Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1987. Spumingin Er þig farið að lengja eftir nýrri ríkisstjórn? Inga Þorsteinsdóttir þroskaþjálfari: Ætli ég sætti mig ekki við núverandi ástand, þetta tekur allt sinn tíma. Þeir eiga örugglega ekki eftir að fara nokkra hringi enn. Ég bara vona að Kvennalistinn verði í næstu ríkis- stjórn, ég myndi treysta honum fyrir þjóðarskútunni. Ólafur Eggertsson bóndi: Nei, ætli það. Þetta tekur allt sinn tíma og það væri ákjósanlegast að allir flokkarnir fengju að spreyta sig á stjórnarmyndun. Ég held nú samt að starfsstjórnin sé skásti kosturinn fyr- ir okkur bændurnar. Það er vonandi að Framsókn gegni lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Elvar Reynisson, starfar í blikk- smiðju: Jú, það hlýtur að fara koma að þessu. Þeir eru allavega búnir að fá nægan tíma til viðræðna. Og besta lokaniðurstaðan væri náttúrlega Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti. Þórir Jóhannsson múrari: Nei, það liggur ekkert á, þetta er ágætt eins og þetta er. Ég myndi vilja Sjálfstæð- isflokk, Alþýðuílokk og Kvennalista í stjórn saman. Ingvi Magnússon offsetljósmyndari Nei, fyrst þeir eru að þessu á annac borð þá er eins gott að þeir geri þettc almennilega, að þeir gefi sér góðar tíma í þetta svo að næsta stjórn verð höggheld. Halldór Magnússon skrifstofumaður: Nei, ekki get ég sagt það. Það ættu allir að gera sér grein fyrir að þetta er mjög erfitt og á eftir að taka sinn tíma. Eg vona bara að Sjálfstæðis- flokkurinn verði í næstu stjórn. Lesendur Eurovision: „Fimmta flokks amerísk/ensk poppmúsík" Vilhjálmur Siguijónsson skrifar: Það er staðreynd að músíkhlustend- ur, a.m.k. af yngri kynslóðinni í Evrópu og þá aðallega Vestur-Evrópu, eru aldir upp við hlustun á fimmta flokks ameríska og enska poppmúsík. Það er að segja lög með einföldu síend- urteknu litlu stefi og ómerkilegum texta, venjulega tveimur hljómum. Ef þetta er haft í huga er ekki von að vel fari þegar almenningur í þessum löndum á að velja lag í keppni sem Evrópukeppnina. Ég tel þó að ísland hafi komist mjög þokkalega frá sinni stigagjöf. Aftur á móti virðast margir þeir hlustendur í öðrum löndum sem völdu stigin hafa annan smekk en ég sem eðlilegt er. Ég vil benda á annað atriði sem ég tel mjög mikilvægt í svona keppni og þar var okkar framlag misheppnað. Það var bæði myndbandið sem var sýnt á undan íslenska laginu og ekki Sviðsetningin var ekki nógu góð og einnig hefði fólkið sem söng bakraddirnar og hljómsveitin mátt sjást. síður sviðsetningin á sjálfu laginu. Þvi var fólkið sem söng bakraddimar ekki látið sjást og svo hljómsveitin? En lík- lega er myndbandið í stigakeppninni ekki síður mikilvægt til að safna at- kvæðum. íslenska lagið tel ég besta lagið og þar að auki frábærlega vel flutt, ég er ekki sammála Þuríði Pálsdóttur. Halla Margrét flutti lagið akkúrat eins og best var hægt, þar vantaði aðeins betri sviðsetningu. Það var um helmingur laga í keppn- inni góður en hin áttu engin stig skilið. Mér fannst t.d. mjög erfitt að gera upp á milli 10 bestu laganna eins og þess júgóslavneska, sænska, danska og portúgalska svo einhver séu nefnd. Ég hafði mjög gaman af keppninni í heild en hún hefði komið mun betur út fyrir okkur ef myndbandið