Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987. Andlát Víglundur Möller skrifstofustjóri lést 8. maí sl. Hann fæddist 6. mars 1910. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir og Ludvig Möller. Lengst af starfaði Víglundur hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur sem að- albókari og skrifstofustjóri. Um árabil skrifaði hann í dagblaðið Vísi, ritaði t.d. forystugreinar blaðsins. Að auki sinnti hann margvíslegum félagsmálastörfum. Víglundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Sveinsdóttir en hún andað- ist árið 1941. Seinni kona hans var Helga Ásta Þórarinsdóttir, hún lést íyrir nokkrum árum. Víglundur eignaðist þrjár dætur. Utför hans verður ferð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Marta Guðmundsdóttir frá Lauf- ási lést 13. maí sl. Hún fæddist í Stykkishólmi þann 27. júlí 1901. Hún giftist ung eftirlifandi eiginmanni sínum, Þórhalli Guðmundssyni. Þau hjónin eignuðust 9 börn og eru 7 á lífi. Útför Mörtu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ólafur Ingibersson lést 11. maí sl. Hann fæddist 5. apríl 1913, sonur hjónanna Ingibers Ólafssonar og Marinar Jónsdóttur. Ólafur bjó í Keflavík allan sinn aldur og vann lengst af sem bifreiðarstjóri. Eftirlif- andi eiginkona hans er Marta Eiríksdóttir. Þeim hjónum varð 10 barna auðið. Útför Ólafs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Helga Pálína Sigurðardóttir lést í Kaupmannahöfn 13. maí. Kristbjörg Sveinbjarnardóttir, fyrrum húsfreyja á Högnastöðum, lést á heimili sínu 16. maí. Óskar Jón Guðjónsson lést laugar- daginn 16. maí. Helgi Stefánsson frá Haganesi, Mývatnssveit, til heimilis á Háteigs- vegi 11, lést sunnudaginn 17. maí í Landakotsspítala. Haraldur Sigurðsson lést 6. maí sl. Hann fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1894, sonur Sigurðar Jónssonar og fyrri konu hans, Helgu Einarsdóttur. Haraldur hóf störf sem bréfberi við pósthúsið í Reykjavík árið 1920 og það varð ævistarf hans. Hann giftist Signýju Eiríksdóttur en hún lést árið 1960. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. útför Haraldar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sigurður Skúlason magister, Hrannarstíg 3, lést í Landspítalanum 16. maí sl. Jóhanna Guðbjörg Guðlaugsdótt- ’ ir, Fjólugötu 9, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 16. maí. Ingólfur Jónsson, Löngufit 11, Garðabæ, lést í Landspítalanum laugardaginn 16. maí. Kristján Jóhann Kristjánsson, Miðvangi 31, Hafnarfirði, lést á gjör- gæslu Borgarspítalans að morgni 16. mai. Daníel Kristinsson, Einarsnesi 54, lést í Landakotsspítala 13. maí. Jarð- arförin fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 15. Guðni Á. Þórarinsson húsasmiður, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 15. maí. Fjóla Jónsdóttir, Fannborg 1, and- aðist i Landspítalanum 16. maí. Útför Þórunnar Þorvaldsdóttur, fyrrum saumakonu á Siglufirði, verður gerð frá Kapellunni í Foss- vogi miðvikudaginn 20. maí kl. 13.30. María Guðmundsdóttir frá Lækj- arbug, Mýrum, verður jarðsungin frá Borg á Mýrum laugardaginn 23. maí kl. 13.30. Jarðsett verður á Ökrum. Tórúeikar Einleikaraprófstónleikar í Norræna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna einleikaraprófstónleika í Norræna húsinu í dag 19. og miðvikudag 20. maí. í I gærkvöldi Sigríður Hannesdóttir