sérstaklega að horfast í augu við
annað fólk. heldur reynir hún að
nálgast fólk með því að látast vera
bam svona eins og til að firra sig
ábyrgð á eigin sjálfi. Og eins til þess
að hafa þau forréttindi að nálgast
bömin sín eins og bam. Oft lenda
því böm þessara foreldra í tilfinn-
ingalegu foreldrahlutverki gagnvart
viðkomandi og finnst þau þurfa að
bera ábyrgð á sérþörfum foreldris-
ins. Þetta hefur orðið mörgu baminu
ævilangur baggi og eins verður for-
eldrið hneppt í viðjar stöðugrar
sektarkenndar. Þessi hlutverk. sem
oft myndast fljótt á uppvaxtarskeiði
bamsins, verða því mjög erfið og
vandræðaleg þegar börnin vaxa úr
grasi og þurfa að fara að bera ábyrgð
á eigin tilfinningum. Þetta leiðir oft
til þess að bömin eiga erfitt með að
halda eðlilegum tengslum við heim-
ili sitt eftir að þau flytja að heiman.
Dæmi um fjölskyldumynstur þar
sem andlegt ofbeldi viðgengst og er
orðið allt að því heilagt vegna þess
sársauka, sem það hefur skapað, og
hindrað alla meðlimi fjölskyldunnar
í að breyta ástandinu vegna þess
hversu það er erfitt að horfast í augu
við sviðann.
Hlutverk fyrirvinnunnar
Oftast er það karlmaðurinn. faðir-
inn. sem ekki hefur jafngott tækifæri
til að nálgast börnin sín og konuna
sína vegna vinnu og vegna gamalla.
úreltra. hefðbundinna kynhlutverka
imi að karlmaðurinn eigi annars
vegar að vera fyrirvinna og hins
vegar hrúgan í hægindastólnum.
Þegar um hægist í vinnunni og mað-
urinn hefur ekki lengur sömu
markmið og sömu stöðu og áður og
aldurinn færist yfir er líklegt að
maðurinn, sem áður hafði hlutverk
fyrirvinnunnar, hafi nú ekki annað
hlutverk en að vera hrúga í stólnum
og ver það hlutskipti með því að
gera sig bamalegan. Oft er hlutverki
bamsins bókstaflega þrengt upp á
manninn vegna þess að þörf konunn-
ar fyrir barn er sterk og vegna þess
að uppkomin börn hans umgangast
hann eins og barn.
Einhvers staðar í þessu ferli verður
til andlegt ofbeldi þar sem einhverjir
verða að taka út niðurlægingu
mannsins yfir þvi að vera bam gagn-
vart konunni sinni og hann yfirfærir
niðurlægingu sína vfir á einhverja
nána ættingja með stuðningi konu
sinnar sem vill vitaskuld hafa mann
sér við hlið. Niðurlæging mannsins
samfara sektarkenndinni verður síð-
an oft til að brjóta viðkomandi niður.
Hvemig er síðan hægt að hjálpa
viðkomandi? Það hlýtur náttúrlega
að gefa augaleið að fjölskvldan verð-
ur að taka ábyrgð á þessu vandamáli
áður en það skaðar. Það er hins
vegar oft svo að þó að brýn þörf sé
á aðstoð reynist það erfiðara en sýn-
ist þar sem sársauki viðkomandi
aðila verður eins konar vítahringur
sem bindur fjölskvlduna saman og
öll tengsl íjölskyldumeðlimanna era
oft þess eðlis að allar breytingar
hefðu i för með sér mjög miklar
breytingar á allri fjölskyldugerðinni.
Þetta verður oft mjög sársaukafullt
og kostar mikla erfiðleika meðan á
stendur.
Allar breytingar kosta hins vegar
erfiðleika en það hlýtur að vera þess
virði til þess að fjölskyldan geti ve-
rið ánægð og tekist á við dagleg mál
án þess að sársaukinn og sorgin setji
svip sinn á allt daglegt líf fjölskyl-
dunnar.
Magnús Einarsson.
„Mörg börn lenda í því að leita stöðugt
uppi neikvæða athygli, oftast vegna
feðra sem ekki kunnu að sýna tilfinning-
ar og mæðra sem þjáðust af sama ástleysi
vegna þess.“