hefði verið betra og sviðsetningin hefði einnig mátt vera betri. Innbrotafaraldur í vesturbænum Vesturbæingur hringdi: Ég vildi bara vara vesturbæinga við þar sem svo virðist sem innbrotafar- aldur sé að ganga í vesturbænum. Þetta á sérstaklega við í nýja hús- næðinu á Gröndunum. Þetta er búið að standa yfir tæpa tvo mánuði og það virðist ekkert lát verða á þessu. Nágrannar mínir hafa sérstaklega orðið varir við þetta í lokuðum bílskýl- um og sameiginlegum hjóla- og þvotta- geymslum. Þetta getur náttúrlega verið mjög bagalegt og eina vemdin, sem íbúam- ir virðast fá hjá lögreglunni, er skýrslutaka - skýrsla og aftur skýrsla - en aldrei virðist bóla á þjófunum, þeir virðast alltaf komast undan. Getur lögreglan virkilega ekki veitt okkur borgumnum aðra vemd en skýrslutöku? Væri ekki meira í áttina að fylgjast með svæðinu þangað til þjófarnir nást? Vonast ég til þess að lögreglan fari nú að taka til hendinni og komast til botns í þessu leiðindamáli. Reykjanesbrautin: Stórhættuleg meðan hún er svona illa merkt Breiðholtsbúi hringdi: Ekki veitir af að fara að taka götumar í gegn. Maður keyrir varla götu á enda hérna í Reykjavík án þess að verða fyrir einhverjum óþægindum vegna hola, hversu illa merktar þær em, svo eitthvað sé nefnt. Nú ætti Reykjavíkurborg að hafa sparað heilmikla peninga, allavega fóm þeir ekki í snjómokstur eða salt- austur því veðrið hefúr verið ótrúlega gott í vetur. Götumar em mjög illa famar og orðið tímabært að fylla upp í þær og ekki síst að merkja þær. Tökum t.d. Reykjanesbrautina sem dæmi, á leið- inni upp í Breiðholt em þriggja akreina brautir í báðar áttir. Það er erfitt eða ómögulegt að greina hverja akiein fyrir sig, þessar þijár akreinar virðast renna í einn grautt og um- ferðarmenningin á þessu svæði er eftir því. Það hljóta að hafa orðið slys af þessu og ef ekki þá eiga eftir að verða slys vegna þess hve illa hver akrein er afinörkuð. Oft er þörf en nú er nauðsyn að lag- færa götumar og merkja, það hlýtur að vera hægt að nota einhvem pening sem ella hefði verið notaður í snjóm- okstur. Fáar unglinga myndir Maria S. skrifar: Ég er alveg sammála einu lesenda- bréfi um að Stöð 2 og Rúv sýni allt of lítið af unglingamyndum. Sem dæmi mætti nefna að Stöð 2 virðist gera meira til að gera yngstu áhorfendun- um til geðs heldur en okkur ungling- unum. Stöð 2 sýnir t.d. teiknimyndir í hálftíma en myndrokk oftast í kortér. Það væri mjög gaman ef Stöð 2 eða sjónvarpið sýndu t.d. hryllingsmynd- ina Fluguna en hún ætti að hrista dálítið upp í fólki, ekki veitir af. Það vantar einmitt meira af svona glænýju fersku myndefni sem fólk nennir og vill sitja yfir. Educating Rita er til að mynda mynd er ekki ætti að valda neinum vonbrigðum. Með von um úrbætur. Það vantar meira af unglingamyndum á báðar sjónvarpsrásirnar, krassandi myndir eins og t.d. Fluguna og fyndnar eins og Educating Rita sem er alveg stórgóð mynd. Skjót viðbrögð þökkuð Hafþór Jónsson skrifar: óskir okkar varðandi úrhætur á í blaðaviðtali, sem haft var við umræddum stað. lirej'fihamlaða dóttur rnína í Morg- Ekki lét hann það við sitja heldur unblaðinu hinn 6. maí sl, kom fram kom hann klukkutíma síðar til að hún ættí í erfiðleikum með að heimilis okkar og bauð mér og dótt- komast