leikari: „Nota takkana á tækjunum‘ Ég sá þáttinn Já, forsætisráðherra og mér finnst húmorinn þar alveg ná í botn fyrir okkur. Ég sá auðvitað þáttinn Ég gleðst hvem dag, með Jóni Guðmundssyni, og var mjög ánægð með hann. Ég gafst upp á að horfa á drullu- mallið Marx og kóka-kóla svo ég notaði bara þennan takka sem er á sjónvarpinu, slökkti og hlustaði á útvarpið í staðinn. Ég er þó ekki ein á heimilinu svo Dallas á Stöð 2 var sett í gang skömmu seinna. Ef mað- ur hefur séð einn slíkan þátt þá hefur maður séð þá alla en maður þarf að vera sérstaklega stemmdur til að nenna að eyða tima í að horfa á þessa þætti. Það er minnsti vandinn að svissa yfir á útvarpið ef maður vill ekki horfa á sjónvarpið, það er þroskandi og hvílir hugann. Ég hlustaði á at- hyglisverðan þátt um sorg og sorgarviðbrögð. Þar var dregin fram Sigriður Hannesdóttir. mynd af einum sem má sín minna í þjóðfélaginu, konu sem hefur brotn- að niður margoft og er búin að missa niður meira en sjálfstraustið. Ég held að það sé gott að fólk viti af þessari hlið í þjóðfélaginu og það hjálpar einnig þeim sem eru í álíka raunum að vita að þeir eru ekki ein- ir um þær. Mér finnast svona þættir ná betur í gegn í útvarpi heldur en sjónvarpi. I útvarpi getur fólkið tal- að mun óhindraðra en í sjónvarpi geta myndavélar og ljóskastarar truflað. Ég var nú heldur betur ánægð með Kvöldtónleikana, það er mjög hollt fyrir svefninn að hlusta á svona góða tónlist. Það er alltaf svo auðvelt að setja út á allt en mér finnst sjón- varpið og útvarpið bara mjög gott, ef það er eitthvað sem mér líkar ekki þá nota ég þessa takka sem eru á tækjunum og finn eitthvað í út- varpi eða sjónvarpi sem mér líkar. Það vill nefiiilega brenna við að fólk sitji hálflamað fyrir framan sjón- varpið og viti svo ekki einu sinni hvemig myndin endaði. I svoleiðis tilvikum er um að gera að notfæra sér fjölbreytta dagskrá og svissa yfir á eitthvað annað. kvöld kl. 21 eru tónleikar Emils Friðfinns- sonar hornleikara. Hann flytur verk eftir Beethoven, Strauss, Saint-Saens, Berger og Hindemith. Krystyna Cortes leikur með á píanó. Miðvikudaginn 20. maí kl. 21 eru tónleikar Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara. Helga leikur verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Chopin og Ginastera. Þessir tónleikar eru síðari hluti einleik- araprófs Emils og Helgu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tilkyimingar Nýr framleiðslustjóri hjá Steypustöðinni hf. Haukur Helgason byggingatæknifræðing- ur hefur verið ráðinn framleiðslustjóri hjá Steypustöðinni hf. Auk framleiðslustjórn- unar mun Haukur hafa með höndum gæðaeftirlit og rannsóknir á steypu. Haukur er fæddur í Hveragerði 20. febrúar 1948. Hann lauk prófi í byggingatækni- fræði frá TÍ 1977, með rekstur og stjórnun sem valgrein. Bæjartæknifræðingur á Siglufirði 1978 til 1980 og tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðumesja 1980 til 1982. Stundaði kennslu við Iðnskólann og Meistarskólann í Reykjavík 1983. Frá 1983 starfaði Haukur hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík, einkum við steypueftirlit. Haukur er giftur Eyrúnu Kjartansdóttur og eiga þau þijá syni. Bann við togveiðum austur af Hvalbak Þann 12. mars sl. gaf sjávarútvegsráðu- neytið út reglugerð um bann við togveið- um austur af Hvalbak og átti bannið að gilda til 15. maí. Svæði þetta var síðan kannað um síðustu mánaðamót og hefur ráðuneytið nú ákveðið að framlengja tog- veiðibannið til 15. júní, að tillögu Haf- rannsóknarstofnunar þar sem hlutfall smáþorsks er ennþá hátt á svæðinu. Þing landssambands Delta Kappa Gamma var haldið að Varmalandi í Borgarfirði 1.