leiðar sinnar í rafknúnum ur minni í ökuferð um hverfið hjólastól og tilgreindi hún þar sére- jafhframt því sem hann bað dóttur taklega gatnamótin Rauðalæk- mína að lýsa óskum sínum varðandi Laugalæk, þ.e. gegnt Kjötmiðstöð- breytingai’ á þeim ökuleíðum sem inni. hún gjarnan ferðast um. Orsökin fyrir þessum erfiðleikum Strax næsta dag vora síðan úrbæt- sagði hún að þar vantaðí tilfinnan- ur hafhar og eru á vel á veg komnar lega fláa á gangstéttarbrúnimar. þegar þetta bréf er ritað. Viðbrögð gatnadeildar gatruunála- Þar sem borgatyfirvöld eru oft á stjóra gagnvarí þessura mnmælum tíðum harðlega gagnrýnd fyrir þá dóttur minnar voru með eindæmum hluti sem miður fara varðandi ferli- skjót og jákvæð, því hinn 11. maí mál fatlaðra, og það oft með réttu, hringir maöiu- frá gatnadeildinni tel ég mér bæði ljúft og skylt að heim til okkar og spyrst fyrir um vekja athygli á því sem vel er gert. FJariægið girðinguna við Hvassaleitisskóla Áhyggjufullt foreldri hringdi: Eins og fram hefur komið í fréttum hafa ung skólaböm orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni í skjóli þessarar girðingar. Þar sem ekki hefúr tekist að hafa uppi á manninum sem stundar þennan ósið þá liggur náttúrlega beinast við að fjarlægja girðinguna svo þetta verði opið svæði þar sem allir greina hvað fer fram. Það er alveg vitað mál að það á eft- ir að reynast erfitt að finna manninn þar sem hann er í felum núna fyrst það er búið að upplýsa þetta. Það má bóka það að svona klikkaðir aðilar eiga eftir að láta sjá sig aftur til að hrella krakkana og kannski eitthvað meira og alvarlegra strax og þessi bóla er hjöðnuð. Þess vegna þarf að íjarlægja þessa slysagildru áður en það verður of seint! Lengri Poppkornsþætti Ólöf Steindórsdóttir skrifar: Ég vildi gjaman koma á framfæri að lengja hinn frábæra þátt Poppkom um hálftíma. Hálftími nægir einfaldlega ekki til að svala þörfum okkar tónlistarunn- enda. Það er í mesta lagi hægt að ná fimm lögum á hálftíma og þá er það búið. Liggur ekki beinast við að lengja þáttinn um helming, sem sagt klukku- tíma, og hafa 10 lög, það væri pottþétt. Og þá er bara að drífa sig í því að lengja Poppkomsþáttinn. Frekjan í fullorðna fólkinu! Inga hringdi: Ég fór á Djöflaeyjuna á þriðjudaginn var með tveimur vinkonum mínum. Áður en sýningin hófst ákváðum við að fara í sjoppuna sem var í næsta nágrenni en ein ætlaði að verða eftir til að passa sætin. Jú, jú, ég verð eftir og bíð þarna í mestu ró, þá koma askvaðandi tvær kerlingar og hlassa sér í sætin sem voru frátekin. Ég sagði þeim eins og var að þessi sæti væm frátekin fyrir vinkonur mín- ar sem skruppu smástund út í sjoppu og að þær kæmu von bráðar. Iss, það var ekki hlustað á mig frek- ar en ég væri ekki til. Það bar ekki á kurteisinni eða tillitsseminni sem þetta fullorðna fólk er alltaf að predika fyrir manni, en eins og máltækið segir „margur heldur mig sig“. Ég ætla mér ekkert að setja allt full- orðið fólk undir sama hatt og segja að það kunni sig ekki, sé frekt og með yfirgangssemi. En þessar kerlingar voru bölvaðar frekjur og ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þær tönnlast á hvað unglingamir nú til dags séu orðnir dónalegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.