-3. maí sl. Innan þessara samtaka eru konur sem vinna að fræðslu- og mennta- málum. Á íslandi starfa nú 4 deildir og var ijórða deildin stofnuð á hátíðafundi að Varmalandi. Tíu ár eru nú liðin frá stofnun samtakanna á Islandi, en þau eru hluti af alþjóðasamtökum kvenna. Megin- verkefni samtakanna er að styrkja konur til framhaldsnáms, og hafa nokkrar ís- lenskar konur hlotið slíka námsstyrki. Gestur fundarins var Dr. Theresa Fechek, framkvæmdastjóri frá aðalstöðvum í Aust- in í Texas. Aðalefni þingsins var: Áhrif myndefnis á börn og unglinga. Fráfarandi forseti samtakanna er Pálína Jónsdóttir, Kópavogi, en forseti til næstu tveggja ára var kjörin Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík. Aðrar í stjórn eru Jóhanna Þorsteinsdóttir, Akureyri, Jenny Karls- dóttir, Akureyri, Gerður G. Óskarsdóttir, Reykjavík, og Sigrún Klara Hannesdóttir, Reykjavík. Tímarit Tímaritið Hár & fegurð er komið út. Á síðasta ári stóð tímaritið fyrir hvorki meira né minna en þremur stórum keppnum. Efni blaðsins er fjöl- breytt að vanda. 1 blaðinu er kynnt ný herra tískulína, einnig er kynnt ný lína fyrir yngri kynslóðina. Stutt rabb við nokkra þekkta tónlistarmenn um tónlist- ina og hártískuna. Kynntar eru nýjar tískusveiflur frá Vidal Sasson. Myndefni frá galagreiðslum á íslandsmeistaramót- inu. Stutt rabb við Chico DeBarge um ísland og hártískuna. Nýr stíll frá Sebast- ian International. Talað við nokkra þekkta skemmtikrafta. Zotos Internatio- nal kynnir tvær útgáfur á permanenti. Tískuefni frá Jingles International og Al- an International. Lagðar eru spurningar fyrir nokkur þekkt gallerí og spurt hvort listaverk séu góð fjárfesting. Grein frá París um sokkabönd og áhrif þeirra. Er íslenskt lambakjöt vafasamt? stutt rabb við nokkra þekkta matreiðslumenn. I stuttu spjalli við söngkonuna Haywood segist hún elska allt þetta ljósa hár. Afmæli Sjötíu ára er í dag, 19. maí, Gunnar Kristinn Guðlaugsson, Karlsbraut 6, Dalvík. Hann var lengi múrari en síðar verkstjóri, m.a. hjá Dalvík- urbæ. Hann er nú sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Dalvík. 75 ára er í dag, 19. maí, séra dr. Lambert Terstroet Smm. Séra Terstroet er af hollensku bergi brot- inn en hefur verið prestur við Kapellu St. Jósefs systra í Garðabæ síðastliðin rúm 5 ár. Sr. Terstroet er mjög fróður maður og hefur ferðast um og haldið fyrirlestra um heilaga ritningu í um 60 löndum. 70 ára afmæli á í dag, 19. maí, Oddur Sigurbergsson, fyrrum kaupfélags- stjóri á Selfossi og í Vík, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi. Kona hans er Helga Einarsdóttir. Hann er að heiman. 103 ára afmæli á í dag, 19. maí, frú Ingibjörg Daðadóttir, Stykkis- hólmi, ekkja Sigurðar Magnússonar, fyrrum hreppstjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum, þá 104 ára gam- all. Móðir Ingibjargar var María Andrésdótfir en hún náði því að verða 106 ára. Afmælisbarnið er nú á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, rúm- föst en ern í anda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.